Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Kristjáns-son fæddist í Laxárdal í Þistilfirði 4. febrúar árið 1912. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 22. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingiríður Árna- dóttir, f. 23.2. 1887, d. 29.6. 1971 og Kristján Þórarins- son, f. 14.5. 1877, d. 4.3. 1942. Þau reistu nýbýlið Holt í Þistil- firði og hófu þar bú- skap árið 1913. Börn Ingiríðar og Kristjáns eru: Arnbjörg, f. 1908, Þórarinn, f. 1910, d. 1990, Árni, f. 1912, d. 2003, Vilborg, f. 1913, d. 2001, Bergþóra, f. 1915, d. 1942, Guðrún, f. 1917, Ásmundur, f. 1920, d. 2001, Herborg, f. 1922, d. 1989, Þórhalla, f. 1925, Guðbjörg, f. 1927 og Hólmfríður, f. 1929. Árni ólst upp í Holti og átti þar heimili sitt alla sína ævi. Eftir hefðbundið barnaskólanám þeirr- ar tíðar og unglingaskóla hjá einkakennara á heimili foreldra sinna stundaði Árni nám í Hér- aðsskólanum á Laugum í S-Þing- eyjarsýslu einn vetur og annan vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Einn vetur dvaldi hann í Reykja- vík við smíðanám. Eftir lát föður síns bjuggu þau systkin- in Arnbjörg, Þórar- inn og Árni í Holti í félagi við móður sína til ársins 1952. Frá 1952 eru þau systkinin Arnbjörg, Þórarinn og Árni skráð ábúendur í Holti. Þeir bræður höfðu mikinn áhuga á kynbótum sauðfjár og náðu þar umtals- verðum árangri. All- ir sauðfjárbændur og áhugafólk um sauðfjárrækt þekkja fjárstofninn frá Holti í Þistilfirði. Þeir Þórarinn og Árni voru meðal stofnenda fjárræktar- félagsins Þistils og gegndi Árni þar formennsku í 40 ár. Eftir lát Þórarins 1990 seldu þau Arn- björg og Árni jörðina og bústofn- inn en héldu eftir hálfum hektara þar sem þau byggðu sér rúmlega 80 fermetra timburhús á steypt- um grunni. Þau fluttu í húsið 1992 og bjuggu þar síðan. Síðustu mánuðina hafa þau átt skjól á Dvalarheimilinu Nausti á Þórs- höfn. Útför Árna fer fram frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag er Árni frændi frá Holti kvaddur hinstu kveðju frá gömlu sóknarkirkjunni sinni að Svalbarði í Þistilfirði. Árni var þriðji í aldursröð systkinanna frá Holti, barna þeirra hjóna Ingiríðar og Kristjáns, en þau urðu alls ellefu. Þau hjón létu sér einkar annt um börnin sín og lögðu metnað sinn í að búa sem best að þeim eftir því sem efni og tök voru á. Heimilislífið í Holti var fjölbreytt og skemmtilegt. Auk hjónanna og barnanna á bænum áttu ýmsir aðrir, skyldir og vandalausir, þar heimili sitt um lengri eða skemmri tíma. Meðal þeirra var Þorsteinn Þórar- insson, föðurbróðir Árna, sem var mikill áhugamaður um félagsmál og sönglíf. Hann átti orgel og kunni að leika á það. Þegar systkinin í Holti komust á legg mynduðu þau kór sem söng fjórraddað upp úr „fjárlögun- um“ þegar vel lá á þeim eða gestir komu. Stjórnaði Þorsteinn söng þessum í fyrstu en síðar leiddi Þór- arinn, elsti bróðirinn, sönginn og lék undir. Þessi systkinakór hefur aldrei verið formlegur og voru aðrir heim- ilismenn í Holti og gestir að sjálf- sögðu boðnir velkomnir í hópinn þeg- ar tilefni gafst. „Holtskórinn“ eins og við köllum hann er enn við lýði þótt breyttur sé en hann syngur nú að- eins þegar við þurfum að stilla saman hugina eins og t.d. á ættarmótum. Á síðasta ættarmóti í júlí árið 2000 tók Árni frændi þátt í söngnum af lífi og sál – hafði að vísu fært sig úr ten- órnum niður í bassann og kom þar að góðu liði. Árni var bóndi af lífi og sál. Hann fór ungur að vinna að búskapnum eins og tíðkaðist í þá daga og það urðu þau systkinin öll að gera. Það kom fljótt í ljós að Árni var gott bú- mannsefni. Hann varð snemma með afbrigðum fjárglöggur og þekkti all- ar kindurnar á bænum með nafni – reyndar þekkti hann vorlömbin líka af svip mæðra eða feðra þeirra. Þeim hæfileika hélt hann alla sína búskap- artíð jafnframt því að geta rakið ætt viðkomandi kindar í fjórða