Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ASTLEGA má alykta að fjölmargir af yngri kynslóð myndlistarmanna þekki sitt- hvað til listpáfans Charles Saatchi í London. Mannsins með ofurvaldið, sem getur lyft skjólstæðingum sínum í hæstu hæðir, einnig ómerkt að sagt er og rutt út af borðinu, bara si sona. Margur mun einnig vita að hann var lengi annar helmingurinn af hinu mikla auglýsingafyr- irtæki, adversing executive, Saatchi og Saatchi, einu hinu umfangsmesta í heim- inum. Stofnaði ásamt fyrri konu sinni hið heimsþekkta Saatchi Gallery, lengstum til húsa í fyrrum vörulager í St. Woods, vestan við Regent’s Park, en nýflutt inn í County Hall á suðurbakka Thames sem áður getur, opnaði með sérsýningu á verkum Damiens Hirst. Kjörorð stefnumarkanna; list, lista- maðurinn, háreysti og hneyksli/The art, the artist, the spectacle and scandal. Á blómaskeiði hins svonefnda nýja mál- verks sem ruddi sér braut með miklum lát- um í upphafi níunda áratugarins rótfesti vörumerkið Saatchi sig kirfilega í listheim- inum. Nýja málverkið tók við af hug- myndafræðilega tímabilinu á áttunda ára- tugnum sem var þá á góðri leið með að burthreinsa allt kvikt úr sýningarsölum og hafði komið fjölda listhúsa á vonarvöl með einstrengingshætti sínum. Um að ræða full- kominn ósigur staðhæfingarinnar um að hugmyndalistin hefði jarðað fortíðina, mál- verkið komið út úr myndinni og þetta meinta kusk útskúfað. Sást naumast í mikils háttar sýningarsölum núlista eða samtíma- listasöfnum í nær heilan áratug. Mikil sprenging í listheiminum er mál- verkið reis aftur upp úr öskustó, með nokkur listhús í Köln sem stuðningsaðila, einnig Saatchi í London. Helstu skjólstæðingar þeirra og um leið stjörnur nýja málverksins höfðu þá líða tók á áratuginn svo mikið að gera við að metta sveltan og hungraðan markaðinn, að er best lét voru sumir með allt að 10–25 aðstoð- armenn! Raunar höfðu popplistamenn eins og Andy Warhol þá þegar um sig hirð að- stoðarmanna, með verkstæði á fullu í New York sem fjöldaframleiddi varholla árin sem meistarinn sjálfur lyfti undir ímynd sína í París. Um leið voru margir þeir komnir aft- ur í sviðsljósið sem ýtt hafði verið til hliðar, meðal annars var seinna tímabili Edvards Munchs, sem nýja málverkið tók í og með mið af, lyft á stall sem aldrei fyrr. Menn höfðu allar götur fram að því verið í hálf- gerðum feluleik með tímabilið, sem eins konar misvöxt eða hliðarspor á ferli hans. Nýja málverkið gekk undir fleiri nöfnum, svo sem nýbylgjan, og listamennirnir gjarn- an nefndir, hinir nýju villtu, fékk svo óforvarendis byr undir báða vængi á upp- gangstímum verðbréfamarkaðarins. Ungir spákaupmenn og ný tegund verðbréfabrask- ara, blautir bak við bæði eyrun, sáu sér leik á borði og tóku að spila á málverkamark- aðinn beggja vegna Atlantsála, spenntu upp sem mest þeir máttu. Ollu svo aftur hruni um leið og þeir duttu á rassinn við óvæntar aðstæður sem þeir réðu ekki við á hvörfum níunda og í upphafi tíunda áratugarins, á eftir fylgdi kreppan í kjölfar Flóastríðsins svonefnda. Myndverkamarkaðinn niður með braki og sá eini í hópnum sem slapp nokk- urn veginn óskaddaður var hinn sænski Frederik Roos, sem núlistasafnið Roosen- eum í Malmö mun kennt við, sonur aðal- bankastjóra Skandinavia-Enskilde-bankans. Hefur líkast til legið í blóðinu að sjá lengra en aðrir því hann tók hárréttar ákvarðanir og kippti að sér höndum í tíma. Alþjóðlegi markaðurinn í sárum næstu árin og þróunin smitaði út frá sér til fjarlægustu heims- horna, en hefur smátt og smátt verið að rétta við og komast í heilbrigðari farveg, þó enn sveiflukenndur. Hins vegar hefur það eðlilega ekki farið framhjá þeim sem spila stíft á peninga, láta þá rúlla og margfaldast, að myndlistarmarkaðurinn ber í sér gríð- arleg verðmæti og ótakmarkaða möguleika til auðsöfnunar. Og þrátt fyrir hrunið eftir uppganginn mikla, sem hafði margfaldað verðgildi myndverka, reyndist það í efri flokkunum mun meira en fyrir verðsprengj- una, og hefur í mörgum tilvikum farið hækkandi, einkum á síðustu árum. Má hér enn eini sinni vísa til þess, að samkvæmt áliti sérfróðra eru myndverk traustustu og hörðustu verðbréfin á heimsmarkaðinum og hafa lengi verið, satt