Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 42
ÚR VESTURHEIMI 42 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 2.000 manns sigldu með Viking Saga á Winnipegvatni við Gimli í sumar. „Ég hefði viljað fá fleiri gesti en hugsanlega vantaði eitthvert annað aðdráttarafl en víkingasýn- inguna og kannski var fargjaldið of hátt,“ segir Paul Compton, eigandi skipsins og skipstjóri, sem dró saman seglin í Gimli um liðna helgi. Paul Compton býr í L’anse Aux Meadows nyrst á Nýfundnalandi og var þar sjómaður í áratug áður en hann smíðaði Viking Saga 1995. Minjar um búsetu norrænna manna fundust í L’ance Aux Meadows fyrir rúmum 40 árum og við Norstead, sem er skammt frá, hefur verið komið fyrir víkingahúsum, skálum og kirkju í líkingu við byggðina sem talið er að hafi verið í L’ance Aux Meadows. Paul fékk áhuga á víkingunum og eftir að hafa kynnt sér víkingaskip og gerð þeirra, meðal annars í Danmörku, ákvað hann að smíða eftirlíkingu af knerri víkinga til að sigla með ferðamenn á svæðinu. „Mörgum fiskibátum hefur verið breytt í báta fyrir ferðamenn, en ég vildi bjóða upp á eitthvað í líkingu við það sem víkingarnir notuðu og úr varð þetta 44 feta langa skip. Ég hef boð- ið ferðamönnum upp á ferðir með þessu skipi á sumrin í átta ár og framtakið hefur fallið í góðan jarðveg,“ segir Paul, en bátur hans tekur allt að 20 manns og verður aftur við Nýfundanland næsta sumar. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, lagði sitt af mörkum til að Safn íslenskrar menningararfleifðar í Gimli gæti fengið Paul með skip sitt í sumar og að frumkvæði forsætisráðherrans lagði ríkisstjórn hans fram 70.000 dollara upp í kostnað vegna flutnings skipsins frá Nýfundnalandi og fleira. Boðið var upp á þrjár 90 mínútna ferðir daglega frá 21. júní út september. Lori, eiginkona Pauls, og Lisa Earle, aðstoð- uðu við ferðirnar og segir Paul að ferðirnar sem slíkar hafi gengið vel en þetta væri ekki sambærilegt við Nýfundnaland. Þar væri víkingaþorp, rekís, hvalir og ýmislegt annað sem ferðamenn sæktu í fyrir utan siglinguna sem slíka, en í Gimli vantaði eitt- hvað með bátnum. „Við vorum hérna í tengslum við víkingasýninguna Full Circle: First Contact, Vikings and Skraelings in Newfoundland and Labrador, en í framtíð- inni væri æskilegt að byggja upp „vík- ingaandrúmsloft“ eins og við höfum heima,“ segir hann. Um 2.000 manns sigldu með Viking Saga Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Paul Compton stjórnar Viking Saga í kvöldsiglingu á Winnipegvatni. STEPHAN Benediktson, dóttursonur Stephans G. Stephansson, hefur gefið út bók um lífshlaup sitt en hann starfaði við olíuleit og alþjóðleg olíuviðskipti í hálfa öld eða þar til hann ákvað að draga sig í hlé fyrir skömmu. ,,Líf mitt hefur verið mjög áhugavert og þar sem ég taldi að sagan ætti erindi til ann- arra ákvað ég að skrifa hana og gefa út í bók,“ segir Stephan um bók sína Stefan’s Story, A Half Century in International Oil, sem hann tileinkar Rósu móður sinni. Stephan fæddist í Innisfail í Alberta í Kanada 1933, gekk í íslensku skólana á svæðinu og byrjaði snemma að vinna hjá bændum í nágrenninu, en hann var níu ára þegar faðir hans dó. Tví- tugur fékk Stephan vinnu við olíuvinnslu í Alberta og þar með var tening- unum kastað, en næstu fimm áratugina sinnti hann ábyrgðar- og stjórn- unarstörfum í olíu- viðskiptum í Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Indónesíu, Saudi Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Argent- ínu og Kólumbíu auk þess sem hann kom kanadísku olíufélagi af stað í Úkraínu árið 2000. ,,Það sem ég gerði verður sennilega ekki endurtekið því þessi viðskipti hafa breyst svo mikið,“ segir hann. „Heimurinn er orðinn svo lítill og tæknin er orðin al- þjóðleg þannig að allir geta tileinkað sér hana. Það eru engin leyndarmál hvað tæknina varðar en ég var á ákveðnum stöð- um á ákveðnum tíma og ákvað að segja þá sögu.“ Stephan er hreykinn af uppruna sínum og kemur það vel fram í bókinni, en hann var kjörræðismaður Íslands í Calgary 1997 til 2001 og hefur nokkrum sinnum komið til Ís- lands. Hann segist alla tíð hafa haft þrá til að kanna ókunna staði og hafi hitt Íslend- inga alls staðar. Hann hafi útrásarþörfina sennilega frá forfeðrunum, þó hann segi ekki þar með að hann myndi sigla yfir Norð- ur-Atlantshafið í litlum báti í leit að nýjum ævintýrum. Stephan segir að hann hafi gefið út bókina til að fólk gæti lesið um það sem hann hafi upplifað en ekki til að hagnast á útgáfunni. ,,Ég tek engin laun fyrir þetta fyrir utan ánægjuna. Til að byrja með gaf ég fjölskyldumeðlimum og öðrum vinum bók- ina en síðan hef ég gefið eintök til Íslend- ingafélagsins í Markerville, sem selur bók- ina og fær andvirði sölunnar til rekstursins.