Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 55 Vetrarstarf Glerárkirkju VETRARSTARF Glerárkirkju er nú komið í fullan gang. Kyrrðarstundir verða á þriðju- dögum kl 18. Hádegissamverur eru alla miðvikudaga kl 12. Mömmu- morgnar alla fimmtudaga milli 10 og 12. Barnasamverur eru kl. 11 alla sunnudaga í vetur með tví- skiptu barnastarfi fyrir yngri og eldri börn. Tólfsporastarf er á mánudagskvöldum og Alfa- námskeið á miðvikudagskvöldum. Nánari upplýsingar í Glerár- kirkju 464 8800. Alfanámskeið í Glerárkirkju ALFANÁMSKEIÐ voru fyrst hald- in fyrir rúmum tuttugu árum og hafa nú farið sigurför um heiminn. Á námskeiðunum kemur fólk sam- an til borðhalds en síðan er boðið upp á fræðsluerindi en að því loknu eru umræður og síðan stutt helgi- stund. Á Alfanámskeiðunum er fjallað um grundvallarþætti trúarinnar og ræddar ýmsar spurningar um til- gang lífsins og grundvöll kristinnar trúar. Alfanámskeiðunum er í senn ætl- að að fræða og styrkja og byggja fólk upp til betra og innihaldsrík- ara lífs þar sem glímt er við grund- vallarspurningar lífsins auk þess að vera skemmtilegt samfélag fólks. Alfanámskeiðin eru öllum opin. Námskeiðið er ókeypis en greitt er málamyndagjald fyrir máltíðir 200 kr. Námskeiðin verða á miðviku- dagskvöldum í vetur frá kl 19.30 til 22. Kynningarfundur verður mið- vikudaginn 8. október kl. 19.30. Umsjónarmaður er Sr. Arnaldur Bárðarson. Nánari upplýsingar og skráning í Glerárkirkju í síma 464 8802. Vetrarstarfið í Áskirkju VETRARSTARFIÐ í Áskirkju er sem óðast að falla í fastar skorður. Barnastarfið er hafið og á sunnu- daginn kemur, 5. október, breytist messutíminn frá því sem var í sum- ar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunudag í vetur en barna- guðsþjónustur kl. 11. Á sunnudag- inn messar sr. Karl V. Matthíasson. Barnaguðsþjónusturnar á sunnu- dagsmorgnum verða með áþekkum blæ og undanfarin ár. Barnasálmar og hreyfisöngvar eru sungnir og börnunum kenndar bænir og vers og þeim sagðar sögur og fá þau biblíumyndir tengdar sögu dagsins. Auk þess fá afmælisbörn litla gjöf. Eins og áður gat eru almennar guðsþjónustur í Áskirkju hvern sunnudag kl. 14. Á sunnudaginn, eins og jafnan fyrsta sunnudag í mánuði, hefur safnaðarfélagið kaffisölu eftir guðsþjónustuna, en alla aðra sunnudaga er kirkjugest- um boðið upp á kaffi eftir messu. Líkt og undanfarin ár mun safn- aðarfélagið gefa íbúum dvalar- heimila og annarra íbúa stærstu bygginga í sókninni kost á akstri til og frá kirkju fyrsta sunnudag í mánuði. Hópar í tólfsporastarfi Áskirkju hittast á þriðjudagskvöldum í kirkj- unni. TTT-starfið, starf með tíu til tólf ára börnum, er hvern fimmtudag kl. 17. Opið hús er í safnaðarheimili Ás- kirkju alla þriðjudaga og fimmtu- daga. Á þriðjudagsmorgnum hittist gönguhópur kirkjunnar, bæna- og kyrrðarstund er í hádeginu og síð- an boðið upp á léttan hádegisverð. Á fimmtudögum er söngvastund og upplestur. Allir eru hjartanlega velkomnir í Opið hús. Þar er jafnan heitt á könnunni og starfsfólk Ás- kirkju til viðtals og aðstoðar. Félagsfundir Safnaðarfélags Ásprestakalls verða mánaðarlega í vetur og á dagskrá margt til fróð- leiks og skemmtunar. Fræðslusamverur verða eins og undanfarin ár í safnaðarheimili Ás- kirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20. Fyrsta samveran verður 