Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 26.09.2003, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stefnt er að því Seltjarnarnesbær og Þjóðminjasafnið geri með sér samning um rekstur, viðhald og umsjón Nesstofu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bæj- arfélaginu. Samkvæmt samnings- drögum mun Seltjarnarnesbær kosta hönnun og frágang á lóð en Þjóðminjasafnið greiðir kostnað vegna endurbóta á húsinu sjálfu. Framkvæmdum við húsið og lóð þess á að vera lokið á þremur árum, samkvæmt því sem kemur fram í samningnum. Þjóðminjasafnið hef- ur átt húsið frá árinu 1979 en með samningnum er vonast til að stofan fái veigamikinn sess í bæjarlífi Sel- tjarnarness. Með þessari viðbót hefur Eimskip yf- ir að ráða ríflega 7.000 tonna rými undir frystar sjávarafurðir í geymslum sínum. Keflavíkurverktak- ar og Frostmark sáu um fram- kvæmdir við nýju frystigeymsluna en VSÓ ráðgjöf annaðist umsjón með framkvæmdum. Framkvæmdir við nýju geymsluna tóku fjóra mánuði. Framkvæmdin er liður í langtíma- uppbyggingu fyrirtækisins í Hafnar- firði, en með stækkuninni skapast tækifæri fyrir Eimskip að efla og auka sjávarútvegstengda þjónustu á heimamarkaði sínum í Norður-Atl- antshafi. Fjöldi erlendra fiskiskipa landar á athafnasvæði fyrirtækisins í Hafnar- firði á ári hverju. Þangað koma líka, á vegum fyrirtækisins, kæli- og frysti- skip, saltskip, timburskip ásamt skip- um með annarri stórflutningavöru, en Hafnarfjörður er aðalstórflutninga- höfn félagsins hér á landi. Athafnasvæði Eimskips í Hafnarfirði Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Nýja frystigeymslan tekur 4 þúsund tonn Hafnarfirði | Eimskip hefur tekið í notkun nýja frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði. Nýja geymslan, sem hlotið hefur nafnið Fjarðarfrost, tek- ur rúmlega 4.000 tonn og er þar með stærsta geymsla sinnar tegundar á höf- uðborgarsvæðinu. Breiðholti | Verktaki stefnir að því að umferð verði hleypt á nýju mislægu gatnamótin við Stekkjarbakka 8. október eða tíu dögum fyrr en til stóð í fyrstu, að sögn Hafliða Jónssonar verk- efnisstjóra hjá Vegagerðinni. „Samkvæmt samn- ingum á verktaki að ljúka verkinu 18. október ef honum tekst það fyrir þann tíma fær hann flýtifé upp á milljón krónur fyrir hvern dag sem tekst að flýta verkinu.“ Hafliði segir að framkvæmdir hafi gengið vel og snurðulaust fyrir sig enda hafi veð- ur verið gott í sumar. Stefnt er að því að framkvæmdum við ökuleiðir og göngubrú verði lokið 1. nóvember en lokafrá- gangur og gróðursetning munu bíða til vorsins. Að framkvæmdinni stendur Vegagerðin í sam- vinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ og er hönnun verksins unnin undir sameiginlegri verk- efnastjórn þeirra. Framkvæmdinni flýtt Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefnt á að hleypa umferð á brýrnar 8. október Mosfellsbæ | Hugmyndir eru uppi um að byggt verði íþróttamann- virki og ný sundlaug í Vesturhverfi í Mosfellsbæ. Áður hafði verið gert ráð fyrir byggingu íþróttasalar sem yrði samtengdur Lágafellsskóla og myndi fyrst og fremst vera notaður til kennslu en nú er til athugunar að byggt verði íþróttamannvirki í fullri stærð, innisundlaug, útisund- laug heitir pottar, gufubað og buslulaug fyrir börn. Hafa bæjaryfirvöld látið gera frumathugun á hvort slíkt mann- virki rúmist svo vel fari á lóð við Lækjarhlíð suðvestan við Lága- fellsskóla og var niðurstaðan já- kvæð. Í Mosfellsbæ er nú fyrir ein sundlaug við Varmá sem byggð var snemma á sjöunda áratugnum, að sögn Stefáns Ómars Jónssonar bæjarritara í Mosfellsbæ. Hann segir að gert sé ráð fyrir að íþróttamiðstöðin nýja þjóni skól- anum og íbúum svæðisins og síðar nýrri byggð á Blikastaðalandi. Hann segir ekki ljóst hvenær fram- kvæmdir gætu hafist og bendir á að hér sé um hugmyndir að ræða, tillögurnar séu til skoðunar hjá nefndum, síðan eigi þær eftir að fara fyrir bæjarráð og bæjarstjórn. Nýtt íþróttahús og sundlaug Tölvumynd af fyrirhugaðri sundlaug og íþróttahúsi í Mosfellsbæ. Stuttmyndir| Nú stendur sem hæst stuttmyndasamkeppni ung- linga í grunnskólum Hafnarfjarðar og er viðfangsefnið umferðin. Peningaverðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, 40 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti. Skilafrestur er í síðasta lagi 3. október.    Konur fleiri | Í Reykjavík eru kon- ur um 2.000 fleiri en karlar og mið- aldur Reykvíkinga er 33 ára, það er að segja, jafnmargir eru eldri og yngri en 33 ára, samkvæmt upplýs- ingum af vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að rúmlega 2.000 Reykvíkingar eru fæddir árið 1973.    Aldraðir á Nesinu | Tillögur hóps um þjónustu við eldri borgara á Sel- tjarnarnesi hafa verið ræddar í bæj- arstjórn. Tillögu um stærð og stað- setningu hjúkrunarheimilis hefur verið vísað til skipulags- og mann- virkjanefndar ásamt tillögu um fjölgun þjónustuíbúða fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Þá hefur bæj- arstjóra verið falið að undirbúa framkvæmd og ganga til viðræðna við heilbrigðisyfirvöld um kostnað vegna dagvistunar fyrir aldraða, en slík þjónusta hefur ekki verið í boði á Seltjarnarnesi.    Samningur um Nesstofu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.