Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 35 Að alast upp á slíku menning- arsetri er mikið veganesti fyrir líf- ið. Þitt atgervi og þín orka var öll- um kunn og skondið þótti okkur þegar Diðrik kom fyrst í heimsókn heim að Núpi, tilbúinn til að að- stoða á allan hátt við bústörfin. Þá varst þú pabbi minn hátt á áttræðis aldri og mun frískari en margir ungu mennirnir og lyftir þungum hlutum eins og ekkert væri, hlutum sem fullfrískir ungir menn náðu ekki að lyfta frá jörðu. Á þessari stundu sá Diðrik hverskonar tengdaföður hann var að eignast og hefur dáð og virt frá fyrstu kynn- um. Börnin okkar tvö minnast þess verðmæta tíma þegar þið mamma bjugguð á Hofteignum við hliðina á okkur, hversu gott var að hlaupa í næsta hús og eiga skjól hjá afa og ömmu. Þau hafa saknað þessara stunda eftir að við fluttum til Lúx- emborgar en ávallt hefur það verið fyrst á verkefnalistanum í heim- sóknum til Íslands að heimsækja afa og ömmu, hlýjan frá ykkur munu ávallt fylgja þeim. Það er góð minning að eiga þegar við heim- sóttum þig í sumar. Ég bjóst ekki við að þú þekktir mig en viti menn fram á síðustu stundu komst þú okkur á óvart þegar þú sagðir: „Vitta mín, ertu komin frá Lúx- emborg“ og mun bros þitt sem þessum orðum fylgdi ávallt fylgja mér. Alla tíð mátti sjá hversu mikið þú lagðir upp úr snyrtimennsku, meira að segja á efri árum þegar þú dvaldir á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem vel var um þig hugsað, þá vildir þú setja á þig hálsbindi við minnsta tækifæri og helst ekki fara út úr húsi nema með hatt og til- heyrandi. Á mínum uppvaxtarárum man ég að þrátt fyrir mikla erfiðisvinnu þá bjóst þú þig upp við öll tækifæri enda fylgdi þér ávallt mikil reisn og virðuleiki. Elsku mamma, alla tíð stóðst þú við hlið pabba eins og klettur og hugsaðir um hann og okkur öll eins og þér var einni lag- ið. Við eigum þér mikið að þakka. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir ást- vinum og við söknum pabba sárt um leið og við gleðjumst yfir öllum þeim góðu minningum sem við eig- um um hann, Guð gefi þér styrk í þinni sorg. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, takk fyrir allar þær stundir sem þú fylltir líf okkar með þinni einstöku lífsgleði og lífssýn. Þitt jákvæða viðmót, heiðarleiki og hjálpsemi færði þér háan aldur og farsæla ævi, þú varst góð fyrirmynd. Guð blessi minningu þína. Viktoría, Diðrik, Karítas og Kristinn. Löngu æviskeiði er lokið. Elskulegur tengdafaðir minn Valdimar Kristinsson á Núpi er lát- inn á hundraðasta aldursári. Hann vildi gjarnan verða hundrað ára og tókst það næstum en kallið er kom- ið og næsta hlutverk er tekið við hjá honum. Hann var af þeirri kyn- slóð sem margir segja að hafi lagt grunninn að okkar velferðarþjóð- félagi. Víst er að þessi kynslóð vann hörðum höndum og hlífði sér hvergi. Hann lagði sitt af mörkum og vel það því hann var sístarfandi til sjós og lands frá unga aldri og fram á elliár. Uppskeran var ríku- leg. Hann eignaðist góða konu, mörg og mannvænleg börn, varð forystumaður í sinni sveit, auðn- aðist að starfa við það sem hugur hans stóð til, átti sín áhugamál, fékk að lifa lengi og var elskaður af öllum sínum stóra hópi afkomenda. Valdi var náttúrubarn sem unni landinu sínu og hreifst af mikil- fengleika þess. Hann tókst á við náttúruöflin í störfum sínum, var afburða veðurglöggur og bar mikla virðingu fyrir þeim sem skilaði honum í heila höfn oft eftir miklar svaðilfarir. Hann tókst aldrei á við nýtt verk á mánudegi en ljúka mátti verki á þeim degi en örlögin höguðu því þannig að lífsgöngu hans lauk einmitt á mánudegi. Ungur fór hann til sjós og líkaði það svo vel að hann aflaði sér skip- stjórnarréttinda og varð fengsæll Elskulegur vinur okkar og frændi, GUÐJÓN T. MAGNÚSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áður