Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 33
ingarnar um afa eru því fjölmargar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka og ýmsir hlutir sem tengjast honum sterkt: Framandi löggubúningurinn hans, „Derrick“- jakkafötin, baggaböndin sem hann var alltaf með á sér, molakaffið og létt stríðnin sem í versta falli kallaði fram smároða í andliti þess sem fyrir varð. Afi kenndi okkur barnabörnunum að tefla og það voru góðar stundir sem við áttum með honum við tafl- borðið og skondnar setningar sem flugu. Afa leið best þegar hann hafði eitthvað að gera og hann gat enda- laust fundið sér einhver verkefni. Enda minnumst við þess frá því í sumar þegar hann var eiginlega fast- ur í bakinu eftir að hafa stungið út úr fjárhúsinu, að þrátt fyrir bak- vandræðin brosti hann sínu breiðasta því að hann var búinn að koma miklu í verk og það var fyrir mestu í hans huga. Í huga okkar var afi merkilegur maður sem við bárum mikla virðingu fyrir og við erum þakklát fyrir að hafa átt hann að í öll þessi ár. Við biðjum Guð að styrkja Rúnu ömmu okkar á þessari erfiðu stund. Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir og Áslaug Rut Kristinsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 33 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít innar, að láta regnið falla á rautt hár- ið svo það virtist enn rauðara. Láta það væta vangann. Hún naut þess að heyra vindinn feykja haustblöðum trjánna um garða og stræti og finna vetur konung læðast að. Hún hlakk- aði til jólanna, myrkursins, inniver- unnar og kyrrðarinnar sem fylgir há- tíð ljósanna. Hún raulaði sálma við húsverkin, einkum við strauvélina í kjallaranum. Hélt líklega að enginn heyrði og hélt sig syngja í felum. Elín var náttúrubarn og mikil hús- móðir svo af bar. Hún sýndi börnum sínum mikla umhyggju þótt hún bæri ekki tilfinningar sínar utan á sér og flíkaði þeim ekki. Elín var eins og lítil harðgerð jurt sem lifði og dafnaði í skugga stórrar og krónumikillar eikur. Jónas var mikill persónuleiki. Ég minnist þess er ég fyrst kynnt- ist fjölskyldunni að mér þótti mikið til koma um hversu mikil fyrirmyndar- húsmóðir Elín var. Sífellt vakandi yf- ir vegsemd og velferð fjölskyldunnar. Hélt mikilvæga tveggja til þriggja manna fundi í eldhúsinu og skenkti kaffið óspart. Ég man hvað hún naut sjálfstæð- isins þegar hún kom út til okkar til Danmerkur og sprangaði með okkur um stræti og torg, örugg í fasi, frekar lágvaxin og eilítið háleit. Hún var með heimilisfang þekkts tannlæknis við Gammel Kongevej í pússi sínu sem hún þurfti að vitja með sérstaka ósk sína. Hafði allt á hreinu. Bárust þær fréttir að heiman, að húsbóndanum liði svo sem ágætlega, en hann yrði þó að viðurkenna að það vantaði aðalkryddið. Elín brosti með sjálfri sér sigurbrosi. Þau Elín og Jónas voru ákaflega samhent við að byggja sér fagurt heimili við Hringbrautina. Áttu mikið safn fagurra málverka og húsmuna sem valdir voru af natni og smekk- vísi. Það þarf sterkan persónuleika til að standa við hliðina á manni sem Jónasi og taka öllum þeim óundir- búnu uppákomum sem að höndum bar. Elín axlaði þá ábyrgð með mikilli prýði og sóma. Heimili þeirra og sumarbústaðurinn Hálsakot báru því vitni að mikið dugnaðar- og