til fimmta lið ef því var að skipta. Ég minnist þess oft hve undrandi ég varð þegar hann sá á löngu færi frá hvaða bæ þessi eða hin kindin var. Fyrir mér voru allar kindur eins nema hvað sumar voru svartar, aðrar gráar eða mórauðar. Árni gaf mér fyrsta lambið sem ég eignaðist. Það var blágrátt gimbrar- lamb, eina lambið með þeim lit það vorið. Ég áttaði mig ekki á því þá að lambið hafði Árni valið með tilliti til þess að ég gæti þekkt það úr hjörð- inni með nokkru öryggi en hann hafði ekki orð á því – til þess var hann of kurteis og tillitssamur. Í aðalatriðum má segja að þeir bræður Árni og Þórarinn hafi tekið við búsforráðum í Holti eftir lát föður þeirra árið 1942. Starfsævi Árna við búskap varð því hálf öld. Einhvern veginn fór það svo að þeir bræður skiptu með sér verkum að vissu leyti hvort sem þeir hafa rætt það sín á milli eða ekki. Þórarinn var meira út á við, organisti, kennari, hrepps- nefndarmaður, búnaðarþingsfulltrúi o.fl. o.fl. Árni réð frekar ferðinni í daglegum rekstri búsins. Auðvitað lögðu þeir bræður á ráðin um hvað skyldi unnið og hvernig en ég held að óhætt sé að segja að Árni hafi jafnan átt síðasta orðið. Hann var einstakur verkmaður, laginn, röskur og ráða- góður. Það er dálítið merkilegt þegar maður hugsar um það að Árni skyldi vera orðinn hálffertugur þegar fyrsta dráttarvélin kemur í Holt 1948 og kominn á sextugsaldur þegar hann tekur bílpróf og þeir bræður eignast jeppa. En þótt hann væri orðinn þetta fullorðinn þegar véla- öldin gekk í garð í Holti þá lærði hann strax að nota sér hana og varð henni handgenginn. Í þá daga voru ekki viðgerðarverkstæði á hverju strái – menn urðu að bjarga sér sjálf- ir. Það kom því oftast í hlut Árna að gera við og viðhalda þeim vélum og tækjum sem notuð voru við búskap- inn. Þar reyndist hann snjall og úr- ræðagóður með eindæmum. Árni var alla sína ævi mikill fé- lagshyggju- og samvinnumaður í bestu merkingu þeirra orða. Hann studdi Framsóknarflokkinn og sam- vinnuhreyfinguna, var dyggur les- andi Tímans og einlægur og ábyrgur félagi í Kaupfélagi Langnesinga meðan það var og hét. Hann vildi veg lands og þjóðar sem farsælastan og var andsnúinn öllum tilburðum í þá átt að fórna landi eða þjóðerni í hendur erlendum aðilum. Rætur hans voru traustar og stóðu djúpt í íslenskri mold. Árni var dagfars- prúður og einkar orðvar en við sem þekktum hann vissum að undir ró- legu og yfirveguðu yfirbragði bjó ólgandi skap sem er ættarfylgja. Því skapi stjórnaði hann af aðdáunar- verðri festu og veitti því í réttan far- veg. Árni kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur. Þess vegna höfum við frændsystkini hans kannski orðið honum nákomnari en ella. Ég minn- ist þess sem ungur drengur hvað gaman var að koma í Holt og leika sér við þá bræður, Árna og Þórarin. Þeir létu sig t.d. ekki muna um að breyta sér í hesta og skokka hneggj- andi á fjórum fótum um eldhús og borðstofu með okkur krakkana á bakinu. Það fannst okkur alveg óborganleg skemmtan. Það voru svo sannarlega forréttindi fyrir börnin að fá að njóta samvista við frænd- fólkið í Holti, taka þátt í glaðværð þess og finna ást þess og hlýju um- vefja sig dag og nótt. Árni frændi var lengst af ævi sinn- ar heilsuhraustur. Hann hafði hugs- að sér að dunda við smíðar og rækt- un skikans í kringum nýja húsið eftir að búskaparönnum sleppti. Þetta fór á annan veg. Skömmu eftir að þau systkinin fluttu varð hann fyrir áfalli sem leiddi til þess að honum varð hægri höndin því nær ónýt. Þessu fylgdu verkir sem erfiðlega gekk að slá á. Síðustu árin urðu Árna því tals- vert erfið þótt sjálfur bæri hann sig jafnan vel og tæki því sem að hönd- um bar með jafnaðargeði. Við að- standendur Árna viljum koma hér á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fyrir nærfærna umönnun og alúð þess í Árna garð síðustu mánuðina. Nú við