Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 37 HELGIN var góð að því leyti að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimmtán ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur. Þá var til- kynnt um 51 umferðaróhapp með eignatjóni. Á föstudagskvöld var tilkynnt um árekstur á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Bifreið- unum öllum ekið austur Kringlumýrarbraut eftir hægri akrein. Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið var fyrst ekið aftan á aðra bif- reið. Augnabliki síðar var þriðju bifreiðinni ek- ið aftan á þá fyrstnefndu sem við höggið kast- aðist til hægri og lenti á ljósastaur. Ökumaður fyrstnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið en hann fann til eymsla í báðum fótum og brjósti. Hann notaði ekki ör- yggisbelti. Innbrot í Háaleitishverfi Eftir hádegi á föstudag var tilkynnt um inn- brot í Háaleitishverfi. Hurð á bílskúrshurð var spennt upp og stolið fluguveiðistöng, veiðihjóli, spúnum, flugum, reiðhjóli og reiðhjólahjálmi. Ekki er vitað hvort þjófurinn hefur ætlað á reiðhjólinu til stangveiða. Einnig var tilkynnt um innbrot á heimili í Norðurmýri. Hurð hafði verið spennt upp til að komast inn og var stolið myndbandstæki og frakka. Framan af aðfaranótt laugardags var rólegt í miðborginni. Tilkynnt var um að ráðist hefði verið á dyravörð á veitingastað. Þrír menn réð- ust á dyravörðinn og hlupu síðan á brott. Til átaka kom á milli manna við aðra tvo veit- ingastaði. Þá var tilkynnt um slagsmál utan við veit- ingahús við Vegamótastíg. Tveir menn réðust á tilkynnanda sem fékk áverka í andlit og víð- ar. Gerendur voru farnir af vettvangi á bíl. Fannst blóðugur í götunni Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um blóðugan mann, liggjandi utan við veitinga- hús í miðborginni. Hann hafði verið laminn af 3–4 mönnum sem veittust að honum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Vegna landsleiks Íslands og Þýskalands var lögreglan með viðbúnað á Laugardalsvellinum. Þar var hópur lögreglumanna og hjálparsveit- armenn. Ekki þurfti að hafa afskipti af neinum en mikil stemning var á leiknum. Aðfaranótt sunnudags var mannlíf rólegt í miðborginni fram eftir nóttu. Talsvert var af fólki á rölti á milli veitingahúsa en ekki þurfti að hafa mikil afskipti af því. Einhverjum var vísað út af skemmtistöðum og voru nokkrir sóttir þar sem dyraverðir voru með þá í tökum. Ölvaður maður lamdi konu fyrir utan veit- ingastað og slagsmál voru við annan veit- ingastað. Þrír menn voru lamdir með stól en árásarmenn voru farnir þegar lögreglan kom á staðinn. Mönnunum var ekið á slysadeild en þeir voru með minniháttar skrámur. Þrír menn voru færðir í fangageymslu úr miðborg- inni eftir nóttina. Skömmu fyrir hádegi var tilkynnt um inn- brot í Heiðargerði. Þar hafði hurð í kjallara verið spennt upp, farið inn og verkfærum stol- ið. Svo hafði verið farið upp á hæðina, rótað til og stolið smámynt og bankabók. Verkfærin fundust í nálægum garði og skömmu síðar voru tveir piltar handteknir á Bústaðavegi, grunaðir um innbrotið. Eftir hádegi á sunnudag var tilkynnt um innbrot í bílskúr í Fellahverfi. Þar var farið inn um litla dyr á bílskúrshurð, stolið kvenmanns- hjóli og hjálmi. Talsvert var rótað til í bíl- skúrnum. Þá var tilkynnt um eld í geymslum í kjallara að Eyjabakka 24. Eldurinn reyndist vera í ruslageymslu og var hann fljótlega slökktur. Skemmdir munu ekki hafa orðið miklar en eldsupptök talin þau að ungir drengir hafi ver- ið að fikta með eldspýtur í ruslageymslunni. Úr dagbók lögreglunnar 5. til 8. september Stóráfallalaus