Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KYRRÐARSTUNDIR eru nú að hefjast á ný í Hafnarfjarðarkirkju í hádegi á miðvikudögum eftir sum- arhlé. Þær byrja að jafnaði með orgelleik Antóníu Hevesi kl. 12.00 í einar 10 mínútur með þagn- arstundum. Á þeim tíma getur fólk komið til kirkju t.d. af vinnustað sínum eða heimili. Þar á eftir er Guðs orð lesið og íhugað í kyrrð og boðið til altaris og fyrirbæna sem þeir þiggja sem vilja, en aðrir geta þá sitið áfram í kirkjunni. Eftir stundina er boðið upp á brauð og álegg, kaffi og te, þátttak- endum að kostnaðarlausu í safn- aðarheimilinu Strandbergi. Prestar kirkjunnar leiða þessar gefandi stundir sem eru öllum opnar og reynast dýrmætar þeim sem þær sækja. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Hjónadagar í Súðavík KIRKJAN í Súðavík og Súðavík- urhreppur standa fyrir hjónahelgi í Súðavík dagana 19. til 21. sept- ember. Viðfangsefnið verður að næra sálina með því að rækta sjálfan sig og hjónabandið. Burðarásinn í helginni verður hjónanámskeið sr. Þórhalls Heimissonar. Þórhallur hefur leiðbeint hjónum um árabil og um sex þúsund manns sótt hjá hon- um námskeið. Að auki munu Sigríð- ur M. Gunnarsdóttir og Þorbjörg Guðjónsdóttir kenna slökun, slök- unarnudd og djúpslökun en Sigrún Gerða Gísladóttir fjallar um nær- ingu, áhrif vímuefna og streitu. Þá verður siglt út í Folafót undir leiðsögn Barða Ingibjartssonar og á laugardagskvöldið verður kvöld- vaka á Jóni Indíafara. Hjóna- námskeiðið gefur fólki kost á að bæta sambandið og skoða það í nýju ljósi. Um er að ræða geysilega fjöl- breytta dagskrá sem hefur margar skírskotanir. Þarna gefst fólki tæki- færi til að skoða eigin hug og bæta samskipti sín við makann og bæta þannig líf sitt. Fólki gefst gjarnan ekki tími í annríki hversdagsins til að vinna að þessum málum. Þarna leikur líka vestfirsk náttúra stórt hlutverk og fallegt umhverfi Álfta- fjarðarins skapar góða umgjörð. Allt að tuttugu pör geta tekið þátt í hjónahelginni en fyrir að- komna er gisting í boði hjá Sum- arbyggð í Súðavík. Dagskrá hjóna- helgarinnar og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Súðavík- urhrepps. Skráning fer fram á skrifstofu Súðavíkurhrepps í síma 456-4912 fyrir 15. september. Fjöldi þátttak- enda takmarkaður. Kyrrðarstundir hefjast að nýju í Grafarvogskirkju KYRRÐARSTUNDIR hefjast aftur í dag, miðvikudaginn 10. september, kl. 12:00. Fyrirbænir og altaris- ganga. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Prestar Grafarvogskirkju. Fyrstu kyrrðardagar haustsins í Skálholti NÚ um helgina, föstudaginn 12. september fram á sunnudaginn 14. september, verða fyrstu kyrrð- ardagar haustsins í Skálholti. Það fer vel á því að þessir kyrrðardagar eru með sérstakri áherslu á útivist, enda ákaflega fagurt í Skálholti um þessar mundir. Farið verður í skipulagðar gönguferðir, þar sem hugleiðingar verða fluttar á áning- arstöðum út frá yfirskrift kyrrð- ardaganna: „Hin góða sköpun Guðs og umgengnin við hana“ Leiðsögn annast þau sr. Guðrún Edda Gunn- arsdóttir sem einnig er nátt- úrufræðingur og dr. Einar Sig- urbjörnsson prófessor. Kyrrðardagarnir eru haldnir í tengslum við Landvernd. Kyrrðardagarnir hefjast á föstu- dagskvöld með kvöldtíðum og kvöldverði. Að lokinni kynningu dagskrár og þátttakenda, tekur við hin hlýja þögn sem er aflétt um há- degisbil á sunnudaginn. Á kyrrð- ardögum gefst tækifæri til þess að draga sig í hlé, fara í hvarf frá dag- legri önn og amstri - vera án alls ytra áreitis. Þögnin og kyrrðin fela í sér mikla hvíld og þátttakendur endurnærast og uppbyggjast á sál og líkama. Boðið er upp á trún- aðarsamtöl og staðarskoðun í formi bænagöngu. Skráning er í Skálholtsskóla, sími 486 8870 og á netfanginu; rekt- or@skalholt.is Tólf spora námskeið í Hjallakirkju NÚ höfum við í Hjallakirkju boðið upp á 12 spora námskeið í kirkjunni um tveggja ára