Morgunblaðið - 26.09.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 35
✝ Guðrún Magnús-dóttir fæddist á
Hjalla í Ölfusi 31.
ágúst 1915. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Uppsölum í Fá-
skrúðsfirði 19. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir, f. 6. apríl 1889
á Kúludalsá í Innri-
Akraneshreppi í
Borgarfjarðarsýslu,
d. 4. nóvember 1955 í
Reykjavík, og Magn-
ús Jónsson, f. 4. maí
1889 á Hlíðarenda í Ölfusi, d. 9.
ágúst 1922 í Vestmannaeyjum.
Systkini Guðrúnar eru: Magnús, f.
25. júlí 1917, d. 9. maí 1922, og Þór-
unn, f. 12. desember 1920.
Hinn 4. október 1934 giftist Guð-
rún Stefáni Birni Björnssyni, f. 15.
júní 1906, d. 27. maí 1971. Börn
Guðrúnar og Stefáns eru: 1) Birgir,
f. 30. september 1937. Fyrri kona
hans var Guðný Þóra Þórisdóttir, f.
5. júlí 1941, d. 25. febrúar 1981.
Þeirra börn eru: a) Elísabet Guð-
rún, f. 28. júlí 1960, maki Valgeir
Kristján Guðmundsson, f. 7. apríl
1958. Börn þeirra eru: A) Jón Ein-
ar, f. 26. maí 1978, maki Martina
Hlavacova, f. 20. febrúar 1978. B)
Þóra Elísabet, f. 18. ágúst 1981,
maki Ingvar Már Konráðsson, f.
15. apríl 1975. Börn Þóru og Ingv-
ars eru: Stefán Ingi, f. 26. ágúst
1999 og Elísabet Sif, f. 29. septem-
ber 2001. C) Hafþór Ingi, f. 4. sept-
ember 1988 og D) Karítas Ósk, f.
21. janúar 1994. b) Stefán Þórir, f.
Snjólfur Marel, f. 4. júní 1998 og
Bergvin Einir, f. 20. júlí 2000. d)
Magnús Þorri, f. 9. febrúar 1969,
maki Valborg Jónsdóttir, f. 4. maí
1970. Þeirra börn eru: Valtýr Ar-
on, f. 7. júlí 1991 og Dagný Sól, f.
18. apríl 2001. e) Elis Frosti, f. 27.
febrúar 1970, maki Camilla Ró-
bertsdóttir, f. 16. mars 1970. Sonur
Frosta er Aðalsteinn Hugi, f. 10.
mars 1994 og dóttir Frosta og
Camillu er Ronja Snædís, f. 20. jan-
úar 2002. 3) Þórunn, f. 5. ágúst
1943, maki Bjarni Björnsson, f. 25.
nóvember 1943. Þeirra börn eru: a)
Guðrún, f. 26. desember 1964,
maki Hallur F. Beck, f. 2. október
1970. Þau eiga óskírðan son, f. 12.
apríl 2003. b) Elfa Bára, f. 25. jan-
úar 1966, maki Stefán Hjálmars-
son, f. 22.12. 1967. Dætur hennar
eru: Þórunn Sylvía Óskarsdóttir, f.
2. október 1988 og Sæunn Sunna
Samúelsdóttir, f. 20. ágúst 1991. c)
Björn Kristinn, f. 13. janúar 1972,
maki Hiep Thi Khuc Bjarnason, f.
12. júlí 1972. Dóttir Björns er Ísa-
bella Rún, f. 18. febrúar 1994 og
sonur Björns og Hiep Thi Khuc er
Toni Bjarni, f. 10. desember 2000.
Guðrún flutti með foreldrum sín-
um til Vestmannaeyja árið 1920 og
ólst þar upp en fljótlega eftir ferm-
ingu fór hún í vist til Reykjavíkur.
Þar kynntist hún Stefáni manni
sínum og þar dvöldu þau fyrstu bú-
skaparárin. Árið 1936 flytja þau
austur að Berunesi við Reyðarfjörð
og búa þar til ársins 1971 er Stefán
lést. Eftir það átti Guðrún heima á
Fáskrúðsfirði, lengst af hjá Magn-
úsi syni sínum og Petru konu hans
en síðustu árin bjó hún á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Uppsölum.
Útför Guðrúnar fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Bálför fer
fram síðar og jarðsett verður í
Vestmannaeyjum.
