Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 43
Styrktarmót fyrir
Ragnhildi Sigurðardóttur
sunnudaginn 28. september
í Grafarholti
Leikinn verður tveggja manna Scramble.
Mæting kl. 12:00, ræst út af öllum teigum kl. 13:00.
Glæsileg verðlaun fyrir 10 efstu sætin.
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Dregið úr skorkortum í leikslok.
Skráning í síma 585 0210 og í golfverslun í Grafarholti.
Þátttökugjald kr. 3.000 á mann.
DANIR urðu sigurvegarar í opna
skandinavíska mótinu í handknatt-
leik, sem fór fram í Farum í Dan-
mörku í vikunni. Þeir fögnuðu sigri
á Svíum í úrslitaleik, 30:29. Hetja
þeirra var Claus Flensborg, sem
skoraði sigurmarkið rétt fyrir
leikslok, en hann skoraði þrjú mörk
sín í leiknum á lokakaflanum. Danir
höfðu áður lagt heimsmeistarana
frá Króatíu að velli, 28:21. Norð-
menn unnu Króata í leik um þriðja
sætið, 27:25.
Danskir fjölmiðlar gera ekki
mikið úr sigri Dana – kalla danska
liðið heimsmeistara í æfinga-
leikjum, en landslið Dana olli mikl-
um vonbrigðum á heimsmeistara-
mótinu í Portúgal sl. vetur, eftir að
hafa verið á mikilli siglingu fyrir
HM.
Torben Winther, landsliðsþjálf-
ari Dana, segir að hann ætli að
skerpa á sínum mönnum fyrir Evr-
ópukeppnina í Slóveníu í janúar, en
þar leika Danir í riðli með Spán-
verjum, Króötum og Portúgölum.
Danir leika átta landsleiki á rúm-
um mánuði. Þeir mæta Sólvenum í
tveimur leikjum í Danmörku um
næstu helgi, síðan leika þeir gegn
Þýskalandi, Noregi og Serbíu-
Svartfjallalandi á móti í Danmörku
24.–26. október og gegn Ungverja-
landi, Rússlandi og Noregi á móti
sem hefst í Noregi 7. nóvember.
Lið frá Balkanskaganum
Winther var ánægður með leik
sinna manna gegn Króatíu í Farum
og einnig að framundan séu leikir
gegn Slóveníu og Serbíu-Svart-
fjallalandi. „Það er mjög gott fyrir
okkur að leika gegn liðum frá Balk-
anskaganum áður en við höldum
þangað til að taka þátt í Evrópu-
keppninni í Slóveníu,“ sagði
Winther.
Danir undirbúa
sig vel fyrir EM
ÍSLAND sigraði Albaníu, 3:1, í
fyrsta leik sínum í undanriðli
Evrópumóts drengjalandsliða
í knattspyrnu sem fram fór í
Litháen í gærmorgun. Matt-
hías Vilhjálmsson skoraði eina
mark fyrri hálfleiks og Rúrik
Gíslason bætti tveimur mörk-
um við með tveggja mínútna
millibili í þeim síðari. Albanir
náðu síðan að laga stöðuna
seint í leiknum.
Íslenska liðið leikur við
Litháa í dag og Rússa á sunnu-
dag en Rússar unnu stórsigur
á Litháum, 5:0, í fyrstu um-
ferðinni í fyrradag.
Rúrik með
tvö gegn
Albaníu
VARDAR Vatrostalna Skopje,
einn af mótherjum Hauka í
Meistaradeild Evrópu í vetur,
byrjaði deildakeppnina í
Makedóníu með miklum látum
um síðustu helgi. Vardar
burstaði þá nýliðana Stru-
mica, 42:19, í fyrstu umferð.
Liðinu er spáð öruggum sigri í
makedónsku deildakeppninni
í vetur en það er með lang
sterkasta leikmannahópinn,
sjö núverandi landsliðsmenn
og auk þess Pepe Manaskov,
besta handknattleiksmann
Makedóníu fyrr og síðar, sem
nú er orðinn 39 ára gamall.
Vardar vann tvö æfingamót
í haust, annað í Bosníu og hitt
í Serbíu-Svartfjallalandi. Þar
sigraði Vardar lið á borð við
Pick Szeged frá Ungverja-
landi, Partizan Belgrad og
Steaua Búkarest.
Haukar leika við bæði
Barcelona og Magdeburg í
Meistaradeild Evrópu áður en
þeir fá Vardar í heimsókn 8.
eða 9. nóvember. Liðin mæt-
ast síðan aftur í lokaumferð
riðilsins í Skopja í lok nóv-
ember.
Risasigur
hjá mótherj-
um Hauka
FORRÁÐAMENN norska knatt-
spyrnuliðsins Rosenborg brosa
breitt þrátt fyrir að hafa misst af allt
að 700 millj. kr. tekjum vegna meist-
aradeildar Evrópu. Leikmenn liðsins
sváfu á verðinum þegar samið var
um bónusgreiðslur hvað varðar
UEFA-bikarinn en í gegnum tíðina
hafa leikmenn liðsins skipt á milli sín
30% af hagnaði félagsins vegna
meistaradeildarinnar. Sá samningur
rann út á dögunum án þess að leik-
menn gerðu sér grein fyrir því.
