Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ sem fram fer á Ísafirði um verslun- armannahelgina snertir tugi þús- unda Íslendinga á einn eða annan hátt. Það eru for- ráðamenn og stjórnendur hér- aðssambanda UMFÍ, félaga og deilda innan hér- aðssambandanna, íþróttabandalaga og þeirra félaga og deilda, sérsambönd innan ÍSÍ, þátttakendurnir sjálfir, foreldrar þeirra, systkini og aðrir fjölskyldu- meðlimir og ættingjar. Unglingalandsmótið er núna hald- ið í sjötta skipti frá árinu 1992, en þá var það haldið á Dalvík 10.–12. júlí. Árið 2000 var gerð stór og mikil áherslubreyting á mótinu, en þá var mótið í fyrsta skipti haldið um versl- unarmannahelgina. Þeirri breytingu hefur verið mjög vel tekið af lands- mönnum. Í ár verður unglingalands- mótið haldið á Ísafirði um verslunar- mannahelgina 1.–3. ágúst. Um framkvæmd mótsins sér Héraðs- samband Vestfjarða. Frá upphafi unglingalandsmóta þegar það var nánast eingöngu íþróttakeppni fyrir aðildarfélög UMFÍ hefur unglingalandsmótið þróast út í að vera ein stærsta skipu- lagða fjölskylduhátíðin sem haldin er um verslunarmannahelgina á hverju ári. Í dag geta öll börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára frá öllum íþróttafélögum á landinu tekið virk- an þátt í unglingalandsmóti UMFÍ 2003. Það er markmið okkar sem stönd- um að mótinu að viðhalda þeirri virð- ingu og þeim áhuga sem þessi við- burður hefur fengið í hjörtum margra landsmanna. Foreldrar eru farnir að sjá þessa mörgu jákvæðu möguleika sem mótið hefur upp á að bjóða. Fjölskyldan getur verið áhyggjulaus í umhverfi sem er upp- byggjandi fyrir þeirra börn og ung- linga, þar sem eftirvænting, gleði og vinátta keppenda skín úr andlitum þeirra. Tilgangur UMFÍ með unglinga- landsmótum er að skapa umhverfi fyrir alla fjölskyldumeðlimi þannig að þeir séu þátttakendur hver á sinn hátt. Að foreldrar geti áhyggjulaust farið í útsýnisferð á hornstrandir eða siglingu um Ísafjarðardjúp án þess að hafa áhyggjur af því að börn þeirra og unglingar séu áreitt af óæskilegu umhverfi og óheilbrigðum freistingum. Þetta er einnig reynsla frá fyrri unglingalandsmótum UMFÍ, að þar sem mótið hefur skapað sér það stór- an sess og virðingu allra sem að koma, að það hefur ekki þurft að nefna það neitt sérstaklega að mótið sé algerlega vímuefnalaust, það veit fólkið sjálft sem þar kemur, því það er mjög meðvitað um tilgang og markmið allra þeirra sem þar koma og vilja fá tækifæri til að upplifa eitt- hvað jákvætt og einstakt. Upplifa gleði og vináttu með öðru fólki sem endist kannski ævilangt! Upplifa verðmætar samverustundir þar sem nálægðin við náttúruna með allri fjölskyldunni hleypir jákvæðum til- finningum af stað. Hver og einn upplifir svona fjöl- skylduhátíð á sinn hátt, en allar for- sendur til þess að upplifa eitthvað einstakt eru fyrir hendi. Þess vegna hvet ég þig sem þetta lest, hvort sem þú ert foreldri, þjálfari, formaður eða stjórnarmaður í íþróttafélagi á Íslandi! Gefðu þínu barni eða ung- lingi möguleika á því að upplifa eitt- hvað einstakt ásamt 1.200–1.500 öðr- um keppendum og 6.–7.000 gestum sem við áætlum að komi til Ísafjarð- ar, einmitt í þeim tilgangi að upplifa einstaklega jákvæðan viðburð sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi í dag. Ég vil hér í lokin benda fólki á að ríkisvaldið, ráðherrar og þingmenn, hafa einnig fylgst með þróun þessa stórviðburðar sem unglingalands- mótin eru að þróast í. Þeirra viður- kenning lýsir sér í styrk sem menntamálaráðuneytið og fjárlaga- nefnd lagði til mótsins 2003. Einnig styrkti áfengis- og vímuvarnaráð mótið veglega. Þessir styrkir hafa gert okkur það mögulegt að gera mótið en veglegra en áður og einnig geta kynnt það betur fyrir lands- mönnum og öllum þeim sem ekki hafa upplifað mótið áður. Vil ég bera þessu heiðursfólki þakkir okkar sem stöndum að skipu- lagningu og framkvæmd mótsins sem hefur staðið frá 20. janúar 2003. Með von um að hitta sem flest börn og unglinga ásamt fjölskyldum sínum á Ísafirði um verslunar- mannahelgina 1.–3. ágúst 2003. JÓN PÉTUR RÓBERTSSON, framkvæmdastjóri ULM 2003. Unglingalandsmót UMFÍ 2003 Frá Jóni Pétri Róbertssyni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.