2. ágúst 1965, maki
Unnur Sigurðardóttir,
f. 14. júlí 1967. c) Guð-
laugur Björn, f. 14. júlí
1967, maki Kristín
Guðmundsdóttir, f. 30.
júní 1965. Börn þeirra
eru: Guðmundur Daði,
f. 3. desember 1989,
Guðný Björg, f. 5.
september 1991 og
Berglind Lilja, f. 20.
maí 1995. Síðari kona
Birgis: Aðalbjörg Raf-
nhildur Hjartardóttir,
f. 18. júlí 1942, þau
skildu. Börn þeirra
eru: a) Bjarki, f. 5. apríl 1977, b)
Börkur, f. 1. júní 1979, unnusta
Dögg Ásgeirsdóttir, f. 10. mars
1983. Barn hennar: Ýr Adolfsdótt-
ir, f. 26. mars 2000. c) Birgitta, f. 4.
febrúar 1983, maki Jóhann Helgi
Harðarson, f. 22. desember 1978.
Sonur Birgittu er Grétar Rafn Sig-
urbjörnsson, f. 9. ágúst 1999 og
dóttir Birgittu og Jóhanns er Sæsól
Ylfa, f. 12. nóvember 2002. 2)
Magnús, f. 6. ágúst 1939, maki
Petra Kristín Jakobsdóttir, f. 12.
september 1945, þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Jakob Ingvar, f. 24.
ágúst 1963, maki Bryndís Ósk Sig-
fúsdóttir, f. 30. desember 1962.
Þeirra dóttir er Ásta Erla, f. 26.
mars 1991. b) Guðrún, f. 25. októ-
ber 1965, maki Sigurður Ásgeirs-
son, f. 30. janúar 1959. Þeirra synir
eru: Kristján Björn, f. 8. ágúst 1986
og Kristófer, f. 12. mars 1997. c)
Stefán Björn, f. 11. desember 1966,
maki Þóra Kristín Snjólfsdóttir, f.
13. júní 1973. Þeirra synir eru:
Guðrún móðursystir okkar bjó á
Berunesi við Reyðarfjörð frá því að
hún var tvítug, að hún hóf búskap
með manni sínum Stefáni Björns-
syni, því í mikilli fjarlægð að okkar
mati í æsku.
Guðrún var elst þriggja systkina,
næstur Magnús sem dó á fimmta ald-
ursári og Þórunn, móðir okkar fimm
systkina. Þær systur voru bara tvær
og bjuggu langt hvor frá annarri og
ólu upp sinn barnahópinn hvor. Þær
voru ætíð í góðu sambandi hvor við
aðra, ekki brást það að síminn
hringdi á afmælum mömmu þar sem
Guðrún var að hringja í systur sína í
tilefni dagsins. Sama átti við um
mömmu sem hringdi austur á afmæl-
um Guðrúnar, en brá út af vananum
31. ágúst síðastliðinn með því að
senda systur sinni blómvönd til að
ómaka hana ekki í síma, enda rúm-
liggjandi orðin á hjúkrunarheimilinu
á Fáskrúðsfirði.
Guðrúnar minnumst við sem ein-
staklega alúðlegrar og gestrisinnar
frænku sem tók okkur ætíð opnum
örmum er við komum í heimsókn,
hvort sem það var að Berunesi eða
síðari árin á Fáskrúðsfirði. Ekki var
um annað að ræða en að borða og
þiggja gistingu.
Það var sumarið 1999 sem við syst-
ur ferðuðumst saman með fjölskyld-
um okkar um Austfirðina. Komum þá
við hjá Guðrúnu frænku á dvalar-
heimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði þar
sem hún var búin að koma sér vel fyr-
ir. Það var kannski þreytandi að taka
á móti frændsystkinunum í hverjum
bílnum eftir öðrum þennan dag, en
Guðrún mátti ekki til þess vita að
eitthvert okkar frændsystkinanna
færi framhjá enda stóð það ekki til.
Hún náði góðu sambandi við börn-
in, enda vinur ömmubarna sinna sem
eru mörg og fylgdist með hverjum
nýjum einstaklingi. Hún var ánægð
þegar henni voru sendar myndir af
börnum frændsystkina sinna.
Hlýjunnar sem stafaði frá Guð-
rúnu frænku minnumst við nú og
sendum samúðarkveðjur til barna
hennar Þórunnar, Magnúsar og
Birgis, tengdabarna og afkomenda,
einnig til móður okkar við andlát
systur hennar.
Erla Bil og Eygló Bjarnardætur.
Elsku Gunna frænka, þá er langri
þrautagöngu þinni lokið og baráttan
við illvígan sjúkdóm hefur tekið
enda. En það var okkur mikið áfall
þegar við fengum þær fréttir að þú
hefðir kvatt þennan heim.
Það var alltaf mjög gaman að
koma til ykkar Stjána upp á Hól þeg-
ar við vorum litlar. Alltaf tókst þú vel
á móti okkur og brölluðum við margt
saman. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir
okkur, sama hversu upptekin þú
varst. Eins og þegar þú varst að
vinna í Flugsjoppunni, það voru ófá-
ar stundir sem við eyddum þar með
þér.
