Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Þór-stína Einarsdótt- ir fæddist að Eystri- Oddstöðum í Vest- mannaeyjum 3. október 1928. Hún lést á Mercy Hospital í Jancsville Wiscons- in 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Einar Vilhjálmsson, f. á Þuríðarstöðum í Fljótsdal í N-Múla- sýslu 9. febrúar 1886, d. 29. september 1974, og Halldóra Sigrún Sigurðardóttir, f. í Klömbru, A-Eyjafjöllum 4. maí 1901, d. 18. júlí 1994. Systkini Ingibjargar eru Sigurjón, f. 31. maí 1930, maki Þóra G. Marinós- dóttir og Guðbjörg, f. 30. september 1931, maki Hall- grímur Þórðarson. Ingibjörg flutti til Bandaríkjanna og giftist þar 1955 Rus- sel Rains iðnaðar- manni, f. 9. ágúst 1926. Heimili þeirra var fyrst í Rockford Illinois og síðar í Beloit Wisconsin. Synir þeirra eru 1) Daníel Einar, f. 7. júní 1958, maki Col- leen. 2) Ronald John, f. 12. nóvember 1961. Útför Ingibjargar var gerð frá Redeemer Lutheran Church í Rockford í Illinois 21. ágúst. Með þessum fáu línum vil ég kveðja æskuvinkonu mína hinstu kveðju. Hún lést í Bandaríkjunum á Mercy-sjúkrahúsinu í Jamesville, Wiconsin eftir stutta sjúkdómslegu. Þegar bróðir Ingibjargar sagði okk- ur hjónum af veikindum hennar var öllum ljóst að þau voru alvarlegs eðlis. Systkini hennar, Sigurjón og Guðbjörg, flýttu för sinni út og náðu að vera við sjúkrabeð systur sinnar rétt áður en hún kvaddi þessa jarðvist. Við Ingibjörg kynntumst fyrst þegar við vorum báðar nemendur í Málleysingjaskólanum eins og sá skóli hét þá, þegar hann var til húsa í Stakkholti 3. Þótt Ingibjörg væri þremur árum eldri en ég tók- ust strax með okkur náin kynni og vinátta sem hefur varað alla tíð. Eins og venja er við svo sérhæfð- an skóla voru nemendur frá öllum landshlutum í heimavist skólans. Það tókst því fljótt að stofna til vin- áttu hjá okkur landsbyggðarfólki í skólanum. Þegar skyldunámi lauk skyldu leiðir um tíma. Ingibjörg var glæsileg stúlka svo eftir var tekið. Um tíma vann hún við leirkeragerð og veitingastörf hér heima. Fyrir tæpum fimmtíu árum fór hún til Ameríku og var ferðin farin til að heimsækja skólasystur hennar og jafnöldru sem þá var búsett í Rock- ford í Illinois ásamt systur sinni og manni. Þessi heimsókn leiddi til kynna við Russel Rains, sem síðar varð maður hennar, en þau giftu sig 1955 og settust að í Rockford þar sem heimili þeirra var fyrstu árin. Þrátt fyrir mikla fjarlægð héld- ust okkar vinatengsl, fyrst með bréfaskriftum og kortasendingum, síðar með faxskeytum þegar sú tækni kom til sögunnar. Ingibjörg og Russel komu alltaf til Íslands með nokkurra ára milli- bili þegar aðstæður leyfðu. Við hjónin minnumst margra ánægjustunda á heimili okkar þeg- ar Ingibjörg, Russel og synir þeirra komu í heimsókn. Þessar heimsókn- ir veittu henni og okkur líka tæki- færi til að hittast ásamt skólasystk- inum okkar. Í þessum Íslandsreisum voru Vestmannaeyjar að sjálfsögðu heimsóttar þar sem rætur hennar voru og móðir hennar og ættingjar bjuggu. Höfðu hún og Russel venjulega nokkra viðdvöl þar áður en flogið var heim. Árið 1986 var norræn