Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þá líður nú að því að pólitíkusarnir verði að taka afleiðingum gerða sinna frá síðasta kosningafylliríi. Sýslu- og sóknarlýsingar Dalasýslu Vinnan hófst á ritvélaöld SÖGUFÉLAGIÐ ogÖrnefnastofnun Ís-lands hafa gefið út bókina Dalasýsla, sýslu- og sóknarlýsingar. Einar G. Pétursson, vísindamað- ur við Stofnun Árna Magnússonar, sá um út- gáfuna. Sýslu- og sóknarlýsing- ar Dalasýslu voru teknar saman að frumkvæði Jón- asar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræð- ings, til undirbúnings að Íslandslýsingu sem aldrei varð að veruleika. Í bókinni munu birtast í fyrsta sinn lýsingar úr hinni söguríku Dalasýslu, sem flestar hafa verið skrifaðar af staðkunnug- um mönnum, sýslumanni, prestum og hreppstjóra. Hver er forsaga þessara sókn- arlýsinga? „Á fundi Hafnardeildar Hins ís- lenska bókmenntafélags 25. ágúst 1838 var að frumkvæði Jónasar Hallgrímssonar samþykkt að efna til Íslandslýsingar og kosin nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd. Í henni áttu sæti Brynjólfur Pét- ursson, Finnur Magnússon, Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason. Vorið eftir sendi nefndin boðsbréf og spurn- ingalista til sýslumanna og presta um land allt. Jónas vann nokkuð að lýsingunni næstu árin en hann lést eins og kunnugt er 26. maí 1845 og eftir það varð enginn til að halda henni áfram. Verkinu var þess vegna aldrei lokið en í hand- ritasafni Hins íslenska bók- menntafélags eru svörin varð- veitt. Lýsingarnar hafa nú verið gefnar út úr flestum héruðum landsins og eru lýsingar úr Dala- sýslu með þeim allra seinustu, að- eins á eftir að gefa út lýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.“ Síðan hvenær eru þessar lýs- ingar? „Það voru nú misjöfn viðbrögð við þessum spurningalistum, elsti textinn er frá 1840 en sá yngsti frá 1855. Lýsingarnar eru auk þess afar misjafnar að gæðum, prestar voru sumir aðfluttir og þar af leiðandi lítt kunnugir í sóknunum. Einn leysti það með því að láta fróðan bónda lýsa sókninni og fyrir vikið verður lýs- ingin betri hvað staðhætti varðar. En í öðrum sóknum eru lýsing- arnar knappari og í sumum eru ekki einu sinni taldir upp bæir. Svo eru margar mjög nákvæmar. Í lýsingunum er engu að síður að finna ótal merkilegar upplýsing- ar, getið er um flestar jarðir, sel- farir, alfaravegi, réttir og fjöl- mörg örnefni eru tilgreind. Þá er fróðlegt að sjá að þegar skoðaðar eru upplýsingar um haustleitir, m. a. hér kemur í ljós að ekki kemst fast skipulag á þær fyrr en á 19. öld, sama skipulag og stuðst er við alla 20. öldina.“ Var eitthvað sem kom þér, sjálfum Dalamanninum, á óvart í lýsingunum? „Já, það var ótal margt. Í lýsingum tveggja höfunda, þeirra séra Friðriks Eggerz í Skarðsþing- um og Kristjáns Skúla- sonar Magnúsen sýslu- manns, er til að mynda frásögn af Eiríki rauða sem er ekki að finna í fornritum. Þeir segja báðir frá vogi einum hvar Eiríkur rauði leyndist á skipi sínu undir hrísi áður en hann flúði frá Íslandi en þar á þá að hafa verið skógur mik- ill sem náði yfir voginn. Þetta hef- ur verið almenn sögn í þá daga en er ekki í fornritum. Um stapa hjá Ásgarði sagði „höfðu miðaldurs- menn mikla trú á honum meðan trú var mest á álfum eður huldu- fólki.“ Með öðrum orðum átti þá trú á huldufólk að vera dauð.“ Kemur eitthvað fram um mannlíf í Dalasýslu á þessum tím- um? „Já, í spurningalistanum er meðal annars spurt um íþróttir Dalamanna og hljóðfæraleik eða hvað menn hefðu sér helst til skemmtunar. Þó ekki sé þessum spurningum nú svarað ítarlega kemur fram að að menn höfðu sér til skemmtunar fornsagnalestur á vetrum og rímnakvepskap. Eins er það nefnt að bændur hafi nokk- uð sótt í fá fornsögur og rímur og aðrar fróðleiksbækur að láni hjá presti sínum en verið tregir til að kaupa. Eins kemur fram að þess- um ágætu mönnum fannst sið- ferði Dalamanna sæmilegt en þó afar misjafnt, helst væri því ábótavant hjá þeim sem orðið hefðu fyrir áhrifum frá stall- bræðrum sínum í verplássum og kauptúnum. Á einum stað er haft á því orð að prestarnir sjálfir væru nú ekki nógu góðar fyrir- myndir í siðferðilegum efnum.