helgi þrátt fyrir eril ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óhjákvæmilegt að grípa þegar á þessu hausti til aðgerða til að verja kjör sauðfjárbænda. Markmið slíkra að- gerða á að vera að koma í veg fyrir að af- koma sauðfjárbænda versni enn og forsendur skapist til að snúa vörn í sókn í kjaramálum bænda. Þetta kemur fram í ályktun þing- flokksins sem borist hefur Morgunblaðinu. Þar segir ennfremur: „Má í því sambandi minna á að framundan eru kjarasamningar á vinnumarkaði þar sem samtök launamanna hyggjast berjast fyrir bættum kjörum umbjóðenda sinna. Í aðdrag- anda þess geta stjórnvöld ekki horft aðgerða- laus á eina lægst launuðu stétt landsins verða fyrir tuga prósenta kjaraskerðingu. Að óbreyttu stefnir í að tekjur sauðfjárrækt- arinnar í heild lækki um 250–300 milljónir króna vegna verðlækkunar hjá afurðastöðv- um og aukinnar útflutningsskyldu. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru til að taka slíka tekjuskerðingu á sig. Nátengdur vanda sauð- fjárræktarinnar er vandi þeirra bænda sem hafa tekjur af framleiðslu nautakjöts, en báð- ar greinarnar gjalda fyrir upplausnarástand á sviði afurðastöðva og kjötmarkaðar hér á landi og þá óheilbrigðu viðskiptahætti sem þar tíðkast. Í kjúklinga- og svínarækt eru sjálfstæðir framleiðendur, sem ekki er haldið gangandi af fjármálafyrirtækjum, óðum að týna tölunni. Stjórnvöld geta ekki látið sem þeim komi þessi vandi ekki við, hvorki gagn- vart því sem lýtur að kjörum bænda né hinu sem varðar viðskiptahætti á kjötmarkaði. Loðdýraræktin kallar einnig eftir aðgerð- um stjórnvalda til að hún fái notið sambæri- legra rekstrarskilyrða og atvinnugreinin ger- ir í nágrannalöndunum, einkum hvað varðar aðgang að hráefni til fóðurgerðar og flutn- ingskostnað. Óhagstæð gengisþróun að und- anförnu gerir það að verkum að greinin þarf nauðsynlega á sambærilegu rekstrarumhverfi að halda eigi hún að lifa af. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að loðdýraræktin breytir þúsundum tonna af lífrænum úrgangi í útflutningsverðmæti, úrgangi sem annars er fargað með ærnum tilkostnaði. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur að skipta beri aðgerð- um nú í tvennt; það er annars vegar bráðaað- gerðir sem hafi það að markmiði að verja bændur fyrir frekara tekjufalli. Hins vegar ber brýna nauðsyn til að móta framtíðar- stefnu í málefnum landbúnaðarins. Landbún- aðarstefnan verður að fela í sér möguleika á að kjör bænda geti batnað á komandi árum og byggð í sveitum styrkst. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur mótað stefnu um að taka beri upp búsetutengdan grunnstuðning sem hluta af stuðningi við landbúnað og bú- setu í sveitum. Miðað yrði við heilsársbúsetu í sveitum og tiltekna skilgreinda landbúnaðar- starfsemi eða landbúnaðartengd atvinnuum- svif. Slíkt stoðkerfi við landbúnað og búsetu í strjálbýli opnar á fjölbreyttari þróunarmögu- leika en nú er, kemur á meira jafnræði milli greina, er líklegra til að standast alþjóða- samninga á viðkomandi sviði og er laust við ýmsa ókosti sem núverandi fyrirkomulag hef- ur t.d. hvað varðar ættliðaskipti eða end- urnýjun í greininni. Þingflokkurinn skorar á ríkisstjórnina að undirbúa án tafar aðgerðir til lausnar bráðavanda landbúnaðarins. Liggi tillögur um slíkt ekki fyrir þegar þing kemur saman í októberbyrjun mun þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs taka málið upp á Alþingi.