Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 13 SAMHERJI, Eining-Iðja og starfs- fólk frystihúss Samherja á Dalvík hafa samið um breytt vinnufyrir- komulag í frystihúsinu, sem felur í sér að vinnslutími er lengdur úr 12 klst. í 15 klst. á sólarhring. Jafn- framt var samið um nýtt pásukerfi sem felur í sér að í stað þess að vinnsla stöðvist í hvíldartímanum eru starfsmenn leystir af í störfum sínum. Þetta þýðir að vinnslan í frystihúsinu stöðvast ekki í matar- og kaffitímum. „Undanfarið ár höfum við unnið 12 stundir á dag og framleitt úr um 150–160 tonnum á viku. Með breyttu vinnufyrirkomulagi reiknum við með að vinna úr í það minnsta 200 tonn- um á viku. Það pásukerfi sem við tökum núna upp á Dalvík er hlið- stætt því sem við höfum verið með í rækjuverksmiðju okkar á Akureyri í nokkur ár og reynst mjög vel þar. Það er ljóst að með þessum breyt- ingum munum við fjölga starfsfólki í frystihúsinu um 20–30 stöðugildi, af- köst munu aukast og um leið hækka launin,“ segir Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu Sam- herja, í frétt á heimasíðu fyrirtæk- isins. 150.000 krónur á mánuði Heildarfjöldi starfsmanna frysti- hússins verður um 130 manns. Með- allaun starfsmanns í frystihúsinu á Dalvík eru nú liðlega 150.000 kr. á mánuði fyrir 8 klst. dagvinnu. Á undanförnum árum hefur orðið veruleg aukning í landvinnslu Sam- herja á Dalvík. Árið 2001 var unnið úr um 4.500 tonnum, en á næsta ári er stefnt að því að vinna úr um 10.000 tonnum af hráefni. Vinnsla á ferskum afurðum – svo- kölluðum flugfiski – hefur aukist verulega og segir Aðalsteinn að sú vinnsla muni enn aukast á næstu mánuðum. Aflinn af tveimur ísfisktogurum „Vinnslan á Dalvík hefur gengið vel á undanförnum árum, við höfum gott starfsfólk og húsið er vel búið. Þá hefur sala afurða gengið vel. Ég tel því að við séum vel í stakk búnir til þess að auka þessa vinnslu enn frekar,“ segir Aðalsteinn. Uppistaðan í hráefni frystihússins á Dalvík hefur komið af tveimur ís- fisktogurum Samherja, Björgúlfi EA og Margréti EA. Á nýliðnu fisk- veiðiári fiskaði Björgúlfur um 4.700 tonn og Margrét um 4.200 tonn. Þar af lönduðu skipin samanlagt um 7.200 tonnum af þorski og ýsu til vinnslu. Vinnslutími lengdur og stöðugildum fjölgar um tuttugu til þrjátíu „Afköst aukast og um leið hækka launin“ Morgunblaðið/Kristján Árið 2001 var unnið úr um 4.500 tonnum, en á næsta ári er stefnt að því að vinna úr um 10.000 tonnum af hráefni. Samið um breytt vinnufyrirkomulag í frystihúsi Samherja á Dalvík OPINN fundur um línuívilnun til dagróðrabáta verður haldinn sunnu- daginn 14. september klukkan 14 í íþróttahúsinu á Ísafirði. Yfirskrift fundarins er: Orð skulu standa. Á fundinum verður fjallað annars vegar um yfirlýsingu sjávarútvegs- ráðherra um að línuívilnun komi til framkvæmda í fyrsta lagi 1. septem- ber 2004 og hins vegar að línuívilnun komi í stað byggðakvóta. „Yfirlýsingarnar eru andstæðar samþykktum ríkisstjórnarflokkanna og loforðum þeirra í kosningabarátt- unni. Þá er ónefnt að þessar yfirlýs- ingar eru ekki í neinu samræmi við stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um að auka byggðakvóta og koma á línu- ívilnun fyrir dagróðrabáta. Á fundinum verður einnig