Sörlaskjóli 94, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. september kl. 10.30. Jóhanna Björgólfsdóttir og börn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, VALDIMAR KRISTINSSON bóndi og fyrrum skipstjóri, Núpi, Dýrafirði, til heimilis á Bústaðavegi 73, Reykjavík, er lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. september, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, miðvikudaginn 10. september, kl. 13.30. Áslaug Sólbjört Jensdóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Herman Berthelsen, Gunnhildur Valdimarsdóttir, Rakel Valdimarsdóttir, Sigurður Björnsson, Hólmfríður Valdimarsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Kristinn Valdimarsson, Guðrún Ína Ívarsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Georg V. Janusson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Sigríður Jónína Valdimarsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir, Diðrik Eiríksson, afabörn, langafabörn, Guðný Kristinsdóttir. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát dóttur minnar og systur, GUÐRÚNAR ELÍNAR EGGERTS, Starrahólum 6, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem annaðist hana í veikindum hennar. Sólveig Eggertsdóttir, Eggert Einar Elíasson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Birkigrund 9a, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 2. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. september kl. 15. Jón Loftsson, Berit Helene Johnsen, Einar Loftsson, María Sigurðardóttir, Yngvi Þór Loftsson, Jóna Björg Jónsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, SIGURGEIR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 12. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ellen Þórarinsdóttir, Signý Sigurgeirsdóttir. Elskuð föðursystir mín, MARÍA PÉTURSDÓTTIR fyrrverandi skólastjóri, sem lést fimmtudaginn 4. september, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. september kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina, Pétur Esrason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HERMANNSSON, Sóltúni 9, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.30. Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Margrét Sverrisdóttir, Viðar Guðmundsson, Hermann Sverrisson, Margrét Erlingsdóttir, Erna Sverrisdóttir, Viktor Jens Vigfússon, Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa og langalangafa, THEODÓRS LAXDAL áður bónda í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, Melasíðu 2c, Akureyri. Drottinn blessi ykkur öll. Freydís Laxdal, Ævarr Hjartarson, Sveinberg Laxdal, Guðrún Fjóla Helgadóttir, Helga Laxdal, Svavar Páll Laxdal, Arlene Reyes Laxdal, Lilja Laxdal, Pétur Ásgeirsson, Kristín Alfreðsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, RÚNAR KOLBEINN ÓSKARSSON, Gilsbakka 1, Bíldudal, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. september kl. 15. Lára Dís Sigurðardóttir, Salome Rúnarsdóttir, Sigurður Hlíðar Rúnarsson, Margrét Guðjónsdóttir, Jóhann Auðunsson, Herdís Jónsdóttir, Sigurður Hlíðar Brynjólfsson og systkini hins látna. Kær frænka okkar, SOFFÍA VILHJÁLMSDÓTTIR, Skeggjagötu 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Oddakirkju á Rangár- völlum laugardaginn 13. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Systkinabörnin. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN HELGI BENEDIKTSSON málarameistari, Norðurbyggð 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 12. september kl. 13:30 Ragnheiður Kristjánsdóttir, Pétur Guðjónsson, Einar Birgir Kristjánsson, Ásdís Sigurvinsdóttir, Steinlaug Kristjánsdóttir, Helgi Steingrímsson, Eygló Kristjánsdóttir, Hafsteinn Sigfússon og barnabörn. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.