Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss, Halifax, Ocean Trawler og Sylvia koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda og Halifax koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. S. 552 5277 Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Handavinnustofan opin. Púttvöllur opinn mánud. til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun og hár- greiðslustofan opin, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Í dag kl. 13 létt leikfimi og almenn handavinna. Á morg- un, fimmtudag, kl. 9 smíðar og útskurður og almenn handa- vinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 13 málað á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9– 16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofa félags eldri borgara í Kópavogi opin í dag kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Tréútskurður kl. 9, línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast og billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Miðvikudaginn 1. október byrja gamlir ísl. og erl. leikir og dansar undir stj. Helgu Þórarinsd., allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 og kl. 13 gler- list, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur, Guðrún Lilja leikur undir á gítar. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 almenn handavinna, útskurður, hár- greiðsla, fótaaðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 jóga, kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 15–18 myndlist. Fótaaðgerð- ir. Hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi almenn, kl. 13 hand- mennt almenn, og postulínsmálning, kl. 14 félagsvist. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 alla miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins norð- anmegin. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu, Há- túni 12. Kl. 19.30 fé- lagsvist. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minn- ing@krabb.is). Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði renn- ur til starfsemi félags- ins. Í dag er miðvikudagur 10. sept- ember, 253. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.)     Í öðrum sálmum Vís-bendingar er rifjað upp þegar Davíð Oddsson var spurður að því hvort ekki fylgdu mikil völd for- sætisráðherraembættinu. Hann hafi svarað að svo væri ekki en því fylgdu talsverð áhrif. Svo segir: „Margir hafa kannski tal- ið að hér væri ráðherrann að snúa út úr. Er munur á völdum og áhrifum? Um það ætti ekki að þurfa að deila. Til dæmis hefur al- menningsálit í lýðræð- isríki mikil áhrif í ýmsum málum, en almenningur getur ekki gefið skipanir, jafnvel þótt hann talaði einum rómi. Völd felast í því að menn geti beint og milliliðalaust skipað öðr- um fyrir og þeim sem skipað er beri að fara eft- ir fyrirmælunum. Í ljósi þess er svar forsætisráð- herra rétt.“     Þá segir í Vísbendinguað forsætisráðu- neytið sé fámennt og ráð- herrar hafi hver um sig valdsvið yfir sínum mála- flokkum. „Þó er það hverjum manni ljóst að forsætisráðherra hefur mikil áhrif á aðra ráð- herra. En vilji hann beita þeim áhrifum þarf hann að ræða við þá eða gera þeim með öðrum hætti ljóst hver hans vilji er. Jafnvel í eigin flokki skip- ar forsætisráðherra hér á landi ekki samráðherra sína heldur leggur hann um það tillögu fyrir þing- flokk sem greiðir um hana atkvæði.“ Grein- arhöfundur Vísbendingar getur samt velt fyrir sér hvort hið sýnilega fyr- irkomulag segi eitthvað til um raunverulegt vald.     