Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KLEZMERTÓNLIST ermikil gleðitónlist, þóttgleðin sé tempruð með trega. Tónlistin á sér rætur meðal gyðinga í Austur-Evrópu fyrir hundruðum ára en hefur smám saman breiðst út um heiminn og meira að segja ratað hátt á vin- sældalista fyrr á árum. Íslendingar eiga drjúgt í klezmerhljómsveitinni Schpilkas sem lék hér á landi í sum- ar, enda stofnandi hennar, Haukur Gröndal, íslenskur. Klarínett og klezmer Haukur byrjaði snemma að læra á hljóðfæri, fyrst klarinett en fór síðan að fást við saxófón. Sextán ára gamall stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, Díxílandsveit Garða- bæjar, þótt sú hafi ekki orðið langlíf. Hann starfaði síðan í nokkrum sveitum, þar á meðal í Stórsveit Reykjavíkur, en síðastliðin fimm ár hefur hann búið í Danmörku og stundað nám þar. Haukur segist hafa lagt klarínett- ið á hilluna um tíma, en fyrir þrem- ur árum var hann beðinn að spila með djassbandi sem lék gamaldags sveiflumúsík og þar var nauðsyn- legt að geta „dobblað“ á klarínett. Í framhaldi af því fór hann að fást meira við klarinettið aftur og segir að sér hafi þótt tími til kominn að víkka út sjóndeildarhringinn. „Ég fór því að athuga með aðrar leiðir og notaði til að mynda Netið í að finna út eitt og annað um tónlist þar sem leikið var á klarínett á annan máta en ég hef vanist. Klezmerklarínett- virtúósarnir Naftule Brandwein og Dave Tarras urðu fljótt í uppáhaldi hjá mér og einnig datt ég niður á ýmiskonar Balkanskagatónlist með mönnum á borð við Ivo Papasov, Mustafa Kandirali, Petro Chalkias o.fl. Heiðarleikinn, boðskapurinn og sagan á bakvið tónlist þessara þjóð- lagatónlistarmanna heillaði mig og glæddi hjá mér áhuga sem vex með hverjum deginum,“ segir Haukur. Schpilkas Sumarið 2001 stofnaði Haukur hljómsveitina Lambhrútana ásamt nokkrum íslenskum félögum og hjá þeirri sveit voru nokkur klezmer- lög á dagskránni og féllu í góðan jarðveg. Um haustið tók hann svo að svipast um eftir tónlistarmönn- um sem vildu leggja meiri áherslu á klezmer. „Þannig vildi til að Helgi Sv. Helgason trommari flutti til Kaupmannahafnar að stunda nám og viðhorf hans og leikmáti vöktu hjá mér áhuga á að stofna með hon- um klezmerhljómsveit. Hann tók vel í það þegar ég bað hann að stofna með mér Schpilkas og við fengum svo til liðs við okkur tvo Dani, harmonikkuleikarann Nicho- las Kingo og kontrabassaleikarann Peter Jørgensen,“ segir Haukur og bætir við að þótt hvorugur þeirra hefði leikið klezmer áður þekkti hann vel til þeirra og vissi að þeir voru góðir músíkantar. Á síðasta ári lék Schpilkas nokk- uð ytra, en þar kom að Helgi ákvað að flytja aftur til Íslands sumarið 2002. Haukur segir að þá hafi sveit- in komið hingað til lands og leikið á Siglufirði, Akureyri, Mývatni, Húsavík og í Reykjavík. Þegar til Danmerkur var komið kom svo danskur trommari í stað Helga, en Haukur segir að þeir hafi helst vilj- að leika klezmer með Helga og stað- ráðnir í að taka upp plötu með hon- um. „Í febrúar 2003 fengum við svo tækifæri til að leika í Stúdentakjall- aranum og á Kaffi Kúltúre og ákváðum að taka upp plötu í leiðinni sem var gert í Stúdíói Stemmu hjá Didda fiðlu.