16. októ- ber. Fram að jólum mun sóknar- prestur fjalla um sorg og trú. Biblíulestur í Landakoti SR. Halldór Gröndal heldur áfram Biblíulestri sínum mánudaginn 6. október kl. 20 í safnaðarheimilinu. Þennan vetur er talað um Postula- söguna. Að þessu sinni fjallar lest- urinn nánar um helstu efnisatriði og framvindu sögunnar. Lesturinn stendur til kl. 21.50 með kaffihléi og umræðum. Allir sem áhuga hafa á því eru hjartanlega velkomnir að fá sér góða og lærdómsríka uppfræðslu um Guðs orð í heilagri ritningu. Hugsjón Þjóðkirkjunnar ALDREI hefur spurningin um hug- sjón verið brýnni innan íslensku þjóðkirkjunnar en nú. Aldrei hefur krafan verið skýrari um að þjóð- kirkjan reki af sér slyðruorð emb- ættismennskunnar í starfsháttum sínum og geri opinskátt að hún hyggist áfram vera samferða þess- ari þjóð. En hvernig má hún gera það án þess að semja sátt við tíðar- andann, verða einhverskonar „popp-kirkja“ og missa sjónar af erindi sínu? Söfnuður Laugarneskirkju leit- ast af fullri alvöru við að svara þessum spurningum í starfi sínu, og mun sóknarpresturinn, Bjarni Karlsson, nú fjalla um þetta málefni fyrst við almenna guðsþjónustu á sunnudag kl. 11 og svo í fullorðins- fræðslunni í safnaðarheimilinu á þriðjudaginn kl. 19.30, þar sem al- mennar umræður verða á dagskrá. (Gengið inn bakatil á austurgafli kirkjunnar.) Kristin hugsjón verður ekki til við skrifborð, hugsjón skap- ast í samfélagi biðjandi fólks. Hvetj- um við allt áhugasamt fólk til að koma og vera með í að móta hug- sjón kirkjunnar. Þrenna í Hallgrímskirkju FJÖLBREYTT dagskrá verður frá morgni til kvölds sunnudaginn 5. október í kirkjunni. Messa og barnastarf verður kl. 11 árdegis þar sem dr. Sigurður Árni Þórðar- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur. Org- anisti verður Björn Steinar Sól- bergsson og hópur úr Mótettu- kórnum syngur. Magnea Sverris- dóttir djákni stýrir barnastarfinu. Kl. 13 verður fyrsti sunnudags- fundurinn, en í haust verður sá háttur hafður á að hafa fræðsluna eftir messu en ekki fyrir eins og verið hefur. Á fyrsta sunnudags- fundinum talar dr. Kristinn Ólason um Job og þjáninguna. Milli messu og fundar verður gefinn kostur á að kaupa léttar veitingar, sem kven- félag kirkjunnar annast. Kvöldmessa verður kl. 20. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson stýrir mess- unni, en Schola cantorum syngur og Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á orgel kirkjunnar. Kvöldmess- urnar verða að jafnaði einu sinni í mánuði í vetur eins og undanfarin ár. Kvöldmessurnar eru með mjög látlausu formi, falleg tónlist, kyrrð, íhugun, bænir og brotning brauðs- ins. Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa. Jobsbók og þjáningin á sunnudagsfundi Á SUNNUDAGSFUNDI í Hall- grímskirkju mun Kristinn Ólafsson fjalla um hvort mannleg þjáning hafi einhverja merkingu samkvæmt Jobsbók. Fyrirlesturinn nefnist „Mig langar til að þreyta málssókn við Guð“. Sunnudagsfundur 5. októ- ber hefst kl. 13. Frá önd- verðu hafa menn leitast við að greina merkingu í þjáningu manna og heims og er Jobsbók eitt rismesta og frægasta dæmi heims- bókmenntanna um þá glímu. Kristinn Ólafsson lauk guðfræðiprófi frá HÍ og stundaði síðan nám í Gamla testamentisfræði í Þýska- landi. Hann hefur numið og kennt við ýmsa skóla þar í landi og lagði fram árið 