Rétt er að margt hefurbreyst í þessum efn- um. „Hér áður fyrr var það svo að stjórn- málamenn höfðu bein völd, gátu útvegað mönn- um vinnu, útvegað þeim lán, gjaldeyri, innflutn- ingsleyfi fyrir bílum og byggingarleyfi. Þetta heyrir nú sögunni til og ríkið er nú komið út úr al- mennum fyrirtækja- rekstri að mestu. Fyrir- greiðslupólitítíkusinn er nánast horfinn,“ segir í Vísbendingu áður en far- ið er að bera saman völd stjórnmálamanna og svo stjórnenda fyrirtækja.     Það er sagt rétt að for-stjórar fyrirtækja hafi boðvald yfir öllum starfsmönnum innan ramma rekstrarins. „Þeir geta því skipað mönnum fyrir, umbunað þeim, ráð- ið þá og rekið. Stjórnir fyrirtækja koma hins veg- ar að stefnumótun, fara yfir áætlanir og afkomu og taka ákvarðanir um fjárfestingar. Þeim ber að veita forstjóra aðhald og stuðning og hann er eini maðurinn sem þær ráða. Þær koma ekki að dag- legum rekstri nema þar sem stjórnarformenn eru starfandi,“ og er sjálfsagt verið að vísa til ábyrgðar stjórna gerist starfsmenn fyrirtækja brotlegir við lög og reglur. STAKSTEINAR Völd og áhrif stjórn- málamanna og stjórnenda Víkverji skrifar... VÍKVERJI á ungling sem villmeira en gjarnan vera úti að hjóla með vinum sínum. Málið er bara að Víkverji og unglingurinn eru ekki alveg sammála um hjálmanotk- un og því liggur reiðhjólið ónotað í bílskúrnum. Táningurinn fullyrðir að það heyri fortíðinni til að nota höfuðfat eins og hjálm og að þeir vandfundnu sem láti foreldrana stjórna ferðinni í þessum málum verði fyrir stríðni og aðkasti. Víkverji hefur fylgst með þeim ungmennum sem verða á vegi hans síðastliðnar vikur og eru á reiðhjóli og hann verður að segja eins og er að unglingurinn hefur nokkuð til síns máls. Það heyrir til algjörra undantekninga ef krakkar á aldr- inum tólf og upp að sextán ára aldri eru með hjálm. Og þá kemur spurn- ingin. Hvar eru foreldrarnir? Hvers vegna í ósköpunum leyfa þeir börn- unum sínum að hjóla án þess að hafa hjálm? Börnin eru enn ekki orðin sjálfráða og foreldrar hljóta að vita að hjálmur getur bjargað lífi barns. Það eru líka í gildi lög sem kveða á um að börn og unglingar skuli nota hjálm. Víkverji hvetur foreldra til að taka höndum saman og breyta þessu viðhorfi að það sé hallærislegt að nota hjálm. x x x VÍKVERJI fór nýlega meðskömmu millibili út að borða og í bæði skiptin var lítið barn með hon- um. Á öðrum staðnum var ekkert sérstakt við að vera fyrir barnið og Víkverji þurfti að gleypa í sig matinn í einum grænum og drífa sig svo út. Á næsta stað voru bæði leikföng og myndbandsspólur í sérstöku barna- horni. Þar gat Víkverji meira að segja fengið sér kaffibolla á eftir matnum. Víkverji veltir fyrir sér hvers vegna veitingahús leggja ekki meiri áherslu á þennan þátt hjá sér. Það þarf í raun ekki nema kubba, liti, bækur, borð og stóla til að for- eldrarnir geti aðeins slakað á og not- ið þess að fara út að borða. Víkverji er viss um að ef einhver staður legði virkilega rækt við börnin, byði þeim upp á skemmtilegt leikhorn, spenn- andi matseðil og ekki myndu „verð- laun“ skemma fyrir, þá kæmu ánægðir foreldrarnir aftur og aftur. x x x Í lokin er ekki hægt annað en minn-ast aðeins á verð á tímaritun. Vík- verji er sérstakur áhugamaður um bjálkahús og hefur einstaka sinnum freistast til að kaupa sér sérstakt tímarit um bjálkahús sem kostar innan við þúsund krónur stykkið. Hann sá hins vegar á Netinu að hon- um stóð til boða að kaupa sér áskrift og þá kostaði eintakið ekki nema nokkur hundruð krónur. Hann gat fengið að minnsta kosti þrjú tímarit þannig miðað við eitt hér heima ef blaðið var keypt í bókabúð. Hann stökk auðvitað á tilboðið og fær nú tímaritið sitt reglulega inn um lúg- una. Morgunblaðið/Kristján Víkverji var hrifinn af því að veit- ingahúsið skyldi vera með sérstakt leikhorn fyrir börn. LÁRÉTT 1 hnattar, 4 flugvélar, 7 snáðum, 8 málmur, 9 um- fram, 11 harmur, 13 grenja, 14 telur, 15 bút, 17 hönd, 20 stöðugt, 22 reyfið, 23 naddur, 24 falla, 25 smákorns. LÓÐRÉTT 1 hosu, 2 stafategund, 3 hæsi, 4 þæg, 5 glatar, 6 rugga, 10 snaginn, 12 spök, 13 snák, 15 þjófnað, 16 kostnaður, 18 snúin, 19 bjálfar, 20 spotta, 21 hagnýta sér. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 lúsablesi, 8 undum, 9 gests, 10 ugg, 11 Arnar, 13 skaða, 15 stúss, 18 staka, 21 tík, 22 mafía, 23 arður, 24 prófastur. Lóðrétt: 2 úldin, 3 aumur, 4 leggs, 5 sussa, 6 suma, 7 Esja, 12 als, 14 kot, 15 sómi, 16 útför, 17 starf, 18 skass, 19 auðnu, 20 arra. Krossgáta Popp TV – góðir gæjar Í SUMAR var ég ásamt fjölskyldu minni í sumar- leyfisferð á Spáni. Með í för var 9 ára ömmustrák- ur. Drengurinn fann sér fljótt leikfélaga, systkini 9 og 11 ára. Þessi þrjú eyddu löngum stundum í sundlauginni við hótelið þar sem við dvöldum. Nokkru áður en við fór- um heim tilkynntu börnin að þau hefðu kynnst strákum sem sjá um þátt á Popp TV og þeir hefðu boðið þeim að koma í heimsókn í stúdíó til þeirra. Nokkru eftir að við komum heim fór drengur- inn að spyrja hvort mamma vildi nú ekki hringja á sjónvarpsstöðina og athuga hvenær þau ættu að mæta. Þetta var látið eftir honum og allt var eins og Popp TV- strákarnir höfðu sagt, þau áttu að mæta í studíóið næsta þriðjudag fyrir kl. 11. Krakkarnir voru full eftirvæntingar þegar ég keyrði þau öll upp í Lyng- háls. Síðan var umtalað að þau myndu hringja þegar tími væri til að sækja þau. Um sexleytið var ég svo beðin að koma og sækja okkar dreng, en móðir systkinanna náði í þau. Þegar ég kom á staðinn beið hann við dyrnar ásamt einum umsjónar- manni Popp TV. Drengur- inn var alveg í sjöunda himni, dagurinn hafði ver- ið eitt ævintýri. Það hafði verið dekrað við krakk- ana, þeim skemmt og þau síðan leyst út með gjöfum. Þegar krakkarnir sögðu okkur frá þessu heimboði úti á Spáni þá héldum við að þetta boð væri nú bara til að losna við ágengni þeirra, en Popp TV-menn stóðu við orð sín. Þeir eiga hrós skilið og eru að mínu áliti góðir gæjar. Amman. Þakkir ÉG vil þakka Ríkissjón- varpinu fyrir útsendingar á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í París og frábærar lýsingar Samúels og félaga. Gaman var að sjá hvað Frakkar eru snjallir, allt gekk frá- bærlega vel og áhorfendur fylltu þennan glæsilega völl alla daga og stemn- ingin var stórkostleg. Vilhjálmur Sigurðsson. Þvottavenjur í sundlaugum MÉR blöskrar hvað það eru margir sem fara í sund án þess að sápuþvo sér fyrst. Sérstaklega finnst mér þetta vera al- gengt í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði en þar virðist það vera reglan frekar en undantekningin að menn þvo sér ekki áður en farið er út í laug. Engin gæsla er við sturturnar svo sóðarnir geta athafnað sig að vild og farið út í laug með allan skítinn á sér, sömu laug og aðrir sem sápuþvo sér baða sig í. Skora ég á sundlaugar- gesti að sápuþvo sér og á stjórnendur Suðurbæjar- laugar að fylgjast með þvottavenjum í sturtunni. Sundlaugargestur. Kettir við Hafravatn ÞAÐ virðist vera mikið um að köttum sé hent úr bílnum við Hafravatn. Alltaf er verið að auglýsa eftir týndum kisum og ætti fólk að athuga þetta svæði. Sumarbústaðaeigandi. Góðar kartöflur VEGNA skrifa undanfarið í Velvakanda um slæmar kartöflur vildi Áslaug benda lesendum á að það væru mjög góðar kart- öflur fáánlegar í Nettó í Mjódd. Þær eru seldar í lausu og fólk velur sér sjálft í poka. Segist hún leggja það á sig að fara þangað að kaupa kartöflur þó að hún búi í Grafarvogi. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst í Rimahverfi sunnudaginn 31. ágúst sl. Upplýsingar í síma 693 0599. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.