leiðarlok minnumst við Árna frænda með innilegu þakklæti fyrir allt það sem hann var okkur og gaf okkur. Við börn systkina hans og fjölskyldur okkar sendum systrun- um frá Holti, frændfólki, vinum og nágrönnum innilegar samúðarkveðj- ur og guðsblessun. Óttar Einarsson. Með Árna í Holti er genginn einn mesti listamaður íslenskrar sauð- fjárræktar. Ljóslifandi eru enn fyrstu kynni mín af Árna. Haustið 1971 kom ég í Þistilfjörð á eina af hinum þekktu stórsýningum í Holti. Við höfðum nokkrir saman komið snemma morg- uns austur yfir Öxarfjarðarheiði. Áður en sýning hófst um morguninn var sest að eldhúsborðinu í Holti þar sem hinir þekktu fjárræktarmenn svæðisins voru margir mættir. Frá- sagnargleði Óla á Gunnarsstöðum réð þar ríkjum en strax veitti ég at- hygli lágvöxnum og athugulum manni, Árna Kristjánssyni, sem ég sá þarna fyrsta sinni. Hann lagði ekki margt til í þeirri kappræðu sem þarna fór fram. Þessa tvo daga, sem við dvöldum þarna við sýningastörf, átti ég hins vegar eftir að njóta ómælds fróðleiks af hendi hans um fjárræktarstarf þar í sveit sem hann skýrði af stakri nákvæmni og mikilli þekkingu. Síðan hefi ég átt margar ferðir að Holti þar sem ég hefi getað sótt mikinn fróðleik til Árna um hið landsþekkta fjárræktarstarf sem fram fór í fjárræktarfélaginu Þistli allt frá árinu 1940. Þegar dró að búskaparlokum þeirra bræðra, Árna og Þórarins í Holti, var það þeim mikið áhugamál að búið mætti flytjast á hendur ein- staklingi sem haldið gæti áfram markvissu ræktunarstarfi þeirra bræðra og ræddu þeir þau mál ít- arlega. Það var þeim því góður kost- ur að við starfi þeirra tók Gunnar Þóroddsson sem þekkti fjárstofn þeirra betur en flestir aðrir. Fyrir þremur árum dvaldi ég um helgi í Holti við skráningu margvís- legra eldri upplýsinga úr fjárbókun- um í Holti, sem spanna upplýsingar um ræktunarstarfið í hartnær sjö tugi ára. Þá var Árni líkamlega mjög þrotinn að kröftum, en ógleymanlegt er hve svör við öllum atriðum komu hjá honum á svipstundu og voru staðfest með því að slá upp viðkom- andi upplýsingum í bókunum. Fyrir alla þá fræðslu, sem ég fékk frá hendi Árna um hið merka ræktunar- starf þeirra Þistla, er skylt að þakka að leikslokum. Hið öfluga ræktunarstarf í Þistil- firði fyrir og um miðja síðustu öld er grunnur að ræktun á nánast öllu hyrndu fé á Íslandi í dag. Yfirburðir þessarar ræktunar á þeim tíma eru óumdeildir. Í þessu starfi voru þeir bræður í Holti, Árni og Þórarinn, tví- mælalaust í fararbroddi, dyggilega studdir af Eggerti í Laxárdal og Grími á Syðra-Álandi og fleiri sveit- ungum sínum. Þeir lögðu þarna grunn að fyrsta markvissa ræktun- arstarfi í sauðfjárrækt hér á landi á félagslegum grunni. Þeir bræður höfðu í uppvexti greinilega lært margt í listinni af föðurbróður sín- um, Þorsteini Þórarinssyni. Fræðslu og leiðsögn í starfi sínu sóttu þeir mjög mikið til Halldórs Pálssonar, sem þá var landsráðunautur í sauð- fjárrækt. Fræðslu hans nýttu þeir til hins ýtrasta og báru mikla virðingu fyrir hinni frábæru þekkingu hans á sauðfjárrækt. Af viðræðum mínum við Árna var mér ljóst að hann leit á ræktunar- starfið sem list þar sem stefnt var að ákveðnu markmiði. Í ræktunarstarfi hans höfðu útlitsþættir og kjötgæða- eiginleikar kindarinnar mikið vægi. Ljóst er að í því starfi náði hann frá- bærum árangri, þó að honum væri flestum betur ljóst að algerri full- komnun listarinnar, markmiðinu sem að var stefnt, yrði aldrei náð að fullu. Íslensk sauðfjárrækt stendur í ómældri þakkarskuld við Árna í Holti fyrir hið mikla starf sem hann ásamt samverkamönnum sínum í Þistli vann við ræktun á íslensku sauðfé. Sá grunnur sem þar var lagð- ur með markvissu starfi mun, meðan sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi, standa sem óbrotgjarn minnisvarði um Árna í Holti. Jón Viðar Jónmundsson. Þegar Árni í Holti er hniginn