Það var alltaf stutt í grínið hjá þér,
alltaf gast þú hlegið að bullinu í okk-
ur og tekið þátt í vitleysisganginum.
Það var ósjaldan að maður gleymdi
sér í glensi og gríni í hádeginu á laug-
ardögum inni í Höfða, þegar öll fjöl-
skyldan hittist „í graut“ hjá ömmu og
afa, þar varst þú oft hrókur alls fagn-
aðar. Og þrátt fyrir erfiðleikana sem
fylgdu sjúkdómi þínum gastu alltaf
séð spaugilegu hliðina á öllu og kunn-
ir vel að meta þegar umræðurnar
voru á léttu nótunum.
Við systurnar þökkum þær stundir
sem við áttum með þér, þær verða
okkur ávallt mikilvægar í minning-
unni.
Elsku Kristján, Benjamín, María,
Guðjón og Guðrún Helga, við vottum
ykkur okkar innilegustu samúð á
þessari erfiðu stundu.
Sigríður Rósa og Freyja Björk.
GUÐRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
Það er margt sem kemur upp í
hugann við andlát frænda míns,
Harðar Guðmundssonar. Hann hafði
verið í sveit hjá föður mínum áður en
við systkinin fæddumst og tryggð
hans við okkur og sveitina var mikil.
Hann er nátengdur fyrstu bernsku-
minningum okkar, frændfólksins í
Hreiðri. Segja má að hann hafi kom-
ið á hverju sumri er við vorum litlir
krakkar. Oftast með móður sinni, en
móðir hans og pabbi minn voru
systkin. Var þá alltaf glatt á hjalla
því hann var óþreytandi að leika við
okkur. Svo átti hann þessa fínu
kassamyndavél og tók myndir af
okkur. Eru það einu myndirnar sem
til eru af okkur fjölskyldunni frá
þeim árum. Hann var líka ólatur að
skrifa okkur og með móður sinni og
fleira frændfólki sendi hann okkur
jólagjafir. Var það mikil gleði og
spenningur þegar sá kassi var opn-
aður á aðfangadagskvöld. Hörður
var hamingjumaður í sínu einkalífi.
Hann eignaðist góða konu sem hann
mat mikils og fjögur yndisleg börn
sem öll hafa menntað sig, hvert á
sínu sviði. Hann var ekki lítið stoltur
þegar hann kom með Kristrúnu sína
í fyrstu heimsóknina að Hreiðri og
seinna börnin sín. Hann var mikill
fjölskyldumaður og barnavinur og
einstaklega frændrækinn. Alltaf
stóð hús þeirra hjóna okkur opið,
frændfólkinu að austan, og sannaðist
á þeim að þar sem er hjartrúm þar er
húsrúm. Við systkinin frá Hreiðri
þökkum Herði alla hans elskusemi
og tryggð gegnum árin.
Með þessum fátæklegu línum
kveð ég minn góða frænda og bið
honum fararheilla.
Eiginkonu, börnum og fjölskyld-
um þeirra sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljót skalt.
(V. Briem.)
Laufey S. Valdimarsdóttir.
Lífshlaup okkar er undarlegt
ferðalag, en endirinn er óumflýjan-
legur.
Mest er um að vert að okkur hafi
vegnað sæmilega á þeirri lífsgöngu
sem okkur er ásköpuð í upphafi ferð-
ar. Með örfáum orðum langar mig að
þakka Herði Guðmundssyni fyrir
samfylgdina á okkar lífsgöngu lið-
inna áratuga, sem ekki er hægt ann-
að en segja að hafi verið í flestu
ánægjuleg. Þú minntist oft á ferð
okkar á Pópetunni um Norður- og
Austurland í ákaflega blíðu veðri
sumarið 1956. Vegir voru slæmir í þá
daga, en okkur hlekktist ekki á þótt
vafasamt væri um tíma hvort við
kæmumst upp Siglufjarðarskarð,
Pópetan var heldur vélarvana fyrir
svo ógreiðan fjallgarð. En við kom-
umst það og okkur var lengi í minni
hve stúlkurnar á Siglufirði voru
handfljótar við að raða síldinni í
tunnurnar á síldarplaninu.
Við fórum nokkrum sinnum í
sveitina þegar drengirnir okkar voru
að hjálpa afa og ömmu við búskapinn
í Hólmum. Þeir höfðu byggt sér lítið
sumarhús úti við læk og drógu þang-
að hvor annan a kassabíl. Það var
gaman að sjá hvað þeim leið vel í
sveitinni.
Ég minnist margra góðra stunda
er ég kom í kvöldkaffi á Fornhagann
og til umræðu voru ýmsar stundir úr
fortíðinni og þú leitaðir í fræðibókum
þínum réttra skýringa á málefnun-
um.
Já, það er svo margt sem kemur
upp í hugann á skilnaðarstund, en
hér skal staðar numið.