“ Upptökurnar tóku ekki langan tíma, um það bil tólf tíma eða svo, og álíka tími fór í eft- irvinnslu. Platan kom svo út í síðasta mán- uði og þá sneri sveitin aftur hingað og hélt níu tónleika til að kynna út- gáfuna, en síðan var haldið utan aft- ur og leikið á tónleikum í Dan- mörku, en framundan er meðal annars að leika í brúðkaupum, halda klezmer-kvöld ytra og kynna plöt- una. Áhrif úr vestri og austri Klezmer-tónlist hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún kom fyrst fram, meðal annars hvað varðar hljóðfæraskipan og þróun í takti, en einn meginstraumurinn og sá sem mest ber á í dag er klezmer frá Bandaríkjunum. Haukur segir og að prógramm Schpilkas sé undir mestum áhrifum frá bandarískri klezmer-tónlist. „Í framtíðinni sé ég aftur á móti fyrir mér að við horfum meira til Evrópu, eins og er er ég að hlusta mikið á gríska og makedóníska tón- list og einnig Balkanbrassbönd. Ég býst við að næstu verkefni verði lit- uð af þessu,“ segir Haukur. Á tónleikum Schpilkas hér á landi í sumar söng með sveitinni í nokkr- um lögum Ragnheiður Gröndal, systir Hauks. Hann segir að það hafi mælst vel fyrir og hann geri fastlega ráð fyrir að hún verði höfð með þegar hægt sé að koma því við. Morgunblaðið/Árni SæbergKlezmersveitin Schpilkas. Heiðarleiki, boðskapur og saga FJÓRIR strákar klæða sig í hvítar skyrtur og setja á sig svört bindi á sólríkum sumardegi á Strikinu í Kaupmannahöfn. Böðvar tekur upp gítarinn, sem er lítillega brotinn eftir brennivíns- flösku, sem kastað var að gítarleik- aranum í Þórsmörk. Danske Bank stendur gylltum stöfum í bakgrunni á Amagertorv 24. Klukkan er fjögur. Skúli Arason mundar kjuðana og hengir íslenska fánann á tromm- urnar, Adólf Bragason setur á sig bassann, Böðvar Þór Unnarsson og Njörður Steinarsson stilla streng- ina. „Við syngjum allir,“ segja þeir og búa sig undir að syngja, en það reynist stutt gaman. „Það má ekki byrja fyrr en klukkan fimm,“ segir lögregluþjónn og klappar á öxlina á gítarleik- aranum. „Hann gengur undir viðurnefn- inu Hitler meðal götulistamann- anna,“ segir Skúli eftir að lögreglu- maðurinn er farinn. „Djísus, sagði hann fimm!?“ hváir Adólf. Böðvar Þór og Njörður setjast niður á bankaþrepin með blaðamanni. Eitthvað af klinki – Hvernig er að troða upp í þess- um hita? „Mjög erfitt,“ segir Njörður. „Ekki bara fyrir okkur. Fólkið veitir okkur ekki eins mikla athygli í hitanum,“ segir Böðvar Þór. „Það veltur á því hvernig skugg- inn fellur. Ef fólk er í skugganum hinum megin götunnar, næst ekki upp eins góð stemmning,“ segir Njörður. – En það stoppar alltaf? „Það fer mjög eftir dögum hversu margir stoppa. En það er búið að ganga vel hjá okkur, sér- staklega á laugardögum. Þá er fólk ekki á eins mikilli hraðferð,“ segir Böðvar Þór. – Hafið þið eitthvað upp úr krafs- inu? „Já, við höfum það ágætt. Við seljum aðallega diska, en fáum líka eitthvað af klinki,“ segir Njörður. – Þið hafið spilað víðar um Evr- ópu. „Já, haustið 2001 fórum við í reisu um Evrópu í fjóra mánuði,“ segir Böðvar. „Við leigðum bíl og heimsóttum ellefu lönd. Þá fengum við smjörþefinn af Strikinu, því við vorum tvær vikur hér og gekk afar vel.“ – Í tilefni af því gáfuð þið út disk- inn The Beerband Does Europe? „Já, hann hefur selst ágætlega,“ segir Njörður. „Við höfum fengið tölvupóst frá Ástralíu, Brasilíu, Feneyjum, Tékk- landi og fleiri löndum, þar sem fólk lætur okkur vita að það hafi keypt diskinn og að það sé ánægt með tónlistina,“ segir Njörður. „Það skráir sig líka í gestabókina á heimasíðunni okkar, http://nem- endur.ru.is/njs/bjorb/. Þar reynum við að setja inn fréttir af okkur með reglulegu millibili og svo má t.d. glugga í dagbók frá Evróputúrn- um.