Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SVIPTINGARNAR í íslensku viðskiptalífi að
undanförnu hafa vakið athygli. Morgunblaðið
spurði formenn þingflokkanna um áhrif þess-
ara sviptinga á gang þjóðmála, um hlut bank-
anna í þessum sviptingum og hvort ástæða
væri til að setja viðskiptalífinu nákvæmari
starfsramma. Einar K. Guðfinnsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að
ómögulegt sé að segja til um til hvers þessar
sviptingar muni leiða. Guðjón A. Kristjánsson,
formaður þingflokks Frjálslynda flokksins,
tekur í sama streng. Hjálmar Árnason, for-
maður þingflokks Framsóknarflokksins, segir
að íslenska fjármála- og efnahagslífið sé
smátt og viðkvæmt fyrir snöggum dýfum.
Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks
Ekki hlutverk bankann
ráðandi í stórum fyrirt
EINAR K. Guðfinnsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
segist vera viss um að sviptingarnar
í viðskiptalífinu veki pólitískar
spurningar og
það kæmi sér á
óvart ef málið
myndi ekki rata
með einhverjum
hætti inn í sali
Alþingis, en tím-
inn verði að leiða
í ljós til hvers
sviptingarnar
leiði.
„Það er alveg
ómögulegt að segja til um til hvers
þessar sviptingar muni leiða, hvort
þær að lokum leiði til aukinnar
valdasamþjöppunar eða hvort þær
geti haft hið gagnstæða í för með
sér,“ segir Einar. „Yfirlýst markmið
þeirra sem hafa spilað hvað ákafast
á þessum velli hefur verið það að
örva viðskipti með hlutabréf og auð-
velda þar með almenningi þátttöku í
hlutabréfaviðskiptum. Ef það geng-
ur eftir þá er það vissulega til góðs.“
Einar segist vera sammála því
sem hafi komið fram hjá Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, að það
sé mjög óheppilegt að bankar séu
ráðandi í stórum og öflugum fyr-
irtækjum til langs tíma. „Það getur
verið réttlætanlegt á einhverju
tímaskeiði af ýmsum ástæðum,
bæði til þess að stuðla að einhverri
umbreytingu og til að verja hags-
muni bankans, en það er alveg úti-
lokað að það geti gengið til lengri
tíma.“
Formaður þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins telur sjálfsagt að fara í
gegnum það hvort þörf sé á að setja
viðskiptalífinu nákvæmari starfs-
ramma með lögum og reglum. Þess-
um reglum hafi verið breytt mjög
mikið eins og til dæmis lögum um
verðbréfaviðskipti, lögum um Kaup-
höll Íslands, upplýsingaskyldu og
ýmislegt fleira auk þess sem farið
hafi verið í gegnum bókhaldslög.
„Allt hefur þetta verið liður í því að
gera upplýsingarnar aðgengilegri,
bæði fyrir almenning og stofn-
fjárfesta, og eins að stýra ábyrgð
stjórnvalda og þeirra sem fara með
ráðandi vald í hlutafélögum, en
þetta er hins vegar síkvikur mark-
aður og sjálfsagt að hafa breytingar
alltaf undir.“
Einar K. Guðfinnsson
Síkvikur
markaður
Einar K.
Guðfinnsson
GUÐJÓN A. Kristjánsson, for-
maður þingflokks Frjálslynda
flokksins, segir að þó hann sé já-
kvæður gagn-
vart breytingum
í íslensku við-
skiptalífi sé það
stór spurning til
hvers þessar
sviptingar sem
orðið hafa muni
leiða. „Ég held
að enginn viti
það í dag til
hvers þetta leið-
ir. Það er spurning í svona litlu
þjóðfélagi hvort sviptingar fram og
til baka séu einmitt það sem okkur
þykir gott. Ég dreg það mjög í
efa.“
Að sögn Guðjóns hefði t.d. mátt
stýra ferlinu betur við einkavæð-
ingu bankanna. „Út af fyrir sig var
ég og minn flokkur ekki andvígur
því, en við gerðum hins vegar
miklar kröfur um að bankarnir
yrðu í dreifðri eignaraðild og jafn-
framt að ekki væri hægt að safna
þeirri dreifðu eignaraðild á fáar
hendur á örfáum mánuðum eftir að
slík sala fór fram, heldur að settar
hefðu verið einhverjar kvaðir á það
hvenær menn mættu selja eign-
arhluti sína.“
Þá segist Guðjón telja að bank-
arnir séu að fara út fyrir sitt verk-
svið þegar bankastofnanir séu
farnar að hafa áhrif á eignaraðild
stórra fyrirtækja á Íslandi. „Mér
finnst það ekki alveg þeirra hlut-
verk og set mikið spurningamerki
við það hvort venjulegir viðskipta-
bankar eigi að fara inn í þetta með
þessum hætti.