að segja hvarvetna þar sem þjóðfélagsgrunnurinn er traustur. Að því tilskildu auðvitað að hér séu menn þef- vísir og höndli rétt. Í þá veru sem hér hefur verið greint frá gerast í og með kaupin á eyrinni úti í hinum stóra heimi, og má hverjum og einum með opin augu vera ljóst að á listamarkaði dags- ins gegna alþjóðleg listhús og listpáfar hlut- verki til úrslita. Auðvitað að viðbættum sýn- ingarstjórum, listfræðingum og listheimspekingum sem oftar en ekki eru þá í beinu sambandi ef ekki í þjónustu þeirra, um merkjanlega innbyrðis samvinnu að ræða. Samtímis hafa farið fram mikil um- skipti sem gert hafa myndlistarmennina sjálfa meira en nokkru sinni háða þessum aðilum og þeim formúlum sem þeim þóknast að setja í umferð hverju sinni. Hinn frjói listamaður og sterki einstaklingur þannig úti í kuldanum til hags fyrir tilbúið og markaðstengt hópefli og línudans. Um leið hefur sköpun ímynda meira vægi en nokkru sinni fyrr, svo líkja má við stjörnur tízku- og kvikmyndaheimsins. Þá er óhætt að full- yrða, að ýmislegt sem áður var slíkt eins- dæmi að rataði í heimsfréttirnar, líkt og til- tektir Salvadors Dalis á árum áður, sé kennslugrein í listaháskólum í dag. Upplagt að fram komi að hið heimsþekkta skurðgoð margra núlistamanna Joseph Beuys bjó til þjóðsögu um sig í upphafi ferils síns sem hann tengdi sköpunarferli sitt við og var ið- inn að minna á og skírskota til, sem og sýn- ingarstjórar og ævisöguritarar, og hlaut að- dáun og virðingu fyrir. Eftir andlát hans kom í ljós að þessar æsilegu hremmingar í seinni heimsstyrjöldinni voru hreinn skáld- skapur enda hvergi á skrá og gátu ekki hafa gerst. Til að forða misskilningi og útúrsnún- ingum skal tekið fram að þetta rýrir að sjálfsögðu í engu listgildi verka viðkomandi listamanna, svo fremi sem þeir hafa eitthvað úrskerandi fram að færa. Mansöngvarar á eigin ágæti hafa lengi verið til og gefa oftar en ekki lífinu lit, en um óæskilega og leiði- gjarna fjölgun að ræða þegar stakar flugur hafa umformast í mý á mykjuskán. Mun lifa sig líkt og annað dægurgaman og hefur lítið með frjóa listsköpun að gera. Nú kunna einhverjir að vera farnirað hugsa; hvað tengist þetta alltSaatchi, og vissulega komið aðþví að skilgreina það og útlista. Málið er að enginn hefur svo ég viti verið jafn iðinn við að auglýsa skjólstæðinga sína allt frá dögum nýja málverksins, né jafn frábærlega í stakk búinn til að gera það í ljósi auðæfa sinna og umfangsmikillar reynslu í auglýsingabransanum.Verk lista- mannanna fjölfölduð og sum samtímis á sýningum út um hvippinn og hvappinn. Hér kemur greinilega fram lögmálið, að nýta sér þann markað sem fyrir er til hins ýtrasta, og skal ekki hið minnsta fett fingur út í það, en mönnum skal um leið ekki sjást yfir að markaðurinn er fjölþættur og sveigjanlegur. Eins og Ulf Linde, hinn þekkti sænski list- sögufræðingur, listrýnir og lengi for- stöðumaður Thielska gallerísins í Stokk- hólmi, orðaði það nokkurn veginn í viðtali, þá fjöldaframleiðir til að mynda stórstirnið Robert Rauschenberg (sem Linde hefur virðist ekki hafa mikið álit á) fyrir alveg sérstakan markað. Vísar þá til að listamað- urinn hagnýti sér ákveðinn markað öðrum fremur og sé háður honum, líkt og annars konar myndlistarmenn róa á önnur mið er henti þeim betur, sé í meira samræmi við listsýn þeirra, og Linde er spurn hvort þeir séu ekki í jafn miklum rétti. Eins og allir vita stíla markaðsöfl nú- tímans, hverju nafni sem nefnast, stíft á nýjungar, eða öllu fremur að telja vænt- anlegum kaupendum trú um að varan sé ný, um leið þeirra hagur að úrelda hið gamla og allt til hliðar. Sama gildir í myndlistinni á þann veg að styðja við ímynd og vægi skjól- stæðinganna, auka við markaðsgildi verka þeirra um leið. Hefur jafnvel svip af því á stundum að hjólið og/eða heita vatnið hafi verið fundið upp af þeim. Hér er þó spurn- ing hvort listamaðurinn eigi að vera trúr sannfæringu sinni og upplagi, óháður öllum markaðsöflum, eða taka þátt í einhverri al- heimsvæðingu með tilbúnar sérhannaðar formúlur sem haldfestu og að leiðarljósi. Hér er þannig verið að beina sjónum að því, að markaðssetning myndlistar, hverju nafni sem hún nefnist, gegnir í dag sömu lögmálum og um