Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 47 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. BRUCE ALMIGHTY MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS Skemmtilegast a spennumynd ársins er komin.. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.  ROGER ROBERT  L.A. TIMES  BBCI Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. MEÐ ÍSLEN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. ÚT er kom- inn hljómdisk- urinn Jazz Airs, þar sem þeir Jørgen Svare klarin- ettuleikari, Björn Thoroddsen gít- arleikari og Jón Rafnsson bassaleik- ari spila saman. Diskurinn kemur samtímis út í Danmörku (Olufsen Records) og á Íslandi (Sonet). Jørgen Svare er einn fremsti klar- inettuleikari Evrópu sem tilheyrir hinni svokölluðu „swing“- eða sveiflukynslóð. Hann gerði garðinn frægan með Papa Blues Viking Jazzband á árum áður og var reyndar einn af stofnendum þeirr- ar sveitar, en hún hélt tónleika um allan heim og seldi hljómplötur í hundraða þúsunda tali. Það stendur ekki á mér „Tilurð disksins er sú að Svare kom hingað sem gestur árið 2001 og spilaði með okkur í Guitar Is- lancio á Djasshátíð í Reykjavík,“ segir Björn. „Síðan hefur verið nokkuð um samstarf og ég og Jón höfum spilað dálítið með honum. Síðan varð úr að ég og Jón vorum beðnir að gera disk með honum. Við stukkum strax á það enda gullið tækifæri á ferð, það er síst auðfarið inn á þennan danska markað. Það er því viss upphefð í þessu.“ Björn segir Olufsen vera sæmi- lega stórt fyrirtæki; þeir hafi sam- bönd út um öll Norðurlönd og einnig í Bandaríkjunum. Yfirbygg- ing í djassgeiranum sé venju frem- ur lítil í Danmörku og Olufsen er rótgróin útgáfa, búin að vera hart- nær tuttugu ár í bransanum og einkum gefið út sígilda tónlist. Björn Thoroddsen hefur um langa hríð verið í fremstu röð ís- lenskra djassista og því gaman að heyra hann tala um Jørgen Svare af fölskvalausri aðdáun, næstum eins og lítill krakki. „Það var kominn tími á að Svare gæfi út disk og hann stakk upp á því að ég og Jón yrðum með hon- um. Og mér fannst það alveg frá- bært. Ekki stóð á okkur.“ Maðurinn sem „var þarna“ Efnisskrá disksins er sígildur djass frá því fyrir seinna stríð; lög eins og „Mood Indigo“, „Tea For Two“ og „Caravan“ eru þarna á meðal. Björn segir að þetta séu lög sem flestir þekki, hvort sem þeir viti af því eða ekki. Mörg þessara laga sé t.d. að finna í Woody Allen-myndinni Sweet and Lowdown. „Allen er auðvitað klarinettu- leikari líka,“ segir Björn og hlær. Hann segir að hann sé einkar hrif- inn af þessu tímabili í djasssög- unni og hafi skoðað það grannt að undanförnu. „En ég spila þessa tónlist þó eins og nútímamaður. Ég er auð- vitað kynslóð yngri og geri þetta því á minn hátt. Og sú staðreynd fór vel í menn, þeir voru ánægðir með þennan samslátt kynslóðanna. Og það var auðvitað alveg frábært fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með manni sem „var þarna“.“ Jørgen Svare og Björn Thoroddsen gefa út Jazz Airs Viss upphefð Björn Thoroddsen segir það hafa verið „gullið tækifæri“ að eiga þess kost að vinna með klarinettuleikaranum Jørgen Svare. arnart@mbl.is Þeir félagar munu kynna diskinn á föstudaginn á Hótel Borg kl. 21.00. Forsala er hafin í Japis. LUNDABÍÓ stendur fyrir stutt- myndakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. Kynntar verða stuttmyndir alls staðar að úr heim- inum. Einnig verður sérstök sýning á klassískri kvikmynd í fullri lengd frá sjöunda áratugnum. Þetta er fyrsta kvöldið í nýrri haust- og vetrardagskrá Lundabíós í Norræna húsinu. Nóg er að gerast í stuttmynda- menningu hérlendis þessa dagana því Bíó Reykjavík stóð fyrir Opnu bíói í gærkvöldi. Bar þar hæst að ný íslensk stuttmynd eftir Arnar Jónas- son í framleiðslu kvikmyndafélags- ins Skýjaborga var frumsýnd. Mynd- in heitir Raflost og er 15 mínútna löng gamanmynd í heimildamynda- stíl sem fjallar um seinheppinn raf- magnsverkfræðing sem heitir Loft- ur. Hann er sérfræðingur í raf- magnsmengun en lendir í ýmsum hremmingum í rannsóknum sínum á leyndardómum rafmagnsins. Aðalhlutverk leika Guðmundur Haraldsson, Jón Árni Kristinsson og Bjarni Sigurbjörnsson. Bíó Reykjavík og Lundabíó Úr nýrri íslenskri stuttmynd, Raflosti, eftir Arnar Jónasson. Blómstrandi stutt- myndamenning www.lundabio.com www.bioreykjavik.com NY5 (NY5) Tónlistardrama Bandaríkin 2003. Myndform. VHS (90 mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Manfred Scolari. Aðalleikarar: Marina Benedict, Sean Christensen, Jeff Mend- elsohn, Coleen Sexton, Bryan West. TITILLINN er heiti hljómsveitar skipuð fimm ungmennum sem bera sömu nöfn og leikararnir, hér er þó um hreinan skáldskap að ræða. Myndin er nokkuð óvenjuleg því hún fjallar um hljómsveit innan frá, sýnd eru viðbrögð einstaklinganna í band- inu eftir að það hefur slegið í gegn og er að leggja af stað í tónlistarferð um heiminn. Ástandið er ekki jafnslétt og fellt og það sýnist á yfirborðinu. Reynt er að tæla aðalsöngkonuna til að hefja sólóferil, annar meðlimurinn er með kappakst- ursdellu og svo lítur út á tímabili sem hann hafi lent í stór- slysi á brautinni o.s.frv. Hljómleika- ferðin rétt að hefj- ast og ferillinn í uppnámi. Þá má ekki gleyma Ethan, refnum frá hljómplötufyrirtækinu og umbinn Carl er með fortíðarvanda. Það er samt sem áður ekki mikið að gerast þrátt fyrir allt, handritið er klisjukennt og bragðdauft og býður sjaldan upp á annað og meira en fyr- irsjáanlega, þunnildislega smá- árekstra sem jafna sig af sjálfu sér og áhorfandinn velkist aldrei í vafa um endalokin. Það má segja ungmennun- um fimm til hóls að þau halda andlit- inu þó að úr litlu sé að moða en ekkert þeirra kemur kunnuglega fyrir sjónir. Sexton ber sig vel og gæti hugsanlega „slegið í gegn“ ef hún fær bitastæðari tækifæri. Hún er trúverðug sem skapandi stúlka sem er að finna sér hlutverk í lífinu. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Kalt á toppnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.