Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 24

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst eitt ansi merkilegt í þessu. Schumann samdi lögin ópus 39 áður en hann vissi hvort hann fengi að giftast Clöru. Karl- inn faðir hennar vildi ekki leyfa þeim að eigast og málið komið fyrir dómstóla. Þessi lög eru taugaveiklunarleg - hver smá- stemmningin rekur aðra og mikið rót á tilfinningunum. Þau giftast svo í september, og eftir það samdi Schumann Kernerljóðin ópus 35. Þar er allt miklu sterk- ara og stærra í sniðum, lögin stærri og miklu meira sjálfs- traust. Svo getur maður bara spekúlerað í því hvers vegna þetta er akkúrat svona.“ Það er Kristinn Sigmundsson bassasöngvari sem hér segir frá tveimur ljóðaflokkum sem Robert Schumann samdi árið 1840 og þeir Jónas Ingimundarson flytja á opnunartónleikum Tíbrárrað- arinnar í Salnum í kvöld kl. 20.00. Í Liederkreis eða Söngvasveig op. 39 er að finna nokkra af þekktustu söngvum Schumanns. Lögin eru tólf að tölu, öll við ljóð Josephs von Eichendorfs. „Þar eru lög eins og Mondnacht, Wal- desgesprech og Zwielicht, allur þessi efi og kvíði, og svo aftur yf- irspennt ást, rómantík og gleði,“ bætir Kristinn við. Jónas segir að svo persónulega rómantík eigi enginn til nema Schumann. „Við getum sagt að þetta sé allt að því ofurviðkvæmni, jafnvel tauga- veiklun, sem fyrirfinnst hvergi í ljóðabókmenntunum nema sem séreign hans.“ Þeir Kristinn og Jónas segja það líka athyglisvert að Schumann skyldi ekki hafa samið nein sönglög að heitið geti fyrr en þetta ár. „Hann hafði helgað sig píanóinu öll þessi ár,“ segir Jónas. „Hann var búinn að semja öll þessi stóru þekktu pí- anóverk sín.“ Kristinn minnir á að jafnvel aðeins ári áður en Schu- mann samdi þessi fallegu lög, hafi ekkert bent til þess að hann myndi láta til sín taka í þeirri grein. „Þá lýsti hann algjöru frati á sönglagið og sagði það prímitíft og ómerkilegt.“ Jónas segir að þó hafi það ekki bara verið fyrir til- viljun að hann fór að semja söng- lög í svo miklum mæli. „Hans heimur var ekki bara tónlistin. Hann var líka mikill bókmennta- maður og það sést vel á ljóðunum sem hann valdi sér að að semja við. Þetta er góður og djúpur kveðskapur. Schumann er að tjá sig sem mjög sérstaka sál, hann er taugaveiklaður, geðsjúkur, of- urviðkvæmur og yfir sig ástfang- inn, og hann fær ákveðna hug- svölun í sönglaginu.“ „Hann setti sig líka ákaflega vel inn í kveð- skapinn,“ bætir Kristinn við. „Stundum er söngröddin bara eins og fylgirödd með píanóinu; píanóröddin gæti staðið ein og sér.“ Í minningu Halldórs Hansen Kristinn Sigmundsson segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki því að flytja lagaflokka Schumanns nú, aðra en þá að hann langaði til þess. „Við höfum einu sinni flutt Söngvasveig ópus 39 áður, - fyrir rúmum 10 árum og mig langaði að syngja hann, og eitthvað annað eftir Schumann með. Jónas hefur átt sér þann draum lengi að flytja Kernerljóð- in. Mér fannst þetta passa ágæt- lega sem konsertprógramm. Oft er maður að syngja eitthvert bland í poka og tími kominn til þess að syngja eitthvað heildstæð- ara. Þegar við nefndum að við ætluðum að vera með tvo ljóða- flokka eftir eitt og sama tón- skáldið, urðu sumir svoítið smeyk- ir um að þetta yrði einhæft, en það er svo fjarri því.“ „Það er líka gaman og svolítið sérstakt að þetta eru allt lög sem standa sam- an í tíma, - en ekki til dæmis upp- haf og endir til að sýna einhverja þróun. Við erum bara að flytja þessi lög af því að við höfum ást á þeim,“ bætir Jónas við. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Halldórs Hansen barna- læknis sem lést fyrr í sumar, en Halldór var mikill áhugamaður um sönglistina og sérfróður á því sviði. Jónas segir að Halldór hafi verið mikilvægur vinur seint og snemma, sem allir í faginu leituðu til. „Þetta er örlítill þakklæt- isvottur og reyndar það fyrsta sem við ákváðum, - áður en við ákváðum hvað við ætluðum að gera, - að helga tónleikana minn- ingu Halldórs.