Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 44

Morgunblaðið - 26.09.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grolsch Open á Akranesi sunnud. 28. september www.golf.is/gl Víkingsballið Stórdansleikur verður haldinn í Víkinni laugardagskvöldið 27. september. Hljómsveitin BUFF leikur fyrir dansi. Forsala miða verður í Víkinni milli kl. 14:00 og 16:00. Húsið opnað kl. 23:00. Allir velunnarar hvattir til að mæta meðan húsrúm leyfir. 3JA golfmót hreyfihamlaðra 2003 verður haldið hjá Golfklúbbi Kiðjabergs laugardaginn 27. september nk. og hefst kl. 13.00. Þátttökurétt eiga allir, sem búa við hreyfihömlun og eru félagar í golfklúbbi. MÓTIÐ ER EINNIG OPIÐ ÓFÖTLUÐUM. Veitt verða verðlaun bæði í flokki fatlaðra svo og gesta. Leikfyrirkomulag Stableford, full forgjöf. Ræst út á öllum teigum kl. 13.00. GOLFSAMTÖK FATLAÐRA Á ÍSLANDI. UNGLINGALANDSLIÐ kvenna í knatt- spyrnu stendur mjög vel að vígi í undanriðli Evrópumótsins, undir 19 ára, eftir sigur á Slóvakíu, 5:3, í gær. Riðillinn er leikinn í Slóvakíu. Ísland var komið í 3:0 eftir aðeins 17 mínútna leik með mörkum frá Dóru Mar- íu Lárusdóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Dóru Stefánsdóttur. Slóvakar minnkuðu muninn en þær Nína Ósk Kristinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir bættu við mörk- um í síðari hálfleiknum og staðan var orðin 5:1. Undir lokin náðu heimastúlkur að laga stöðuna með tveimur mörkum. Ísland er með 6 stig, Tékkland 3, Slóvakía 3 og Lettland 0. Tékkar unnu Letta, 7:0, í gær en Slóvakar unnu Tékka, 3:0, í fyrstu umferðinni. Íslenska liðið, sem vann Letta 4:0 í fyrstu umferð, mætir Tékkum í síðasta leik sínum á morgun og nægir jafntefli til að tryggja sér áframhald í keppninni. Góð staða í Slóvakíu ÍSLENSKU kylfingarnir fjórir sem taka þátt í úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á Five-Lakes vellinum á Englandi héldu sínu striki í gær á þriðja keppnisdegi og eru Björgvin Sigurbergsson úr GK og Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA með forystu fyrir loka- hringinn sem fram fer í dag, en Bandaríkjamaðurinn Johan Kok er einnig 7 högg undir pari. Björgvin lék best íslensku kylfinganna í gær en hann notaði 68 högg og var á 4 höggum undir pari. Sigurpáll Geir lék á parinu í gær en þeir hafa báðir leikið á samtals 7 höggum undir pari og eru í efsta sæti ásamt Johan Kok frá Bandaríkjunum. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék einnig vel í gær, eða 69 höggum. Hann er á samtals 3 höggum undir pari og er í 12.-13. sæti . Ólafur Már Sigurðsson úr GK náði sér ekki eins vel á strik og lék nú á 75 höggum, eða 3 yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari, en er í 31.- 40 sæti. Um 40 kylfingar komast áfram á annað stig úrtökumótsins af þessum velli en keppt er á fimm völlum þessa dagana. Á öðru stig úrtökumótsins mæta til leiks kylfingar sem léku m.a á áskorendamótaröðinni í vetur (Challenge Tour) en náðu ekki að tryggja sér rétt til þess að fara beint inná síðasta úrtökumótið. Sigurpáll og Björgvin með forystu Argentínumaðurinn knái, JavierSaviola, er öllu vinsælli og vilja flestir að hann fái fleiri tækifæri til að spreyta sig sem mið- herji en Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefur látið hinn smávaxna