Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI bráðabirgðaríkisstjórnar Íraks kallaði í gær eftir því að Tyrkir létu verða af því að senda allt að 10.000 hermenn til friðar- gæzlu í Írak, undir merkjum Sam- einuðu þjóðanna. Setti hann þó það skilyrði að tyrknesku hermennirnir yrðu aðeins við gæzlu vestast í landinu, fjarri Kúrdahéruðunum í norðri. Þessi yfirlýsing Ahmeds Chalab- is, forseta svonefnds framkvæmda- ráðs Íraks, er í ósamræmi við orð utanríkisráðherra bráðabirgðaríkis- stjórnarinnar sem framkvæmda- ráðið hefur skipað, Hoshyars Zeb- ari, en hann hefur sagt að hermenn frá grannríkjum Íraks séu óvel- komnir til friðargæzlu í landinu. Entifadh Kanbar, talsmaður Chalabis, sem er í forsvari fyrir níu manna forsætisnefnd framkvæmda- ráðs Íraks út septembermánuð, til- kynnti ennfremur í gær að tyrk- neska stjórnin hefði boðið Chalabi „í mjög mikilvæga heimsókn“. Að tyrkneskir hermenn haldi inn í Írak er mjög viðkvæmt mál vegna hinna fjölmennu Kúrdahéraða nærri tyrknesku landamærunum, en þar leituðu ófáir skæruliðar skjóls, sem tekið höfðu þátt í upp- reisn Kúrda í tyrknesku Kúrdahér- uðunum gegn yfirráðum Tyrkja þar. Áætlað er að um 37.000 manns hafi fallið í þeim átökum á 15 árum, og tyrkneskir ráðamenn hafa áhyggjur af því að óstöðugleiki í Írak kunni að verða til þess að kveikja það ófriðarbál á ný. Tyrkir og Kúrdar hafa eldað grátt silfur öldum saman. Tyrknesk stjórnvöld hafa enn- fremur áhyggjur af því að íraskir Kúrdar séu að reyna að koma sér upp eins konar eigin ríki innan landamæra Íraks, sem gæti orðið tyrkneskum Kúrdum hvatning til dáða. Tyrkir voru mjög andvígir innrás bandamanna í Írak, en Bandaríkja- stjórn þrýstir nú á þá, bandamenn sína í Atlantshafsbandalginu (NATO), að leggja til hermenn til friðargæzlu. Yfirstjórn tyrkneska hersins vill senda hermenn austur yfir landamærin til Íraks. Arababandalagið féllst á það í gærmorgun að utanríkisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar fengi að taka sæti á fundi þess í egypzku höfuðborginni Kaíró, með vissum skilyrðum. Fram til þessa hafði bandalagið ekki viljað eiga nein samskipti við fulltrúa framkvæmdaráðsins, sem starfar í skjóli hernámsyfirvalda bandamanna. „Hið nýja Írak verður frábrugðið Írak Saddams Huss- eins,“ hét Zebari í fyrsta ávarpi sínu fyrir fulltrúum arabaríkjanna, en alls eiga 22 ríki aðild að banda- laginu. „Hið nýja Írak verður byggt á fjölbreytni, lýðræði, stjórnarskrá, réttarríki og virðingu fyrir mann- réttindum,“ sagði hann. Chalabi segir tyrkneskt herlið velkomið í Írak Bagdad, Washington. AP. Reuters Bandarískur setuliðshermaður stendur vörð við yfirgefna sjónvarpsstöð í Bagdad sem ræningjar kveiktu í í gær. Bandaríkjamenn reyna nú að fá fleiri þjóðir, meðal annars Tyrki, til að senda hermenn til gæzlustarfa í Írak. DEMÓKRATAR á Bandaríkjaþingi ætla að styðja beiðni George W. Bush forseta um 87 milljarða dala auka- fjárveitingu vegna Íraksstríðsins og baráttunnar gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum en setja það skilyrði að hann útskýri nákvæmlega hvað stjórnin hyggist fyrir í Írak. Ný skoðanakönnun bendir til þess að þeir Bandaríkjamenn sem telja að stríðið í Írak hafi aukið hættuna á hryðjuverkum í Bandaríkjunum séu nú fleiri en þeir sem telja að hættan hafi minnkað. Mikil viðhorfsbreyting virðist því hafa orðið meðal banda- rísks almennings hvað þetta varðar frá því í apríl. Margir demókratar og nokkrir repúblikanar hafa kvartað yfir því að stjórn Bush hafi ekki útskýrt nógu skilmerkilega hvernig standa eigi að endurreisnarstarfinu í Írak, hversu mikils stuðnings sé að vænta af öðr- um ríkjum, hversu mikill kostnaður Bandaríkjanna verður á næstu árum og hversu lengi bandarískir hermenn þurfi að vera í Írak. Ted Kennedy, demókrati í öld- ungadeild þingsins, kvaðst ætla að leggja fram tillögu um breytingu á frumvarpi stjórnarinnar sem myndi hindra fjárframlög vegna hjálpar- og endurreisnarstarfsins í Írak þar til Bush gerði þinginu formlega grein fyrir áformum stjórnarinnar. „For- setinn skuldar hermönnunum og fjöl- skyldum þeirra skýra áætlun og stjórnin fær enga óútfyllta ávísun fyrr en úr þessu verður bætt,“ sagði Kennedy. Jon Kyl, repúblikani í öld- ungadeildinni, kvaðst vera viss um að stjórnin myndi leggja fram slíka áætlun. „Ég tel ekki að við þurfum að biðja um hana,“ sagði hann. „Ég tel að þeir skilji að þeir þurfi að leggja hana fram.