Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 21
var kominn fram hjá bænum Skarði
og yfir Goðdalsána sá ég móta fyrir
langri lest þar sem hún liðaðist sem
leið liggur að mynni Goðdals. Þegar
nær kemur sést hvers kyns er. Á
marga hesta eru bundnar langar stál-
pípur sem þeir draga á eftir sér og
verður af þessu mikill og óslitinn há-
vaði sem berst út yfir alla sveitina.
Páll bróðir Jóhanns ætlar að leiða
vatn í fjárhúsin sín og var að sækja
sér efni til Hólmavíkur. Mér varð
rórra þegar ég sá Pál og þessa frið-
sömu útgerð hans þokast áfram inn
Goðdalinn.
Haust fór nú að og sumarverkin að
baki þar á meðal mótekja en til henn-
ar hafði verið gripið þegar færi gafst.
Vorum við Jónas þá settir til að kljúfa
kögglana, reisa flögurnar og raða
þeim til þerris. Einnig voru teknir
upp garðávextir, farið til berja og
fleira gert sem ljúka þurfti áður vetur
gengi í garð. Nú var aðeins eitt stór-
ævintýrið eftir sem var að heimta féð
ofan af heiðum. Ég var svo lánsamur
að fá að fara með í göngurnar og
fannst mikið til um það. Leitarflokk-
urinn lagði af stað ríðandi um miðja
nótt í þokudumbungi og var farið
langt inn á heiðarnar í vestri. Undir
morgun stigu menn af hestum sínum
en hrossahópinn rak síðan ofan í
byggð Kristmundur faðir Jóhanns.
Var nú hverjum og einum fengið
svæði til smölunar og hófst svo gang-
an til austurs í átt að Bjarnarfirði.
Fljótlega mynduðust litlir fjárhópar
sem runnu síðan saman í stærri söfn.
Þegar á daginn leið voru gangna-
menn farnir að nálgast byggð og
komnir niður í dalina inn af Bjarn-
arfirði en mér var ætlað að smala í
miðri vesturhlið Tungukotsfjalls;
lenti ég annað veifið í bröttum skrið-
um og þurfti þá að hafa mig allan við
að bjarga mér fremur en að stugga
við fénu. Allt blessaðist þetta samt og
safnið sem sífellt stækkaði rakst vel
fram dalinn í átt að Bjarnarfirði en
þar voru réttirnar skammt frá bæn-
um Skarði. Þegar almenningurinn
var orðinn þétt skipaður tóku menn
að draga úr og undir kvöld sáust
bændur reka hver sinn fjárhóp heim
á leið. Snúningar voru miklir flesta
daga þetta sumar og allir sem gátu
valdið einhverju amboði inntu verk af
hendi.
Liðið var sumar í íslenskri sveit og
nú rann upp skilnaðarstundin. Við
komuna í Goðdal hafði mér verið tek-
ið með þokka án íburðar og greind-
arlegri forvitni. Sumarið hafði liðið
við hin margvíslegustu störf og jafn-
vel börnin skildu lögmál þjóðlífsins
sem kvaddi sérhvern vinnufæran
mann til starfa um bjargræðistímann
svo hlöður mættu fyllast fyrir vetur-
nætur; enginn kinokaði sér þegar
þurfti að taka til hendinni. En lífið
var ekki einber vinna, menn gerðu
sér dagamun, líka um háannatímann.
Um mitt sumar var samkoma á
Svanshóli og margt til skemmtunar. Í
ágúst kom Anna systir Jóhanns í
heimsókn. Anna var sest að í Reykja-
vík og höfðum við kynnst henni þar
móðir mín og ég; áttum við sameig-
inlega vini og mikið trygglyndi þar á
báða bóga. Anna, sem var mikil skyn-
semdar- og staðfestumanneskja,
hafði komið auga á þennan mögu-
leika, að koma mér til sumardvalar í
Goðdal.
Þegar leið að hausti var haldin há-
tíð á heimilinu, líklega töðugjöld.
Voru allir þá uppábúnir og margs-
konar góðgæti borið fram. Guðbjörg
kom þar mikið við sögu, mikil mynd-
arkona bæði í sjón og raun. Eftir
margar og strangar vinnuvikur verða
svona dagabrigði ógleymanleg.
Kveðjustundin var blátt áfram.
Heimilisfólkið kom út á hlað að
kveðja mig. Ég hafði áður þakkað Jó-
hanni vistina en hann var þessa
stundina að vinna við þakið á nýja
húsinu sínu; hann kallaði til mín um
leið og ég sté á bak hestinum og
sagði: „Þú átt hjá mér eina kind, Em-
il, og munt heyra frá mér.“ Og viti
menn, mánuði síðar fékk ég sendi-
bréf; í því var kveðja frá Jóhanni og
með henni splunkunýr 50 króna seðill
sem þá var talsverður peningur og
nægði fyrir alklæðnaði. Svona var Jó-
hann í Goðdal: Orðheldinn dreng-
skaparmaður.
Lokakafli
Þegar ég hugsa til sumarsins í
Goðdal 1938 líður um hugann þægi-
legur andblær frá góðu fólki sem
gekk að verkum sínum með merki-
lega upphöfnu hugarfari og sjálfs-
trausti. Aldrei heyrðist víl á neinum
og menn kipptu sér ekki upp við smá-
muni. Ég kom inn í þessa veröld og
hvarf frá henni aftur reynslunni rík-
ari; hef ég líklega aldrei komist nær
hinu sanna og raunverulega Íslandi
svo sem það var fram að heimsstyrj-
öldinni síðari. Fyrir þetta má ég vera
þakklátur og þótt samband mitt við
þennan stað hafi rofnað á ég þaðan
góðar minningar sem ekki ber
skugga á. Það sem gerðist í Goðdal
tíu árum síðar og snart alþjóð djúpt
sundraði þessu ræktaða mannlífi.
Þrjú börn þeirra Goðdalshjóna, sem
voru að heiman, urðu ekki fyrir full-
um þunga þeirra atburða og héldu
áfram sína ævibraut. Þau bera með
sér hluta af menningarsögu þjóðar-
innar og mega hugsa með þakklæti
og stolti til foreldra sinna og áranna
góðu í dalnum heima. Gáfurnar í
þessum stofnum hafa nú fundið sér
nýja farvegi og nýjar lendur. Synir
Svanborgar og Jóhanns í Goðdal, þeir
Bergþór grasafræðingur og Haukur
verkfræðingur, eru nú virtir mennta-
og vísindamenn. Hinar nýju bújarðir
þeirra er að finna í hugmyndasmiðj-
um ríkjandi framfaraskeiðs og í rann-
sóknarumhverfi því sem dafnar í
skjóli Háskóla Íslands.
Hinn 12. desember 1948 klukkan 6
að kveldi hvarf Goðdalsbærinn undir
mikla snjóskriðu; þakið tók af og hús-
ið þéttfylltist; allt heimafólkið 7
manns grófst svo kirfilega að enginn
gat hreyft legg né lið. Það var ekki
fyrr en eftir fjóra sólarhringa að ná-
grönnum varð kunnugt um slysið en
þá voru allir látnir nema bóndinn Jó-
hann Kristmundsson, sem lifði nokk-
ur ár eftir að skriðan féll.
Höfundur er læknir.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 21