eljufólk lagði hug og hönd að. Í sumar sem leið hitti ég Elínu eftir um tuttugu ára aðskilnað. Hún var þá ákaflega lík sjálfri sér á Droplaug- arstöðum. Ekki varð ég var við annað en að hún þekkti mig aftur og áttum við saman stutt en gott spjall sem minnti á eldhússpjallið á árum áður. Nú hefur Elín kvatt þennan heim og er gengin á vit nýrra ævintýra í vonandi ekki síðri heimi. Þau Jónas fagna endurfundum og kryddið hans er loksins komið heim. Heimir L. Fjeldsted. ✝ Jóhanna DagmarBjörnsdóttir fæddist á Brunnum í Suðursveit 25. nóv- ember 1906. Hún lést á heimili sínu í Keldu- landi 21 í Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Björn Klemens- son, f. 27.11. 1869, d. 19.11. 1911, fyrrum oddviti á Brunnum, og kona hans Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. 23.11. 1863, d. 14.4. 1955, húsfreyja á Brunnum. Systk- ini Jóhönnu, sem var yngst, voru: Björg Björnsdóttir, Brunnum, f. 13.11. 1896, d. 18.1. 1983; Sigríður Björnsdóttir, húsfreyja Hestgerði, f. 1.8. 1898, d. 25.8. 1946; Jóhann réttindi í kjóla-, kápu- og dragta- saumi og vann við það um tíma um miðbik ævinnar en síðar einnig við ræstingar. Hún kynntist norskum sjómanni, Harald Andreas Holsvik, f. 9.9. 1918, d. 9.12. 1996, en með honum eignaðist hún einkasoninn Harald Sigurbjörn Holsvik, f. 23.3. 1944. Harald er kvæntur Gígju Sól- veigu Guðjónsdóttur, f. 21.7. 1946, frá Neskaupstað. Foreldrar hennar eru Guðjón Marteinsson, skipstjóri og síðar yfirverkstjóri, frá Sjónar- hóli í Neskaupstað, f. 21.8. 1922, d. 12.10. 1989, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, húsfreyja Nes- kaupstað, f. 13.11. 1926, frá Brim- nesi í Fáskrúðsfirði. Börn Haralds og Gígju eru: a) Guðjón Dagbjörn, f. 7.10. 1969, kvæntur Valbjörgu Þórðardóttur, f. 18.7. 1969. Börn þeirra eru: Gígja Björg, f. 11.2. 1996, og Þórður, f. 29.9. 2000. b) Guðrún Dagmar, f. 15.2. 1972, sam- býlismaður hennar er Grétar Ólafs- son, f. 5.6. 1962. Útför Jóhönnu verður gerð frá Mosfellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Klemens Björnsson, fv. b. Brunnum, f. 29.8. 1900, d. 4.1. 1996; Helga Björnsdóttir, húsfreyja og fyrrum ljósmóðir, Brunnum en síðar Brunnavöllum, f. 11.4. 1905, d. 15.8. 2002. Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum á Brunnum til 1932 en flyst þá til Reykjavík- ur. Í Reykjavík og ná- grenni vann hún ýmis störf, m.a. við húshjálp í fyrstu, en sótti sam- hliða námskeið í kjólasaumi, m.a. hjá Nönnu Åberg og síðar með störfum og námi hjá saumastofunni Feldi, frá 1939 fram yfir stríðslok, og lærði þá kjóla-, kápu- og dragta- saum. Síðar öðlaðist hún meistara- Það er liðið að miðnætti að kvöldi 31. ágúst sl. Ég stíg upp í bílinn minn og held af stað heim frá Keldu- landinu þar sem amma í Keldó bjó. Ég rýni út í náttmyrkrið í gegnum bílrúðuna og reyni að hafa hugann við aksturinn. Í útvarpinu heyri ég laglínu þar sem raulað er: Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið, það líður alltof fljótt. Ég slekk á útvarpinu og byrja að hugleiða þessi orð með mér. Já, sumarið hefur svo sannarlega liðið alltof fljótt eins og sagt var í text- anum. Fyrr þetta kvöld kvaddi amma, blessunin, okkur. Hún hefði orðið 97 ára nk. nóvember. Eftir bjartan dag var komin nótt í