Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 53
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2og 4.
Stórsmellur úr smiðju Jerry Bruckheimer og
Disney sem stefnir hraðbyri að vera vinsælasta
mynd sumarsins í USA.
ll i j i
i i i i l
i í .
98% aðspurðra í USA sem höfðu
séð myndina sögðu “góð”
eða“stórkostleg”!
í f
i
t tl !
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Skonrokk FM 90.9
YFIR 39.000 GESTIR!
Frábær tónlist,
m.a. lagið Times
like these með
Foo Fighters
ÁLFABAKKI
kl. 2, 4 og 6. Ísl tal.
AKUREYRI
kl. 2 og 4. Ísl tal.
ÁLFABAKKI
kl. 8. Enskt tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.45 og 3.50. Ísl tal
KRINGLAN
Sýnd kl. 1 og 3. Ísl tal
Síðasta og
besta myndin
í seriunni.
Nú verður allt
látið flakka.
ÁLFABAKKI
Kl. 1.45, 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12.
AKUREYRI
Kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
AKUREYRI
Kl. 5.40. B.i. 10.
KEFLAVÍK
Kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5, 7.45 OG 10.15.
ÁLFABAKKI
Kl. 1.30, 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 10
KRINGLAN
Kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10
Sýnd áklukkutímafresti
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Með íslensku tali
AKUREYRI
Sýnd kl. 2 og 4.
KRINGLAN
Sýnd kl. 1, 2, 3, 4, 5.
Með íslensku
og enksu tali.
Með
íslensku tali.
KVIKMYNDIR.IS
Ofurskutlan Angelina Jolie er
mætt aftur öflugri en nokkru
sinni fyrr í svakalegustu
hasarmynd sumarsins!
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal.
ÞAÐ væri ofsögum sagt að dúóið
The Neptunes væri á hvers manns
vörum við matarborðið á heimilinu
en tónlistin sem Pharrell Williams
og Chad Hugo gera hefur þrátt fyrir
það hljómað víða. Þeir eru ábyrgir
fyrir að hafa komið nýjum hljómi inn
í rapp- og síðar poppheiminn með
einstökum stíl sínum.
Pharrell og Chad hafa unnið með
heilmörgum stjörnum og oftar en
ekki lappað upp á feril þeirra. Justin
Timberlake breyttist úr poppdreng í
poppgoð með „Rock Your Body“ og
Britney Spears var ekki lengur lítil
stelpa í skólabúningi heldur töff og
fullvaxta söngkona eftir „I’m a Slave
4 U“. Ennfremur eru þeir ábyrgir
fyrir „Hot in Herre“ með Nelly, „I
Just Wanna Love U (Give It to Me)“
með Jay-Z og „Got Your Money“
með Ol’Dirty Bastard, svo eitthvað
sé nefnt til að varpa ljósi á áhrif þess-
ara upptökustjóra og undra-
tónlistarmanna.
Á toppinn í Bandaríkjunum
Þar með er ekki sagt að þeir
hljómi alltaf eins því þeir vinna með
fjölbreytilegustu tónlistarmönnum.
„Við tökum það besta úr öllum
stefnum. Tónlistin kemur úr mörg-
um áttum. Þetta snýst ekki um hvað
þú notar heldur hvernig þú notar
það,“ hefur Pharrell sagt.
Þrátt fyrir þetta hafa Pharrell og
Chad neitað ýmsum verkefnum á
síðustu mánuðum til að vinna að sínu
eigin. Útkoman er platan The Nept-
unes present… Clones, sem fór
beint á toppinn á Billboard-listanum
í Bandaríkjunum og er nú í þriðja
sætinu eftir tvær vikur á lista. Á
plötunni taka þeir á sig hin ýmsustu
form og vinna með listamönnum á
borð við Busta Rhymes, Kelis, Lud-
acris og Nelly auk þess að kynna til
sögunnar rapparana í Fam-Lay og
Rosco P. Coldchain. Hliðarverkefni
Neptunes, N.E.R.D. er líka með lag
þarna og Pharrell syngur sjálfur
með þeirri falsetturöddu, sem er svo
einkennandi fyrir hann. Pharrell og
Chad semja síðan öll lögin á plötunni
nema tvö, þá annaðhvort einir eða í
samstarfi við aðra.
Pharrell er áreiðanlega ríkari en
margt af því tónlistarfólki, sem hann
hefur unnið fyrir en hann klæðir sig
þrátt fyrir það á óáberandi hátt, og
sést oftar en ekki í hermannabuxum
og stuttermabol. „Ég á demanta en
þeir skilgreina ekki hver ég er,“
sagði Pharrell í nýju viðtali við tón-
listartímaritið Q.
Kynntust 12 ára í skóla
Pharrell, sem er þrítugur að aldri
kynntist Chad Hugo, er á ættir að
rekja til Filippseyja, þegar hann var
12 ára en þeir voru í sama bekk í
skóla í Virginíu. „Tónlistin tengdi
okkur saman. Við vorum báðir heill-
aðir af tónlist á þann hátt, sem jafn-
aldrar okkur voru ekki.“
Heppnin var með þeim þegar upp-
tökustjórinn Teddy Riley sá þá í
hæfileikakeppni í menntaskóla.
Riley, sem m.a. hafði unnið með stór-
stjörnum á borð við Michael Jackson
og Bobby Brown, studdi við bakið á
þeim og fékk þá til að hjálpa sér með
lag fyrir Blackstreet. Neptunes
vöktu eftir það verðskuldaða athygli
fyrir plötuna sem þeir gerðu með
Kelis, frumraun hennar Kaleido-
scope, árið 1999 og hafa ekki fallið í
gleymsku síðan.
Sjávarguð og sólstirni
Pharrell og Chad ákváðu að kalla
sig Neptunes í fyrstu vegna þess að
þeir voru algjörlega heillaðir af
vatni, ekki síst vegna þess hve stór
hluti líkamans er vatn og vegna raf-
leiðni vatns. Í kjölfarið ákváðu þeir
að kalla sig eftir sjávarguðnum
Neptúnusi úr goðafræðinni. En áður
en leið á löngu tók nafnið á sig nýja
merkingu. Þeim fannst nafnið of tak-
markandi og vildu leita utan jarðar-
innar og til stjarnanna og plánetan
Neptúnus heillaði.
Pharrell er oftar en ekki andlit
Neptunes út á við en Chad býr á
heimaslóðum í Virginíu ásamt eigin-
konu og börnum. Pharrell er mynd-
arlegur og ekki minnkaði ástaræv-
intýri hans og Jade Jagger, dóttur
Mick, athygli almennings á honum.
Tónlistin á Clones er mikilvæg en
ekki síður heimspekin á bak við disk-
inn, útskýrir Pharrell. „Clones eru
við á móti okkur. Þetta er maður á
móti anda, andi mót holdi, hold gegn
lífi, líf á móti ást, ást á móti trú. Þetta
er samspil allra náttúruaflanna
hvers á móti öðru,“ segir Pharrell
kosmískur.
Í átt til
stjarn-
anna
Stjarna The Neptunes
hefur skinið sem sól
væri síðustu ár og er
enn að birta til hjá þeim.
Inga Rún Sigurð-
ardóttir kynnti sér feril
Pharrells Williams og
Chads Hugos.
Diskurinn The Neptunes
presents…Clones er kominn út.
www.startrakmusic.com
www.clonesarecoming.com
ingarun@mbl.is
Reuters
Justin Timberlake mætti á Myndbandaverðlaun MTV á dögunum með The
Neptunes upp á arminn, Pharrell er til vinstri og Chad til hægri. Pharrell WilliamsChad Hugo