Sav- iola leika sem hægri útherji. Kluivert segir í viðtölum í fjölmiðlum í Barce- lona, að hann átti sig ekki á hvers vegna áhorfendur púi á hann í heima- leikjum á Camp Nou. Hann bendir á að þó hann setji ekki alltaf mörk, þá hafi hann lagt upp mörg mörkin og tvöfaldað stoðsendingar sínar frá því að hann kom fyrst til Barcelona. Það á eflaust sinn þátt í óvinsæld- um hollenska landsliðsmannsins, að hann hefur margoft sagt að hann hafi mikinn áhuga á að spreyta sig í ensku knattspyrnunni. Settur út fyrir að tala í farsíma Gerard, miðjumaður Barcelona, var settur út úr liðinu fyrir UEFA- leikinn gegn Puchov í Slóvkíu á mið- vikudaginn. Ástæðan fyrir því var að hann talaði í farsíma inni í búnings- klefa rétt fyrir leikinn. Frank Rijka- ard, þjálfari, sagði að Gerard hafi brotið reglur með hegðun sinni og hann hafi ekki sætt sig við hegðun hans. „Þetta er aðvörun fyrir hann og aðra leikmenn, að fara eftir þeim reglum sem við setjum.“ Gerard er einn af efnilegustu leik- mönnum Spánar – var keyptur frá Valencia fyrir þremur árum á 1,6 milljarða ísl. kr. Luis Enrique var færður inn á miðjuna fyrir Gerard og Ricardo Quaresma settur á hægri kantinn. Kluivert skoraði mark liðsins. Nýtt æfingasvæði í Madrid Þegar Florentin Perez var kjörinn forseti Real Madrid, var eitt af kosn- ingaloforðum hans að lækka skuldir liðsins, sem eru miklar. Einn liður í því er að búið er að selja æfingasvæði liðsins, sem er í hjarta Madridar og mjög verðmætt byggingarland. Búið er að kaupa svæði lengra frá og er verið að vinna við að ganga byggja það upp. Á meðan æfa leikmenn Real Madrid á bráðabirgðasvæði, sem er að mati heimamanna fyrir neðan all- ar hellur. Lítil sem engin aðstaða er fyrir áhorfendur og fælir það fjöl- marga stuðningsmenn liðsins frá, sem hafa fjölmennt til að fylgjast með æfingum. Iker Casillas, markvörður Real, er einn þeirra sem er ekki sáttur við breytinguna. Menn segja að það sé ekki nema von – hann bjó við húsgafl- inn á gamla æfingasvæðinu, Las Rosas. Raúl ekki með Raúl, fyrirliði Real Madrid, mun líklega ekki leika með liðinu gegn Valencia á laugardaginn, vegna meiðsla. Raúl hefur, eins og Ronaldo, skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjunum í 1. deildarkeppninni á Spáni. Real og Valencia eru með 10 stig eftir fjórar umferðir, en La Cor- una er með fullt hús stiga, 12. Reuters Patrick Kluivert og Javier Saviola fagna marki. Kluivert frá Barcelona? HOLLENSKI framherjinn Patrick Kluivert hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið í Barcelona, þar sem hann er langt frá því að vera í náðinni hjá stuðningsmönnum liðsins. Ástæða fyrir þessum óvin- sældum er að áhangendurnir eru ósáttir við hvað Patrick hefur nýtt illa marktækifæri í leikjum Barcelona, en hann hefur að undanförnu hreinlega vaðið í marktækifærum án þess að ná að nýta sér þau. Ingi Úlfar Helgason skrifar frá Spáni ÚRSLIT  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, segist vera afar vonsvikinn með stuðningsmenn liðsins vegna þess að þeir bauluðu á leikmenn City þegar þeir gengu til búningsherbergja sinna í hálfleik gegn Lokeren í fyrrakvöld, en þá voru þeir undir, 2:1. „Stuðnings- menn verða að standa á bak við liðið jafnt í mótbyr sem meðbyr. Það hef- ur ekki verið baulað á liðið fyrr, ekki einu sinni þegar við voru 4:0 undir gegn Arsenal í fyrra,“ sagði Keegan.  