Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 9

Morgunblaðið - 10.09.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 9 STEYPUSTÖÐIN, Steinsteyp- an og Steypustöð Suðurlands hafa sameinast undir nafni Steypustöðvarinnar og eru höf- uðstöðvar nýja fyrirtækisins í Reykjavík, en afgreiðslur verða jafnframt í Hafnarfirði og á Sel- fossi. Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Steypustöðv- arinnar, segir að sömu eigendur hafi verið að fyrirtækjunum frá því í júní. Til að byrja með hafi þau verið rekin áfram sem þrjú fyrirtæki en fljótlega hafi menn séð að ná mætti fram mikilli hag- ræðingu með sameiningu og hafi skrefið verið stigið nú um mán- aðamótin. „Með þessu náum við fram hagræðingu í rekstri og bætum þjónustuna enn frekar,“ segir Hannes og bendir á að af- greiðslan verði hraðari þar sem styttra verði á afgreiðslustaði á Reykjavíkursvæðinu vegna stað- setningar afgreiðslustaðanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Að sögn Hannesar verða allar steypupantanir fyrir höfuðborg- arsvæðið á einum stað og út- keyrslunni stýrt þaðan. „Samnýt- ingin á bílum og dælum og öðru slíku verður þannig algjör,“ segir hann. Milli 70 og 80 manns vinna hjá fyrirtækinu og segist Hannes ekki gera ráð fyrir fækkun starfsfólks. „Vonandi verðum við að fjölga starfsfólki fljótlega og það er stefnan.“ Þrjár steypu- stöðvar sameinast VERÐ á amfetamíni og kókaíni „á götunni“ var umtalsvert hærra sam- kvæmt verðkönnun SÁÁ um síðustu mánaðamót en í mánuðinum á und- an. Innritaðir sjúklingar á stofnun- inni sem keypt höfðu efnin síðast- liðnar tvær vikur voru spurðir hvað þeir hefðu greitt fyrir þau. Fyrir rúmum mánuði kostaði skammtur af kókaíni 9.680 að meðaltali en 13.500 um síðustu mánaðamót og nemur hækkunin rúmum 39 prósentum á milli mánaða. Skammtur af amfeta- míni kostaði fyrir mánuði 3.770 kr en 4.450 um síðustu mánaðamót. Þórarinn Tyrfingsson, fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs SÁÁ, segir að taka verði þessar öru hækk- anir með fyrirvara. Reynist hækk- unin samsvarandi verði fyrst reynt að leita skýringa. Verð á hassi og e-töflum helst nokkuð stöðugt milli mánaða, skammtur af hassi kostaði 1.720 kr. um síðustu mánaðamót og hafði þá lækkað úr 1.800 frá mán- uðinum á undan. Verð á e-töflu var 2.020 en var 1.990 um þar síðustu mánaðamót. Þórarinn segir að þegar litið sé til síðustu tveggja ára sé það einkum e-taflan sem hafi lækkað í verði. Sú þróun sé sambærileg við það sem gerst hafi í löndunum í kringum okkur. Áfengi hefur meiri áhrif á gáfur en áður var talið Hann segir að forvitnilegt sé að horfa til Danmerkur sem hafi valið að fara þá leið að undirbjóða ólög- lega vímuefnamarkaðinn með frjáls- lyndari áfengisstefnu, ódýrari bjór og léttvíni og lækkun á lágmarks- aldri til áfengiskaupa. Þórarinn seg- ist þó telja „dönsku“ leiðina óheppi- lega til lengri tíma litið. „Það er ómögulegt að segja hver niðurstaðan verður en það er alla- vega fróðlegt að fylgjast með þessu. Við höfum alltaf litið svo á að þetta gengi ekki upp, að þetta væri fyrsta skrefið í aðra neyslu og það hefur komið fram að horfur hjá þeim sem byrja að nota áfengi mjög ungir, eru ekki mjög góðar. Þeim er mun hætt- ara við að fara sér að voða á allan hátt, bæði í vímuefnum og áfengi. Ég myndi sem fræðimaður telja að þetta væri röng leið, fyrst og fremst með þeim röksemdum að til lengri tíma litið er þetta óheppilegt. Það er líka að koma fram að trufl- un áfengis á gáfnafarslega úrvinnslu og þroska heilans geti jafnvel haft al- varlegri afleiðingar fyrir unga en við héldum áður, við vitum núna að heil- inn er að þroskast til þrítugs.“ Verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum „á götunni“ Umtalsverð verðhækkun á örvandi efnum HVAÐ sem annars um geitunga má segja þá eru þeir miklir bygg- ingameistarar. Þetta völundarhús hefur verið sumarverkefni þeirra norður í Hólmatungum í ár. Verkið lofar sannarlega meistarann. Lengd hússins er um 20 cm og er það snilldarlega fellt inn í kletta- vegg. Nokkur samkeppni virðist þar norðurfrá á byggingamarkaði því annað bú var svo sem í 100 metra fjarlægð. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Völundarhús í klettavegg Mývatnssveit. Morgunblaðið. TILFELLUM af lifrarbólgu B og C fækkaði nokkuð á síðasta ári frá árunum á undan. Til- felli sem upp hafa komið hafa aðallega tengst umsækjendum um dvalarleyfi. Færri tilfelli af lifrarbólgu tengjast því fækk- un dvalarleyfisumsækjenda, segir í ársskýrslu Landlæknis- embættisins fyrir árið 2002. Lifrarbólga B, sem er blóð- smitandi veirusjúkdómur, hef- ur verið landlæg á Íslandi a.m.k. alla síðustu öld. Á ár- unum 1990–1991 gekk yfir far- aldur hér á landi sem að mestu var bundinn við fíkni- efnaneytendur sem sprauta sig. Aukningin á lifrarbólgu B, sem hefur orðið vart síðan 1999, er á hinn bóginn að- allega tengd umsækjendum um dvalarleyfi hér á landi. Lifrarbólga C er að öllum líkindum nýr blóðsmitandi smitsjúkdómur hér á landi. Útbreiðsla hans hófst snemma á 9. áratug síðustu aldar í kjöl- far vaxandi fíkniefnaneyslu í æð. Lifrarbólgu C-faraldurinn virðist hafa náð hámarki 1999 meðal Íslendinga, en undan- farin ár hefur sjúkdómurinn greinst í vaxandi mæli meðal umsækjenda um dvalarleyfi hér á landi. Engu að síður hef- ur tilfellum fækkað frá árun- um á undan, segir í ársskýrslu Landlæknisembættisins. Lifrarbólga C lík- lega nýr blóðsmit- andi smitsjúkdómur Lifrar- bólgutil- fellum fækkar HÆSTIRÉTTUR hefur öðru sinni hafnað beiðni Eggerts Haukdal, fv. þingmanns og oddvita V-Landeyja- hrepps, um endurupptöku máls síns fyrir réttinum. Telur Hæstiréttur að ekki hafi komið fram ný gögn sem hefðu skipt máli fyrir niður- stöðu mála Eggerts, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi sem oddviti en sýknaður af ákæru um umboðssvik. Í niðurstöðu Hæstaréttar nú er bent á það réttarfarsúrræði sem gert er ráð fyrir í 63. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, þ.e. að fá dómkvadda kunn- áttumenn til að framkvæma mats- gerð í því skyni að hnekkja þeim niðurstöðum sem fyrir liggja í mál- inu. Segir í dóminum að Eggert hafi ekki óskað eftir þessu úrræði áður. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Eggert vera að íhuga þessa leið, í samráði við lögmann sinn, og einnig kæmi til greina að senda Hæstarétti þriðju endurupptöku- beiðnina. „Hæstiréttur lítur ekki á öll þau gögn sem liggja fyrir í málinu, sem búið er að sýna fram á að þau hnekkja því að ég hafi átt að segja endurskoðanda hreppsins að skrifa á mig 500 þúsund krónur. Gögnin hafa sýnt fram á vinnubrögð endur- skoðandans, falsanir og annað því um líkt. Eftir að málið hefur verið til umfjöllunar í dómskerfinu í fimm ár og sjö dómar fallið á báð- um dómstigum, þar sem dæmt var eftir týndum og fölsuðum fylgi- skjölum, er enn að koma neitun frá Hæstarétti. Strax var ég sýknaður af stærstum hluta ákærunnar en sit stöðugt eftir með að hafa stolið 500 þúsundum. Það skal fylgja mér út yfir gröf og dauða. Þeir telja sig vera með í höndunum mesta bófa Íslandssögunnar,“ sagði Eggert. Varðandi þá leið að kalla til dóm- kvadda matsmenn sagði Eggert það geta orðið snúið að fá sann- gjarna og rétta meðhöndlun yfir- valda. Margir aðilar sem hefðu komið að máli hans hefðu ýmist lýst sig vanhæfa, líkt og ríkissak- sóknari gerði, eða væru að hans mati vanhæfir vegna fyrri afskipta eða afskiptaleysis. Ekkert haggar fyrri niðurstöðum Í niðurstöðu Hæstaréttar segir m.a. að framlögð gögn séu að mestu þau sömu og lágu fyrir þeg- ar dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í máli Eggerts árið 2001 og þegar fyrri endurupptökubeiðnin var tekin fyrir í réttinum á síðasta ári. Síðan segir: „Greinargerðir sérfræðinga dóm- fellda [Eggerts Haukdal – innsk. Mbl.] sem ætlað er að koma nýjum upplýsingum á framfæri eru því einkum byggðar á túlkun þessara gagna. Verður því ekki talið að þau gögn sem eru ný í málinu feli í sér nýjar upplýsingar sem hefðu áhrif á niðurstöðu málsins jafnvel þótt þau styðji það sem fyrir lá um óreiðu þá sem var á bókhaldi Vest- ur-Landeyjahrepps. Er þannig ekk- ert komið fram sem haggar nið- urstöðu í dómi Hæstaréttar, sbr. og niðurstöðu í fyrra endurupptöku- máli.“ Hæstiréttur hafnar öðru sinni endur- upptökubeiðni Eggerts Haukdal Bent á að kalla til dómkvadda matsmenn gallabuxurnar komnar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Þunnir langermabolir með V-hálsmáli, rúnnuðu hálsmáli og rúllukraga Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Mjódd, sími 557 5900 FLAUELS jakkar - buxur - pils frá SHARE Frábært verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.