Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 20
20 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
U
PP rann sumarið
1938 eins og svo mörg
önnur sem menn
muna og enn fór um
þjóðlífið ilmur af vori,
endurvakin bjartsýni
og löngun að láta
hendur standa fram úr ermum. Fyrir
mér er einmitt þetta sumar minnis-
stætt. Ég var orðinn 10 ára og nú átti
að senda mig í sveit. Slíkt var til siðs á
þeim árum; börn úr þéttbýlinu
dreifðust um allt Ísland og hurfu á vit
þjóðlífshátta sem enn báru vitni kyrr-
stöðu fyrri alda. Atvik sem ekki verða
rakin hér urðu til þess, að við mér var
tekið sem snúningadreng á bæ í
Strandasýslu hjá fólki sem bjó við
dæmigerðan íslenskan búskap,
treysti á eigin afurðir og á eigin úr-
ræði. Mikil og nálæg heiðalönd gerðu
að fjárrækt var einboðin en í bústofni
voru einnig kýr, hænsni og auðvitað
hross því að á þau varð að treysta um
alla flutninga. Vegakerfi landsins
náði ekki ennþá norður fyrir Stein-
grímsfjörð og vélknúin farartæki
rufu ekki kyrrðina á þessum slóðum.
Allt sem flytja þurfti var hengt upp á
klakk og blessaðir klárarnir komu á
leiðarenda öllu sem færa þurfti.
Í grennd við bæinn liðaðist sil-
ungsá og renndi veiðin stoð undir af-
komu heimilisins; heit uppspretta í
túnjaðrinum jók svo á þá landkosti
sem gerðu búskap á þessum stað eft-
irsóknarverðan og vænlegan.
Við hverfum rúm sextíu ár aftur í
tímanum og sjáum fyrir okkur býlið
Goðdal í samnefndum dal inn af
Bjarnarfirði og liggur hann samsíða
við annan dal nokkru minni og heitir
sá Sunndalur. Ekki var önnur byggð í
augsýn. Framburður eftir skriðjökul
myndaði ás í mynni Goðdals og sá því
ekki til sveitarinnar fyrir framan.
Drengur sem fram að þessu hafði
leikið sér áhyggjulaus á heimaslóð
átti nú að forframast dálítið og fá að
snerta við alvöru lífsins í veröld hinna
fullorðnu.
Fólkið í landinu var af mikilli bjart-
sýni að hefja ýmsar þær fram-
kvæmdir sem fólu í sér framfarir í
búnaði, samgöngum og heilbrigðum
lífsháttum. Kynstofninn sem hafði
lengi lagt rækt við vitsmuni sína var
ekki seinn á sér að festa hendur á
sýndum tækifærum. 1938 var tekið
að djarfa fyrir nýjum degi; menn
skynjuðu að störfin yrðu nú smám
saman auðveldari og einangrun
margra byggða ekki jafntilfinnanleg
og fram til þessa. Bóndinn í Goðdal,
Jóhann Kristmundsson, var næmur á
þessi veðrabrigði og gekk öruggum
skrefum til móts við hinn nýja sið.
Kreppunni miklu var að linna og
þrátt fyrir ófriðarblikur í fjarlægum
löndum sá fram á betri tíma á Íslandi.
Einmitt þetta sumar hóf Jóhann að
byggja yfir fjölskyldu sína hús úr
steinsteypu og skyldi leysa af hólmi
gamla torfbæinn sem hafði lengi ver-
ið heimilisfólkinu öruggt skjól. Auk
Jóhanns bjuggu í Goðdal kona hans,
Svanborg Ingimundardóttir frá
Svanshóli í Bjarnarfirði, faðir hans,
Kristmundur, þá roskinn ekkjumað-
ur, Jónína systir Kristmundar, rúm-
lega miðaldra og farlama vegna af-
leiðinga slysfara; sat hún á rúmi sínu
flestum stundum með eitthvað milli
handanna. Dóttir Jónínu, Guðrún að
nafni; var í húsmennsku hjá Goðdals-
hjónum og með henni sonurinn Jónas
sem var á líku reki og ég. Þrjú börn
þeirra Jóhanns og Svanborgar voru
mjög ung: sveinarnir Bergþór og
Haukur og stúlkubarnið Erla, sem nú
er vel metin húsmóðir á Djúpavogi og
lengi í trúnaðarstöðu hjá höfuðversl-
un héraðsins.
Eftir tregablandnar kveðjur var
mér stungið upp í rútu hjá BSÍ við
Kalkofnsveg í Reykjavík og stefnan
tekin til Hólmavíkur.
