Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 44
Leikurinn var lengst af nokkuðfjörugur og liðin sýndu á köfl- um ágæt tilþrif. Liðin áttu hvort sitt færið í upphafi leiks; fyrst skaut Þorvaldur Makan Sigbjörnsson naum- lega framhjá marki Þróttar úr aukaspyrnu og rétt á eftir fékk Björgólfur Takefusa óvænt færi hinum megin þegar Sören Byskov missti af knettinum en Björgólfur var í þröngu færi og náði ekki að stýra knettinum í markið. Heimamenn náðu síðan forystunni eftir liðlega stundar- fjórðungs leik með góðu marki frá Dean Martin Gestirnir færðust í aukana við það og seinni hluti hálf- leiksins var sá besti af þeirra hálfu. Sören Byskov þurfti þrisvar að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Þróttur jafnaði og KA-menn gengu til búnings- klefa í hléi með eins marks forskot. McCormick fékk rautt á leiðinni af velli Heimamenn komust síðan í 2:0 strax í upphafi seinni hálfleiks þeg- ar Steinar Tenden skoraði og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. KA lék mjög vel í seinni hálfleik og Þróttarar komust ekkert áleiðis. Ekki bætti úr skák fyrir þá að missa Charles McCormick af velli á 62. mínútu með rautt spjald. Reyndar var hann á leiðinni út af og Guðfinnur Þórir Ómarsson varamaður tilbúinn að koma í hans stað. Einhverra hluta vegna var Charles ekki sáttur við lífið og til- veruna við það tækifæri og þrum- aði boltanum út í buskann rétt áður en hann fór af velli. Kristinn Jak- obsson dómari gat ekki annað en sýnt honum gula spjaldið og þar sem hann var áður búinn að fá spjald fylgdi það rauða í kjölfarið. Skiptingin komst því aldrei í fram- kvæmd og Guðfinnur fékk sér aftur sæti á bekknum. En heimamenn höfðu yfirburði það sem eftir var leiks og það var einkum skortur á einbeitingu sem varð þess valdandi að illa gekk að bæta við mörkum. Liðið lék vel en hvað eftir annað runnu efnilegar sóknir út í sandinn. Reyndar skor- aði Steinar Tenden mark á 84. mín- útu en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Þorvaldur Makan sendi knöttinn til hans en var sjálf- ur í mjög góðu færi, réttstæður. Þegar komið var fram yfir venju- legan leiktíma ákvað Þorvaldur að klára sjálfur svipað færi, eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni Þróttar rétt utan teigs. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og öruggur sigur KA í höfn. Þróttarar byrjuðu leikinn ágæt- lega og áttu góða spretti í fyrri hálfleik en áttu ekkert svar við öfl- ugum leik KA í seinni hálfleik. Vörnin opnaðist oft illa og sókn- armennirnir sáust ekki. Lið KA lék á als oddi í þessum leik og leik- menn áttu flestir mjög góðan dag. Þorvaldur Makan var með á nýjan leik eftir meiðsli og hann og nafni hans Örlygsson réðu ríkjum á miðj- unni. Vörnin var traust og Hreinn og Tenden sprækir frammi. Sannfær- andi sigur hjá KA NÝLIÐAR Þróttar töpuðu sínum þriðja leik í röð í gærkvöld þegar KA vann sannfærandi sigur á þeim á Akureyri, 3:0. Þróttur vermdi efsta sæti deildarinnar er Íslandsmótið var hálfnað en hefur síðan tapað öllum leikjum sínum og er nú um miðja deild. KA þokaði sér fjær botninum með sigrinum, er í sjötta sætinu og fimm stigum á undan Val sem er í fallsæti, en ennþá skilur lítið á milli átta efstu liðanna í deildinni og allt getur gerst. Valur Sæmundsson skrifar ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son var mættur til leiks á ný í liði KA eftir að hafa verið fjarverandi vegna höfuðhöggs og rannsókna í kjölfar þess. Hann fann sig vel, lagði upp annað mark liðsins gegn Þrótturum í gærkvöld og skoraði það þriðja, og var að von- um sáttur í leikslok. „Við spiluðum þetta glimrandi vel. Á tímabili í fyrri hálfleik töp- uðum við miðjunni og vorum að elta Þróttarana en svo náðum við að laga þetta aftur og liðið í heild spilaði fantavel. Hann sagði KA-liðið hafa verið brokkgengt í sumar og stigin þrjú væru kærkomin til að fikra sig of- ar í deildinni. KA er í sjötta sæt- inu eftir þennan sigur. „Við verðum ánægðari eftir því sem ofar dregur og við höldum bara áfram. Það hefur verið mik- ið álag á mönnum og talsvert um meiðsli og þótt maður komi í manns stað þá hefur þurft að hræra mikið í liðinu og stöð- ugleikann hefur vantað. Við erum hins vegar með afar góðan hóp og það eru að koma upp strákar sem eru frambærilegir í hvaða byrjunarlið sem er þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn fyrir hönd liðsins,“ sagði Þorvald- ur Makan Sigbjörnsson við Morg- unblaðið. „Ánægðari eftir því sem ofar dregur“ FÓLK  STEINAR Tenden, norski sóknar- maðurinn hjá KA, skoraði mark í fimmta leik liðsins í röð í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu þegar hann kom norðanmönnum í 2:0 gegn Þrótti í gærkvöld. Enginn annar leikmaður í deildinni hefur skorað í meira en þremur leikjum í röð í sumar.  