vakin athygli á því ófremdarástandi sem nú ríkir í málefnum sóknardagabáta. Lögfest er að dögum skuli fækka niður í tíu á næstu níu árum, eru á nýbyrjuðu fiskveiðiári nítján. Brýnt er að Alþingi breyti lögum þannig að sóknardagar handfærabáta verði ekki færri en 23. Það er markmið þessa fundar að veita þingmönnum öflugt veganesti þegar þing kemur saman í haust um að loforð um línuívilnun verði efnt og barist verður fyrir lágmarksdaga- fjölda sóknardagakerfisins,“ segir meðal annars í frétt frá fundarboð- endum. Fundurinn verður þannig upp- byggður að frummælendur verða sjö, einn frá hverjum þingflokki, sveitarstjórnarmaður og smábáta- sjómaður. Ræðutími er 5–7 mínútur. Að loknum þessum dagskrárlið verða fyrirspurnir úr sal og mun Árni Snævarr fréttamaður stjórna þeim lið. Öllum þingmönnum kjör- dæmisins hefur verið boðið að sitja fyrir svörum. Þá taka við frjálsar umræður og er ræðutími takmark- aður við tvær mínútur. Að lokum verður ályktun fundarins borin upp. Fundað um línuívilnun ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja Samtök fiskvinnslustöðva, Fisheries Assocoation of Newfoundland and Labrador (FANL), niður. Meðlimir samtakanna telja að samtökin þjóni ekki hagsmunum fiskverkenda nægi- lega vel eins og þau eru uppbyggð og hafi ekki skilað nægilega góðum nið- urstöðum í ýmsum mikilvægum samningaviðræðum, eins og til dæm- is við útgerðarmenn og sjómenn. Martin Sullivan, formaður FANL, segir á fréttavefnum Seeafreeze- .com, að nú sé rétti tíminn til að skoða stöðu mála. Veiðum á þessu ári ljúki senn og því sé góður tími fyrir einstaka framleiðendur að meta af- stöðu sína og áherzlur í ljósi þess hvort stofna eigi ný samtök og þá hvernig þau skuli byggð upp. „Tím- arnir eru breyttir og við þurfum því að breyta aðferðum okkar til að fást við málefni þessara breyttu tíma,“ segir hann. Samtök lögð niður VEIÐAR á norsk-íslenzku síldinni ganga hægt eins og er. Gullberg VE hefur verið að veiðum út af Lófót í Noregi og landaði í gær 170 tonnum af síld til manneldis í Senjahåpen. Á fréttavefnum skip.is kemur fram að verðið hafi verið gott eða 23,50 krón- ur íslenzkar á kílóið. Nú hefur verið landað um 405.000 tonnum af kolmunna hér á landi á þessu ári. Tæplega 74.000 tonn af því eru af erlendum skipum, en íslenzku skipin hafa landað alls 331.400 tonn- um. Fremur rólegt hefur verið yfir veiðinni að undanförnu, en á mánu- dag landaði Huginn VE ríflega 700 tonnum í Neskaupstað. Nú eru óveidd um 215.600 tonn af leyfilegum heildarafla íslenzkra skipa á þessu ári, en hann er alls 547.000 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað, 86.400 tonnum. Næst kemur Eskja á Eski- firði með 72.000 tonn og í þriðja sæt- inu er Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði með 67.400 tonn. 62.200 tonnum hefur verið landað hjá Síldarvinnsl- unni á Seyðisfirði. Tangi á Vopna- firði hefur tekið á móti 27.200 tonn- um, HB á Akranesi er með 22.500 tonn og Samherji í Grindavík með 22.250 tonn. Fiskimjölsverksmiðja Granda í Þorlákshöfn er með 18.000 tonn og Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum með 12.400. Aðrar verksmiðju eru með minna. Gullberg við Noreg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.