Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valdimar Krist-insson fæddist á Núpi í Dýrafirði 4. janúar 1904. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir mánu- daginn 1. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Krist- inn Guðlaugsson bóndi og oddviti Núpi, f. á Þröm í Garðsárdal, Eyja- firði og kona hans Rakel Jónasdóttir f. á Skúfsstöðum, Skagafirði. Systkini Valdimars voru: Unnur er lést barn að aldri, Sigtryggur, Hólm- fríður, Haukur, Haraldur, Unnur og Ólöf sem öll eru látin. Yngst er Guðný, ein eftirlifandi þeirra systkina, búsett í Reykjavík. Fóst- ursystkini hans voru: Jens Guð- finnur Guðmundsson sem er látinn og Ágústa Þórey Haraldsdóttir, búsett í Sandgerði. Valdimar ólst upp á Núpi í Dýra- firði. Hann lauk námi frá Héraðs- skólanum á Núpi 1923. Hann var við íþróttanám 1928–29 og fór í glímu- og íþróttaferð til Þýska- lands með glímufélaginu Ármanni 1929. Valdimar lauk fiskimanns- prófi og skipstjóraréttindum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík í desember 1934. Valdimar hóf sjómennsku á ára- bátum níu ára gamall frá verstöð- inni á Fjallaskaga við Dýrafjörð. Var síðan á seglskipum, mótor- skipum og togurum. Hóf skipstjórn á opnum vélbáti 1927. Skipstjóri á stærri vélskipum 1934–46. Sigldi á fiskiskipum til Englands í síðari heimsstyrjöldinni.Valdimar var bóndi á Núpi frá 1938, stundaði bú- skap samhliða sjómennsku í sam- býli við bróður sinn Hauk. Af sjó- mennsku lét hann 1947 eftir mjög farsælt starf og sneri sér alfarið að Friðgeirssonar: a) Elín, maki Jó- hann Smári Sævarsson. Börn þeirra Sævar Helgi og Gunnhildur Ólöf. b) Rakel, maki Arnar Bjarna- son. Börn þeirra Gréta og Halldór Egill. c) Auður, unnusti Árni Jóns- son. d) Halldór Gunnar, unnusta Ragnhildur Guðrún Guðmunds- dóttir. Barn Ragnhildar er Ester María. e) Valdimar Geir, unnusta Sigrún Baldursdóttir. 3) Rakel, maki hennar er Sigurður Björns- son. Börn hennar og fyrrverandi eiginmanns Magnúsar Sigurðsson- ar: a) Áslaug, maður hennar er Gabriel Levy. Sonur Áslaugar er Gunnar Ágúst Thoroddsen. b) Sig- urður Rúnar. 4) Hólmfríður, maki hennar er Birgir Sigurjónsson. Dætur hennar: a) Guðrún Lilja, maki Hákon Valsson. Dætur þeirra Aðalheiður Fríða, Birgitta Sól og Lilja Rós. Dóttir Guðrúnar er Tanja Sif Bjarnadóttir. b) Soffía Sólveig. 5) Kristinn, maki Guðrún Ína Ívarsdóttir. Dætur þeirra: a) Þorbjörg Ása, maki Finnbogi Haf- þórsson. Sonur þeirra Skarphéð- inn. b) Valgerður Halla, maki Njörður Sigurjónsson. c) Áslaug Ína, sambýlismaður Thomas Már Gregers. 6) Jensína, maki Georg V. Janusson. Börn þeirra: a) Katrín, maki Christian Elgaard. Dóttir þeirra Matthildur Ása. b) Guð- mundur Reynir, maki Dagný Ósk Halldórsdóttir. Sonur þeirra Hall- dór Vilberg. 