ERIK Hoftun, talsmaður leik-
manna Rosenborgarliðsins, segir að
menn þar á bæ hafi ekki gert sér
grein fyrir þessu og þessi mistök
megi skrifa á leikmenn liðsins.
HINN litríki, markvörður José,
Luis Chilavert, fyrrverandi lands-
liðsmarkvörður Paragvæ, hefur
ákveðið að leggja hanskana á hilluna
þegar samningur hans við Penarol í
Úrúgvæ rennur út. Chilvert er 38
ára gamall og var þekktur fyrir að
taka flestar víta- og aukaspyrnur
sinna liða í gegnum tíðina og skora
mörg glæsileg mörk. Auk þess sem
hann var í fremstu röð sem mark-
vörður.
CHILAVERT útilokar ekki að
hann snúi sér að þjálfun í framtíðinni
en fyrst um sinn mun hann vera
meira með fjölskyldu sinni.
FÓLK
Reuters
Helgi Sigurðsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gerði
góða ferð til Grikklands með
Lyn. Hann skoraði sigurmarkið
gegn PAOK í UEFA-leik, 1:0.
Þess má geta að Helgi, sem
sést hér í Evrópuleiknum, lék
með gríska liðinu Panathin-
aikos áður en hann gerðist
leikmaður Lyn, sem á nú góða
möguleika á að komast áfram í
UEFA-keppninni.
ÓLAFUR Stefánsson
skoraði 9 mörk, þar af
þrjú úr vítaköstum, þeg-
ar lið hans Ciudad Real
vann Pilotes Posada í
spænsku 1. deildinni í
handknattleik í fyrra-
kvöld. Þetta var þriðji
sigur Ciudad á leiktíðinni
og er liðið efst í deildinni
ásamt Valladolid með sex
stig en Barcelona er í
þriðja sæti með 5 stig.
Ólafur og samherjar lentu í
kröppum dansi í leiknum og voru
m.a. undir í hálfleik, 14:12 og fram
undir miðjan síðari hálfleik þegar
gamla brýnið Talant Dujshebaev
tók til sinna ráða í sókninni og lék
félaga sína uppi og þótti reynsla
hans ríða baggamuninn
fyrir Ciudad Real á loka-
sprettinum. Auk mark-
anna níu var Ólafur rek-
inn af leikvelli í tvígang.
Það gengur ekki sem
best hjá Bidasoa, liði
Heiðmars Felixsonar og
Patreks Jóhannessonar.
Það er í 13. sæti af 16 lið-
um í deildinni og hefur
aðeins eitt stig þegar
þrír leikir eru að baki. Í
fyrrakvöld tapaði liðið fyrir Barce-
lona í Katalóníu með tíu marka
mun, 34:24. Heiðmar þótti vera
besti maður Bidasoa í leiknum en
hann skoraði sjö mörk. Patrekur
átti erfitt uppdráttar og gerði eitt
mark úr vítakasti.
Ólafur með 9 mörk
í þriðja sigri Ciudad
Ólafur
Þá hafa Stefán Arnaldsson ogGunnar Viðarsson fengið fjögur
verkefni á næstu vikum. Þeir fara til
Danmerkur núna um helgina og
dæma tvo vináttulandsleiki milli
kvennaliða Dana og Slóvena, sem
verða leiknir í Kolding og Haderslev.
Síðan dæma þeir leik í meistaradeild
kvenna milli Besancon frá Frakk-
landi og Motor Zaporozhye frá
Úkraínu í Frakklandi hinn 12. októ-
ber og leik Quintus frá Hollandi og
Michalovce frá Slóvakíu í Evrópu-
keppni bikarhafa kvenna í Hollandi
hinn 18. október.
Dæma tvo leiki í Portúgal
Þeir Hlynur Leifsson og Anton
Helgi Pálsson fara til portúgölsku
eyjunnar Madeira og dæma þar tvo
leiki í EHF-bikarkeppni kvenna
dagana 18. og 19. október. Sá fyrri er
á milli CS Madeira og Zeeman
Vastgoed frá Hollandi en sá síðari á
milli Madeira Andebol og Slovan
Duslo Sala frá Slóvakíu.
Ennfremur verða fjórir Íslending-
ar eftirlitsmenn á Evrópuleikjum í
næsta mánuði. Hákon Sigurjónsson
verður á leik Ademar Leon frá Spáni
og Alpla Hard frá Austurríki í meist-
aradeild karla hinn 11. október.
Gunnar Gunnarsson verður á leik
Créteil frá Frakklandi og Sviesa
Vilnius frá Litháen í Evrópukeppni
bikarhafa karla hinn 12. október.
Björn Jóhannesson verður á leik
GOG frá Danmörku og Ionikos frá
Grikklandi í sömu keppni 12. okt.
Kjartan Steinbach verður á leik
Nordstrand frá Noregi og Hypo
Niederösterreich frá Austurríki í
meistaradeild kvenna 18. október í
Noregi.
Guðjón og Ólafur
dæma í Lemgo
GUÐJÓN L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, milliríkjadómarar í
handknattleik, dæma viðureign þýsku meistaranna Lemgo og
ítölsku meistaranna Conversano í Meistaradeild Evrópu í karla-
flokki. Leikurinn fer fram í Lemgo 18. febrúar.