Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 1

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 1
KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur skipað sumum starfs- mönnum samtakanna í Írak að yfirgefa landið til bráðabirgða. Fred Eckhard, talsmaður Annans, sagði, að brottflutn- ingurinn hefði hafist í gær og þegar honum lyki, yrðu aðeins fáir starfsmenn eftir en þeir voru 650 fyrir árásina á aðal- stöðvar SÞ í Bagdad í síðasta mánuði. Talsmenn SÞ segja, að ákvörðun Annans sé áfall fyrir Bandaríkjastjórn og líkleg til að grafa undan tilraunum hennar til að fá SÞ til að taka meiri þátt í uppbyggingunni í Írak. Starfsemi SÞ í Írak minnkuð Sameinuðu þjóðunum. AFP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka sex skálum Ferðafélags Íslands við svo- nefndan Laugaveg í vetur vegna slæmrar umgengni um þá, en gæsla er ekki í skálunum að vetri til. Úti- vist hefur þegar lokað sínum skálum. Um er að ræða skála FÍ í Land- mannalaugum, við Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur og Langadal í Þórsmörk. Í hverjum skála verður þó opið neyðarathvarf sem hægt verður að komast í. Elín Björk Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að þau hafi orðið að loka skálunum vegna slæmrar umgengni, auk þess sem fólk noti aðstöðu sem það eigi að borga fyrir án þess að gera það. Á undanförnum árum hefur um- Útivist hefur þegar lokað sínum skálum gengni um skála félagsins verið mjög slæm og virðist fara versnandi og miklar skemmdir hafa verið unnar í sumum þeirra. Engir skálaverðir hafa verið í skálum á veturna það heyrir til und- antekninga að þeir sem nýta sér skálana að vetrarlagi, greiði fyrir af- notin. „Það virðist vera til fólk sem telur sér hvorki skylt að virða eign- arrétt annarra né að ganga sóma- samlega um. Félagið telur sér ekki lengur fært að hafa skála sína opna a.m.k. á meðan ofangreind viðhorf virðast ríkjandi hjá hluta þeirra sem ferðast um hálendið utan gæslutíma. Þeir sem hyggjast nýta sér skálana verða því framvegis að koma á skrif- stofu félagsins og fá lykla að skálum sem þeir vilja gista í,“ segir í tilkynn- ingu Ferðafélagsins. Þolinmæði félagsmanna þrotin Fram kemur að skálar félagsins við Langjökul og á Kili verði opnir enn um sinn en ef umgengni batni ekki verði þeim einnig læst í náinni framtíð. „Félagið hefur í lengstu lög frestað því að fara þessa leið en nú er svo komið að þolinmæli félagsmanna er þrotin en þeir leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu við nýbyggingar og viðhald skálanna,“ segir ennfremur. Neyðarskjól „ÉG held að það sé mjög áríðandi að fólk geti komist í þessi hús í neyðartilfellum að sumri til jafnt sem vetri,“ segir Jón Gunnarsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar um ákvörðun FÍ. Hann segist þó hafa skilning á þess- ari ákvörðun enda sé slæm um- gengni ferðafólks vandamál. „Við þekkjum þetta vel sjálf í neyð- arskýlum okkar víða um landið, þar sem umgengnin getur stundum ver- ið alveg hrikaleg og skemmdarfýsn ræður stundum ferðinni.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins STOFNAÐ 1913 260. