Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐNÝ Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálf-
ari við endurhæfingardeild Landspít-
ala-háskólasjúkrahúss, hlaut fyrstu
verðlaun fyrir verkefnið „Hrygg-
stoð“ í hugmyndasamkeppninni Upp-
úr skúffunum. Verkefni Guðnýjar
gengur út á þróun á nýrri tegund af
bolspelku fyrir fjölfatlaða einstak-
linga og einstaklinga með hrygg-
skekkju og var það unnið í samstarfi
við Atla Ágústsson, sjúkraþjálfara á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Örn
Ólafsson, stoðtækjafræðing og sam-
starfsmenn hans hjá fyrirtækinu
Stoð ehf. í Hafnarfirði. Bolspelkur
auðvelda m.a. fjölfötluðum einstak-
lingum og einstaklingum með hrygg-
skekkju að sitja af eigin rammleik.
Hugmyndasamkeppnin Uppúr
skúffunum er samstarfsverkefni
Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís-
lands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs-
ins, A&P Árnasonar einkaleyfisstofu
og skrifstofu rektors Háskóla Ís-
lands. Er þetta fimmta árið í röð sem
samkeppnin er haldin en hún náði til
allra starfsmanna og nemenda við
Háskóla Íslands og Landspítala-há-
skólasjúkrahús.
Tíu umsóknir bárust í samkeppn-
ina. Tvær þeirra urðu jafnar í öðru og
þriðja sæti, en það er annars vegar
verkefnið „Sjálfræði aldraðra“ eftir
dr. Vilhjálm Árnason, prófessor í sið-
fræði, og Ástríði Stefánsdóttur lækni
og hins vegar verkefnið „Skyr-Bar“
eftir Sigrúnu Guðnadóttur og Daða
Rafnsson, viðskiptafræðinga. Fyrra
verkefnið fólst í því að kanna sjálf-
ræði íbúa á vistheimilum fyrir aldr-
aða á Íslandi en síðara verkefnið er
viðskiptaáætlun fyrir skyndibitastaði
á Flórída sem sérhæfa sig í hollum
skyndimat unnum úr íslensku skyri.
Bættar bolspelkur
Guðný Jónsdóttir segir í samtali
við Morgunblaðið að þau hafi byrjað
að þróa nýjar bolspelkur í kjölfar
rannsóknar sinnar á bolspelkum árið
2001. „Rannsóknin sýndi að þær bol-
spelkur sem til eru á markaðnum
hefta öndunarhreyfingar og hafa
áhrif á heilsufar einstaklinga með
fjölþætta fötlun og hryggskekkju,“
útskýrir hún. Sagði hún að markmið
verkefnisins, sem hlaut verðlaun í
gær, hafi verið að hanna bolspelku
sem hefði sama stuðning og hefð-
bundin bolspelka en hefti ekki öndun
eins mikið.
Verðlaunaféð í gær var 500 þúsund
íslenskra kr. Aðspurð sagði Guðný að
stefnt væri að því að hefja notkun á
nýju bolspelkunni en þróun á henni
væri þó ekki lokið. „Verðlaunaféð
verður notað til að ljúka þessu verk-
efni,“ segir hún.
Samkeppnin Uppúr skúffunum
Verðlaun fyrir þró-
un nýrrar tegund-
ar af bolspelku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá verðlaunaafhendingunni. Frá vinstri: Örn Ólafsson, Atli Ágústsson,
Guðný Jónsdóttir og Gunnar St. Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Stoð.
AUSTFIRSKIR sauðfjárbændur
hafa sameinast um sölu lambakjöts
á netinu, undir nafninu Austurlamb.
Neytendum er þannig gefinn kostur
á að kaupa upprunamerkt lamba-
kjöt beint af bændum. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
opnaði vefsvæðið www.austurlamb-
.is við formlega athöfn á Egilsstöð-
um.Verkefninu er stýrt af Slátur-
félagi Austurlands og er tilraun
með nýja aðferð við sölu á lamba-
kjöti. Á vefsvæðinu geta kaupendur
kynnt sér aðstæður hjá þeim bænd-
um sem bjóða Austurlamb, hvernig
kjötið er gæðaflokkað og sagað og
valið frá hvaða bónda kjöt er.
Lambakjötið sem selt verður
gegnum netið er af gripum, sem
slátrað hefur verið í viðurkenndum
sláturhúsum og meðhöndlað í
vinnslu.
Milliliðalaus leið
til neytenda
Sigurjón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Sláturfélags Austur-
lands sagði hugmyndina um Aust-
urlamb byggja á því að gefa
bændum sjálfum kost á að selja
sína framleiðslu á almennum mark-
aði, hvort sem það væri gegnum
netið eða með öðrum hætti.
Í fréttatilkynningu frá Austur-
lambi segir jafnframt að bændur
hafi ekki átt greiða milliliðalausa
leið til hins almenna neytanda fram
að þessu og að einhverra hluta
vegna hafi sláturleyfishafar í land-
inu ekki haft frumkvæði að slíkum
viðskiptum. Austurlamb veiti bænd-
um sjálfum möguleika á því að selja
sitt kjöt og öðlast þannig um leið
aukna hlutdeild í eigin verðmæta-
sköpun. Nítján austfirskir sauðfjár-
bændur taka þátt í sölu á netinu
fyrsta kastið, en að verkefninu
komu, auk Sláturfélagsins, Impra
Iðntæknistofnun, Markaðsráð
kindakjöts, Atvinnuþróunarsjóður
Austurlands, MATRA, Norðlenska,
Kjötkaup á Reyðarfirði, Athygli og
Galdur á Hornafirði.