“ Ályktun frá þingflokki VG Óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða til varnar sauðfjárbændum ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starf forstöðumanns Náttúrustofu Norðausturlands er laust til umsóknar Náttúrustofa Norðausturlands starfar sam- kvæmt lögum nr. 60/1992, með síðari breyting- um nr. 92/2002. Stofan mun hefja starfsemi 1. janúar 2004. Gert er ráð fyrir að forstöðu- maður komi að undirbúningi starfseminnar og æskilegt að hann geti hafið störf sem fyrst. Stofan mun hafa aðsetur á Húsavík og mun rekstur hennar verða í samstarfi við Þekkingar- setur Þingeyinga. Starf forstöðumanns felst í daglegum rekstri stofunnar sem og öflun og úrvinnslu verkefna, ráðgjöf og fræðslu fyrir sveitarfélög, félagasamtök og skóla. Í undir- búningsvinnu að stofnun Náttúrustofunnar hefur verið gert ráð fyrir sérhæfingu á sviði fuglavistfræði. Hæfniskröfur:  Háskólapróf í líffræði og sérmenntun í fuglavistfræði.  Staðgóð þekking á náttúrufari á Norðaustur- landi.  Reynsla af náttúrurannsóknum á Norð- austurlandi.  Reynsla af kennslu og/eða annars konar fræðslu um náttúrufræði.  Innsýn í starfsemi/uppbyggingu þekkingar- setra á landsbyggðinni sem rekin eru í samstarfi við háskóla. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofurnar á Húsavík, merkt „Náttúrustofa Norðaustur- lands - forstöðumaður“. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Stjórnin. Starfsfólk óskast í svínasláturhús á höfuðborgarsvæðinu. Kjötiðnaðarmenn og starfsfólk, bæði vant og óvant. Góð laun fyrir góða menn. Upplýsingar gefur Hilmar í síma 895 9600 frá kl. 8 til 17. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Aðalskipulag Bessastaða- hrepps — Breyting Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bessastað- ahrepps 1993-2013 auglýsist hér með sam- kvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Í staðfestu aðalskipulagi 1993-2013 er byggða- reitur umhverfis Hvol á norðurnesinu ætlaður fyrir íbúðabyggð eftir að aðalskipulagstímabili lýkur. Breytingin felst í því að íbúðarsvæðið er ætlað til byggingar á aðalskipulagstímabil- inu. Einnig er bætt við stígum frá íbúðabyggð- inni í átt að Jörfavegi. Skipulagsuppdráttur, sem sýnir aðalskipulags- breytinguna, verður til sýnis á skrifstofu Bessa- staðahrepps á Bjarnastöðum frá kl. 8:00—16:00 alla virka daga frá 11. september til 24. október 2003. Hverjum þeim sem telur sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn frestur til að skila skriflegum athugasemdum til sveitarstjó- ra Bessastaðahrepps til 24. október 2003. Þeir sem ekki gera athugasemdir við hina auglýstu breytingartillögu innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Deiliskipulag við Hvol Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðar- hverfis við Hvol í Bessastaðahreppi auglýsist hér með samkvæmt 1. mgr. 26. gr., sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs af Jörf- avegi og nær til lóðar Hvols og íbúðabyggðar við götuna Fálkastíg. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir átta ein- býlishúsum við Fálkastíg í stað þriggja í gild- andi deiliskipulagi, lóð fyrir dreifistöð rafveitu verður staðsett við Jörfaveg og bætt er við stíg frá Fálkastíg að Jörfavegi. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, frá kl. 08:00 - 16:00 alla virka daga frá 11. september til 24. október 2003. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta er gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 24. október 2003. Athugasemdum skal skilað til sveitarstjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.00. "Bjálkinn sem blindar" (Lúk 6.37- 42). Ræðumaður: Haraldur Ólafsson. Heitt á könnunni eftir samkom- una. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.