7) Ólöf Guðný. Dætur hennar og fyrrverandi sambýlis- manns Þórðar Arnórssonar: a) Vera. b) Lára. 8) Sigríður Jónína, börn hennar og fyrrverandi maka Ólafs Más Guðmundssonar: a) Að- alheiður Jóhanna, sambýlismaður Bas Verschuuren. b) Hrafnhildur, sambýlismaður Gunnlaugur H. Er- lendsson. Sonur þeirra Ólafur Björn. c) Sigurður Már. d) Gunnar Már. Sonur Sigríðar og Ingvars Ásgeirssonar er Kristófer Ingi. 9) Viktoría, maki Diðrik Eiríksson. Börn þeirra: a) Karitas. b) Krist- inn. Útför Valdimars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. búskapnum á Núpi. Valdimar gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt. Hann sat í hrepps- nefnd Mýrahrepps frá 1946–70, þar af odd- viti í 12 ár. Hann var einn af stofnendum Slysavarnafélags Mýrahrepps og for- maður þess frá upp- hafi 1948 til 1975, for- maður skólanefndar Mýrahrepps 1958– 1970, í stjórn Ung- mennafélags- og Bún- aðarfélags Mýrahrepps um árabil. Hann stofnaði ásamt fleirum út- gerðarfélagið Sæhrímni hf. 1939 og var formaður þess frá upphafi. Hann var skipstjóri á samnefndu skipi félagsins í þrjú ár. Valdimar sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga 1962–78, þar af stjórnarformaður í rúman áratug, var einn af stofn- endum útgerðarfélagsins Fáfnis á Þingeyri og formaður frá upphafi 1967 til 1981. Valdimar var heið- ursfélagi Ungmennafélags Mýra- hrepps og Kaupfélags Dýrfirðinga. Valdimar kvæntist 15. maí 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni Ás- laugu Sólbjörtu Jensdóttur frá Minna-Garði í Dýrafirði, f. 23. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Jens Jónsson bóndi og kennari, f. á Fjallaskaga, Dýrafirði og kona hans Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir, f. í Breiðadal í Önundarfirði. Börn Valdimars og Áslaugar eru: 1) Ásta, maki I Hannes Magnússon, d. 1992. Maki II er Herman Berthel- sen. Börn Ástu og Hannesar: a) Guðrún Margrét, maki Ingimar Ingason. Dóttir þeirra Nína Mar- grét. Dóttir Guðrúnar er Stefanía Hanna Pálsdóttir. b) Valdimar Kristinn, maki Michaela Hannes- son. 2) Gunnhildur, börn hennar og fyrrverandi eiginmanns Halldórs Mikið lærði ég af þér pabbi minn. Allt frá því ég man eftir mér fyrst þá hafðir þú alltaf svör við öllu og varst alltaf tilbúinn að leiðbeina okkur systkinunum og aðstoða. Fyrir mér varst þú góður faðir og sannur leiðtogi sem leystir farsæl- lega úr öllum málum. Ég man vel þau skipti er ég var á táningsaldri þegar þú kenndir mér stærðfærði, bókhald og grunnlögmál í viðskipt- um, sem fylgdu mér alla tíð, í mínu viðskiptafræðinámi og störfum, lögmál sem gilda enn þann dag í dag á alþjóðlegum mörkuðum. Ávallt hafðir þú áhuga á að fylgjast með þjóðmálum og viðskiptum, þó aldurinn væri hár þá spurðir þú gjarnan: „Hvernig ganga viðskipt- in“. Þegar tölvutæknin var að ryðja sér til rúms þá fannst þér verst að geta ekki tekið fullan þátt í þessari nýju byltingu. Örlögin hafa leitt viðskipti okkar hjóna á slóðir meg- inlands Evrópu þar sem þú ásamt glæsilegum Glímuflokki Ármanns sýndir fyrir þúsundir manna listir og hreysti íslenskra karlmanna, ár- ið 1929. Hver hefði átt von á því að í dag tengdist ég stöðum sem þú fórst frægðarför um fyrir 74 árum. Það lýsir því best hversu víðförull og framsýnn þú hefur verið þegar á þessum árum. Þú sýndir einnig mikla hæfileika með þinni skips- stjórnarlist á miklum aflaskipum á síldarárunum. Gaman er að glugga í gömlu dag- bækurnar þínar þar sem þú lýsir svo vel aðstæðum og skráir heim- ildir sem ekki er að finna annars staðar. Hugann leiðir að öllum þeim ábyrgðarstöðum sem þú varst ávallt tilbúinn til að taka að þér, til að bæta hag samfélagsins og stuðla að uppbyggingu og framþróun í heimabyggð. Oft voru bústörfin