“ Kristinn, Diddú og Gunnar í landsreisu með Jónasi Kristinn er búinn að vera í sum- arfríi frá óperusöng frá í júlí, og kveðst mest hafa notið þess að vera úti við og veiða. „Fyrr í sum- ar var ég í San Francisco, þar sem ég söng í La Damnation de Faust eftir Berlioz. Í San Franc- isco hitti ég annan Íslending sem er nánast í guðatölu þar um slóð- ir, - Helga Tómasson. Það var gaman að sjá að orðsporið sem af honum fer er rétt - þeir þar ytra halda ekki vatni yfir honum. Við vorum mjög þjóðlegir og borð- uðum saman 17. júní.“ Eftir tónleikana í kvöld heldur Kristinn til Detroit, þar sem hann syngur á þrennum tónleikum í Sálumessu Verdis undir stjórn Neemes Järvi. „Ég er farinn að vera aðeins meira í Ameríku, og hef verið að fá ýmis tilboð sem ég hef ekki getað sinnt vegna þess hvað ég er bundinn hér í Evrópu. Ég verð þar þó aftur í byrjun næsta árs, syng Sarastro í Houston. Í nóvember og desember verð ég hins vegar í Bastilluóper- unni í París, í Meistarasöngv- urunum og Hollendingnum fljúg- andi.“ Kristinn ætlar þó líka að leyfa okkur hér heima að heyra í sér, því þeir Jónas, ásamt Diddú og Gunnari Guðbjörnssyni munu efna til tónleikaferðar um landið. „Það verður blandað efni, óperu- og sönglagaprógramm. Við förum um landið en verðum líka með tónleika hér í Salnum, en dagsetn- ingarnar eru ekki ákveðnar.“ Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson á opnunartónleikum Tíbrárraðarinnar í Salnum Morgunblaðið/Þorkell Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. Schumann fékk hug- svölun í sönglaginu UNGUR tenórsöngv- ari, Eyjólfur Eyjólfs- son, er styrkþegi árs- ins 2003 úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal, en styrkurinn var afhent- ur við sérstaka athöfn í Salnum í Kópavogi í gær, laugardag. Þetta í annað sinn sem styrk- urinn er afhentur í Salnum á fæðingardegi Önnu, en styrkþegi síðasta árs var Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópransöngkona. Sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlistarnema í „söng og fíólínspili“ eins og Anna sjálf orðar það í bréfi um tilgang sjóðsins. Styrkupphæðin nemur kr. 500.000. Eyjólfur Eyjólfsson fæddist í Reykjavík árið 1979. Hann útskrif- aðist af tónlistarbraut Flensborg- arskólans í Hafnarfirði vorið 1998 og ári síðar lauk hann burtfaraprófi í þverflautuleik frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar með Gunnar Gunn- arsson sem aðalkennara. Samhliða þverflautunáminu sótti Eyjólfur söng- tíma hjá dr. Þórunni Guðmundsdóttur við sama skóla og lauk þaðan burtfararprófi í söng vorið 2002. Eyjólfur hefur sungið með ýmsum kórum og sönghópum. Þar á meðal Kór Flensborgarskólans, Hljómeyki, Schola Cantorum og söng- hópnum Grímu. Hann fór með hlutverk hundsins Spaks í söngleiknum Kolrössu eftir dr. Þórunni Guðmundsdóttur sem settur var upp af Hugleik í Tjarnarbíói á síðasta ári. Eyjólfur hefur haldið tónleika hér heima og í London og fyrir skömmu söng hann tenórsólóið í Messíasi eftir G.F. Handel með Konunglegu sinfóníu- hljómsveitinni í Sevilla í Maestr- anza óperuhúsinu. Eyjólfur stundar framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama þar sem aðalkennari hans er Adrian Thompson. Styrktarsjóður Önnu Karólínu Nordal Ungur og efnilegur ten- órsöngvari hlaut styrkinn Eyjólfur Eyjólfsson Elling – Paradís í sjónmáli er eftir Ingvar Am- bjørnsen í þýðingu Einars Ólafs- sonar. Elling er ekki eins og fólk er flest. Þegar móðir hans deyr þarf hann að finna fótfestu í nýjum veru- leika og takast á við lífið einn og óstuddur. Umheimurinn er í senn ógn- vænlegur og lokkandi og úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi í úthverfi Óslóar fer Ell- ing að fylgjast með nágrönnum sínum handan götunnar af miklum áhuga. Sjónaukinn veitir honum innsýn í nýja heima þar sem stórmerkilegir atburð- ir eiga sér stað. Ingvar Ambjørnsen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar um Elling sem alls eru fjórar. Elling – Paradís í sjónmáli er sú fyrsta. Elling hefur notið vinsælda víða um lönd og samnefnd kvikmynd vakti mikla at- hygli hérlendis sem erlendis og var til- nefnd til Óskarsverðlauna. Ingvar Am- bjørnsen er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er kilja, 188 bls., prentuð í Dan- mörku. Ragnar Helgi Ólafsson hann- aði bókarkápu. Verð:1.590 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.