hennar lífi eins og hún talaði oft um. Öll fæð- umst við í þennan heim með þeim formerkjum að við kveðjum hann einhvern tíma. Lífsneisti mannanna er mislangur og sumir tala jafnvel um forréttindi þess að fá að lifa kvöldið eða nóttina sem kemur á eft- ir bjarta deginum. Ósjálfrátt fer hugurinn af stað og vekur yndisleg- ar minningar sem í dag og alla daga munu verða fjársjóður liðinna tíma. Amma átti nokkur ár eftir í sjö- tugt þegar ég leit dagsins ljós. Ég var nefnd í höfuðið á henni og stund- um kölluð litla Daga af hennar fólki. Strax frá upphafi var augljóst að ég og Guðjón bróðir vorum stóru sól- argeislarnir í lífi ömmu þar sem barnabörnin urðu ekki fleiri. Ömmu í Keldó eins og við kölluðum hana áttum við alveg út af fyrir okkur. Hún átti alltaf tíma til þess að hlusta á skoðanir okkar og gefa okkur óskipta athygli sína. Með allri sinni væntumþykju, ást og umhyggju má segja að strax hafi myndast sterkur strengur á milli okkar ömmu. Hún las mikið og keypti öll blöð bæjarins allt frá Séð og heyrt til Lögbirtingablaðsins enda var stund- um hægt að fletta upp í ömmu ef maður þurfti að fá yfirlit yfir það sem hafði verið fréttnæmt í liðinni viku. Það var þetta myndavélar- minni sem aldrei brást henni. Hún átti til að vera rammpólitísk og hafði sterkar skoðanir hvað varðar stjórn landsins og það kerfi sem við lifum eftir. Hvað ættfræðina varðar þá lét hún ekki standa á sér í þeim efnum enda spurði hún oft fólk hvaðan það kæmi og var þá fljót að reka ofan í það hvaðan rót þess væri sprottin. Amma talaði oft um að heilinn væri eins og hver annar vöðvi líkamans og hann þyrfti að virkja ef hann ætti ekki að rýrna enda átti hún til að taka „Mullers-æfingar“ alveg fram í það síðasta og þótti mér alltaf merkilegt hversu liðug hún var. Ég minnist þess að einhverju sinni var hún að lesa Jón Odd og Jón Bjarna fyrir okkur en það var ein af uppáhaldsbókum okkar systkina. Uppgötvaði ég þá að amma mín væri í raun alveg jafn sérstök eins og „amma dreki“ þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna. Amma þeirra las í út- varpið á meðan amma okkar gat les- ið allan daginn og flett blöðunum út og suður. Amma þeirra átti stóran jeppa sem hún keyrði á en amma í Keldó lét keyra sig um á níu milljóna króna Volvo þar sem hún sat eins og drottning í ríki sínu og ég eins og litla prinsessan og fékk alltaf að ýta á stopp þegar vagninn átti að nema staðar þar sem við ætluðum út. Ef amma var á leiðinni til okkar upp í Mosó og missti af vagninum kom hún bara á puttanum. Já, svo sjálf- stæð var hún og vön að láta ekkert stöðva sig. Krakkarnir í hverfinu kölluðu hana líka ömmu í Keldó því þau gerðu sér grein fyrir að þarna var engin venjuleg amma á ferð og báru mikla virðingu fyrir henni. Það kom oft fyrir að ég var að leika mér á róluvellinum fyrir ofan þar sem við bjuggum. Það var ekki svo sjaldan sem ég sá ömmu koma gangandi eftir göngustígnum ber- andi tvo fulla innkaupapoka sinn í hvorri hendinni. Þá hafði hún ann- aðhvort komið með vagninum eða á puttanum og komið við í Kaupfélag- inu til þess að kaupa eitthvað handa mér og Guðjóni bróður í svanginn. Hún var snillingur í að töfra fram girnilegustu máltíð oft úr ekki neinu að því er virtist og smurða