Ekki þurfti lengi að bíða ævintýra.
Ferðin sóttist fremur seint því vegir
voru bæði mjóir og slæmir; við gil eitt
mikið bilaði vegbrúnin allt í einu og
rútan tók að hallast ískyggilega. Far-
þegarnir fikruðu sig varlega að dyr-
unum sem sneru undan hallanum en
forðuðust troðning því engu mátti
muna að bíllinn ylti ofan í gilið. Rúður
voru undnar niður á hliðinni sem
sneri inn á veginn og köðlum, sem
góðu heilli voru til taks, var brugðið
kringum tvo eða þrjá gluggapósta.
Farþegarnir röðuðu sér nú á kaðlana
og toguðu samtaka um leið og bíl-
stjórinn beitti vélarafli; þannig náðist
bíllinn aftur upp á veginn. Má nærri
geta að öllum létti gríðarlega því hér
hafði hurð skollið nærri hælum. Var
nú ferðinni haldið áfram og dró ekki
til tíðinda en komið til Hólmavíkur
seint um kvöld. Aðhlynningu og gist-
ingu fékk ég hjá systur Jóhanns sem
bjó í plássinu en daginn eftir var ég
ferjaður yfir Steingrímsfjörð að bæn-
um Sandnesi; þar beið mín Goðdals-
bóndinn með reiðhesta og lögðum við
von bráðar upp á Bjarnarfjarðarháls.
Eftir langa ferð um eyðilega heiðina
sáum við ofan í Bjarnarfjörð og litlu
síðar inn eftir Goðdal. Nú varð ekki
aftur snúið; upp laukst nýr heimur
með mannlífi sem var mér sumpart
framandi en auðvitað efni tilhlökkun-
ar.
Búsældarlegt og hlýlegt var að líta
inn eftir Goðdalnum, gróðurbreiða
huldi dalbotninn og náði upp eftir
hlíðunum beggja vegna; þétt kjarr óx
dreift en hvergi voru há tré. Á bæn-
um var mér tekið með látlausri hlýju
og samsamaðist því fljótlega heimilis-
lífinu. Margt þurfti viðvaningurinn að
læra svo sem taðvinnslu og mótekju:
að leggja á hestana reiðing og klyf-
bera og mörg verk fleiri. Vorannir
voru hafnar, búið að reka fé á afrétt-
inn og tekið til við að stinga út úr fjár-
húsunum. Byrjað var að byggja nýja
íbúðarhúsið og steyptur grunnurinn.
Mikla aðdrætti þurfti til vegna fram-
kvæmdarinnar og var allt flutt á hest-
um hvort sem um var að ræða timbur
og sement frá Hólmavík eða sand í
steypuna sem sóttur var ofan í Bjarn-
arfjörð að Svanshóli. Skammt frá
bænum ögn innar í dalnum voru fjós
og hlaða. Kýrnar gengu úti um sum-
arið en voru sóttar kvölds og morg-
uns til mjalta. Við Jónas sáum um
reksturinn og skiptumst á um það.
Kúnum var beitt handan við Goðdals-
ána og lá leiðin yfir mjóa trébrú þar
sem gljúfur voru nokkuð djúp. Kvöld
eitt þegar kýrnar voru komnar á
brúna reynir ársgömul kvíga að troða
sér framúr einni með þeim afleiðing-
um að handriðið lét undan og kvígan
féll í ána heilmikið fall. Ég varð skelf-
ingu lostinn, hélt að dýrið mundi far-
ast og slík stórtíðindi valda uppnámi í
hinu fastmótaða lífi heimilisins. Fljót-
lega sá ég höfuðið á kvígunni koma
upp úr straumkastinu og barst hún
hratt niður eftir ánni. Eftir drykk-
langa stund flaut hún að bakkanum
þar sem áin hafði breitt úr sér og
komst á þurrt. Mér létti stórlega og
nú var geigvænlegur atburður allt í
einu orðinn að ævintýri til frásagnar.
Þegar komið var fram á sumar
hófst heyskapur og þar eð heimatún
var ekki stórt treysti Jóhann á vot-
engjar; þær voru dreifðar og sumar
langt inni á heiðum. Um háannatím-
ann var í Goðdal kaupamaður
Tryggvi að nafni, glaðsinna og ötull
maður úr sveitinni. Sá hann um að slá
engjarnar og binda votaband sem síð-
an var ferjað heim í Goðdal og þurrk-
að þar á túninu. Var það starfí minn
lengi sumars að fara á milli með lest
4ra eða 5 hesta; það var metnaðarmál
og auðvitað til þess ætlast, að allt
heybandið kæmist á leiðarenda án
þess að baggi sligaðist af einhverjum
klárnum. Svo jafnt og vel batt
Tryggvi að allt komst þetta heim á
tún utan einu sinni að ofan fór af ein-
um þegar skammt var eftir ferðar.