Við hljótum að þurfa að skoða
hvaða lagarammi er utan um
venjulegar bankastofnanir og
hversu langt bankarnir megi
ganga í því að hafa hin og þessi
áhrif til að breyta eignastöðu í ís-
lenskum fyrirtækjum. Það getur
haft mikil áhrif út um allt land og
jafnvel á atvinnulíf fólks á ein-
stökum stöðum.“
Guðjón segist þó ekki vilja full-
yrða fryrirfram hvort löggjafinn
þurfi að setja nýjar reglur en að
þessi mál þurfi skoðunar við eftir
síðustu atburði í viðskiptalífinu. Að
sögn Guðjóns hefur þessi fram-
vinda mála örugglega pólitísk áhrif
því flokkar muni skoða sína pólitík
út frá þessum sviptingum og hvaða
lærdóm megi draga af þessari
reynslu.
Guðjón A. Kristjánsson
Enginn veit
til hvers
þetta leiðir
Guðjón A.
Kristjánsson
HJÁLMAR Árnason, formaður
þingflokks Framsóknarmanna,
segir að sviptingarnar að und-
anförnu í ís-
lensku við-
skiptalífi sýni
hve íslenska
fjármála- og
efnahagslífið sé
smátt og þá um
leið viðkvæmt
fyrir snöggum
dýfum. Að mati
Hjálmars eru
átökin og svipt-
ingarnar í viðskiptalífinu ekki á
milli pólitískra blokka, heldur séu
þetta fyrst og fremst fjárfestar sem
takist grimmilega á.
Aðspurður hvort löggjafinn þurfi
í ljósi þessarar reynslu að setja við-
skiptalífinu nákvæmari ramma seg-
ir Hjálmar að það hljóti að koma til
umræðu á komandi þingi, hvort
skerpa þurfi á lögum og reglum við-
skiptalífsins.
„Ég hlýt líka að setja spurn-
ingamerki við hlutverk bankanna.
Eru þeir að missa sinn trúverð-
ugleika sem viðskiptabankar? Mér
finnst það vera ein meginskylda
þingsins núna að fara einmitt í
gegnum eignarhald bankanna og
áhrif bankakerfisins á atvinnulífið
með eignarhaldi, fara í greiningu á
því og velta upp þeirri spur
hvort við þurfum að grípa t
hverra aðgerða.“
Að sögn Hjálmars hefur
jafnframt lagt það til við fo
efnahags- og viðskiptanefn
þingis að nefndin taki sérst
fund í að kanna hvort þau s
sem sett voru til kaupa á L
bankanum hafi verið uppfy
Hjálmar segist telja að s
Búnaðarbankanum hafi he
mjög vel, en setur spurning
við söluna á Landsbankanu
ég set það í samband við hi
tísku markmið ríkisstjórna
um dreifða eignaraðild, þá
segja að það hafi heppnast
með Búnaðarbankann, en s
hluthafinn þar á ekki nema
berum við það saman við L
bankann, og með fullri virð
ir ráðandi eigendum þar, þ
tölurnar okkur einar og sér
hafi ekki tekist þetta megin
mið.“
Vegna fyrirhugaðrar söl
Landssímanum segir Hjálm
tryggja verði samkeppnisg
völlinn, annars sé betur he
ið. „Ef meintir nýir eigend
einuðust Og Vodafone, hva
samkeppnin? Þá vil ég frek
ríkisrekstur heldur en eink
fákeppni. Ég held að þetta
okkur líka að einkavæðing
geiranum er mál sem er ek
skrá.“
Hjálmar Árnason
Skylda
þingsins að
kanna eign-
arhald banka
Hjálmar
Árnason
BRYNDÍS Hlöðversdóttir
maður þingflokks Samfylk
arinnar, segir enga spurn
að ákve
tengsl s
milli svi
fjármál
og stjór
anna en
sé að sp
hvort þ
góðs eð
„Það se
kannski
athygli
sviptingum er þáttur bank
ég held að þar sé mikilvæ
stjórnmálamenn skoði hvo
sé eðlilegt að bankar geti
þessum hætti hlutast til u
viðskiptalífinu. Ég leyfi m
efast um að það sé hægt t
um Norðurlöndum ef mað
ar þátt bankanna í viðskip
þar.“
Að mati Bryndísar þarf
mælalaust að endurskoða
bankanna í viðskiptalífinu
sambandi gæti verið mjög
að skoða hvaða leiðir önnu
hafa farið í þessu. „Ég hel
sé eitthvað sem er skoðun
og ég tel að hvergi sé jafn
unarlaust, ef við getum or
þannig, fyrir banka að kom
beinum hætti inn í viðskip
og hér á landi. Ég held að
arnir eigi fyrst og fremst
þjónustustofnanir en ekki
þátttakendur í valdablokk
Þeir verða ekki mjög trúv
sem sjálfstæðar þjónustus
fyrir neytendur, fyrirtæki
staklinga, ef þeir eru með
hætt að taka þátt í sviptin
markaði, eins og þeir hafa
Bryndís Hlöðversdótt
Bankar sé
fyrst og
fremst þjó
ustustofna
Bryndís
Hlöðversdóttir
INNANTÓMT „VALFRELSI“
Í grein hér í blaðinu í síðustu vikusagði Katrín Jakobsdóttir, einnfulltrúi Reykjavíkurlistans í
fræðsluráði Reykjavíkur: „Við [Reykja-
víkurlistinn] höfum einnig ýtt undir
sveigjanleika í skólastarfi og reynt að
gera skólum kleift að sérhæfa sig, t.d.