“ Verður ekki endurtekið steg@mbl.is Stephan Benediktson MINNISMERKI um Stephan G. Stephansson, skáld, var afhjúpað í fyrrverandi landi hans í Gardar í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum í tengslum við 125 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga á svæðinu. Stephan G. bjó í Garðar í Norður-Dakóta 1880 til 1889, en þegar hann flutti þaðan keyptu ættingjar Helgu Sigríðar Jónsdóttur, eig- inkonu hans, land þeirra hjóna. Afkomendur Stephans og Helgu ákváðu að reisa minnismerki um bóndann og skáldið síð- sumars í tengslum við afmælishátíðina. Áletr- aður skjöldur var settur á stóran stein úr land- inu og honum komið fyrir undir hlíðinni vestan við þar sem bær skáldsins stóð. ,,Það hefur lengi verið í umræðunni að reisa minnismerki um Stephan G. í Garðar og það þótti tímabært að gera það nú þegar 150 ár eru frá fæðingu hans,“ segir Stephan Vilberg Benediktson, dóttursonur skáldsins, sem afhjúpaði minn- ismerkið ásamt Iris systur sinni og John John- son. Afi Johns, John Johnson (Jón Jónsson yngri), og Hallgrímur Gíslason keyptu landið af Stephan G. 1889, þegar hann ákvað að flytja til Alberta í Kanada og héldu niðjar landnemanna fjölmennt ættarmót í Norður-Dakóta samfara afhjúpuninni. Stephan og Iris eru börn Rósu, yngstu dótt- ur Stephans G., en hún afhjúpaði minnismerkið um föður sinn í Skagafirði 1953. Stephan Bene- diktson sagði við afhjúpunina í Gardar að Norð- ur-Dakóta hefði alltaf haft mikið að segja hjá afa sínum og amma sín hefði oft rætt um svæð- ið. 150 ár eru frá fæðingu Stephans G., en hann fæddist á Kirkjubóli í Skagafirði 3. október 1853 og dó 1927. 1873 flutti hann með fjölskyldu sinni til Wisconsin og þaðan til Norður-Dakóta. Þess má geta að í tilefni tímamótanna er ráð- stefna um Stephan G. í Háskóla Íslands um helgina. Minnismerki um Stephan G. afhjúpað í Gardar Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Stephan Benediktson til vinstri ásamt John Johnson og Iris við afhjúpun minnismerkisins í Gardar. SÖFNUNARNEFNDIN Metið íslenska nærveru, Valuing Ice- landic Presence, lauk störfum fyrir skömmu en hún skilaði af sér meira en tveimur milljónum kan- adískra dollara, um 113 milljónum króna, til styrktar íslenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg og íslenska bókasafninu við skólann. Dr. T. Kenneth Thorlakson, for- maður söfnunarnefndarinnar, seg- ir að takmarkið hafi verið að safna 1.650.000 kanadískum dollurum og því markmiði hafi nær verið náð þegar söfnuninni hafi opinberlega verið hætt í árslok 2000. 22. maí sl. hafi upphæðin verið komin í 1.680.000 dollara og þegar nefndin skilaði af sér hafi heildarfjárhæðin numið meira en tveimur milljónum dollurum, sem sé ótrúlegur árang- ur og sýni hug samfélagsins til ís- lenskudeildarinnar og bókasafns- ins. „Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir stuðninginn, en meira en 300 hópar og einstakling- ar hafa lagt í sjóðinn og þar vegur þyngst örlátt milljón dollara fram- lag ríkisstjórnar Íslands, Eim- skipafélagsins og Háskólasjóðs,“ segir hann. Þegar hefur 750.000 dollurum verið varið í endurbætur á íslenska bókasafninu, en stuðningurinn gerði það að verkum að það var opnað í nýjum og glæsilegum húsakynnum 20. október 2000 og voru Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Gary Doer, forsætisráð- herra Manitoba, á meðal fjöl- margra gesta. Við það tækifæri sagði Davíð meðal annars að mik- ilvægt væri að hlúa að íslensku deildinni og íslenska bókasafnið við skólann tengdi saman allar há- skóladeildir í Norður-Ameríku, sem sinntu íslenskum fræðum. Íslenskudeildin stóð illa fyrir nokkrum árum en söfnunin hefur m.a. gert það mögulegt að halda úti aukastöðu á hærra sviði en áður og eru því tvær heilar kennara- stöður við deildina. Ken segir að sjóðurinn komi líka að gagni varð- andi ýmsan kostnað við deildina sem háskólinn greiði ekki og það skipti miklu máli fyrir framtíðina. Í tengslum við söfnunina hafa verið stofnaðir ýmsir sér sjóðir. Þar á meðal má nefna að Sandra og Jim Pitblado gáfu 100.000 doll- ara til minningar um forfeður sína til að stofna Olson/Jonsson ferða- styrktarsjóð vegna íslenskunáms kanadískra stúdenta á Íslandi. Eins gaf Irene Eggertson 150.000 dollara í Grettir Eggertsons sjóð- inn, sem styrkir útgáfur tengdar Íslandi, rannsóknir í íslensk-kan- adískum málefnum, þýðingar og fleira. Sjóðurinn Metið íslenska nær- veru er til framtíðar í umsjón há- skólans (netfang: Private_Fund- ing@umanitoba.ca) og er áfram opinn fyrir framlögum, en í sjóðs- stjórn eru Richard Johnson for- maður, David Arnason, Neil Bar- dal, Paul Westdal, Sigrid Johnson, Robert O’Kell, Carolynne Presser, Tim Samson og Ken Thorlakson. Um 113 milljónir í íslenskan sjóð Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson forsætisráðherra og dr. T. Kenneth Thorlakson við opnun bókasafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.