skeið og það mælst mjög vel fyrir. Þátttakendur á nám- skeiðunum hafa lýst ánægju sinni með þau og munum við því enn á ný á haustmisseri bjóða upp á sams- konar námskeið. Fyrsti kynningarfundur verður í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20:00. Þessi fundur og næstu 2-3 fundir eru öllum opnir til þess að fólk geti kynnt sér hvernig þetta starf fer fram og gert það upp við sig hvort það vilji taka þátt í því í vetur. Eftir það verður hópunum lokað og ekki fleirum bætt inn. Tólf spora vinnan sem hér er unnin hentar öllum þeim sem í ein- lægni vilja vinna með sínar tilfinn- ingar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu, þar sem leitað er styrks í kristna trú. Í kirkjunni munu liggja frammi blöð með „Algengu hegðunarmynstri“ og þeir sem á einhvern hátt finna sig í því eiga er- indi í þessa vinnu. Kyrrðarstundir í Hafnarfjarðar- kirkju Kirkjustarf Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldr- aðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morg- unverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13– 16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðar- stund og bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13 - 16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helga- dóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sól- armegin leggur af stað frá kirkjudyr- um kl. 10.30 alla miðvikudags- morgna undir stjórn Arnar Sigurgeirssonar. Nú er kjörið að byrja. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Að- alheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirsdóttir Heiðdal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar, starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel- komnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídal- ínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12. Góður kost- ur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheim- ilinu að kyrrðarstund lokinni. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporun- um. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT yngri, 9–10 ára krakkar í kirkjunni. Fyrsta samvera vetrarins. Söngur, sögur og leikir. Sr. Fjölnir Ás- björnsson og leiðtogarnir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11–12 ára krakkar í kirkj- unni. Fyrsta samvera vetrarins. Söng- ur, sögur og leikir, vetrardagskráin verður kynnt. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús fyrir æskulýðsfélagið í KFUM&K-húsinu. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10–12. Hittumst sem flest á fyrsta mömmumorgni vetrarins. Kaffi og spjall, safi fyrir börnin. Inntaka nýrra félaga í barnakórinn (7–12 ára) og unglingakórinn (12 ára og eldri) stendur yfir. Upplýsingar gef- ur Eyþór Ingi í síma 462-7700 eða 866-3393. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Mömmumorgunn kl. 10. Kl. 20 biblíulestur og bæn. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Bjálkinn sem blindar. Lúk. 6.37–42. Ræðu- maður Haraldur Ólafsson. Kaffiveit- ingar eftir samkomuna. Allir velkomn- ir. aflaskipstjóri fram á fimmta ára- tuginn, en þá gerðist hann alfarið bóndi á Núpi ásamt bróður sínum Hauki. Valdi var traustur maður sem margir leituðu til þegar mikið lá við. Hann var úrræðagóður og sanngjarn en fastur fyrir ef honum fannst á sig eða aðra hallað. Hann var valinn af samtíðarmönnum sín- um til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir byggðarlag sitt og þótti hann far- sæll og vinsæll forystumaður. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna fyrir tæpum þrjátíu árum. Ég var hreinræktað borgarbarn, komin vestur á firði og það var mikið í húfi að standa sig með einkasoninn upp á arminn. Það má með sanni segja að mér var tekið opnum kærleiksríkum örmum og reyndist hann mér góður og sannur vinur alla tíð. Á þessum tíma hefur tengdafaðir minn verið kominn nálægt sjötugu en mér fannst hann vera miklu yngri en það, því hann var svo glæsilegur, léttur á fæti og alltaf vel til fara og unglegur í öllu fasi. Það reyndist rétt sem mamma hafði alltaf sagt að myndarlegustu og duglegustu mennirnir kæmu frá Vestfjörðum. Valda var alla tíð mjög umhugað um að vera snyrtilegur og vel til fara. Hann kom aldrei frá útiverk- um inn í íbúðarhús án þess að vera hreinn og strokinn. Hann vildi vera fínn og þessu hélt hann alla tíð og var að eigin ósk lagður til hinstu hvílu í sparifötunum sínum. Tengdafaðir minn var mikill gæfumaður í einkalífinu. Hann var orðinn 37 ára þegar hann kvæntist Áslaugu Sólbjörtu Jensdóttur, sinni mætu og merku konu, og saman hafa þau átt farsælt hjóna- band í yfir sextíu ár. Hún hefur staðið þétt við hans hlið alla tíð og sinnt honum aðdáunarlega vel eftir að heilsu hans fór að hraka. Fjöl- skyldan hefur ætíð verið þeim efst í huga og er kominn stór ættbogi frá þeim sómahjónum á Núpi. Við hjónin og dætur okkar bjuggum í nábýli við þau í sex ár á Núpi. Ég tel að það hafi verið mikil gæfa fyrir mig að fá þessi ár í sveit- inni og það má með sanni segja að dæturnar eiga djúpar rætur fyrir vestan og eru þær sérlega stoltar af því að vera fæddar Vestfirðing- ar. Heimili þeirra hjóna var mynd- arlegt og notalegt menningarheim- ili sem öllum þótti gaman að koma á. Mikill gestagangur var þar jafn- an og mikið spjallað, tekist á um pólitík, hlegið og sungið en það voru góðar stundir þegar sonurinn lék á orgelið eða harmoniku og sá gamli söng með sinni fallegu bassa- rödd og dætur hans sungu með enda góðar söngkonur. Síðustu árin dvaldi Valdi á Hjúkrunarheimilinu Eir. Fjöl- skyldan er þakklát starfsfólkinu þar fyrir einstaklega góða umönn- un. Heilsu hans var farið að hraka en fótavist hafði hann fram að síð- ustu vikunni. Hann fylgdist eins vel og hann gat með sínum börnum og barna- börnum og bar hag þeirra allra mjög fyrir brjósti og nú síðustu ár hafði hann ánægju af því að sjá yngstu kynslóðina sem hann sýndi sömu hlýjuna, klappaði þeim og strauk á sinn umhyggjusama hátt. Að leiðarlokum þakka ég fyrir góða samfylgd og bið þess að Ása tengdamóðir mín megi áfram eiga gott ævikvöld. Góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi hefur kvatt okkur. Við þökkum fyr- ir allar samverustundirnar sem hann veitti okkur og minningin um þær mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guðrún Ína Ívarsdóttir. Nú þegar komið er að því að Valdimar Kristinsson á Núpi sé kvaddur reikar hugurinn rúm þrjá- tíu ár aftur í tímann, þegar ég fyrst hitti verðandi tengdaföður minn. Ég nítján ára með fiðrildi í mag- anum eins og ég geri ráð fyrir að flestum líði þegar komið er í fyrsta sinn inn á heimili tengdafjölskyld- unnar. Fljótt slaknaði á spennunni, því hlýleikinn og einlægnin í fari þeirra Valda og Ásu gerðu að strax leið manni eins og einum úr fjöl- skyldunni og fékk að taka þátt í lífi hennar með öllu sem því fylgir. Það sem fyrst vakti athygli mína var, að þótt ég vissi að Valdi væri rétt tæp- lega sjötugur var hann í allri fram- komu sem miklu yngri maður og alls ekki eins og komið væri að kveldi í hans starfsævi. Það var svo ótal margt sem eftir var að gera hvort sem það var í kringum fjár- húsin, ræktun á túnum eða upp- byggingu á varpinu. Einnig voru honum hugleiknir möguleikar í út- gerðinni, í krigum trilluna hann Fjalar, sem mér fannst Valdi oft á tíðum nánast persónugera, svo sterk voru þau bönd sem tengdu hann við sjómennskuna. Að fá að kynnast manni sem lifði alla síðustu öld og tók virkan þátt í að skapa það samfélag sem við nú lifum í er mikil gjöf. Hann var mik- ilvirkur í starfi Kaupfélags Dýrfirð- inga og einn af forvígismönnum um að Kaupfélagið stæði fyrir útgerð en þar gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum um árabil. Þegar ég gat lyft undir við einhver störf á Núpi, helst í kringum göngur eða heyskap, barst talið gjarnan að Kaupfélaginu og Sambandinu. Oft hélt ég fram róttækum skoðunum á ýmsum málum og þegar honum fannst nóg um sagði hann í hægð: „Ég var nú aldrei hrifinn af bols- unum.