að moldu finnst mér hlýða að nánasti granni sendi honum kveðju. Svo lengi og oft erum við búnir að vinna saman og gleðjast saman. „Hver dregur dám af sínum sessu- naut“ og efast ég ekki um að búskap- urinn mín megin í Dalnum hefur oft á tíðum verið eftirlíking af því sem var búið að gera Holtsmegin, en í Holti var Árni verkstjórinn í þessu farsæla tríói Þórarinn, Árni og Geiri sem ríkti svo lengi og búnaðist vel. Þegar ég var barn var fastur punktur í tilverunni jólaheimboðin í Holti og hlakkað var til. Byrjuðu þau klukkan fimm til hálfsex, „þegar pilt- ar eru búnir í húsunum“. Fyrst var farið upp í stofu þar til bankað var í miðstöðvarpípuna, þá hófst veislan hjá mæðgunum Ingu og Öbbu. Minn- isstæðastar eru mér rjómaterturnar með sveskjum ofan á. Eftir máltíð hófust jólaleikirnir og af fullum krafti þegar gamla konan var búin að ganga frá í eldhúsi. Þá gengu allir kringum jólatréð í holinu og man ég best eftir Árna hvað hann söng fjörugt „Jón Þrúður“ sem fargaði kúnni fyrir fiðlu, o.fl. o.fl. var sungið. Holtsfólkið var nefnilega hvert sem annað með að kunna mikið af ljóðum og lögum. Það var líka oft sungið og sungið vel í stofunni í Holti, svo lengi sem Þórarins naut við. Ekki bara í veislum heldur líka sem algengasti æfingarsalur kirkjukórsins, jafnvel dag eftir dag, þegar Björg í Lóni var á ferðinni. Ég veit að Árni frændi sá aldrei eftir tímanum sem fór í söng og söngæfingar, hvað þá þegar tæki- færi bauðst til að heyra góðan söng. Ég ætla að nefna atvik máli mínu til sönnunar. Sumarið 1964 endur- byggðum við gangnakofann í Dals- heiði og gekk það verk ágætlega, en tók sinn eðlilega tíma, þrjá til fjóra daga. Allavega nógu lengi til þess að á meðan við vorum í heiðinni hafði séra Marinó Kristinsson komið með karlakór Fljótsdalshéraðs og sungið á Þórshöfn. Svo var það 25–30 árum seinna að ég var að tala um kofann okkar við Árna og láta hann sam- gleðjast mér hvað hann væri vel heppnað hús (hannað, teiknað og byggt af Árna) að Árni segir: „Ég er bara ekki ennþá búinn að ná mér niðri á samfélaginu, að þessi vinna skyldi verða til þess að ég missti af komu Karlakórs Fljótsdalshéraðs.“ Árni í Holti var góður bóndi eins og víðkunna er. Hæst fór hróður hans í sauðfjárrækt en svo var hann líka smiður góður. Hann og hans jafn- aldrar lifðu mikla breytingatíma. Hófu búskap með orfi og ljá út og suður. Fyrsta túnræktunin sem Árni vann að hafa örugglega verið „þöku- sléttur“ unnar með handverkfærum, síðan hestaverkfærin, plógur, herfi, skófla og slóði, því næst dráttarvél- arnar. Sjálfur man ég eftir þeim tíma að Þorsteinn (Steini) í Holti átti dráttarvél en aðrir ekki í grenndinni og hestasláttuvélarnar skáruðu tún- in til kapps við Massey Harrisinn. Það voru góðir tímar sagði Árni, fátt skemmtilegra í heyskap en slá með góðum hestum og bætti við að þótt hann hefði aldrei haft trú á sér sem hestamanni hefði sér látið vel að vinna með dráttarhestum. Þegar véltæknin þróaðist lengra, dráttarvélar og bílar, var því við brugðið hvað Árni var fljótur að ná tökum á og varð farsæll ökumaður. Ég er búinn að nefna smiðinn Árna og ætla í sambandi við það að rifja upp tímann um 1960 þegar við Dölungar vorum í fjárhúsbyggingu og voru strákarnir 12–16 ára stund- um að smíða án eftirlits, nema hvað, að Árni kom oft óbeðinn og gaf okkur góð ráð, hvatti til dáða, en ef hann sá „klámsmíði“ lá hann ekkert á því. Þórarinn bróðir fann út þá reglu að bogi á mótum eða vindingur á þaki gæti ekki gengið þar sem Árni í Holti gæti séð hann. Árni frændi, ég þakka þér allt, líka fyrir áminningarnar, það var mannbætandi að ganga með þér. Stefán í Laxárdal. ÁRNI KRISTJÁNSSON Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS J. EYFJÖRÐ, Lönguhlíð 3. Jórunn Erla Eyfjörð, Robert Magnus, Edda Magnus, Friðrik Magnus. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.