með því að verða móðurskólar í tiltekn-
um fögum. Og við höfum að sama skapi
ýtt undir valfrelsi almennings. Börn
eru ekki lengur skyldug til að sækja
sinn hverfisskóla þó að sjálfstæðismenn
virðist stundum halda það. Þau geta
farið annað og staðreyndin er sú að um
12% reykvískra grunnskólabarna kjósa
að sækja annan skóla en sinn hverfis-
skóla.“
Í frétt í Morgunblaðinu í dag kemur
fram í máli Gerðar G. Óskarsdóttur,
fræðslustjóra í Reykjavík, að þetta
hlutfall barna, sem ganga í skóla utan
síns hverfis, hafi verið óbreytt lengi.
Það bendir ekki til að foreldrar hafi
nýtt sér hið nýja valfrelsi, sem Reykja-
víkurlistinn segist hafa ýtt undir.
Aukinheldur bendir Gerður á að val
foreldra um skóla sé háð ýmsum skil-
yrðum, t.d. að pláss sé í skólanum, sem
sótt er um, og að skólastjórinn sam-
þykki umsóknina.
Í fréttinni segir: „Hún segir þessa
kosti ekki hafa verið kynnta fyrir for-
eldrum með aðgengilegum bæklingi,
eða auglýsta sérstaklega, heldur hafi
þessum upplýsingum verið komið á
framfæri í árlegri Starfsáætlun
fræðslumála í Reykjavík. Starfsáætlun-
in er kynnt fyrir öllum foreldraráðum í
grunnskólum borgarinnar.“
Hvers konar valfrelsi er það, þegar
fólk veit ekki af valkostunum? Hvernig
nýtist þá sérhæfing skólanna foreldrum
og nemendum?
Í foreldraráðum sitja þrír foreldrar í
hverjum skóla og þrír til vara. Það má
því ætla að í 34 almennum grunnskólum
borgarinnar hafi „valfrelsið“ verið
kynnt fyrir 100–200 foreldrum af þeim
þúsundum, sem eiga börn í grunnskól-
um Reykjavíkur.
Á vef Fræðslumiðstöðvarinnar, undir
hausnum „innritun“ segir að foreldrar
verði að skrá börn sín „í sínum heima-
skóla“. Ekki orð um val, enda segir
Gerður G. Óskarsdóttir í frétt Morg-
unblaðsins: „Foreldrar eru ekki hvattir
til þess að láta börn sín í skóla utan
hverfis síns, enda er stefnan sú að
byggja hverfaskóla.“
Það gæti ekki verið mikið skýrara, að
tal fulltrúa Reykjavíkurlistans um „val-
frelsi“ er innantómt hjal. Það er í raun
ekki ætlazt til að foreldrar í Reykjavík
velji um skóla fyrir börnin sín.
Gerður G. Óskarsdóttir segir að nú
séu „uppi áætlanir hjá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur að veita meiri upplýsingar
um skólana en gert hefur verið“. Í því
skyni stendur til að færa slíkar upplýs-
ingar inn á heimasíðu grunnskólanna.