“ Þurfa 55 milljarða dala til viðbótar Bush sagði í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld að hann myndi óska eftir 87 milljörðum dala (um 7.000 milljörðum króna) vegna hernaðarins og endurreisnarstarfsins í Írak og Afganistan til viðbótar 79 milljörðum dala (6.400 milljörðum króna) sem þingið samþykkti í apríl. Embættismenn í Hvíta húsinu við- urkenndu á mánudag að þeir hefðu vanmetið kostnaðinn af endurreisn Íraks og að 87 milljarða dala auka- fjárveiting myndi ekki nægja. Lík- lega myndi kostnaðurinn aukast um allt að 55 milljarða dala [4.400 millj- arða króna] til viðbótar þar sem ástandið í Írak væri miklu verra en gert var ráð fyrir. „Við vorum allir hissa,“ sagði einn heimildarmanna Los Angeles Times í Hvíta húsinu. Skattalækkunum verði frestað Repúblikanar sögðust styðja fjár- beiðni Bush og ólíklegt er að demó- kratar neiti forsetanum um fé sem hann segir að bandaríski herinn þurfi. „Við viljum auðvitað styðja her- mennina okkar, það tel ég segja sig sjálft,“ sagði Carl Levin, demókrati í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Demókratar hafa notfært sér fjár- beiðnina til að gagnrýna stefnu stjórnarinnar og sagt að hún hafi ekki haft nógu skýra áætlun um hvað ætti að gera að stríðinu loknu og verið of bjartsýn á aðstoð annarra ríkja við endurreisnarstarfið. Þá hafi henni orðið á mikil mistök með því að knýja fram skattalækkanir þótt ljóst væri að fjárlagahallinn myndi aukast vegna stríðsins. Joseph Biden, demókrati í utanrík- ismálanefnd öldungadeildarinnar, hefur krafist þess að skattalækk- unum auðugustu skattgreiðendanna verði frestað en líklegt er að sú krafa mæti harðri andstöðu repúblikana. Breytt viðhorf til stríðsins Skoðanakönnun ABC-sjónvarps- ins, sem var gerð 4.–7. september, bendir til þess að 48% Bandaríkja- manna telji að stríðið í Írak hafi aukið hættuna á hryðjuverkum í Banda- ríkjunum en 40% telji að stríðið hafi minnkað hættuna. Í apríl voru nær 60% Bandaríkjamanna þeirrar skoð- unar að stríðið minnkaði hættuna á hryðjuverkum og um helmingi færri voru á öndverðum meiði. Meirihluti Bandaríkjamanna, eða 55%, telur þó að stjórn Bush hafi staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. Um 73% voru þessarar skoðunar fyrir ári. Tveir þriðju aðspurðra sögðust ánægðir með frammistöðu Bush sjálfs í baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi og þeim hefur fækkað úr 79% frá því í apríl. Þingmenn demókrata setja skilyrði fyrir aukafjárveitingu vegna Íraks Krefjast þess að Bush kynni ná- kvæma áætlun Washington. AP, Los Angeles Times. SILVAN Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að stjórn lands- ins myndi eiga samstarf við Ahmed Qurei, sem hefur verið boðið að taka við embætti forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, ef hann sýndi að hann vildi leysa upp herská- ar hreyfingar sem hafa staðið fyrir árásum á Ísraela. „Hann þarf fyrst að taka ákvörðun um að rífa niður innviði hryðjuverka- hreyfinganna,“ sagði Shalom í fyrstu yfirlýsingu sinni um þá ákvörðun Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, að tilnefna Qurei í embætti forsætisráðherra. „Við dæmum for- sætisráðherra Palestínumanna af verkum hans. Hann þarf að ákveða hvort hann stendur með Arafat eða berst gegn hryðjuverkum.“ Háttsettur embættismaður í föru- neyti Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, sem var í heimsókn á Indlandi, sagði að stjórnin myndi ekki eiga samstarf við Qurei nema hann væri tilbúinn að skera upp her- ör gegn herskáu hreyfingunum. Haft var eftir Shaul Mofaz, varn- armálaráðherra Ísraels, að Ísraelar myndu ekki eiga samstarf við „mann sem hlýðir skipunum Arafats“. Leitar eftir stuðningi Arafat tilkynnti framkvæmda- stjórn Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) á mánudag að Qurei hefði samþykkt að verða næsti for- sætisráðherra heimastjórnarinnar. Qurei hefur þó ekki staðfest það sjálfur og kveðst ekki ætla að taka við embættinu nema hann njóti stuðnings Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Qurei leysi upp her- skáu hreyf- ingarnar Jerúsalem, Ramallah. AFP. BANDARÍSKA leyniþjónustan varaði ráðamenn í Washington við því fyrir Íraksstríð, að eft- irleikurinn yrði erfiðari en sjálft stríðið og að gera mætti ráð fyr- ir því að hernámslið Bandaríkja- manna myndi þurfa að kljást við öfluga andspyrnuhreyfingu eftir að stríðinu væri lokið. Frá þessu er greint í The Washington Post í gær. Blaðið hefur eftir ónafngreindum emb- ættismönnum að erindrekar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sambærilegra stofnana innan varnarmálaráðuneytisins og ráðuneytis utanríkismála hafi verið svartsýnni á gang mála en ráða hefði mátt af opinberum yf- irlýsingum embættismanna í Pentagon fyrir stríð. „Í leynilegum skýrslum var þeim [ráðamönnum] gerð ítar- leg grein fyrir þeim erfiðleikum sem gætu komið upp,“ sagði einn embættismannanna. „En við vitum ekki hvort nokkur las þær,“ bætti hann við. Leyniþjón- ustan var- aði við erf- iðleikum Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.