Morgunblaðið - 26.09.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
vi›bit me› ólífuolíu
N‡tt og brag›gott
íslenskt vi›bit
– í anda Mi›jar›arhafsins
www.lettoglaggott.is
Næring ekki
refsing
FÁLKINN sem undanfarinn mánuð hefur
dvalið á byggðasafninu á Höfn fer á næstu
dögum í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar
sem hann fær lögheimili. Fálkinn var
skaddaður á væng og gat ekki flogið þeg-
ar hann fannst og var settur í hjallinn við
Gömlubúð þar sem hann hefur dvalið í
góðu yfirlæti síðan. Það voru Þorbjörg og
Fjölnir á Hala sem fundu fálkann en Hálf-
dan á Kvískerjum handsamaði hann. Fálk-
inn gæðir sér á ýmsu góðgæti og smáfugla
gleypir hann í einum bita.
Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson
Fálkinn fær
lögheimili
Hornafirði. Morgunblaðið.
STARFSMENN á bráðadeildum Landspítala
– háskólasjúkrahúss, einkum á slysa- og geð-
deild, hafa í auknum mæli nýtt sér af öryggis-
ástæðum þann möguleika að bera auðkenn-
iskort í vinnunni þar sem einungis sést
skírnarnafn viðkomandi. Almennt eru starfs-
menn með kort sem sýna fullt nafn og mynd og
sumir hafa einnig gripið til þess ráðs að líma
yfir eftirnafn sitt. Ástæða þessara ráðstafana
er að dæmi eru um hótanir í garð starfsfólks
utan vinnutíma og fyrirsát frá sjúklingum sem
það hefur meðhöndlað á spítalanum.
Guðbjörg Pálsdóttir, deildarstjóri á slysa- og
bráðadeild Landspítalans í Fossvogi, segir að á
sínum tíma hafi starfsfólk deildarinnar fengið
undanþágu fyrir því að hafa aðeins skírnarnöfn
á kortunum. Nú sé boðið upp á þetta mark-
visst.
„Það eru nokkur dæmi um það á deildinni að
þegar fólk hefur verið merkt með fullu nafni þá
hefur það verið elt uppi heima fyrir. Fólk hefur
þá verið að fá hringingar og verið setið fyrir
því heima. Það sem starfsmennirnir gera í
sinni vinnu á ekki að þurfa að hafa áhrif á
einkalíf þeirra,“ segir Guðbjörg.
Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og
bráðadeild, segir að ekki síst um helgar, þegar
allt vilji fara á annan endann í borginni, sé full
ástæða fyrir starfsfólk deildarinnar til að fara
með gát. Öryggisráðstafanir hafi verið hertar á
seinni árum og nú sé lögreglumaður til staðar í
húsinu á vissum tímum. Því miður hafi það
reynst nauðsynlegt þó að yfirleitt séu hlutirnir
í lagi.
„Eitthvað meira en lítið að“
„Ég held að það sé ekki algengt að starfsfólk
fái hótanir utan vinnutíma en menn eru stund-
um með dólgshátt á deildinni. Sumir hafa kosið
að haga sér svona þó að þeir séu komnir á
sjúkrahús og hugsanlega er fólk farið að taka
þessar hótanir alvarlegar en áður. Heilbrigð-
isstarfsfólk velur sér þennan starfsvettvang yf-
irleitt sökum manngæsku og á ekkert von á
svona framkomu í sinn garð. Það er í raun fer-
legt að svona mál þurfi að koma upp og segir
okkur að eitthvað meira en lítið er að í þjóð-
félaginu. Við fárumst stundum yfir því að skot-
ið sé á sjúkrabíla í öðrum löndum en hér er líka
til fólk sem er ekkert skárra og myndi skjóta á
sjúkrabíla ef það hefði byssurnar til þess,“ seg-
ir Jón, sem eitt sinn varð sjálfur fyrir því að
vera hótað utan vinnustaðar. Eftir það segist
hann hafa gripið til ákveðinna öryggisráðstaf-
ana.
Spurð um hvað betur megi fara í öryggis-
málum segir Guðbjörg að ávallt megi gera bet-
ur. Skortur hafi verið á öryggishnöppum fyrir
starfsfólkið, en það sé í vinnslu innan spítalans.
Öryggis- og starfsreglur séu einnig til endur-
skoðunar hverju sinni og tími sé kominn á
námskeið að nýju í sjálfsvörn fyrir starfsmenn.
