Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 36

Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR frá Stóru Hvalsá, síðar búsett á Selfossi, sem lést föstudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 27. september kl. 11.00. Haukur Arnarr Gíslason, Kristín Pétursdóttir, Gunnþór Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Vígsteinn S. Gíslason, Fjóla Bachmann, Þorbjörg S. Gísladóttir, Steindór Gunnarsson, Einar Þór Gíslason, Erna Eggertsdóttir, Ragnar Gíslason, Lísbet Nílsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS BALDVINSSON slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, sem andaðist þriðjudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Halla Guðmundsdóttir, Baldvin Skæringsson, Þórunn Lind Elíasdóttir, Unnur Lilja Elíasdóttir, Gunnólfur Lárusson, Kristín Elfa Elíasdóttir, Sigurjón H. Adólfsson, Guðmundur Elíasson, Sæunn Erna Sævarsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Logi Friðriksson, Eygló Elíasdóttir, Viðar Sigurjónsson, Elísa Elíasdóttir, Magnús Benonýsson, Baldvin Elíasson, Íris Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BERGMUNDSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, síðast Víðihlíð, Austurvegi 5, Grindavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 21. september. Jarðsungið verður frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 27. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sjálfsbjörg á Suðurnesjum njóta þess. Gísli Hólm Jónsson, Ester Gísladóttir, Vigfús Árnason, Haraldur Gíslason, Ágústa Halldóra Gísladóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Margrét Rebekka Gísladóttir, Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Sigríður Jóna Gísladóttir, Þórarinn Heiðmann Guðmundsson, Páll Gíslason, Ásta Agnes Jóhannesdóttir, Inga Fríða Gísladóttir, Óttar Hjartarson, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Breiðumörk 11, Hveragerði, sem lést föstudaginn 19. september, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. september kl. 14.00. Guðfinna Sigmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Karlinna Sigmundsdóttir, Magnús Gíslason, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hreinn Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, HELGA BALDVINSDÓTTIR, Hægindi, Reykholtsdal, sem andaðist á Dvalarheimili aldraða, Borgar- nesi, laugardaginn 20. september, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 30. september kl. 14.00. Auður Pétursdóttir, Vigfús Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför HELGU SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR, Starhaga 14. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk K-1 og L-5 á Landspítala Landakoti og hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun og vináttu. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Andrés Jón Esrason, Bjarni Jónsson, Jón Eiríksson, Áslaug K. Sigurðardóttir, Timothy David Creighton, Ruth Barnett Creighton. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRARINS SVEINBJÖRNSSONAR, Birkihlíð, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Selfossi fyrir auðsýnda um- hyggjusemi og alúð. Einnig til starfsliðs krabbameinsdeildar Landspítala. Þórgunnur Jónsdóttir, Matthías Þórarinsson. ✝ Þórir Laxdal Sig-urðsson fæddist á Akureyri 24. júlí 1927. Hann lést á Landa- kotsspítala 18. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jón- atansson, f. 1.3. 1864, d. 10.1. 1949, frá Ein- arsstöðum í Reykja- dal, og kona hans Ágústa Rósa Jósefs- dóttir, f. 12.10. 