Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉ Í TÓNLISTARHÚS Borgarráð samþykkti í gær að veita lánsheimild upp á 150 milljónir króna til að fjármagna hlut Reykja- víkurborgar í undirbúnings- og fjár- festingarkostnaði vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Féð kemur í hlut Austurhafnar TR, einkahlutafélags um byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhúss, sem stofnað var í vor. Mannskæð tilræði í Ísrael Gerðar voru tvær sjálfsmorðs- árásir með stuttu millibili í Ísrael í gær. Karlmaður sprengdi sig síð- degis á biðstöð í Tel Aviv og er talið að auk hans hafi minnst sjö manns látið lífið, flestir þeirra hermenn. Í gærkvöldi fórust sex auk tilræðis- manns er sprengdi sig við kaffihús í Jerúsalem. Hamas-samtökin eru sögð hafa staðið fyrir árásunum. Ólögmæt lög um lækna Evrópudómstóllinn, æðsti dóm- stóll Evrópusambandsins, úrskurð- aði í gær að þýzk löggjöf, sem skil- greinir bakvaktir lækna á sjúkrahúsum ekki sem fullan vinnu- tíma, bryti í bága við vinnutíma- tilskipun sambandsins. Reglur þess- arar tilskipunar voru innleiddar hérlendis en þær hafa áður orðið til- efni deilna um vinnutíma íslenzkra lækna. Sigurbjörn Sveinsson, for- maður Læknafélagsins, segir vinnu- veitendur lækna hafa fram að þessu daufheyrzt við því að laga vinnutíma lækna að þessum Evrópureglum. Grunur um HABL-tilfelli Um 50 manns eru nú í sóttkví í Singapúr eftir að grunur vaknaði um að nemi í borginni væri með veiruna sem veldur HABL-lungnabólgunni. Flest þótti samt benda til að um ein- angrað tilfelli væri að ræða. „Merkilegasta lífsreynslan“ Flosi Arnórsson sjómaður er loks- ins kominn heim eftir rúmlega fjög- urra mánaða dvöl í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, þar sem hann sat í fangelsi fyrir ólöglegan vopna- burð. Flosi hefur stundað sjó- mennsku í 25 ár og „reynt ýmislegt“ eins og hann orðar það en bætir því við að fljótt á litið sé reynslan í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum þó „merkilegasta lífsreynslan“. Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun  JAWA-MÓTORHJÓL  NÝR MUSSO-PALLBÍLL  LJÓSABÚNAÐUR FORMÚLA-1 Í MONZA  LANCER REYNSLUEKIÐ  GÆÐAKÖNNUN BÍLA  FRUMSÝNING BÍLA Í FRANKFURT Ofursportbíllinn Mercedes-Benz SLR var frumsýndur í Frankfurt Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 12/13 Minningar 30/35 Erlent 14/16 Kirkjustarf 36 Höfuðborgin 17 Staksteinar 38 Akureyri 18 Bréf 38/39 Suðurnes 19 Dagbók 40/41 Landið 20 Fólk 46/49 Listir 21/23 Bíó 47/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * VÍSINDAMENN við háskólann í Edinborg hafa að undanförnu unnið að rannsóknum, sem hugsanlega munu geta bjargað þúsundum líf- færaþega frá því að verða krabba- meini að bráð. Felst aðferðin í því að sprauta sjúklingana með „ofuröflug- um“ ónæmisfrumum, sem leita krabbameinsfrumurnar eða æxlin uppi og eyða þeim. Í forsvari fyrir rannsókninni er dr. Ingólfur Johann- essen en hann starfar við eina deild Edinborgarháskóla, School of Bio- medical and Clinical Laboratory Sciences, að því er fram kemur í skoska dagblaðinu The Scotsman. Ofurfrumurnar eru heilbrigðar blóðfrumur