Sömuleiðis þurfi að læra að bregðast við and-
legum ógnunum, sem séu jafnvel algengari en
hótanir um líkamsmeiðingar. Guðbjörg segir
að ekki megi heldur gleyma aðbúnaði sjúk-
linga, annarra en þeirra sem séu til vandræða.
Tryggja þurfi öryggi þeirra og aðstandenda
sem þeim fylgja.
Fleiri starfsmenn slysa- og geðdeilda LSH fela eftirnöfn sín fyrir sjúklingum
Dæmi um hótanir og
fyrirsát utan vinnutíma
„FÓLK reis úr sætum og hyllti
listamanninn unga sem er þegar
orðinn einn af okkar bestu píanó-
leikurum,“ sagði Jón Ásgeirsson,
tónlistargagnrýnandi Morgun-
blaðsins, eftir einleik Víkings
Heiðars Ólafssonar píanóleikara
á tónleikum með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Háskólabíói í
gær. „Hann sló í gegn,“ sagði Jón.
Víkingur lék píanókonserta eft-
ir Jón Nordal og Prokofjev. Hann
bað sérstaklega um að fá að leika
tvo konserta en ekki einn, þar
sem hann sagði konsert Jóns
stuttan „en þó spriklandi af æsku-
fjöri út í gegn“.
Víkingur hefur stundað nám í
píanóleik frá því hann var fimm
ára gamall. Hann er nú nítján ára.
Morgunblaðið/Kristinn
Víkingur sló í gegn með Sinfóníunni
SEX þúsund börn eiga heimasíðu á
Barnalandi.is en vefurinn verður
þriggja ára í nóvember.
Hugmyndin að vefnum kviknaði hjá
þeim Sigríði Guðmundsdóttur og Þóri
Sigurðssyni þegar sonur þeirra veikt-
ist og þau reyndu að viða að sér upp-
lýsingum um veikindin en varð lítið
ágengt.
„Við komumst að því að það var erf-
itt að nálgast upplýsingar um ýmislegt
varðandi börn, ekki bara veikindi held-
ur hvað sem nöfnum tjáir að nefna,“
segir Sigríður.
Gífurlegar
vinsældir
Barnalands.is
Sex þúsund/22
ANNA Th. Rögnvaldsdóttir og Ólafur
Rögnvaldsson hefja upptökur á nýrri ís-
lenskri sakamálamynd fyrir sjónvarp í nóv-
ember. Verður hún í þremur hlutum.
Myndin, sem nefnist Allir litir hafsins eru
kaldir, er gerð í samstarfi við Sjónvarpið og
erlendar stöðvar. Kostnaður er hátt í 150
milljónir og er þetta með viðamestu verk-
efnum sem Sjónvarpið hefur ráðist í lengi.
Anna skrifaði handritið og leikstýrir en
Ólafur bróðir hennar framleiðir og stýrir
upptökum.
Ný íslensk
sakamála-
mynd í bígerð
Allir litir/47
TILRAUNIR til að flytja lambakjöt
frá Íslandi beint til Færeyja hafa aft-
ur siglt í strand og eru horfur á að
allt kjöt sem selja á til Færeyja verði
fyrst flutt til Danmerkur þar sem
fram fer heilbrigðisskoðun. Farga
þurfti nokkrum tonnum af kjöti sem
flutt var til Færeyja fyrir skömmu
vegna þess að það uppfyllti ekki
kröfur um kælingu. Eftir að Fær-
eyingar tóku upp heilbrigðisreglur
ESB varð um tíma að flytja lamba-
kjöt í gegnum Danmörku þar sem
engin skoðunarstöð var í Færeyjum.
Samkomulag náðist um að skoðunar-
stöð í Kollafirði í Færeyjum tæki að
sér að heilbrigðisskoðun. Kjötið var
sett í land í Þórshöfn og flutt 15 km
leið til Kollafjarðar. Embættismenn
ESB gerðu athugasemdir og töldu
að flytja ætti kjötið beint þangað.
Létu þeir ekki segjast þrátt fyrir að
íslensk stjórnvöld bentu á dæmi um
að kjöt væri flutt 50 km leið í Evrópu
til að koma því á skoðunarstöð.
Lambakjöt til Færeyja
flutt í gegnum Danmörku?
Kjöti fargað/10