ÞÁ segir Keegan að markvörður- inn David Seaman hafi beðið félaga sína afsökunar á fyrra marki Loker- en í leiknum en þar var Seaman ekki vel á verði. „Seaman bað félaga sína velvirðingar strax í hálfleik og bað þá jafnframt að standa þétt saman og vinna leikinn í síðari hálfleik,“ sagði Keegan sagði að mistök Seamans myndu engu breyta um stöðu hans sem aðalmarkvarðar liðs- ins. „Sá maður sem ekki gerir mistök hefur enn ekki fæðst.“  JONATHAN Woodgate, varnar- maður Newcastle og enska lands- liðsins í knattspyrnu, gengst undir aðgerð á báðum nárum um helgina og verður frá keppni næstu vikurn- ar. Woodgate verður þar með ekki í enska landsliðinu í hinum þýðingar- mikla úrslitaleik við Tyrki um sæti í lokakeppni Evrópukeppni landsliða í Portúgal. Leikurinn fer fram í Ist- anbúl 11. október.  DAÐI Hafþórsson, handknatt- leiksmaður úr Gróttu/KR, verður frá keppni næstu 6-8 vikurnar. Hann tognaði aftan í læri þegar lið hans lék við Fram á Íslandsmótinu í fyrra- kvöld.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur beðist afsökun- ar á framkomu nokkurra leikmanna sinna í lok kappleiks Manchester United og Arsenal um síðustu helgi. Wenger segir leikmenn sína hafa farið yfir strikið og hann og þeir harmi að það hafi gerst.  NORSKI landsliðsmaðurinn John Carew, leikmaður með Roma, var í gær ekki búinn að svara símhring- ingum frá Nils Johan Semb, lands- liðsþjálfara Noregs, sem vill ræða við Carew um Evrópuleik gegn Lúx- emborg. Samb sendi Carew heim á dögunum fyrir vináttuleik gegn Portúgal, eftir að Carew hafði lumbrað á samherja sínum John Arne Riise. Þar sem Ole Gunnar Solskjær er frá keppni, vill Samb kanna hug Carew, en hefur ekki fengið svar. Norska knattspyrnu- sambandið hefur sent leikmanninum bréf, þar sem hann er boðaður í landsleikinn gegn Lúxemborg.  UMBOÐSMAÐUR Carew sagði í gær, að leikmaðurinn hefði alltaf metnað til að leika fyrir Noreg. FÓLK HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: Akureyri: Þór - Grótta/KR...................19.15 Varmá: Afturelding - KA......................19.15 Hlíðarendi: Valur - Víkingur .....................20 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR HK – Haukar 27:25 Digranes, Kópavogi, Íslandsmót karla, RE/ MAX-deildin, suðurriðill, fimmtudaginn 25. september 2003. Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 6:2, 8:5, 11:5, 11:7, 13:7, 14:8, 15:12, 20:13, 21:17, 24:18, 24:21, 26:21, 26:23, 27:23, 27:25. Mörk HK: Brynjar Valsteinsson 7, Alex- ander Arnarson 5, Augustas Strazdas 4, Haukur Sigurvinsson 4/4, Atli Þór Sam- úelsson 3, Andrius Rackauskas 2, Samúel Árnason 2. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/4 (þar af fóru 8/1 aftur til mótherja). Utan vallar: 18 mínútur. Þar af fengu Jón Bersi Ellingsen og Augustas Strazdas rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 8, Jón Karl Björnsson 5/5, Þorkell Magnús- son 3, Matthías Árni Ingimarsson 3, Dalius Rasikevicius 3, Andri Stefan 2, Halldór Ingólfsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson voru góðir. Áhorfendur: Um 320. Staðan í suðurriðli: FH 3 3 0 0 92:67 6 ÍR 3 3 0 0 88:73 6 HK 3 2 0 1 75:75 4 Haukar 2 1 0 1 54:50 2 Breiðablik 3 1 0 2 73:82 2 ÍBV 