Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 19 VALERY Giscard d’Estaing, fyrr- verandi forseti Frakklands, sem stýrði gerð draga að nýjum stjórn- arskrársáttmála Evrópusambands- ins sem lögð voru fram í sumar, var- aði ráðamenn aðildarríkjanna við því á fimmtudag að rekja upp þá mála- miðlun sem náðst hefði í drögunum eftir 16 mánaða vinnu undirbúnings- þingsins, Framtíðarráðstefnunnar svonefndu. Í tilefni af því að um helgina hittast utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna 15 til að ræða stjórnarskrársáttmála- drögin – áður en þau verða tekin til lokayfirferðar á ríkjaráðstefnu sem hefst í Róm 4. október – sagði Giscard í umræðum á Evrópuþinginu í Strass- borg að það yrði „erfitt að bæta“ drögin eins og þau lægju fyrir nú. Jafnvægi ólíkra hagsmuna og sjón- armiða allra núverandi og tilvonandi aðildarríkja, sem áttu fulltrúa á Framtíðarráðstefnunni sem samdi drögin, væri flókið og viðkvæmt og því mjög varhugavert að gera eitt- hvað sem spillti því. „Það er ekki hægt að fikta við hluta byggingarinn- ar án þess að hætta á að hún hrynji öll. Þeim skjátlast sem telja að hægt sé að gera verulegar breytingar á drögunum,“ sagði Giscard d’Estaing. Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu sem gegnir ESB-formennsk- unni þetta misserið, tók undir áskor- un Giscards. „Við teljum það ekki æskilegt að opna upp á nýtt umræður um atriði sem þegar hafa verið rædd í þaula,“ sagði hann. Ítalska stjórnin leggur metnað í að lokahönd verði lögð á stjórnarskrár- sáttmálann fyrir lok ársins. Ýmis teikn eru þó á lofti um að það muni reynast erfitt. Smáu ríkin samstilla breytingakröfur Á mánudag komu saman í Prag fulltrúar ríkisstjórna flestra hinna minni núverandi og verðandi aðildar- ríkja ESB, þar sem þeir stilltu saman strengi um það hvaða atriðum í stjórnarskrársáttmáladrögunum þeir vildu sjá breytt. Snúa þau aðallega að fyrirhuguðum breytingum á stofnun- um sambandsins eftir stækkun þess, sem að mati minni ríkjanna koma stóru ríkjunum til góða en ganga á hagsmuni hinna smærri. Ein megintilgangurinn með hinum fyrirhuguðu breytingum er að tryggja skilvirkni í ákvarðanatöku og stofnanakerfi ESB eftir að aðildarrík- in verða 25 og síðar fleiri. Í sáttmála- drögunum er gert ráð fyrir stofnun nýs embættis varanlegs forseta leið- togaráðs ESB, sameiginlegs utanrík- isráðherraembættis og að meirihluta- atkvæðagreiðslur verði teknar upp á fleiri sviðum þar sem samhljóða sam- þykki gilti áður. Ríkin sem áttu fulltrúa á fundinum í Prag – núverandi aðildarríkin Aust- urríki, Danmörk, Finnland, Grikk- land, Írland, Portúgal og Svíþjóð og verðandi aðildarríkin Eistland, Lett- land, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía og Ungverjaland – vilja viðhalda því fyrirkomulagi, að aðildarríkin skiptist á um að gegna ESB-formennskunni á hálfs árs fresti, og að hvert aðildarríki hafi sinn jafnréttháa fulltrúa í framkvæmda- stjórn sambandsins. Í drögunum er gert ráð fyrir að atkvæðisbærum fulltrúum í framkvæmdastjórninni verði fækkað í 15 er aðildarríkin verða 25. Þýzka og franska stjórnin eru mót- fallnar því að nokkrar slíkar breyt- ingar verði gerðar á sáttmáladrögun- um. Þýzki utanríkisráðherrann Joschka Fischer, sem heimsótti Tékkland í liðinni viku, sagði þá að sér þætti ráðlegast