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mikilvægasta máltíð dagsins Langsokkar í tísku Lína leggur línuna fyrir veturinn | Daglegt líf 22 Ívar Örn leikari hefur eignast lítinn pabbastrák | Fólkið 8 Með sínu nefi Gestirnir syngja hástöfum með KK og Magga | Fólk í fréttum 47 Lítill kútur pabbastráks SÆNSKA lögreglan virðist sannfærð um, að hún hafi í haldi morðingja Önnu Lindh, utanrík- isráðherra Svíþjóðar. Hefur hún að sögn góðar sannanir gegn honum og ætlaði nú í morgun að fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. „Við teljum okkur hafa upplýst málið,“ hafði sænska fréttastofan TT eftir heimildamanni innan lögreglunnar. „Það er alveg ljóst, að þessi 24 ára gamli maður er morðinginn.“ TT, Expressen og fleiri fjölmiðlar segja, að DNA-greiningu á hári, sem fannst í derhúfu við morðstaðinn, og á hári mannsins beri saman. Búist er við, að lögreglan birti í dag myndir af manninum en fjölmiðlar segja, að hann sé af júgóslavneskum ættum en fæddur í Svíþjóð. Hafi hann átt mjög erfiða æsku. Er hann var sex ára voru hann og systir hans send til ætt- ingja í Júgóslavíu en síðan aftur til Svíþjóðar sjö árum síðar. Hafi hann þá verið búinn að gleyma sænskunni að miklu leyti og orðið út- undan í skóla. Hafi þá strax farið að bera á sál- rænum erfiðleikum hjá honum. Á heimili hans var ástandið ekki betra því að faðir hans var drykkfelldur og misþyrmdi móð- ur hans. Fyrir sjö árum stakk hann föður sinn með eldhúshnífi og kvaðst þá furða sig á því, að hann hefði ekki gert það fyrr. Hefur maðurinn margsinnis komist í kast við lögin og fjölmiðlar hafa það eftir ættingjum hans, að hann hafi oft talað um að drepa einhvern og síðan sjálfan sig. Lögmaður mannsins sagði í gær að hann neitaði sök en honum er haldið í sama klefa og Per Olof Svensson, sem sleppt var í fyrradag. Rannsókn lögreglunnar á morði Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar „Teljum málið upplýst“ Stokkhólmi. AP, AFP. AP Lögreglumaður með ýmislegt sem lagt var hald á við húsrannsókn á heimili mannsins sem nú er í haldi.  Hugleiðir/14 Aukið öryggi – hærra verð HÁVÆRAR kröfur eru um það í Danmörku, að öryggið í raforku- dreifingu verði aukið til að raf- magnsleysið þar og í Suður-Svíþjóð síðastliðinn þriðjudag endurtaki sig ekki. Sérfræðingar segja hins vegar, að það þýddi hærra orkuverð. Að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum, meðal annars Jyllands- Posten, stangast krafan um aukið ör- yggi á við það markaðsumhverfi, sem orkufyrirtækin búa nú við. Arðsemin í fyrirrúmi „Áður en raforkukerfið var einka- vætt, var lögð áhersla á öryggi í bak og fyrir en nú verða fyrirtækin að taka tillit til markaðarins og arðsem- innar. Ef kerfið ætti að vera búið undir aðstæður eins og þær, sem voru á þriðjudag, röð óhappa, sem leiddu til rafmagnsleysisins, yrðu neytendur einfaldlega að borga miklu hærra verð fyrir orkuna,“ sagði Kaare Sandholt, upplýsinga- stjóri hjá Elkraft. Þessi mál hafa verið til umræðu á þingi og þar hafa komið fram hug- myndir um, að ríkið borgi fyrirtækj- unum fyrir að styrkja dreifikerfið. AP Ráfað um í rafmagnsleysi í aðaljárn- brautarstöðinni í Kaupmannahöfn. FÍ lokar sex fjallaskálum vegna slæmrar umgengni ÖFLUGUR jarðskjálfti, líklega 8stig á Richter, reið yfir Hokkaido-eyí Norður-Japan í gærkvöld að ísl.tíma. Var fólk í strandbyggðunum varað við hugsanlegri flóðbylgju. Skjálftinn átti upptök sín undan austurströnd Hokkaido og olli því, að byggingar riðuðu til og fréttir voru um, að á annað hundrað manns hefði slasast. Þá kviknaði í geymi í olíu- hreinsunarstöð og lagði mikinn reyk frá eldinum. Jarðskjálfti upp á 8 stig Tókýó. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.