úr sjálfboðaliðum en þeim er komið í kynni við eða látnar verða fyrir áhrifum frá próteinum í veirunni, sem krabbameininu veldur. Er um að ræða eitlakrabbamein, sem stundum kemur upp eftir líffæra- flutning. Hafa fyrstu tilraunir gefið góða raun og benda til, að aðferðin stórauki líkur á, að ónæmiskerfi sjúk- linganna ráði niðurlögum krabba- meinsins. Líffæraflutningar í Bretlandi skipta þúsundum á ári hverju en í kjölfarið fær einn af hverjum tíu eitlakrabbamein. Allt að helmingur þeirra deyr af þess völdum. Áður hefur verið unnið að rann- sóknum á þessu sviði við Edinborgar- háskóla en núverandi rannsókna- áætlun á að standa í þrjú ár og hefur fengið til þess um 20 millj. ísl. kr. styrk frá skosku heimastjórninni. „Við vonum, að þessi aðferð muni auðvelda okkur baráttuna við krabbameinsæxlin og gera okkur kleift að bjarga lífi fleiri sjúklinga en áður,“ sagði Ingólfur í viðtali við skoska dagblaðið The Scotsman. Eitlakrabbameinið, sem um ræðir, er mjög sjaldgæfur sjúkdómur og eru mikil tengsl milli hans og Ep- stein-Barr-veirunnar, sem er herpes- veira. Er hana að finna í flestu full- orðnu fólki, í níu af hverjum tíu, og ber fólk hana ævilangt. Yfirleitt kem- ur ónæmiskerfið í veg fyrir, að hún valdi krabbameini, en ónæmiskerfi líffæraþega er hins vegar mjög veikl- að fyrst eftir flutninginn og þá er hætt við, að veiran geti valdið skaða. „Við tókum blóðfrumur úr heil- brigðum sjálfboðaliðum og komum þeim í rækileg kynni við prótein úr veirunni. Það gerir þeim kleift að þekkja þessi prótein eða veiruna í æxlum og ráðast gegn þeim,“ sagði Ingólfur. Ef tilraunir með þessa nýju aðferð ganga vel getur hún hugsanlega komið að góðu gagni í baráttunni við annað krabbamein, sem veirur valda, en þær eiga sök á meira en 15% allra krabbameinstilfella. Dr. Ingólfur Johannessen stýrir rannsóknum á nýrri krabbameinsmeðferð Meðferðin getur bjargað lífi margra líffæraþega DR. INGÓLFUR Johannessen hefur verið lektor í klín- ískri veirufræði við læknadeild Edinborgarháskóla í Skotlandi síðan í ársbyrjun 2002. Ingólfur er fæddur 17. febrúar 1964 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og fór þegar að námi loknu til framhaldsnáms við læknadeild Lundúna- háskóla. Hann lauk M.Sc.-prófi í sýklafræði frá London School of Hygiene and Tropical Medicine árið 1993. Ing- ólfur hóf doktorsnám í veirufræði við sama skóla það haust undir leiðsögn dr. Dorothy H. Crawford, prófess- ors í sýklafræði, en doktorsverkefnið fjallaði um samband Epstein-Barr- herpesveirunnar og eitlakrabbameins í ónæmisbældum sjúklingum. Ing- ólfur lauk verkefninu og Ph.D.-prófi í veirufræði árið 1997. Hann hafði þá hlotið fimm ára rannsóknarstyrk frá bresku Wellcome-stofnuninni til framhaldsrannsókna á herpesveirutengdu krabbameini við læknadeild Ed- inborgarháskóla um haustið sama ár og hefur Ingólfur starfað þar síðan. Dr. Ingólfur Johannessen ÞAÐ ER ýmislegt á sig lagt til að komast í náðina hjá eldri nemendum við upphaf skólagöngu í framhalds- skólum landsins. Nýnemar við Kvennaskólann létu sig hafa það að skríða á fjórum fótum fyrir eldri nem- endum skólans sem tóku sig svo