hverja aðra vöru. Dagar listhöfðingjanna og borgaranna með hjarta fyrir listum að mestu liðnir en í stað þeirra komnir listakaupmenn hinna hörðu gilda í viðskiptum. Á jafnt við róttækar núlistir og fyrri tíma listaverk, menn eru nú að hengja upp ígildi ávísana og verðbréfa á veggi sína ásamt frægum nöfnum og tilbúnum ímynd- um til að undirstrika með rauðu stöðu sína og vægi í þjóðfélaginu. Þá er sá mælikvarð- inn á ágæti myndverks, að ef um þekktan listamann og rétta áritun er að ræða þá hljóti það að vera gott, á hinn veginn er áhersla lögð á merkingar- og áróðursgildi myndefnisins sem þá er liður í þjóðfélags- legri og rammpólitískri umræðu. Blásið á flest fyrri gildi er varða lögmál og innri líf- æðar myndverka, sjálft skynsviðið ásamt hinu upphafna og kraftbirtingnum að baki Þetta sett fram í ljósi allra þeirra marg- víslegu og á stundum óvönduðu meðala sem listhúsaeigendur og sýningarstjórar nota gjarnan til að vekja athygli á skjólstæð- ingum sínum með ögrunina, fáránleikann, siðleysið og hugaræsinguna í öndvegi. Á seinni tímum helst stílað á hinn óupplýsta fjölda sem hefur léttvægt stundargamanið að útópíu gert til að auka áróðursgildið og færa út markaðinn. Óneitanlega bera at- hafnir Saatchi svip af mörgu þessu, hann hefur í seinni tíð helst stutt við bakið á þeim sem ákafastir eru í að virkja þessi at- riði og jafnframt hneyksla fólk með verkum þeirra. Enginn vel menntaður og sannurlistamaður hneykslast, þótt ódýrefni og úrgangur sé virkjaðursem efniviður í myndverk, enda segir sagan okkur að olíulitir hafi jafnt ver- ið búnir til úr dýrum efnum eins og saf- írryki og á hinn veginn kúamykju, sem raunar ber í sér eitt fegursta græna blæ- brigðið í litrófinu. Úrgangurinn og rotnunin býr í sjálfu sér yfir mikilli fegurð, sem hver og einn fær tækifæri til að ganga úr skugga um úti í guðsgrænni náttúrunni næstu vik- urnar, og brauðhleifurinn hefur sama ljúf- fenga bragðið þótt afbakast hafi líkt og Markús Árelíus keisari orðaði það fyrir meira en tvö þúsund árum. Að slá því upp að listamaður máli með fílaskít gengur þannig aðeins í hinn ómenntaða fjölda, líkt og sundursagaðir svínsskrokkar og önnur innyfli dýra og manna í formalíni. Illa komið fyrir listinni, ef hún er komin í samkeppni við siðleysi nútímans og hryllingsmyndaiðn- aðinn eftir að hún hefur lyft mannssálinni um aldaraðir, reynst forsenda og grunnur framfara frá því að mannapinn reis upp á afturfæturna, náskyld hugviti og uppgötv- unaráráttu af öllu tagi. Ég hafði nokkrum sinnum litið inn í Brit- ish Museum áður en mig bar að og eitt það sem vakti óskipta athygli mína var sýning á Lækningamanninum: gleymdu safni Henrys Wellcome (1853–1936). Satt að segja hafði sumt þar mun meiri áhrif á mig en nokkuð eftir Damien Hirst og annað á Saatchi- safninu bæði hvað fegurð, ljótleika og hryll- ing snerti, væri létt mál að stækka eitt og annað og setja á það stimpil núlista. Og vel að merkja sá ég óuppbúið rúm með bjór- flöskum, öskubökkum og tilfallandi drasli á Verkamannasafninu í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum sem greip mig stórum meira en hið fræga rúm Tracey Emin. Kom mér mjög á óvart að uppáþrengjandi maður í ná- grenni safnsins útdeildi miðum með mynd af nefndu rúmi sem átti víst að virka sem tál- beita inn á safnið líkt og furðulegheit og vanskapningar í fjölleikahús. Hef aldrei upplifað slíkt varðandi listasöfn, en þeim mun oftar er mér hefur orðið gengið um gjálífishverfi heimsborganna og framhjá klúbbum hvar lostfagrar róður hrista þjó- hnappana sem og fleira æsilegt í framstefn- inu að gestunum… Leiðrétting: Í grein minni um sýninguna Meistara formsins í Sigurjónssafni urðu þau mistök í vinnslu að rangur texti rataði undir eina myndina. Eins og margur mun strax hafa greint var um að ræða verk eftir Henry Moore. Nefnist fjölskyldan, unnið í brons, og er frá 1944. Saatchi og fleira Eitt af verkum Damien Hirst. Ógnvaldur í formalíni. Hin nýju og glæsilegu húsakynni Saatchi-safnsins í Counte Hall á syðri bakka Thames. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Charles Saatchi þrífst á æsilegum skoð- anaskiptum. Vill eyða tabúum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.