fyrir smærri ríkin að sætta sig við drögin eins og þau væru. „Þetta er góð málamiðlun vegna þess að engum líkar hún en all- ir geta unað við hana,“ sagði Fischer. Önnur ríki, svo sem Pólland, Spánn og Ítalía, vilja að í sáttmálanum sé að finna vísun til Guðs og kristinnar trú- ar sem mikilvægs þáttar í evrópskri menningararfleifð. Belgía, Holland og Lúxemborg, sem ekki sendu full- trúa á fundinn í Prag, vilja aftur á móti að neitunarvald verði afnumið í varnarmálum. Átök framundan um stjórnarskrár- sáttmála ESB Reuters Valery Giscard d’Estaing veifar eintaki af drögum að stjórnarskrársátt- mála ESB á Evrópuþinginu í Strassborg. Giscard d’Est- aing varar við því að hreyfa við fenginni málamiðlun Prag, Brussel. AP, AFP. Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Enskunámskeið í Hafnarfirði Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar, í samstarfi við Enskuskólann, bjóða upp á fjölbreytt úrval enskunámskeiða í vetur sem henta öllum þeim er áhuga hafa á að bæta sig í ensku, hvort sem um er að ræða algera byrjendur eða þá sem eru lengra komnir. - Frítt kunnáttumat og ráðgjöf - Sérstök áhersla á talmál - Hámark 10 í bekk - Enskumælandi kennarar - 10 vikna námskeið Einnig eru í boði talnámskeið fyrir börn 8–12 ára. Kennsla hefst 30. september og lýkur 4. desember (20 stundir – 10 skipti). Skráning og frekari upplýsingar: Skrifstofa Námsflokka Hafnarfjarðar, Skólabraut (í gamla Lækjarskóla), sími 585 5860. www.namsflokkar.hafnarfjordur.is www.enskuskolinn.is Julie Ingham Tasha Gunnarsson Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Fer›akynning ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 21 41 09 /2 00 3 Kynningin fer fram í Sunnusal Hótel Sögu og hefst kl. 20:00. Fararstjórar fræ›a gesti um borgina og segja frá fleim fjölbreyttu sko›unarfer›um sem hægt er a› bóka sig í. Fyrirtæki› E›alvín ver›ur me› kynningu á Beringervíni en í einni sko›unarfer›inni ver›a vínbændur í Napa Valley heimsóttir. Í tilefni kynningar b‡›ur Nói Síríus upp á rúsínur frá Kaliforníu. Mi›vikudagskvöldi› 10. september ver›ur haldin kynning á fer› til San Francisco 11.-18. nóvember. Úrval-Úta‡n Í haust b‡›ur Úrval Úts‡n og VISA-ÍSLAND upp á töfrandi fer› til San Francisco, borgar lystisemda, rómantíkur og mannlífsflóru. Í bo›i eru m.a. ógleymanlegar sko›unar- og skemmtifer›ir til Las Vegas, Alcatrazeyju, vínhéra›sins Napa Valley o.m.fl. Komdu og kynntu flér einstæ›a fer› á afar hagstæ›um kjörum. Sérferð BRIGITTE Zypries, dóms- málaráðherra Þýskalands, hefur sent stjórnvöldum á Ítalíu bréf þar sem hún mótmælir sölu ítalsks fyr- irtækis á vínflöskum með myndum af Adolf Hitler og vígorðum nas- ista. Þrjár slíkar flöskur sjást hér á bar í Róm. Dómsmálaráðherrann sagði í bréfinu að það væri „vítavert og smekklaust“ að nota nasistatákn til að selja vín og skoraði á ítölsk stjórnvöld að stöðva söluna. Ítalska fyrirtækið hefur framleitt 30.000 vínflöskur á ári með mynd- um af Hitler og fleiri nasistum. Það hefur einnig selt flöskur með mynd- um af ítalska fasistaleiðtoganum Benito Mussolini og sovéska ein- ræðisherranum Jósef Stalín. Bannað er að sýna tákn og vígorð nasista í Þýskalandi en ekki á Ítalíu. Reuters Þjóðverjar mótmæla ítölsku „Hitlersvíni“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.