menningarhátið á Íslandi. Þá heimsóttu þau Ingibjörg og Russel landið og voru viðstödd há- tíðina. Þarna var fólk víðsvegar að sem gat skipst á skoðunum og miðl- að fróðleik frá heimalandi sínu. Fyrir um sautján árum áttum við hjónin erindi til dóttur okkar og tengdasonar sem þá voru við nám í Ameríku. Flugferðum var þannig háttað á þessum tíma að beint flug var til Chicago það lá því beint við að heimsækja Ingibjörgu og Russel í leiðinni og var gist hjá þeim í tvær nætur og mættum við gestrisni þeirra eins og best var á kosið. Þetta var yndislegur tími og við heimsóttum Chicago, skoðuðum saman vísindasafnið þar og keypt- um okkur ferð upp í Sears Tower sem er eitt af hæstu húsum í heimi. Það var auðséð að Russel var á heimavelli, þekkti vel til borgarinn- ar. Ferðin skilaði því miklu meira en ef við hefðum farið á eigin veg- um. Russel, maður Ingibjargar, er iðnaðarmaður og vann við renni- smíðar i Ingersoll-verksmiðjunum, sem framleiða allskyns vélahluti í hreyfla. Í Ameríku ekki síður en á Íslandi þarf fólk oft að leggja mikið á sig til að bæta afkomu sína. Eftir að börn- in voru uppkomin vann Ingibjörg í sömu verksmiðju og maður hennar. Þetta var kvöldvinna og mér er nær að halda að starfið hafi verið henni ofraun þegar til lengdar lét, en vin- kona mín var ekki þeirrar mann- gerðar að kvarta, hún axlaði sína byrði sjálf. Við, nokkur eftirlifandi skóla- systkini hennar, komum saman ásamt Miyako Þórðarson heyrn- leysingjapresti mánudaginn 25. ágúst í kirkju heyrnarlausra til að minnast hennar og var það gert með eftirminnanlegum hætti. Við hjónin sendum Russel Rains, Daniel Einari, Ronald John og systkinum Ingibjargar innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Minningin um æskuvinkonu mína er ein af þeim perlum sem ég geymi í sjóði minninga um mæta konu. Hervör Guðjónsdóttir. INGIBJÖRG ÞÓR- STÍNA EINARS- DÓTTIR RAINS Mikil sala - Vantar allar eignir á skrá Sölufulltrúi: Friðlín Arnarsdóttir fridlin@remax.is Símar: 520 9305 864 1717 Hef hafið störf sem sölufulltrúihjá RE/MAX suðurlandsbraut. Hafðu samband við mig og ég mun hjálpa þér að selja eignina þína, fljótt og örugglega Mikil sala, ekkert skoðunargjald, Ath:er með opið á laugardögum. Hrafnhildur Bridde, lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 husavik@husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 13 - 15 www.husavik.net Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 86 fm íbúð á 1. hæð (aðal- hæð) auk ca 24 fm bílskúr í fallegu steinhúsi við Hrefnugötu 7 í Reykjavík. Glæsilegt eldhús með kirsuberjainnréttingu, gashellum og stálháf. Fallegur nátturusteinn á holi, eldhúsi og á hluta hjónaherbergis. Tvær bjartar og rúm- góðar stofur, hægt að nýta aðra stofuna sem svefnherbergi. Nýlegt kirsuaberj- aparket á stofum og hjónaherbergi. Baðherbergi með glugga og baðkari. Suð- vestur svalir. Sjá myndir á www.husavik.net. Áhv. 8,1 millj. Verð 14,9 millj. Kjartan og Soffía bjóða gesti velkomna í dag frá kl. 13:00 til 15:00 Hrefnugata 7 - Reykjavík - Bílskúr Heimilisfang: BÓLSTAÐARHLÍÐ 32 Stærð eignar: 