Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 8

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         ! " #     " $$ ! %                   Flest er nú farið að rata í matarkörfu Bónusfeðga. Gestafyrirlesari á viku símenntunar Áhersla á net- færa kennara BRESKI fræðimað-urinn Gilly Salm-on, sérfræðingur í kennslufræðum í netum- hverfi, er væntanleg til landsins á morgun en hún verður aðalfyrirles- ari og gestur Viku sí- menntunar sem hefst í dag. Fyrirlestur Gilly verður á þriðjudaginn og fjallar um það sem hún kallar E-miðlun og er hennar skilgreining á því hlutverki sem kennarar og þjálfarar taka að sér þegar þeir kenna á net- inu. Leggur hún áherslu á nauðsyn þess að veita kennurum þjálfun til þess að takast á við nýjar kennsluaðferðir. Þegar hún er spurð hvað felist í skilgreiningunni, segir hún: „Þegar kennt er á netinu og ekki hægt að sjá bekkinn, þýðir það að kennarinn þarf að til- einka sér nýja hæfni til þess að hjálpa bekknum að vinna saman. Meðal þess sem hann þarf að kunna er að tryggja það að allir séu þátttakendur og að átta sig á því að þeir sem eru að tengja sig inn í tímann hjá honum er á ólíkum stöðum og eru með ólíkt tímaplan. Það er afar mikilvægt að kennarinn tileinki sér þessa hæfni vegna þess að nemend- urnir sem eru að vinna á netinu hafa hana þegar. Þeir eiga stundum auðveldara með að vinna í netumhverfi en kenn- ararnir.“ Salmon er lektor við við- skiptaháskóla sem eingöngu kennir í fjarnámi. Þar stunda fimm þúsund nemendur nám, svo hún hefur haft fyrirtaksað- stöðu til þess að rannsaka hvers konar hæfni kennari þarf að ráða yfir og hvernig hægt er að hjálpa honum að ná þeirri hæfni. „Í fyrirlestri mínum mun ég ræða um þær leiðir sem kenn- arar og þjálfarar í netkennslu geta sjálfir lært þar og í kjölfar- ið hvatt nemendur sína til þess sama. Sjálf er ég með þjálfunar- námskeið sem eru alþjóðleg og þau eru sótt af nemendum frá hverri einustu álfu heimsins. Þeir æfa leikni sína hver á öðr- um áður en þeir fara að beita henni á nemendur sína. Annað vandamál sem við höf- um staðið frammi fyrir er að til- tölulega lágt hlutfall nemenda lýkur námi á netinu, en ef við hjálpum hópum til þess að vinna saman, er hægt að örva þá til þess að ljúka námskeiðum – og þar með verður aukin þekking til.“ Sérðu þetta fyrir þér sem kennsluaðferð framtíðarinnar? „Já. Ég álít að sú auðlind sem netið og margmiðlunin búa yfir eigi eftir að skipa stöðugt stærri sess á öllum skólastigum. Það verða áfram kennarar og það verða áfram bekkja- deildir í skólum, en kennarar munu þróast yfir í það að blanda saman sínum aðferð- um og þeim möguleik- um sem netið býður upp á.“ Þegar þú talar um öll skóla- stig, á það þá einnig við grunn- skóla? „Já, það er hægt að kenna mjög ungum börnum að komast í samband við annað fólk sem hefur svipuð áhugamál og það er hægt að kenna þeim að nota netið sem stórkostlegt bóka- safn.“ Þurfa þau ekki að hafa tölu- verðan sjálfsaga til þess? „Þar kemur kennarinn til skjalanna. Hann verður að kunna að hjálpa þeim. Þess vegna byrjum við á því að þjálfa þá í E-miðlun.“ Hversu margir þátttakendur eru á fjarnámskeiðunum sem þú kennir? „Bara á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa sex hundrað há- skólakennarar tekið þátt í nám- skeiðunum hjá mér. Þar að auki bjóða flestir breskir háskólar kennurum sínum upp á nám- skeið af þessu tagi.“ Hefur tæknin þróast hraðar en hæfni mannsins til að takast á við hana? „Tæknin breytist stöðugt. Hún á eftir að verða hraðari og fjölbreyttari, en aðalatriðið er að þjálfa netfæra kennara.“ Er nóg af þeim nú þegar? „Nei, fæstir kennarar hafa nægilegt sjálfsöryggi til að bera til þess að gerast netkennarar. Þess vegna er nauðsynlegt að bjóða þeim upp á þjálfun til þess að byggja upp öryggi þeirra og þá á ég ekki við hina tæknilegu hlið málsins, heldur þær aðferð- ir sem notaðar eru til þess að kenna fjarnemendum. Mín skilaboð eru raunveru- lega þessi: Við höfum mikið af nýrri tækni. Sumt er gott, sumt er ekki gott, en það er hlutverk hins mann- lega milliliðar sem skiptir höfuðmáli. Flestir kenn- arar vilja kenna og flestir fyr- irlesarar vilja halda fyrirlestur á þann hátt sem þeim sjálfum var kennt. Það er sjaldgæft að sú kennsla hafi náð til tölvunnar. Það er því mikilvægt að við bjóðum þeim upp á kerfi og ramma svo þeir geti sjálfir verið þátttakendur í netumhverfinu með góðum árangri.“ Gilly Salmon  Gilly Salmon er einn virtasti kennari viðskiptaskóla Opna há- skólans í Bretlandi. Eftir farsæl- an feril sem stjórnandi í við- skiptalífinu, sneri hún sér að fræðistörfum og kennslu. Hún hlaut sína fyrstu gráðu í sálfræði í fjarnámi og síðar mastersgráðu í kennslustjórnun. Um þessar mundir stundar hún rannsóknir á aðferðum í kennslustjórnun á netinu, auk þess sem hún starfar sem ráðgjafi fyrir stjórnendur fyrirtækja þar sem helstu fyr- irlestraraðir hennar eru „Stjórn- endur á nýrri þúsöld“ og „Konur til stjórnunarstarfa“. Kennslu- aðferð framtíðar ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.