Guð blessi þig, þú átt það skilið.
Andrés Guðnason.
fer gátum við uppfyllt þá ósk þína. Ég
veit, elsku mamma mín, að þú ert
loksins laus við alla verki sem þig
hafa þjáð síðustu 20 árin og þú ert
komin til ömmu Sæunnar og afa Þor-
steins.
Elsku mamma, við kveðjum þig
með minningu um þig bjarta. Góða
nótt, elsku mamma mín, guð veri með
þér, varðveiti þig og gefi þér góða
nótt.
Þín dóttir
Jóhanna.
Nú kveðjum við þig, elsku mamma
mín, þú ert nú farin frá okkur. Sárt er
að sjá á eftir þér en við vitum að þú
ert núna komin á betri stað þar sem
vel verður tekið á móti þér.
Skrýtið verður nú samt að geta
ekki hringt í þig og fengið ráð, t.d. við
að elda baunasúpu og saltkjöt og að
geta ekki labbað í kaffi til þín lengur
en svona er víst lífið, guð gefur og guð
tekur. Við verðum ávallt með þig í
huga okkar og hjörtum. Við elskum
þig, mamma mín.
Guð varðveiti þig og geymi.
Þín dóttir
Guðbjörg og fjölskylda.
Sú kona sem ég dái mest í þessu lífi
er mamma. Ég dái hana fyrir alla
hennar takmarkalausu og fórnfúsu
ást, fyrir alla hennar þolinmæði og
þrautseigju og fyrir allt hennar
æðruleysi.
Í öll þessi tuttugu ár sem hún hefur
verið sjúklingur, hef ég aldrei heyrt
hana kvarta. Heppin að fá fyrir hjart-
að því þá uppgötvaðist krabbameinið
í lungunum! Dæmigert fyrir hana að
líta svona á málin. Það hefur aldrei
þurft mikið til að gleðja mömmu.
Pabbi og við krakkarnir vorum alltaf
hennar mesta gleði. Þó við gætum
stundum valdið henni vonbrigðum.
En hún elskaði okkur eins og við er-
um. Hún vissi nákvæmlega hvað
hvert okkar vildi og hverju við hefð-
um gaman af. Þegar ég kom í heim-
sókn vissi hún hvaða sængurver ég
vildi helst. Vegna veikinda sinna var
hún mikið heimavið. En hún var dug-
leg við að hafa samband. Hún elskaði
að fara í heimsóknir og fá fólk í heim-
sókn. Og hún lagði á sig löng og erfið
ferðalög til að vera hjá okkur. Hún
hafði sterkar taugar til Flateyrar og
þangað kom hún oft eftir að þau
fluttu þaðan. Það var sama hvort eitt-
hvert okkar bjó á Vestfjörðum,
Grímsey eða Svíþjóð, þangað skyldi
hún. Það var einmitt á ferðalagi sem
hún veiktist nú. Í allt sumar hlakkaði
hún til. Það var ekki svo sjaldan sem
við ræddum hvað við ætluðum að
gera með Jóhönnu og hennar fjöl-
skyldu og Valdísi og langömmubörn-
unum.
Okkur grunar að hún hafi fundið
fyrir þeim veikindum, sem drógu
hana til dauða, í einhvern tíma áður
en við fórum í fríið en leynt okkur því.
Hún náði að vera hálfan sólarhring í
Svíþjóð áður en hún veiktist. Sá tími
sem þá fór í hönd var erfiður, í fyrstu
vissum við ekki hvort hún mundi
vakna aftur. Matti bróðir kom strax
út ásamt sambýliskonu sinni, og vor-
um við þakklát fyrir að vera þarna
hjá mömmu. Hún vaknaði og þrátt
fyrir augljósan skaða var hún ótrú-
lega hress. Og við fylltumst von. Því
þrátt fyrir allt þá höfðum við hana.
Gátum hlegið með henni, séð brosið
hennar, fundið lyktina hennar og
snert hana. En svo hrakaði henni,
trúlegt er að hún hafi áttað sig á að-
stæðum sínum og ekki viljað meir.
Hún virtist hressast þegar talað var
um að nú færi hún að komast heim.
En eftir að hún kom heim hrakaði
henni. Við erum bara þakklát fyri að
hún komst heim og að við gátum öll
verið hjá henni. Ég er stolt yfir því að
vera dóttir hennar og þakklát fyrir að
hún er móðir mín. Ég þakka pabba
fyrir að hafa staðið eins og klettur
með henni í gegn um öll þessi veik-
indaár.
Ég kveð hana með hjartað fullt af
sorg og söknuði. En sú fullvissa að nú
sé hún laus við allan sársauka léttir
það aðeins. Takk fyrir allt.
Þín dóttir
Helga.
Fleiri minningargreinar um
Málfríði Ólínu Þorsteinsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.