1891, d. 19.2. 1974, frá Hillnabakka á Ár- skógsströnd. Systkini Þóris voru 16 talsins, þar af fjögur alsystkin 1) Guðmunda, f. 6.8. 1921, d. 29.10. 1992. 2) Jón, f. 26.8. 1922, d. 6.11. 2002. 3) Hermína, f. 13.11. 1923. 4) Hreinn f. 20.2. 1930, d. 18.4. 1993. Hinn 29. desember 1951 kvæntist Þórir Herborgu Kristjánsdóttur kennara, f. 20.12. 1922, d. 19.9. 1989. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Þórarinsson, f. 14.5. 1877, d. 4.3. 1942, bóndi í Holti í Þistil- firði, og kona hans Ingiríður Árna- dóttir, f. 23.2. 1887, d. 29.6. 1971, húsfreyja í Holti. Börn Þóris eru: 1) Ágústa Rósa, f. 16.12. 1947, maki Hjörvar Garðars- son; börn þeirra: Borgþór og Svan- hildur Fanney. 2) Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, f. 30.11. 1948, maki: Grímur Ingólfsson; börn: Þórunn Ragnheiður, Hjálmar Axel og Vilhjálmur Árni. 3) Ingiríður, f. 19.6. 1952; maki: Ingvar Einarsson; börn þeirra: Þórir Brjánn, Ásrún myndíðanefnd um skipan mynd- og handmenntanáms í íslenskum skól- um 1971–73, formaður 1973 og for- maður í námskrárnefnd mynd- og handmennta 1973–77. Þá var Þórir prófdómari í teikningu á barna- prófi og unglingaprófi í Reykjavík 1967–75 og sat í stjórn Félags ís- lenskra myndlistarkennara. Einnig sat hann í stjórn Félags kennara á eftirlaunum og var formaður þess um skeið. Fulltrúi Íslands í INSEA – alþjóðlegum samtökum mynd- menntakennara frá 1972. Höfundur og meðhöfundur fjölda rita um teikningu og mynd- og handmennt. Með störfum sínum í tvo áratugi sem námstjóri í menntamálaráðu- neytinu, námsefnishöfundur og leiðbeinandi kennara hafði Þórir mikil áhrif á framþróun í mynd- og handmenntakennslu og skriftar- kennslu hér á landi. Með ritun og samningu forskrift- arbóka og fleiri kennslubóka og handbóka um skriftarkennslu hafði hann mótandi áhrif á rithönd ís- lenskra ungmenna á síðustu ára- tugum. Þórir var mikill áhugamaður um listir og listfræðslu, skrift og skrift- arkennslu. Hann var sjálfur lista- skrifari og var oft fenginn til að annast skrautritun m.a. á verð- launaskjöl af ýmsu tagi. Hann myndskreytti fjölda kennslubóka í ýmsum námsgreinum. Hann hafði áhuga á handverki hvers konar og sat um árabil í ritnefnd tímaritsins Hugur og hönd. Þá var hann einnig liðtækur skákmaður og hafði m.a. umsjón með skákstarfsemi fyrir eldri kennara. Útför Þóris fer fram frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Brynja og Herborg Harpa. 4) Þóra Björg, f. 17.4. 1957, maki Ámundi Sigurðsson; börn þeirra: Örn Alex- ander, Sigurður Þórir og Óskar Þór. 5) Guð- rún, f. 10.7. 1959, maki Ari Magnússon; börn: Páll og Jón Ingvar. 6) Sigurður Kristján, f. 10.7. 1959, börn: Nína Guðríður og Þórir Ey- steinn. Barnabarna- börnin eru ellefu tals- ins. Þórir lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og teiknikennara- prófi frá Handíðaskólanum 1949. Hann var við framhaldsnám í Dan- mörku 1964 og sótti fjölmörg kenn- aranámskeið innan lands og utan 1969–82. Þórir var teiknikennari við Laugarnesskóla 1949–1969 og stundakennari þar 1969–83. Um- sjónarkennari með myndmennta- kennslu á skyldunámsstigi og safn- akennslu í Reykjavík 1969–74. Hann var starfsmaður skólarann- sóknadeildar menntamálaráðu- neytisins frá 1974, var námstjóri í mynd- og handmennt frá 1975 fram til ársins 1992 og sinnti eftir það ýmsum verkefnum á vegum ráðu- neytisins fram til 1994. Þórir stjórnaði endurmenntunar- námskeiðum fyrir mynd- og hand- menntakennara 1971–78 og 1983. Hann sat í ýmsum nefndum, t.d. í Það er ósjaldan