Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 66
AÐ gefa út safnplötu er án efa þroskamerki. Alex Lee, hljómborðsleikari Suede, segir að það sýni að hljómsveitin búi yfir sögu sem hún megi vera stolt af og lagasafni sem hægt sé að velja 21 vinsælan smell úr. „Það að semja lög sem gefin eru út á smáskífum er ákveðið listform út af fyrir sig. Það er mjög erfitt að semja lög sem eru ekki formúlukennd og eru trúverðug á list- rænan hátt og líka flaggskip sveitarinnar og hornsteinar í þeim hljómi sem hljómsveitin er þekkt fyrir. Og það að hafa gert það svo vel sé eins og Suede er gott mál og ég held að enginn í hljómsveitinni eigi í vandræðum með að geta glaðst yfir þessum árangri,“ segir Alex. Hvaða Suede lög eru í uppáhaldi? „Ég held að „The Wild Ones“ sé uppáhalds- lagið mitt og líka „Trash“ og „Obsessions“. Ég er líka rosalega ánægður með nýja lagið „Attit- ude“. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Alex að það hafi ákveðið frelsi fylgt því að þurfa ekki að semja heila plötu. „Við þurftum ekki að halda okkur við ákveðið þema eða vera innan ákveðins ramma. Við gátum bara gert það sem við vildum. Það var gaman að fá þetta frelsi og það gaf okkur tækifæri til að gera ýmsar tilraunir,“ segir hann en ekki dæmigert fyrir Suede og hefur söngspíran Brett And- erson lýst því sem elektrónísku reggí. Alex varð fullgildur meðlimur í hljómsveit- inni eftir að Neil Codling hætti árið 2001 en áð- ur hafði hann eitthvað spilað með Suede á tón- leikum. Síðustu tónleikar Suede með Codling voru einmitt í Laugardalshöllinni í október 2000 og segir Alex að það sé enn talað um þessa tónleika í sveitinni. „Það tók tíma að átta sig á tónlistarlegu sam- bandi sveitarmeðlima,“ segir Alex um upphafið en þeir erfiðleikar hurfu þegar þeir spiluðu saman á tónleikum. í hljómsveitinni. „Á sviðinu small allt saman um leið.“ Finnst þér þú hafa sett mark þitt á tónlist- arstefnu sveitarinnar? „Það sem kom mér á óvart var að það skiptir ekki máli hvaðan tónlistin kemur eða hvernig þetta byrjar því eftir að hún fer í gegnum Suede-síuna hljómar hún eins og Suede. Það skiptir ekki máli hvort það eru bara tveir í her- bergi eða öll hljómsveitin samankomin; það er eitthvað næstum áþreifanlegt sem er sér- staklega Suede við það.“ Hvert er aðdráttaraflið við Suede? Hljómsveitin hefur það sem oft er kallað „X- faktorinn“. Það er þessi óáþreifanlegi kostur sem hljómsveitir verða að búa yfir. Ef þær hafa það ekki þá skiptir ekki máli hvað þú gerir. Sumar hljómsveitir slá í gegn og aðrar ekki og það veit enginn í raun af hverju.“ Finnst þér þú heppinn að vera í þessari hljómsveit? „Mér finnst ég heppinn að hafa fengið tæki- færi til að skapa tónlist, spila út um allan heim og geta lifað af því. Mér finnst ég heppinn því það eru til miklu betri tónlistarmenn en ég sem þurfa að standa í röð eftir atvinnuleysisbótum. Líf tónlistarfólks er ekki eins mikið glæsilíf og það lítur oft út fyrir að vera. Maður þarf að tak- ast á við mörg mistök og umrót. En það hjálpar að vera heppinn.“ Hvað er það besta við að vera tónlist- armaður? „Vinnutíminn. Og líka það að það er búist við því að maður drekki stíft,“ segir Alex og víkur sér hjá því að svara því hvort hann lifi sam- kvæmt þessu. Suede sendir frá sér nýtt efni í næstu viku Suede gerir upp fortíðina og sendir frá sér safnplötu: Alex Lee, Simon Gilbert, Brett Anderson, Richard Oakes og Mat Osman. Áþreifanlegt aðdráttarafl Ekki allar hljómsveitir geta sent frá sér safnplötu með tuttugu smellum en það getur Suede. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hljómborðsleik- arann Alex Lee um sögu sveitarinnar. Smáskífan Attitude kemur út 6. október en safnplatan Singles 20. október. Singles-lagalisti: Beautiful Ones Animal Nitrate Trash Metal Mickey So Young The Wild Ones Obsessions Filmstar Can’t Get Enough Everything Will Flow Stay Together Love The Way You Love The Drowners New Generation Lazy She’s In Fashion Attitude Electricity We Are The Pigs Positivity Saturday Night ingarun@mbl.is 66 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Frumsýning Frumsýning Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með Ewan McGregor og Renée Zellweger sem fara á kostum í þessari frábæru mynd um ástina og baráttu kynjanna með ófyrirséðum afleiðingum. Námsmannalínu félagar fá 2 fyrir 1 á myndina ef greitt er með ISIC debetkortinu 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6 og 7. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Um það leyti sem þú heyrir í honum eða sérð hann. Er það um seinan.Svakaleg hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Frumsýning 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2. með ísl. tali.Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Frábær gamanmynd með hinum vinsæla Ashton Kutcher. Hann er skotinn í dóttur yfirmann síns og gerir allt til að komast yfir hana. Sýnd kl. 8. SUEDE hefur gefið út fimm plöt- ur, Suede (1993), Dog Man Star (1994), Coming Up (1996), Head Music (1999) og A New Morning (2002). Í til- efni útkomu safnplötunnar og til að gera upp ferilinn hélt Suede á dögunum fimm tón- leika í Institue of Contemporary Art í London. Hver plata var spil- uð út í gegn á hverjum tón- leikum fyrir sig, ein plata á kvöldi, og var uppselt á þá alla. Alex segir þetta metnaðarfullt verkefni. „Mikið af þessum lög- um hafa aldrei verið flutt „læf“ áður. Sum lögin hafa ekki einu sinni verið flutt af öllum með- limum í bandinu. Þetta er virki- lega tækifæri til að endurtúlka lögin sem er að finna í safni sveitarinnar og grafa upp nokkra gamla smelli.“ Samhliða þessu var marg- miðlunarsýning í safninu á ýmsu tengdu hljómsveitinni. Vert er að benda á að bók um sögu sveitarinnar, Suede: Love & Poison eftir David Barnett er væntanleg. Fimm plötur Hvað er Alex að hlusta á? „MÉR finnst senan í Bretlandi frekar þreytt nú um stundir. Það er ennþá svo mikið um framleiddar hljómsveitir og líka hallærisleg lög. Sumrin eru líka aldrei góður tími fyrir nýja tónlist. En ég vona að það komi eitthvað nýtt fram í haust. Nýlega er ég búinn að vera að hlusta á hljómsveitir á borð við Grandaddy, Gold- frapp, Wilco og Martinu Topl- ey-Bird. Það er margt í gangi. Maður verður bara að líta framhjá því sem er að gerast í meginstraumunum og með- almennskunni og grafa aðeins dýpra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.