Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 53 AKUREYRI Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. b.I. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. YFIR 42.000 GESTIR! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. KRINGLAN Sýnd kl. 4. FRUMSÝNING AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. SG. DVÓ.H.T Rás2 SG. DV KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 8. Hinir galvösku Gaulverjar, Ástríkur og Steinríkur eru mættir aftur til leiks í frábærri mynd fyrir alla fjölskylduna. Og sem fyrr vantar ekki kraftinn í þá. Sýnd meðíslensku tali. FRAMUNDAN er mesta ferðahelgi ársins. Ekki eru þó allir sem kunna við sig í mollulegu tjaldi innan um skorkvikindi, fjarri örbylgjuofnum og myndbandstækjum. Þeir sem ekki kæra sig um útilegur samein- uðust fyrsta sinni fyrir ári og héldu hátíðlegan Innipúkann í Iðnó. Nú á að endurtaka leikinn og er Grímur Atlason einn af skipuleggjendum uppákomunnar enda innipúki í húð og hár: „Allir innipúkar eiga sér sameiginlega sögu um að hafa pruf- að að fara á útihátíð eða út á þjóð- vegi landsins um verslunarmanna- helgi. Mín reynsla er þannig að ég fór í Húsafell 1987 og kom þaðan rófubeinsbrotinn. Ég hafði verið í móki alla helgina og með lungna- kvef. Eftir þetta þurfti ég að liggja á maganum í heila viku og mundi ekki neitt eftir útilegunni. Ég man bara að það var kalt, ég eyddi fullt af pen- ingum og át pensilín í tvær vikur. Þetta er sameiginleg reynsla inni- púka. Innipúkinn hefur áttað sig á að þetta er ekki hemja og ef maður ætlar að njóta tónlistar þá gerir maður það í Reykjavík því það er besti staðurinn til að vera á.“ Svo hljóðar Innipúkaávarpið, sem Grímur þylur af stakri innlifun. Verður jafnvel grillað Vegleg dagskrá verður í Iðnó á laugardag og hefst kl. 17. Lovers Without Lovers, Hudson Wayne, Innvortis, Mugison, Egill Sæbjörns- son, Rúnk, Dr. Gunni, Botnleðja og Trabant munu spila en inn á milli þeyta lunknir plötusnúðar skífur. Dagskráin stendur því langt fram á nótt. „Það verður ýmislegt gert,“ segir Grímur. „Nú er útlit fyrir að veð- urguðirnir muni leika við gesti og það verður jafnvel grillað. Þetta verður staður til að vera á. Menn geta komið og farið og dagskráin er auglýst svo fólk veit hvað er að ger- ast hverju sinni. Svo verður sér- stakur hátíðarmatseðill í boði á veit- ingastaðnum Tjarnarbakkanum.“ Grímur leggur áherslu á að dag- skráin sé vönduð allt kvöldið: „Þetta er ekki bara innantómt kjaftæði milli 5 og 9 heldur athyglisverð at- riði, eitthvað sem er vel þess virði að sjá.“ Tónlistin framan af verður þó í rólegri kantinum en eftir því sem nær líður miðnætti segir Grímur að stemningin verði rifin upp í meiri dans. Upphitun í 12 tónum Til að taka forskot á sæluna verð- ur Innipúkahátíð í verslun 12 tóna við Skólavörðustíg í dag, föstudag. Það sama var gert í fyrra og munu þar nokkrir innipúkar stíga á stokk og skemmta gestum og gangandi. Þeir tónleikar hefjast um kl. 16 og er þar von á Rúnki og hljómsveit Dr. Gunna. Grímur segir sölu ganga vel. Upp- selt hafi orðið á síðasta Innipúka en nú gangi salan enn hraðar og því ekki seinna vænna fyrir innipúka bæjarins að tryggja sér miða. Tónlistarveislan Innipúkinn haldin aðra verslunarmannahelgina í röð Innipúkar allra landa sameinist! Morgunblaðið/Kristinn Þétt skipuð dagskrá vandaðra tón- listaratriða verður á Innipúkanum í ár. Þessi mynd er tekin af síðasta Innipúka og er ekki annað að greina en ágætis hátíðarstemmning hafi verið á staðnum. Innipúkinn verður í Iðnó á laug- ardag frá 17 til 04. Miðaverð er kr. 1.800 í forsölu en 2.200 við innganginn. Forskot á Innipúkann verður hjá 12 tónum á föstudag og hefst kl. 16. asgeiri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.