“ Minnisstæðar eru mér veiðiferð- irnar sem ég fór með Valda, hann kominn undir áttrætt og ég ungur maðurinn átti fullt í fangi með að hafa við honum í klofdjúpum snjó í kjarrivöxnum fjallshlíðum enda var þrek hans, bæði andlegt og líkam- legt, alla tíð ótrúlega mikið. Veiði- bakterían tók sér snemma bólfestu í honum en frá ellefu ára aldri veiddi hann til heimilisins, auk þess stundaði hann refaveiðar og var kominn á níræðisaldur þegar hann skaut sinn síðasta ref. Hann um- gekkst bráðina ávallt af mikilli virðingu og oft mátti heyra í veiði- sögum hans aðdáun á kænsku refs- ins. Valdi var mikill náttúruunn- andi og var mikið í mun að ekki væri gengið nærri gæðum lands og sjávar enda kaus hann það starf sem hvað mesta möguleika gaf hon- um að vera í návist við náttúruna. Velferð fjölskyldunnar var Valda ávallt hugleikin og lögðu þau Ása allt sitt kapp í að börnin nytu þess besta sem í boði var. Gladdist hann yfir velferð barna sinna og fjöl- skyldna þeirra. Valda kveð ég með mikilli virð- ingu og þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast svo heilsteyptum manni sem var sjálfum sér, fjöl- skyldunni og sveitinni svo trúr. Ég veit að afkomendurnir halda minn- ingu hans í heiðri um ókomna tíð. Elsku Ása. Síðustu árin, eftir að Valdi fór inn á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hann naut mikillar um- hyggju og hlýju frá starfsfólki, hef- ur þú staðið eins og klettur við hlið hans og verið vakin og sofin yfir vellíðan hans. Þú átt ekki lítinn þátt í því að hann hélt fullri reisn og virðingu til lokadags. Georg Vilberg Janusson. Þegar ég fyrst tengdist fjöl- skyldu Valdimars á Núpi hafði hann þegar náð hærri aldri en flestir geta vænzt. Þrátt fyrir ald- urinn bar hann sig með reisn, var léttur í spori líkt og þar færi ára- tugum yngri maður. Fljótt varð mér ljóst að Valdimar hafði stýrt vel fleyi sínu og verið mikill gæfu- maður. Unun var að hlusta á hann lýsa ýmsu, sem á daga hans hafði drifið á fyrstu áratugum síðustu aldar. Hann kannaði ungur ókunn lönd, og aflaði sér haldgóðrar menntunar. Hann var um árabil skipstjóri á farskipum og fiskiskip- um en eftir fertugt tók hann við búsforráðum á Núpi í Dýrafirði ásamt bróður sínum og héldu þeir áfram kraftmikilli uppbyggingu, sem faðir þeirra og föðurbróðir höfðu ýtt þar úr vör. Þar var um langt skeið mennta- og menning- arsetur, sem laðaði til sín starfs- menn og nemendur víða að. Valdimar var af samferðamönn- um valinn til margvíslegra forystu- og trúnaðarstarfa og var virkur í íþrótta- og félagsstarfi í Dýrafirði. Valdimar unni landinu, menn- ingu þess og hefðum, var tónelskur og vel liðtækur organisti en um- framt allt nærgætinn og dáður fjöl- skyldufaðir. Þótt hann gerði miklar kröfur til annarra gerði hann þó ætíð meiri kröfur til sjálfs sín. Hann var ákveðinn en réttsýnn, hagsýnn en örlátur gagnvart þeim sem hjálpar þurftu við og reglu- samur í hvívetna. Mér segja kunn- ugir að sjaldan hafi Valdimar á Núpi verið hallmælt um dagana. Hann ávann sér þakklæti og virð- ingu þeirra, sem honum kynntust. Ástvini Valdimars og eiginkonu í rúma sex áratugi, Áslaugu Jens- dóttur, börnum þeirra og Guðnýju systur hans votta ég samúð mína. Fari hann í friði. Sigurður Björnsson. VALDIMAR KRISTINSSON  Fleiri minningargreinar um Valdimar Kristinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lotið er höfði í virðingu fyrir einlægri aðdáun eiginkonu og barna ásamt gagnkvæmu ástríki og umhyggju til hinstu stundar. Fegurðin sem býr í slíkum verðmætum lýsir inn í himin þar sem kærleikurinn býr. Megi friður Almættis fylgja mági mínum. Jenna Jensdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.