sem við höfum sagt og heyrt aðra segja, að afi okkar ætti engan sinn líka. Hann var ein- stakur maður og mikill karakter. Afi var teiknikennari og lista- skrifari og í æsku sátum við syst- urnar oft við eldhúsborðið á Vest- urbrún með bunka af blöðum, nóg af pennum og alla þá liti sem hægt var að hugsa sér, með afa okkur við hlið, óþreytandi við að kenna okkur alls kyns kúnstir. Við höfum án efa notið góðs af leiðsögn hans, lært að vanda okkur og skila hlutunum vel frá okkur. Hann fylgdist ætíð með því sem við systurnar vorum að gera og hafði gaman af að rökræða við okkur um allt frá illa skrifaðri blaðagrein til málefna líðandi stundar. Að horfa á grínmynd með afa var oft ævintýri líkast, þar sem aðalat- riðið hjá okkur var ekkert endilega að horfa á myndina heldur að fylgj- ast með afa þar sem hann sat í stóln- um sínum og hristist af hlátri þar til tárin láku niður kinnarnar og erfitt annað en að hlæja með. Mikið eigum við eftir að sakna þess að heyra ekki í Volvo-inum hans afa renna inn Réttarbakkann á sunnudögum og heyra afa kalla hó, til að gefa til kynna að hann væri mættur. Afi og amma skilja eftir sig stóran hóp afkomenda, og er það gleðiefni að Bergur Kári flýtti sér í heiminn áður en að langafi hans kvaddi. Við munum geyma í hjörtum okk- ar minninguna um yndislegan afa. Guð blessi hann og varðveiti. Ásrún og Herborg. Elsku afi. Það er dýrmætt að hafa fengið að eiga svona góðan afa eins og þig. Við erum mjög þakklátir fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með þér og fyrir það hvað þú hefur alltaf reynst okkur vel. Þú hefur alltaf stutt við bakið á okkur, hvað sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og alltaf fylgst vel með okkur og verið áhugasamur um allt sem við höfum verið að gera. Þú hefur alltaf verið svo góður vinur okkar og við höfum alltaf getað leitað til þín. Þú áttir alltaf til svör við öllum okkar spurningum og varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur við hvað sem var. Þær eru ófáar stundirnar sem þú eyddir í að hjálpa okkur með heima- lærdóminn og aukatímarnir sem við fengum hjá þér í hinum ýmsu fögum voru ófáir. Við ætlum aldrei að gleyma öllu því sem þú hefur kennt okkur. Elsku afi. Lífið verður tómlegt án þín. Okkur finnst eins og það vanti bút í hjörtu okkar. En við yljum okkur við allar góðu minningarnar um þig og huggum okkur við tilhugsunina um það að nú ertu kominn til ömmu Herborgar í himnaríki og nú þarftu ekki lengur að berjast við veikindin. Við biðjum algóðan Guð að blessa þig og passa að þér líði alltaf vel. Þínir Páll og Jón Ingvar. Þegar ég hugsa um afa minn koma í huga minn margar minningar. Við unnum saman í garðinum á Vesturbrún og brenndum rusl, tálg- uðum saman í tré í Katlagili, hann kenndi mér að tefla, hann leiðbeindi mér í teikningu og þreyttist aldrei á að segja mér til hvað betur mætti fara. Hann var fyrst og fremst ynd- islegur maður og ég var svo heppinn að hann var afi minn. Þegar ég ákvað hvað ég vildi læra tók afi mig í fóstur og miðlaði til mín alls kyns fróðleik sem hann taldi að ég þyrfti á að halda. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að afi sé farinn, en amma hefur beðið lengi eftir honum. Við eyddum ófáum stundum sam- an á Vesturbrún þegar ég var yngri og hitti ég afa að minnsta kosti einu sinni í viku nú seinni ár. Afi var alltaf tíður gestur í mat hjá mömmu eftir að amma dó og var stór partur af fjölskyldunni. „Þetta er búið, hó, safi ÞÓRIR LAXDAL SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.