2 0 1 1 56:60 1 Stjarnan 3 0 1 2 74:85 1 Selfoss 3 0 0 3 69:89 0 Opna skandinavíska mótið Mótið fór fram í Danmörku. Leikur um bronsverðlaun: Noregur – Króatía.................................27:25 Leikið um gull: Danmörk – Svíþjóð................................30:29 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1. umferð, fyrri leikir: Kamen (Kró) – Schalke ............................0:0 Hamburger SV – Dnipro (Úkr) ...............2:1 Wisla Krakow (Pól) – Nijmegen (Hol) ....2:1 Feyenoord – Kärnten ...............................2:1 Bordeaux – Petrzalka (Slóvakíu).............2:1 Hapoel Ramat Gan – Levski Sofia.......... 0:1 CSKA Sofia – Torpedo Moskva .............. 1:1 Panionios – Nordsjælland ....................... 2:1 Sartid (Serbíu) – Slavia Prag .................. 1:2 Maccabi Haifa – Publikum (Slóven) ....... 2:1 Dinamo Zagreb – MTK Búdapest .......... 3:1 Hertha Berlín – Groclin (Pól).................. 0:0 Bröndby – Viktoria Zizkov (Tékk).......... 1:0 Cementarnica (Mak) – Lens ................... 0:1 Metalurg (Úkr) – Parma ......................... 1:1 MyPa (Finn) – Sochaux ........................... 0:1 Spartak Moskva – Esbjerg ..................... 2:0 Salzburg – Udinese .................................. 0:1 Vålerenga – Grazer AK ........................... 0:0 Varteks (Kró) – Debrecen (Ung) ............ 1:3 Utrecht – Zilina (Slóvakíu)...................... 2:0 Zimbru (Mold) – Aris Saloniki ................ 1:1 Apoel (Kýpur) – Mallorca........................ 1:2 Dinamo Búkarest – Shakhtar (Úkr)....... 2:0 Gaziantepspor (Tyr) – H.Tel-Aviv.......... 1:0 Malatyaspor (Tyr) – Basel ...................... 0:2 Grasshoppers – Hajduk Split.................. 1:1 Dundee – Perugia..................................... 1:2 OB – Rauða stjarnan................................ 2:2 Ferencvaros – FC Köbenhavn................ 1:1 Auxerre – Neuchatel Xamax................... 1:0 Hearts – Zeljeznicar ................................ 2:0 Sporting Lissabon – Malmö .................... 2:0 Villarreal – Trabzonspor ......................... 0:0 Svíþjóð Bikarkeppnin, undanúrslit: Halmstad – Elfsborg ................................0:4 HM kvenna Leikið í Bandaríkjunum: B-riðill: Svíþjóð – Norður-Kórea ..........................1:0 Victoria Svensson 8. Staðan: Svíþjóð 2 1 0 1 2:3 3 Norður-Kórea 2 1 0 1 3:2 3 Bandaríkin 1 1 0 0 3:1 3 Nígería 1 0 0 1 0:3 0 B-riðill: Frakkland – Suður-Kórea ...................... 1:0 Marinette Pichon 84. Staðan: Brasilía 2 2 0 0 7:1 6 Frakkland 2 1 0 1 1:2 3 Noregur 2 1 0 1 3:4 3 Suður-Kórea 2 0 0 2 0:4 0 C-riðill: Þýskaland – Japan................................... 3:0 Birgit Prinz 36., 66., Sandra Minnert 23. Kanada – Argentína................................ 3:0 Christine Latham 79., 82., Charmaine Hoo- per 19. Staðan: Þýskaland 2 2 0 0 7:1 6 Japan 2 1 0 1 6:3 3 Kanada 2 1 0 1 4:4 3 Argentína 2 0 0 2 0:9 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla ÍS – Ármann/Þróttur ............................66:75 Valur – Fjölnir .....................................78:105 Staðan: ÍR 4 4 0 406:324 8 KR 3 3 0 303:197 6 Fjölnir 5 3 2 476:439 6 Ármann/Þróttur 4 2 2 319:313 2 ÍS 5 1 4 333:401 2 Valur 5 0 5 361:521 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.