til og rennbleyttu þá í þokkabót. Allt er þetta þó til gamans gert og þegar upp er staðið hefur þessi vígsla inn í skólann vafalaust þau áhrif að þjappa nemendum saman við upphaf skólaárs. Busar votta eldri nemum virðingu Morgunblaðið/Ásdís HVÍT krækiber eru tiltölulega sjald- gæf sjón og sama gildir um aðrar plöntur í náttúrunni sem skortir nátt- úruleg litarefni, en í Morgunblaðinu í gær var sagt frá krækiberjalyngi í Ásahrauni með hvítum berjum. Hörður Kristinsson, fléttufræðingur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofn- unar Íslands, segir hvít afbrigði plantna vera afleiðingu stökkbreyt- ingar sem eyðileggi á tilteknum tíma- punkti það ferli sem þarf til að fram- leiða litarefni í plöntum eða berjum. Breytingin sé yfirleitt arfgeng en erf- iðara sé að segja til um hvar á vaxtar- skeiðinu hún eigi sér stað. Hvítt blóðberg, ljósberi og smjörgras Hörður segist einkum hafa heyrt getið um hvít krækiber á Vest- fjörðum en þau geti í raun sprottið hvar sem er á landinu. „Ég segi fyrir mitt leyti ég er búinn að tína kræki- ber í nokkra áratugi og hef aldrei rekist á þau.“ Blóm plantna, einkum plantna sem bera bleik og rauð blóm, geta í einstaka tilfellum verið hvít. „Mér finnst svona samkvæmt reynsl- unni að þetta sé algengara með rauð blóm en til dæmis blá og að þeim mun meira sem komið er út í blátt þeim mun sjaldgæfara virðist það vera.“ Hann nefnir sem dæmi hvítt lamba- gras, blóðberg og hvítan ljósbera. Meðal blárra blóma hefur einstaka sinnum fundist blátt smjörgras og fjalladepla. Svört aðalbláber algeng á Norðurlandi og Vestfjörðum Annað fyrirbæri sem er þekkt hér á landi en engin skýring hefur fundist á eru, að sögn Harðar, svört aðal- bláber. „Þau eru nefnilega ýmist blá eða svört og maður veit ekkert um ástæðu þess aðra en að blái liturinn á þessum berjum stafar yfirleitt af vaxhúð sem er utan á þannig að ef maður kemur við plöntuna koma svartir dökkir blettir undan. En svo virðast vera ákveðnir stofnar af að- albláberjum sem ekki mynda þessa vaxhúð þannig að þau verða alveg svört.“ Að sögn Harðar eru svört aðal- bláber algildar plöntur sem annað- hvort eru aðskildir stofnar eða hafa arfgenga eiginleika. Svört aðalbláber eru útbreidd um Norðurland og Vest- firði og að sögn Harðar hafa þau til- hneigingu til að vera minni en þau bláu og eru „betri á bragðið“, að hans mati. Stökkbreyting or- sakar hvít krækiber FORSETI Hæstaréttar hitti Luo Gan, æðsta yfirmann ör- yggis- og dómsmála í Kína, í gærmorgun og ræddi við hann réttarfar og dómstóla hér og í Kína. Fundur Luo Gan með Guð- rúnu Erlendsdóttur, forseta Hæstaréttar, var hluti af Ís- landsheimsókn hans. Guðrún segir að einkum hafi verið rætt um réttarfar og dóm- stóla. „Hann hafði mikinn áhuga á skipun og menntun dómara.“ Guðrún segir að á fundinum hafi Luo Gan sagt henni að einungis fjórði hver dómari í Kína hafi lokið fjög- urra ára háskólanámi. „Hann sagði að þeir væru með herför í gangi til að bæta bæði menntun dómara og réttar- farið í landinu.“ Luo Gan hitti for- seta Hæstaréttar Ræddu réttarfar og dóm- stóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.