“ Hefur þú unnið lengi að þessari útgáfu? „Þetta hefur verið nokkurs konar tómstundavinna hjá mér lengi. Stundum hef ég lítið gefið mig að þessu um langt skeið en svo unnið hörðum höndum þegar fátt annað ber að. Ég veit því ekki hversu langan tíma þetta hef- ur tekið í heild en vinn- an hófst á ritvélaöld,“ segir Einar. Útgáfunni fylgja ít- arlegar skýringar á mörgum efnisatriðum, t.d. tilvitn- anir í fornrit, skjöl, þjóðsagnasöfn og ritgerðir; m.a. eru birt nokkur áður óprentuð jarðaskjöl. Í skýr- ingum eru þannig tilvísanir til frekari fróðleiks. Myndir eru birt- ar af kirkjustöðum, þremur höf- undum og tveimur kortum höf- unda. Einar G. Pétursson  Einar G. Pétursson er fæddur 25. júlí árið 1941 í Stóru-Tungu á Fellsströnd í Dalasýslu og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1961, cand. mag í íslenskum fræðum vorið 1970 og dr. phil. árið 1998. Hann var deildarstjóri á Landsbókasafni Íslands á ár- unum 1984-1988. Hann hefur stundað rannsóknir á Árna- stofnun um árabil og gefið út ýmsar bækur, m.a. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Einar er kvæntur Kristrúnu Ólafsdóttur kennara og eiga þau tvo upp- komna syni. Frásögn af Eiríki rauða sem ekki er að finna í fornritum UNDIRRITUÐ hefur verið vilja- yfirlýsing um byggingu allt að 3000 fermetra verslunar- og þjón- ustumiðstöðvar í miðbæ Reyðar- fjarðar. Gert er ráð fyrir að endan- leg ákvörðun um verkefnið liggi fyrir um áramót og að húsið verði opnað að ári. Eignarhaldsfélagið Molinn var stofnað í janúar 1999, en allt frá árinu 1997 hefur verið rætt um þörf fyrir verslunar- og þjónustu- húsnæði á Reyðarfirði. Sjö aðilar hafa nú tekið saman höndum um miðstöðina, sem ber vinnuheitið Molinn og er undirbún- ingur vel á veg kominn. Reiknað er með að ef hugmyndir þessara aðila ganga eftir verði fyrsta skóflu- stungan tekin í desember og að fyrirtæki geti flutt inn haustið 2004. Grunneining Molans nútímaleg matvöruverslun Arkitektastofan Arkis á Egils- stöðum sér um teikningar hússins en fyrirtækin sem að verslunar- og þjónustumiðstöðinni standa eru Hönnun hf., Landsbanki Íslands, Landsafl hf., Íslenskir aðalverk- takar hf., Fjarðabyggð, Kaupfélag Héraðsbúa og Molinn ehf. Miðstöðin mun standa við Strandgötu, á milli Hafnargötu og Búðargötu. Nú þegar hefur verið unnið að frumhugmyndum og aflað lóðarréttinda á vegum einkahluta- félagsins Molans ehf. Leggja á áherslu á fjölþætta starfsemi í mið- stöðinni, þ.e. verslun, skrifstofu- hald og rekstur banka, en gert er ráð fyrir að grunneiningin verði nútímaleg matvöruverslun. Að sögn forsvarsmanna bygg- ingarinnar hefur undirbúningur verkefnisins allt frá upphafi sveifl- ast í takt við áætlanir um uppbygg- ingu álvers og virkjunar á Austur- landi. Nú þegar samningar um byggingu álvers Alcoa í Reyðar- firði hafa verið undirritaðir skap- ist þörf fyrir húsnæði af fjölþætt- um toga í Fjarðabyggð. Þegar er búið að ráðstafa rúm- lega helmingi húsnæðisins. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Markar upphafið að vexti og viðgangi á Reyðarfirði: Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu þjónustu- og versl- unarmiðstöðvar í miðbænum. F.v. Eyjólfur Á. Rafnsson, Hönnun, Gunnlaugur Kristjánsson, ÍAV, Björn Ágústsson, KHB, Sveinn Jónsson, Molanum ehf., Guðmundur Bjarnason, Fjarðabyggð, Úlfar Örn Friðriksson, Landsafli hf., og Haukur Þór Haraldsson hjá Landsbanka Íslands. Endanleg ákvörðun um verkefnið mun liggja fyrir um áramót. Afstöðumynd/Hönnun Þéttbýlið á Reyðarfirði: Auk verslunar- og þjónustumiðstöðvar sem rísa á í miðbænum verður nýtt hringtorg byggt vestan við þéttbýlið fyrir næsta vor. Tillögur eru um að Suðurfjarðavegur verði lagður þaðan, suður ár- ósana og árnar sameinaðar undir eina brú. Þá verður byggt nýtt miðbæj- artorg á Reyðarfirði í tengslum við þjónustumiðstöðina. Moli hugs- anlega opn- aður að ári Reyðarfirði. Morgunblaðið. 3.000 fermetra verslunarmiðstöð í miðbæ Reyðarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.