norm- albrauðið með banana sem áleggi var alltaf þvílíkt lostæti að því okkur systkinunum fannst. Amma var yngst fimm systkina og var tæpra fimm ára þegar pabbi hennar dó. Mamma hennar var stað- ráðin í að halda hópnum saman sem og hún gerði með mikilli baráttu og útsjónarsemi. Þar af leiðandi var amma mikill dugnaðarforkur og kvartaði aldrei yfir einu eða neinu. Amma kom ung suður til Reykja- víkur til þess að læra kjólasaum. Út- skrifaðist hún með meistarapróf í kjóla-, kápu- og dragtasaumi, áður en hún átti pabba. Það voru margar flíkurnar sem hún saumaði eða prjónaði á okkur systkinin í gegnum tíðina. Einnig var hún mikil spila- kona og skipti þá ekki máli hvort spilað var á spil, happdrætti, lottó eða að spila bingó í Templarahöllinni sem þá var við Eiríksgötu í Rvík. Yf- irleitt var hún alltaf mætt í bingó og biðum við þá oft eftir henni fyrir ut- an til að keyra hana heim. Oft hafði amma heppnina með sér og kom heim með stóra vinninga. Eftir að leið á tímann og ég fékk bílpróf fórum við mikið út að keyra saman. Þá vorum við frjálsar eins og fuglinn og keyrðum þangað sem okkur langaði til. Ég man vel eftir því þegar amma sagði mér að hana hafi alltaf langað til að taka bílpróf en pabbi hefði alltaf fengið hana of- an af því. Eftir að ég kynntist Grét- ari var ekki hægt að finna sáttari manneskju með mitt makaval. Amma hafði mikið dálæti á Grétari. Hún átti til að hringja í mig og spyrjast fyrir um hvað við hefðum fyrir stafni og þótti henni ég ekki alltaf hugsa nógu vel um hann. Oft spurði amma hvað ég ætlaði að elda handa honum og ef það voru ekki lærissneiðar eða íslenskt lambakjöt urðum við að taka það mál út af dag- skrá því þá var hún ekki viðræðu- hæf. Amma var mikill fagurkeri og í seinni tíð þegar ég fór að vinna meira með blóm og skreytingar tók hún virkan þátt í allri þeirri umræðu og átti til að fara út í garð og klippa handa mér einu blómstrandi bónda- rósina sem skartaði sínu fegursta fyrir utan stofugluggann hennar. Hún var sannkallaður höfðingi og vildi alltaf vera að gefa öðrum en vildi varla þiggja neitt í staðinn Þegar kemur að kveðjustund er enginn tilbúinn til þess að kveðja. Hinsta ósk ömmu var að fá að deyja heima í sínu ríkidæmi. Allir lögðust á eitt til þess að verða við ósk ömmu en þegar leið undir það síðasta var líkaminn farinn að segja til sín en sálin hennar ennþá svo sterk og stoltið óbilandi. Stuttu áður en amma kvaddi sagði hún við mig að nú væri neistinn hennar búinn en ég og við öll hin ættum að halda áfram því að lífið væri til þess að lifa því. Eftir að hafa komið þessum dýr- mætu minningum niður á blað átta ég mig á því hversu þakklát ég má vera fyrir að hafa fengið að eiga svona yndislega ömmu sem kenndi mér svo margt og gaf mér þetta góða veganesti sem ég hef lagt af stað með út í lífið. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu ömmu og taka á móti sálu henn- ar inn í sitt ríki. Ég kveð þig, elsku amma, með miklum söknuði og þakka fyrir þessa góðu samleið sem við höfum átt á lífsleiðinni. Þín nafna Guðrún Dagmar. Á kveðjustund hef ég margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð. (Höf. ók.) Það var óharðnaður unglingur ut- an af landi sem kom úr vernduðu og góðu umhverfi frá yndislegum for- eldrum í nám til Reykjavíkur. Oft var tómlegt að koma heim á kvöldin í leiguíbúð. En þá naut ég þeirrar gæfu að kynnast Jóhönnu Dagmar Björnsdóttur. Um þetta leyti giftist elsta systir mín, Gígja Sólveig, einkasyni Jóhönnu, Harald S. Hols- vik. Kom hann svo glæsilegur sem góður bróðir inn í systrahópinn minn. Gígja og Harald eignuðust heimili í Mosfellsbæ, en Jóhanna hélt áfram að búa á Lindargötunni. Þar bjó ég í öðrum enda hússins. Jóhanna varð mér strax góð. Hefur eflaust vor- kennt stúlkunni sem saknaði oft for- eldra sinna, aðallega á köldum vetr- arkvöldum og þegar hún fékk pestir. Þá hlúði hún að mér og bauð mér oft í mat. Jóhanna var góður kokkur, kunni að búa til mikið og gott úr litlu. Á meðan spjölluðum við og fræddi hún mig um allt mögulegt, enda full af fróðleik. Jóhanna minntist iðulega á sveit- ina sína, Suðursveit, sem var henni kær einnig sagði hún mér frá fyrstu árum sínum í Reykjavík er hún kom suður og varð klæðskerameistari. Barst talið einnig að því að það hefði oft verið erfitt að vera einstæð móðir í Reykjavík á þessum árum. Engin dagheimili og óburðugt tryggingakerfi. Svo það varð að standa sig og Jóhanna var dugleg, áræðin og ráðagóð. Hún kom syni sínum til manns og mennta. Var stolt af honum enda hann mann- kostamaður. Alla tíð hefur Harald verið okkur systrum sem góður bróðir og einstaklega góður og traustur tengdasonur foreldra minna. Jóhanna eignaðist stóra fjölskyldu þegar Harald giftist Gígju, því ekki voru það bara Gígja og börnin þeirra tvö heldur við systurna þrjár, ég; María, Hólmfríður og fjölskyldur okkar sem Jóhanna fylgdist með og varð okkur öllum svo kær. Ekki var hægt að halda fjöl- skylduboð nema amma Jóhanna væri með eða amma í Keldó eins og börn okkar systra kölluðu hana. Elsku Jóhanna, þín verður sárt saknað í næstu fjölskylduboðum, t.d. á jólunum þegar þú tókst upp spila- stokkinn og spilaðir í krafti laganna og gafst ekkert eftir þó á 96. aldurs ári væri. Við erum þakklátt fyrir að hafa kynnst þér og sjónarhorni þínu á lífinu og tilverunni. Þú varst mjög rökföst, minnug og fylgdist vel með framgangi mála sem tengdist fólki og stjórnmálum. Hlustaðir á fréttir í útvarpi og sjónvarpi, last öll dag- blöðin, mörg tímarit og alltaf Lög- birting. Elsku Harald, Gígja, Guðjón Dag- björn, Guðrún Dagmar og fjölskyld- ur. Ég veit að amma Jóhanna mun alltaf lifa í hjörtum ykkar þið getið verið sátt að hafa átt hana svona lengi og allt það sem þið hafið gert fyrir hana. Hlúð að henni í ellinni og létt henni lífið þannig að hún gat alltaf búið á sínu heimili. Með ykkar aðstoð varð henni að ósk sinni að fara aldrei á stofnun, þið voruð henni sérstök fjölskylda. Ég og mín fjölskylda, móðir mín, Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, systur mínar María, Hólmfríður og þeirra fjölskyldur vottum þér, elsku Harald, og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Elsku Jóhanna, því miður verðum við Jón Már ekki á landinu þegar fjölskyldan kveður þig í hinsta sinn en minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Guðný Steinunn Guðjónsdóttir. JÓHANNA DAGMAR BJÖRNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hár- laug Ingvarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.