Nítján sauðfjárbændur standa að Austurlambi
Nýjar aðferðir við sölu
á íslensku lambakjöti
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Sigurjón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands, við opnun nýs vefsvæðis þar sem
neytendur geta keypt lambakjöt af austfirskum bændum milliliðalaust.
NÝ háplöntutegund, haustlyng,
fannst í Mýrdalnum í vikunni.
Ágúst H. Bjarnason, grasafræðing-
ur við Menntaskólann við Sund,
segir þetta einstakan fund, en það
gerist aðeins á margra ára fresti að
ný tegund sé skráð í flóru Íslands.
Það er ekki síður sérstakt við þenn-
an fund að tegundarinnar er getið í
gamalli plöntuskrá frá árinu 1820,
en síðar var talið að um ranga grein-
ingu hefði verið að ræða og haust-
lyng var því strikað út af skrá yfir
flóru Íslands.
Það var Brynja Jóhannsdóttir
meinatæknir sem fann plöntu sem
hún kannaðist ekki við þegar hún
var á göngu á Felli í Mýrdal.
Brynja, sem er áhugsöm ræktunar-
manneskja, sagðist hafa flett upp í
Íslenskri flóru eftir Ágúst H.
Bjarnason, án þess að finna svör við
því um hvaða plöntu væri að ræða.
Brynja hafði því samband við
Ágúst sem greindi hana sem erica
tetralix, haustlyng. Honum þótti
þetta afar merkilegt og fór strax
daginn eftir austur í Mýrdal ásamt
Brynju og til að skoða plöntuna.
Þau fundu plöntuna í blóma, all-
vöxtulegan hálfrunna um 10–12 cm
á hæð. Eftir talsverða leit í ná-
grenninu fundu þau annan runna
litlu minni skammt frá. Ágúst sagði
að getið væri um haustlyng í göml-
um plöntuskrám, til dæmis eftir
Mörch frá 1820, Th. Gliemann frá
1824, J. Vahl frá 1840 og C.C. Bab-
ington frá 1848.
Í flórubók eftir Johs. Gröntved
frá árinu 1942 (The pteridophyta
and spermatophyta of Iceland) er
sagt frá eintaki í Grasasafninu í
Kaupmannahöfn, sem „Thoraren-
sen“ hafi safnað á Íslandi, en þess
jafnframt getið, að hér hljóti að hafa
orðið einhver ruglingur við merk-
ingar og því beri að strika tegund-
ina alfarið út úr flóru Íslands. Fund-
urinn hefur því verið dreginn í efa.
Benda má á, að plöntutegundir
hafa ef til vill verið að deyja út í
landinu allt frá landnámsöld, vegna
kólnandi tíðarfars og mikils beitar-
álags, einkum á síðari hluta 19. ald-
ar og þeirri 20.
Ágúst sagði, að langlíklegast væri
að haustlyng hefði alla tíð verið til
og þarna væri því um eintak að
ræða sem Thorarensen hefði safnað
og danskir grasafræðingar greint til
tegundar. Þó er ekki unnt að útiloka
þann möguleika, að tegundin hafi
borist hingað til lands fyrir fáum ár-
um, til dæmis með fuglum.
Ágúst sagðist ætla að rannsaka
þetta mál betur og m.a. skoða þessa
plöntu sem sögð er vera í Grasa-
safni Kaupmannahafnar. Hann
sagði að árið 1848 hefði séra Gísli
Thorarensen hafið prestskap ein-
mitt á Felli í Mýrdal þar sem
Brynja fann haustlyngið. Ágúst
sagði ekki ólíklegt að einhver úr
hans ætt hefði á sínum tíma fundið
plöntuna sem væri í Grasasafninu.
Ágúst vill beina því til fólks, eink-
um í Mýrdal, að það hafi vakandi
auga á því, hvort það sjái ókennilega
plöntur, þar sem blöð líkjast beiti-
lyngi en blómin eru mun færri og
stærri og eru á stöngulenda. Hann
biður fólk sem finnur slíkar plöntur
að hafa samband við sig.
Fann nýja háplöntu-
tegund í Mýrdalnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brynja Jóhannsdóttir fann haustlyng þegar hún var í gönguferð í
Mýrdalnum, en það var Ágúst H. Bjarnason sem greindi plöntuna.
Var skráð árið
1820, en síðar
talin rangt
greind
HAUSTLYNG, eins og þessi
tegund hefur verið nefnd, til-
heyrir lyngætt og er lágvaxinn,
sígrænn dvergrunni. Greinar
eru gráleitar. Blöðin eru krans-
stæð á stöngli, fjögur saman;
þau eru grágræn, kirtilhærð,
barrkennd og innundin á rönd-
um. Blómin eru fjórdeild í koll-
óttum sveip á stöngulenda; þau
eru rósrauð og standa lengi.
Að sumu leyti minnir plantna
á beitilyng en blómin eru mun
stærri og blöðin eru kirtilhærð,
sem sést við litla stækkun.
Í nánd við plönturnar í Mýr-
dal var plantað lerki, elri og
furu fyrir fáum árum. Mjög
ósennilegt er, að tegundin hafi
borist með þeim, því að þær
kumu úr innlendri gróðr-
arsöðvum.
Líklegast er, að tegundin hafi
vaxið hér lengi en hún er vand-
fundin ef hún er ekki í blóma.
Sumarið hefur verið með ein-
dæmum gott og því hefur hún
náð að blómgast.
Tegundin er mjög algeng í
suðurhluta Skandivavíu og vex
alllangt norður eftir vest-
urströnd Noregs. Hin síðari ár
hefur hún breiðst talsvert út.
Haustlyng