heima á Núpi látin bíða því það þurfti að halda fundi fyrir hrepps- nefndina, Kaupfélagið og aðra sem þurftu á kröftum þínum að halda. Tókum við systkinin þá jafnan þátt í því með mömmu að undirbúa heimilið og mat fyrir gestina. Ávallt voru allir velkomnir og mikið lagt upp úr gestrisni og hlýju. Aftur og aftur á stórhátíðum voru heimilin á Núpi fyllt af ræðumennsku, músík, lestri og list. VALDIMAR KRISTINSSON Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, DAGBJÖRT SIGURJÓNSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 9. september. Sigurður Guðlaugsson, Sveinbjörg Kristinsdóttir, Þórarinn Guðlaugsson, Þóra Davíðsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðlaugsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ásbjörn Vigfússon, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mágkona og frænka okkar, MAGNEA L. ÞÓRARINSDÓTTIR, Grenimel 23, Reykjavík, lést mánudaginn 8. september. Garðar Gíslason, Edda Svavarsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Sigurlaug, Edvard og Jóhanna M. Guðnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA MARKÚSDÓTTIR, Engjahlíð 1, áður Hraunbrún 44, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 27. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs fyrir frábæra umönnun og alúð á liðnum árum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Markús Kristinsson, Soffía Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, VILHJÁLMUR KETILSSON skólastjóri, Háholti 19, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 12. september kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Vilhjálms, er bent á nýstofnaðan minningarsjóð í hans nafni. Sjóðurinn verður styrktarsjóður við Myllubakkaskóla í Keflavík og geymdur í Sparisjóðnum í Keflavík, nr. 1109-05-412000, kt. 610269 3389. Sigrún Birna Ólafsdóttir, Garðar Ketill Vilhjálmsson, Kristín Jóna Hilmarsdóttir, Margeir Vilhjálmsson, Herborg Arnarsdóttir, Svanur Vilhjálmsson, Kellyanne Boyce, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Jón Ingi Jónsson, Ketill Vilhjálmsson, barnabörn og bræður. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALBJÖRG JÓHANNA BERGMUNDSDÓTTIR frá Borgarhól, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, mánudaginn 8. september. Útför hennar verður auglýst síðar. Birna Berg Bernódusdóttir, Elínborg Bernódusdóttir, Þóra Bernódusdóttir, Aðalbjörg Jóh. Bernódusdóttir, Helgi Bernódusson, Jón Bernódusson, Þuríður Bernódusdóttir, Elín Helga Magnúsdóttir, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ERIK RASMUSSEN, Stövnæs allé 19, 2400 Köbenhavn NV, lést á Bispebjerg hospital laugardaginn 6. september. Agnes Bjarnadóttir, Andreas Bjarni Rasmussen, Olaf Jón Rasmussen og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖGNI JÓHANNSSON frá Bíldudal, Stífluseli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 12. september kl. 15. Jóna Þorgeirsdóttir, Andrés Þorgeir Garðarsson, Hugrún Halldórsdóttir, Anna Högnadóttir, Eggert Bergsveinsson, Ólafur Jóhann Högnason, Særún Lísa Birgisdóttir, Salóme Högnadóttir, Gerald Martin, Unnur Högnadóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Arnbjörg Högnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.