ÖRN Kató Hauksson var í byrjun- arliði KA í leiknum gegn Þrótti í gær- kvöld. Þetta var fyrsti leikur hans í sumar en hann meiddist illa í vor. Endurkomahans mun styrkja KA mikið á lokasprettinum.  ÞÁ var Þorvaldur Makan Sig- björnsson kominn á ný í lið KA, eftir að hafa misst nokkra leiki úr vegna höfuðhöggs. Hann stóð sig vel í leikn- um og innsiglaði sigur sinna manna með marki í blálokin.  GARY Neville verður ekki leikfær með Manchester United næstu vik- urnar. Hann meiddist í vináttuleik gegn Celtic í síðustu viku. Líklega mun Neville missa af fyrstu leikjun- um í ensku úrvalsdeildinni.  MARKVÖRÐURINN litríki Jose Luis Chilavert er hættur að leika með landsliði Paragvæ í knatt- spyrnu. „Forráðamenn hjá knatt- spyrnusambandi Paragvæ hafa kom- ið mjög illa fram við mig og ég hef þessvegna ákveðið að leika ekki framar með landsliðinu,“ sagði hinn 36 ára gamli Chilavert.  BAKVÖRÐURINN Anthony Cart- er mun leika með San Antonio Spurs næsta vetur í NBA-deildinni í körfu- bolta. Carter hefur verið í fjögur ár í NBA-deildinni og leikið með Miami Heat allan tímann. Hann skoraði að meðaltali 4,1 stig og tók 4,1 frákast í leik á síðasta tímabili.  NÝLIÐAR Wolves í ensku úrvals- deildinni hafa fengið varnarjaxlinn Jody Craddock til liðs við sig frá Sunderland en liðið féll úr úrvals- deildinni í vor. Wolves þarf að greiða Sunderland tæpar 2 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla Craddock.  TYRKINN Yildiray Bastürk, leik- maður Bayer Leverkusen, er með lifrarbólgu og það er óvíst hversu lengi hann verður frá keppni. Bast- ürk getur verið frá í nokkrar vikur til nokkra mánuði en það er ekki vitað hversu alvarleg veikindin eru.  JEAN-Clotaire Tsoumou-Madza, varnarmaður Eintracht Frankfurt, hefur verið settur í eins leiks bann af þjálfara liðsins fyrir að ráðast á fyr- irliða Frankfurt á æfingu í gær. Madza verður því ekki með þegar 1. umferð þýsku deildarinnar hefst í kvöld með leik Bayern München og Frankfurt.  SVISSNESKI miðvallarleikmaður- inn í knattspyrnu Hakan Yakin hefur ákveðið að ganga til liðs við Paris St. Germain frá Basel. Yakin sem er 26 ára fór á kostum í Meistaradeild Evr- ópu í vetur. Kaupverðið á kappanum fæst ekki uppgefið en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við PSG. ÁSGEIR Elíasson þjálfari Þróttar sagði að róðurinn hefði verið erfiður eftir að liðið missti mann út af í seinni hálfleik og hann var ekki nógu sáttur við leik sinna manna í heild. „Við fengum þokkaleg færi í fyrri hálfleik en lent- um svo í því að verða einum færri í seinni hálfleik. Þá vorum við komnir tvö núll undir og urðum að sækja og þá er eðlilegt að vörnin hafi opnast eitthvað. Við yfirspil- uðum þá hins vegar í fyrri hálfleik og vorum betri en okkur tókst því miður ekki að skora og þetta varð erfitt eftir að við lentum undir, sagði Ásgeir. Erfitt að spila ein- um færri KA 3:0 Þróttur R. Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 12. umferð Akureyrarvöllur Fimmtudaginn 31. júlí 2003 Aðstæður: Logn, skýjað með köflum, 16 stiga hiti, völlurinn mjög góð- ur en dálítil rekja í honum Áhorfendur: 850 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Marinó Þorsteinsson, Guðmundur H. Jónsson Skot á mark: 13(7) - 7(4) Hornspyrnur: 3 - 6 Rangstöður: 8 - 2 Leikskipulag: 4-4-2 Sören Byskov M Örlygur Þór Helgason Steinn V. Gunnarsson Ronnie Hartvig M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson M Dean Martin M Örn Kató Hauksson (Pálmi Rafn Pálmason 74.) Þorvaldur Örlygsson MM Þorvaldur Makan Sigbjörnsson M Hreinn Hringsson M (Steingrímur Örn Eiðsson 90.) Steinar Tenden M Fjalar Þorgeirsson Ingvi Sveinsson Eysteinn P. Lárusson M Jens Sævarsson Hilmar Ingi Rúnarsson (Vignir Þór Sverrisson 86.) Hjálmar Þórarinsson (Gestur Pálsson 55.) Halldór A. Hilmisson M Páll Einarsson Charles McCormick Björgólfur Takefusa (Guðfinnur Þ. Ómarsson 68.) Sören Hermansen 1:0 (17.) Hreinn Hringsson og Steinar Tenden léku laglega gegnum vörn Þróttar og Hreinn sendi síðan knöttinn fyrir frá vinstri, Dean Martin kom á ferðinni og sneiddi boltann í netið af stuttu færi. 2:0 (49.) Þorvaldur Makan Sigbjörnsson sendi inn í teig á Steinar Tenden sem sneri sér við og skoraði með föstu skoti 3:0 (90.) Þorvaldur Makan Sigbjörnsson vann boltann af varnarmanni Þróttar, lék inn í teig og skoraði örugglega fram hjá Fjalari Þorgeirssyni. Gul spjöld: Charles McCormick, Þróttur R. (27.) fyrir brot  Ingvi Sveinsson, Þróttur R. (59.) fyrir brot Rauð spjöld: Charles McCormick, Þróttur R. (62.) spyrnti knettinum gremjulega burt og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Morgunblaðið/Kristján Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, fagnar marki sínu gegn Þrótti í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.