Guðbjörg systir Jóhanns var í Goðdal
um tíma þegar mest var umleikis;
gekk hún að heyskapnum með
Tryggva, rakaði ljána og átti auðvitað
sinn þátt í því að vel var bundið. Þess-
ar heybandaferðir voru sumar æði
langar og komst ég ekki nema tvær
yfir daginn þegar lengst var og þá
langt liðið á kvöldið þegar komið var
heim úr þeirri síðari.
Stundum sá ekki til mannaferða
allan daginn utan heimafólksins þeg-
ar böggunum var velt af heima á túni.
Tímunum saman var ég í samruna við
hin óbyggðu víðerni og dalina þar
sem leiðin lá. Utan í ávölum hlíðum
fjallanna voru klettabelti og brattar
skriður; víða yfir ár eða læki að fara
og öll náttúruupplifun mikilfengleg
og sterk. Ekki var laust við að dálítill
lotningu blandinn beygur væri stund-
um í manni gagnvart öllum þessum
stórfengleik umhverfisins og því að
ekki skyldi sjást til byggða eða
mannaferða tímunum saman. Ekki
þurfti þá annað en að líta á hundinn
sem oft var hlaupandi með lestinni og
fór áhyggjulaus ýmsa útúrdúra að
fæla fugla af búum sínum. Stöku
sinnum sást refur skjótast milli
steina og smyrlar hnituðu hringa ná-
lægt klettabeltum hátt í hlíðum. Allt
orkaði þetta með miklu afli á lítt
harðnaðan drenginn og er ég æ síðan
næmur fyrir áhrifum frá hinum ís-
lenska jarðarlíkama sem aldrei er
langt undan.
Í þúsund ára sambúð lands og lýðs
hefur þjóðin þreytt lífshlaup sitt ná-
lægt miklum andstæðum og öfgum í
skapferli náttúrunnar. Um hásumar-
tíð lifir hún fagnaðarfulla tíma í þeirri
veislu sem íslenskir sumardagar búa
henni með allt umvefjandi töfrum; en
handan við haustið bíður kólgan og
þegar minnst varir fellur þungur
hrammur hennar án miskunnar.
Heyskapurinn á útengjum skilaði
talsverðu þetta sumar og allt náði að
þorna vel á mörgum heitum sólar-
dögum. Kvöld eitt þótti Jóhanni ég
hafa verið fulllengi í ferðinni með
heybandið og veitti mér átölur; var
það eina skiptið sem slíkt kom fyrir
og fór fljótt í fyrnsku. Jóhann var
ávalt nærgætinn og háttvís við börn
þótt annars væri hann ákafamaður
og rómurinn veðurmikill; hann var sí-
starfandi enda voru annir óvenju
miklar einmitt þetta sumar þar eð
byggingarvinna bættist ofan á hin
venjulegu bústörf. Svanborg hafði í
mörgu að snúast, svo sem sjá má, því
suma daga voru 12 manns í heimili,
en hjálp hafði hún af hendi Guðrúnar
frænku Jóhanns sem var heimilisföst
í Goðdal. Svanborg var þýð í fram-
komu og stýrði heimili sínu með festu
sem hún lét ekki bera mikið á. Minn-
ingar um hana eru allar þægilegar.
Ég gat áðan um Tryggva en hon-
um fylgdi ég margar ferðirnar. Um
skeið vorum við í flutningum með
byggingarefni og náðum þá meðal
annars í sand frá námu við Svanshól í
Bjarnarfirði. Notaðir voru allir til-
tækir hestar, sandi mokað í poka og
lyft á klakk. Lítið fannst okkur hrúg-
an stækka hjá nýbyggingunni í lok
hverrar ferðar en síðsumars var
kominn nægur sandur í alla steyp-
una. Svona var allt flutt á hestum. Yf-
ir Bjarnarfjarðarháls burfti að fara
með sement, timbur, nagla og þak-
pappa og allt hengt á klakk. Oft var
gaman í þessum löngu ferðum á hest-
baki því Tryggvi var kátur og ólatur
að segja af sér lífsreynslusögur; voru
þær sumar ævintýralegar.
Margt góðviðriskvöldið var dregið
fyrir silung; Goðdalsáin var gjöful og
fljótlega voru komnir í netið sprikl-
andi fiskar sem gljáðu í kvöldsólinni,
Má nærri geta að oft var þetta góða
nýmeti á borðum.