106,1 fm. Bílskúr: 23 fm. Brunabótamat: 12,5 millj. Byggingarár: 1956 Áhvílandi: 7 millj. Verð: 17,4 millj. Björt og falleg 4ra herbergja 106,1 fm íbúð á miðhæð í þríbýli ásamt 23 fm bílskúr. Stórar og bjartar samliggjandi stofur, suðursvalir. Tvö svefnherbergi með parketi. Baðherbergi nýlega flísalagt. Íbúðin er vel skipulögð. Barnvænt og rólegt hverfi. Páll Kolka fasteignamiðlari RE/MAX tekur á móti gestum milli kl.14-16. Páll Kolka, Sími 820 9517, pallkolka@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - BÓLSTAÐARHLÍÐ 32 jöreign ehf Sími 533 4040 Fax 533 4041 Opið mánudaga–fimmtudaga frá kl. 9–18, föstudaga frá kl. 9–17. TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, Mjög góð 3ja herbergja íbúð merkt 303 á 3ju hæð í lyftufjöl- býli. Hús og sameign í góðu ástandi, suður svalir, þvottaað- staða á hæð. Fallegt útsýni. Verð 11,9 millj. Gunnar og Sigurlaug taka á móti ykkur milli klukkan 14 og 17 í dag. OPIÐ HÚS í dag, sunnudag, frá kl. 14-17 í VÍKURÁS 1 - REYKJAVÍK Í KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 s. 585 0600 INGÓLFSSTRÆTI 16 - 101 RVÍK OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 9. SEPT. MILLI KL. 17 OG 19 Vorum að fá í einkasölu mjög vandað og tignarlegt 366 fm einbýlishús. Einstök lóð og frið- að hraun allt í kring og fallegt sjávarútsýni. 8 svefnherb., 3 stofur með arni, 3 baðherb., rúmgott eldhús, þvottahús, tvö- faldur bílskúr. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni eru marmari, parket og flísar. Allt fyrsta flokks. Sjón er sögu ríkari. TILBOÐ ÓSKAST. Hagstæð áhvílandi lán. GRÆNAMÝRI - SELTJARNARNESI Þetta hús var byggt af Metúsal- em Jóhannssyni útgerðarmanni og stórkaupmanni árið 1928. Húsið var síðast í eigu Blindra- vinafélags Íslands en hefur nú verið gert upp í heild sinni og eignin lánshæf sem nýbygging. Lögð hefur verið áhersla á að halda útliti upprunalegu og verða eignir seldar tilbúnar til innréttinga. Kaupendum er gefinn kostur á innréttingum að eigin vali. Um er að ræða 5 sjálfstæðar íbúðir þ.a. tvær með stórum svölum. Íbúðirnar eru frá 45,8 fm upp í 143,2 fm. Nánari upplýsingar um ásett verð eru gefnar á staðnum. KOMIÐ OG SKOÐIÐ EINSTAKAR ÍBÚÐIR Á FRÁ- BÆRUM STAÐ. SUÐURLANDSBRAUT Hrafnhildur Bridde. lögg. fasteignasali Stór 4ja herbergja íbúð í nýlega viðgerðri blokk við Hraunbæ. Þrjú svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldhús. Sameiginleg geymsla, hjólageymsla og þvottahús. Leiktæki í garði og stutt í alla þjónustu. Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, sölu- fulltrúi RE/MAX Eignir óskast í sölu Hef hafið störf hjá RE/MAX Suðurlandsbraut og vant r allar gerðir fasteigna til sölumeðferðuar. Nú er yf rverð á húsbréfum og eftirspurn mikil því er góður til fasteignaviðskipta. Sölukerfi RE/MAX tryggir hámarksárangur. Hafðu samband og ég mun vinna fyrir þig á persónulegan og faglegan hátt við sölu á eigninni Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, sölufulltrúi Símar 520 9313 / 898 3221 kristbjorn@remax.is Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.