“ Gamalt Bítlarokk – Nýr diskur er á leiðinni, Monk- ey Business. „Það verður blanda af frum- sömdu efni og lögum eftir aðra,“ segir Njörður. „Hann kemur út í byrjun mánaðarins og fæst bara hérna – á Strikinu.“ – Hvernig tónlist spilið þið? „Gamalt Bítlarokk,“ segir Njörð- ur. „Chuck Berry,“ segir Böðvar. „…og önnur stuðlög,“ segir Njörður. „Það sem rennur vel ofan í mannskapinn,“ segir Böðvar. „Á böllum slæðast inn pönkáhrif, en þau heyrast lítið úti á götu,“ segir Njörður. – Er það ekki eins götuvænt? „Nei, á götunni eru miðaldra konur bestar við okkur,“ segir Njörður og hýrnar yfir honum. „Við tökum „Postman“ og þær kikna í hnjánum,“ bætir Böðvar við brosandi eins og feiminn skóla- strákur, dálítið eins og Bítlarnir á fyrstu plötunum. – En frumsamin tónlist? „Ekki úti á götu. Þar reynum við að taka lög sem fólk þekkir,“ segir Njörður. Góðir elskhugar – Verðið þið á Strikinu í vetur? „Við reiknum með að spila hérna á laugardögum. Þrír okkar verða í skóla í Kaupmannahöfn og einn ætlar að vinna,“ segir Njörður. – Ég heyrði af því að á Strikinu hefðuð þið sagst vera að safna fyrir ferðinni heim? „Öllu er logið,“ segir Böðvar og hlær. „Allir frasar notaðir,“ segir Njörður. „Róm í gær, Köben í dag, Sydn- ey á morgun,“ hrópar Böðvar. „Ómegð heima,“ segir Njörður titrandi röddu. „Drykkjuvandamál,“ segir Böðv- ar með armæðusvip. „Við erum svo góðir elskhugar og þess vegna eigum fullt af börnum að sjá fyrir,“ segir Njörður hlæj- andi. – Er mikil samkeppni við aðra skemmtikrafta á Strikinu? „Já, en það myndast samt vinátta og samkennd. Við tölum mikið við reggí-strákana sem hafa spilað í sex ár á Strikinu. Þeir eru snyrti- lega klæddir eins og við, þess vegna er ekki litið á þá sem betl- ara. Meira sem skemmtikrafta,“ segir Njörður. „Við lendum oft í því að fólk kemur til okkar og biður okkur um að spila, oftast í litlum afmælum eða giftingum,“ segir Böðvar. „Við spiluðum t.d. í matarveislu baróns í Amsterdam, tvítugsafmæli í 40 stiga hita í Feneyjum og einu sinni var okkur kippt af Strikinu og við ferjaðir á furðufataball,“ segir Njörður. „Við náðum hinsvegar aðeins að spila „Brown Eyed Girl“ í fimmtán sekúndur við Skakka turninn í Pisa áður en við vorum stöðvaðir,“ segir Böðvar og hlær. Klukkan er orðin fimm. Strák- arnir á Strikinu spila og fólkið dríf- ur að. „Eru einhverjir Íslendingar hérna?“ spyr Skúli. „Já,“ heyrist úr öllum áttum. „Þá verðið þið að taka undir,“ segir hann og svo tekur Bjórbandið lagið sem sönglar í eyrum allra Ís- lendinga á framandi slóðum: „Er ég kem heim í Búðardal!“ Strákarnir á Strikinu Úr mannþyrpingu á Strikinu óma Bítlalög. Þó eru Bítlarnir ekki komnir saman aftur. Pétur Blöndal talaði við Bjórbandið sem treður upp á Strikinu og vakti mikla athygli í sumar. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Bjórbandið í léttri sveiflu á Strikinu. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Það myndaðist þegar þyrping áhorfenda. http://nemendur.ru.is/njs/ bjorb/ pebl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.