Goðdalsbærinn var byggður á
sléttri grund innarlega í dalnum;
traustur torfbær sem sneri stöfnum á
lengd dalsins; á neðri hæð var stórt
eldhús og inn af því hjónaherbergi; úr
eldhúsi lá stigi upp í baðstofu sem var
rúmgóð, líklega ein 5 eða 6 stafgólf.
Þarna svaf heimilisfólkið nema Jó-
hann og Svanborg. Í öðrum enda bað-
stofunnar átti Páll bróðir Jóhanns
svolítið svæði fyrir sig og sat þar
stundum við skriftir. Páll var einyrki
og bjó búi sínu í Goðdal aðskildu frá
búi Jóhanns.
Vinnan við hið nýja íveruhús var í
miðju atburðanna þetta sumar og
margar stundir fóru í aðdrætti og
snúninga vegna þessa. Kristmundur,
faðir Jóhanns, var ekki að fullu sáttur
við staðsetninguna á hinu nýja húsi,
að mig minnir; vildi hafa það nær
gamla bænum en álitlegt bæjarstæði
þótti vera nær hlíðum Goðdalshyrnu.
Smám saman risu veggirnir en í
ágúst voru reistar þaksperrur og tek-
ið til við að ganga frá klæðningu. Jó-
hann var auðvitað glaður við tilhugs-
unina um að flytja inn í nútímalegt
húsnæði og að leiða fjölskyldu sína
inn í þessa táknmynd hinnar nýju
aldar.
Og áfram leið sumarið; sífellt var
verið að starfa nema yngstu börnin
þrjú sem höfðu mörgu að sinna í sinni
litlu veröld. Enginn vann þó á við
húsmóðurina sem var sífellt að; heim-
ilisfólkið var margt sem þurfti að
fæða og sjá um að ætti hrein föt, einn-
ig að sinna þrifnaði. Svo vel hagaði til
að nokkur skref frá bæjardyrunum
rann glóðvolgur lækur. Stór stein-
hella lá eins og brú yfir hann og þegar
maður sat eða kraup á hellunni var
þar hin ágætasta aðstaða til að þvo
sér og varð ekki á betra kosið.
Nálega hvern dag allt sumarið var
ég á hestbaki og stundum sendur ein-
hverra erinda ofan í Bjarnarfjörð að
Svanshóli en þar bjuggu foreldrar
Svanborgar. Mestan hluta leiðarinn-
ar voru góðar reiðgötur og harðar
grundir þar sem tækifæri gafst að
teygja klárinn. Fátt bar til tíðinda á
þessum ferðum en í þeirri seinustu
sem ég fór um haustið bar það við
sem nú skal segja frá. Búið var að
rækja erindið og njóta viðtökunnar í
hinu fágaða andrúmslofti á Svanshóli.
Ferðin heim var hafin: dálítið var tek-
ið að rökkva enda komið fram í sept-
ember. Veður var stillt; í fjarska sást
móta fyrir ávölum fellunum beggja
vegna Goðdals. Ferðin sóttist vel og
klárinn heimfús. Skyndilega var
kvöldkyrrðin rofin af framandi og
undarlegu hljóði; líkast var því að
miklir og margbrotnir flutningar
færu fram og var þungur niðurinn
látlaus. Ávæning hafði maður heyrt
af stríðsfréttum frá Afríku og Evrópu
og fannst mér nú allt í einu að miklir
herir væru á göngu þarna innarlega í
Bjarnarfirðinum. Hvað annað gat
valdið svona gný? Ég stöðvaði hest-
inn. Fullur lotningar og undrunar yf-
ir þessum ósköpum renndi ég mér af
baki og tók ofan húfu sem ég var með;
stóð drykklanga stund við höfuðið á
hestinum, sem virtist jafnfurðu lost-
inn og ég andspænis þessum óskilj-
anlega hávaða sem átti alls ekki
heima þarna í sveitakyrrðinni. Allt í
einu var eins og ég vaknaði af dvala,
hef líklega hugsað með mér að þetta
dygði ekki ég ætti að halda ferðinni
áfram og sjá hvað yrði. Ég kom mér á
bak aftur og hvatti klárinn. Þegar ég
Gamli tíminn í Goðdal
Nýliðin öld var tími mikilla breytinga í búskapar-
og atvinnuháttum Íslendinga. Emil Als fór í sveit í
Goðdal, sumarið 1938, og komst þar í kynni við
hið sanna og raunverulega Ísland eins og það var
fram að heimsstyrjöldinni síðari.