Ef slík upplýsingagjöf til foreldra leiðir
til þess að valfrelsið eykst í raun, ber að
fagna því. En hvaða hvata munu skólar
borgarinnar hafa til að bjóða foreldrum
að velja og til að veita sem bezta þjón-
ustu? Munu fjárveitingar fylgja nem-
endum, þannig að eftirsóttir skólar
njóti vinsælda sinna? Ef ekki, hafa skól-
arnir ekkert annað en óhagræði af því
að foreldar velji þá. Þá eru kostir sam-
keppni milli skólanna, sem Morgun-
blaðið hefur m.a. hvatt til, ekki nýttir.
ÖRUGGARI LYFJAGJÖF
Yfirleitt fer saman þegar talað er umsparnað í heilbrigðisþjónustu að
draga verði úr þjónustu. Sú er þó ekki
alltaf raunin og nýr íslenskur hugbún-
aður ber því vitni. Íslenska hugbúnaðar-
fyrirtækið Theriak hefur undanfarið
unnið að því að koma á markað hugbún-
aði, sem notaður er til að stjórna lyfja-
gjöf sjúklinga á sjúkrahúsum. Í Morg-
unblaðinu í gær var greint frá því að
notkun þessa hugbúnaðar hjá St. Elisa-
beth-sjúkrahúsinu í Oberhausen í
Þýskalandi hefði leitt til þess að lyfja-
kostnaður þar hefði lækkað um 15 til 20
af hundraði á þessu ári. Kemur fram að
notkun hugbúnaðarins hafi einnig haft í
för með sér að líðan sjúklinga hafi batn-
að og legutími styst, sem einnig hafi
lækkað útgjöld.
Hugbúnaðurinn virkar þannig að
læknar skrá fyrirmæli á stofugangi um
lyfjagjöf og skammtastærð í þráðlausar
handtölvur, sem eru búnar hugbúnaðin-
um. Tölvurnar veita læknunum greiðan
aðgang að upplýsingum varðandi lyfja-
meðferð sjúklinganna og yfirsýn yfir
framgang meðferðarinnar. Með hug-
búnaði Theriak er notað lyfjasérfræði-
kerfið Dax, sem kemur úr smiðju Ís-
lenskrar erfðagreiningar og er ætlað að
auðvelda val á lyfjum, en með notkun
þess koma fram ábendingar um auka-
verkanir, ofnæmi, milliverkanir milli
lyfja, skammtastærðir og fleira.
Forsvarsmenn þýska sjúkrahússins
hafa ákveðið að fjárfesta frekar í hug-
búnaðinum fyrir önnur sjúkrahús, sem
þeir reka.
Búnaðurinn frá Theriak er einnig til
reynslu í verkefnum í Hollandi, Dan-
mörku og á Ítalíu og segir Gunnar Hall,
framkvæmdastjóri Theriak, að margir
spítalar fylgist spenntir með framvind-
unni.
Einnig er verið að prófa búnaðinn á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi og segir
Gunnar að náist sambærilegur árangur
þar og í Þýskalandi gæti lyfjakostnaður
lækkað um 375 milljónir króna á ári mið-
að við að ráðgert er að 2,5 milljarða
króna lyfjakostnaður verði á LSH árið
2003.
Sparnaður er vissulega mikilvægur,
en ekki má gleyma öryggisþættinum.
Glögg fyrirmæli um lyfjagjöf fyrir-
byggja mistök í þeim efnum, en þau geta
reynst afdrifarík. Í umfjöllun í Morgun-
blaðinu í byrjun janúar kom fram að er-
lendar rannsóknir hafa leitt í ljós að
dauðsföll af völdum rangra lyfjagjafa
séu allt að tvöfalt fleiri en dauðsföll af
völdum umferðarslysa. Norskar athug-
anir benda til að 500 til 1.000 Norðmenn
deyi árlega vegna lyfjamistaka og sam-
kvæmt rannsóknum deyja allt að 98 þús-
und Bandaríkjamenn á ári vegna lyfja-
mistaka eða um helmingi fleiri en látast í
umferðinni að meðaltali á ári. Sigurður
Guðmundsson, landlæknir, dró mjög í
efa í samtali við Morgunblaðið að hægt
væri að yfirfæra þessar tölur á Ísland.
Þær ættu ekki við hér þrátt fyrir að við-
urkennt væri að á íslenskum heilbrigð-
isstofnunum ættu sér stað mistök við
lyfjagjafir, líkt og annars staðar, sem
hefðu leitt til dauða sjúklinga.
Tækni sem gerir kleift að spara og
bæta um leið þjónustu og öryggi sjúk-
linga hljómar nánast of vel til að geta
staðist. Reynslan af hugbúnaði Theriak
lofar hins vegar góðu og verður spenn-
andi að fylgjast með framhaldinu.