2002 doktorsritgerð sína um Sálm 16. Kristinn stundar nú auk kennslu rannsóknir á Jobsbók. Þýsk-íslensk göngumessa Á MORGUN, sunnudaginn 5. októ- ber, kl. 10.30, verður komið saman við Minnismerkið glæsta í gotnesk- um steinboga um fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi sem þýskir kaup- menn frá Hamborg reistu í Hafnar- firði 1533 og forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu 1. júlí síðast- liðinn á suðurbæjarhöfninni við Há- agranda og biskup Íslands vígði. Þar mun Alda Ingibergsdóttir syngja einsöng, lesin verða ritning- arorð og Jónatan Garðarsson rifjar upp sögubrot fyrri tíðar. Gengið verður þaðan til messu í Hafnar- fjarðarkirkju eftir göngukrossi en komið við á tilteknum söguslóðum á leiðinni, þar sem Jónatan mun segja frá og þar líka lesin ritningarorð svo sem hæfir á helgigöngu. Fyrst verður staldrað við fyrir sunnan Fiskmarkaðinn við Cux- havengötu þar sem kirkjan mun hafa staðið, gengið þaðan að hinni gömlu Flensborg. Einnig verður áð undir Skipahamri þar sem Bjarni Sívertsen hóf smíði þilskipa. Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun þýða það sem fram fer yfir á þýsku og leiða gönguna ásamt sr. Gunn- þóri Þ. Ingasyni sóknarpresti. Litið verður á helgigönguna sem upphaf guðsþjónustu sem mun halda áfram í Hafnarfjarðarkirkju þegar þang- að verður komið og prestarnir stýra henni. Þar mun Alda einnig syngja og jafnframt í kirkjukaffi í Hásölum Strandbergs sem sóknar- nefnd býður til eftir messuna. Innsetning og vísitasía í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 5. októ- ber, kl. 11, mun sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra vísitera Seltjarnarnessöfnuð. Þar mun hann setja sr. Örnu Grétarsdóttur inn í embætti prests í Seltjarnarne- sprestakalli. Eftir messuna er kirkjugestum boðið inn í safnaðarheimili kirkj- unnar til að þiggja léttar veitingar í boði sóknarnefndar. Við hvetjum Seltirninga og aðra góða gesti til að fjölmenna til messu og bjóða nýjan prest velkominn. Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju. Vísitasía prófasts í Lindaprestakalli Á MORGUN, sunnudaginn 5. októ- ber, mun sr. Gísli Jónasson prófast- ur í Reykjavíkurprófastdæmi eystra vísitera Lindasöfnuð í Kópa- vogi. Þetta er fyrsta vísitasía sem söfnuðurinn fær en Lindasókn var stofnuð í janúar 2002 en var gerð að sérstöku prestakalli í júlí sama ár. Guðsþjónusta verður að venju í Lindaskóla kl. 11 þar sem sr. Gísli prédikar og þjónar auk sóknar- prestsins, sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Hannesar Bald- urssonar organista. Að lokinni guðsþjónustu verður gert stutt hlé en eftir það verður haldinn almenn- ur safnaðarfundur með prófasti. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og fer fram í kennslustofum í Lindaskóla á meðan á guðsþjónustu stendur. Glerárkirkja. AFMÆLI Ásgrímur Stefáns- son er áttræður í dag. Hann er sonur hjónanna Stefáns Ás- grímssonar og Jens- eyjar Jörgínu Jóhann- esdóttur, einn af átta systkinum. Jensey ólst upp í Aðalvík og í Hnífsdal. Foreldrar hennar voru Jóhannes Elías- son klénsmiður frá Efrihlíð í Helgafells- sveit við Breiðafjörð og Guðrún Þorbjörg Jónsdóttir frá Fremri-Arnardal í Ísafirði. Stefán var úr Fljótum í Skagafirði. For- eldrar hans voru Sigurlaug Sigurð- ardóttir og Ásgrímur Sigurðsson frá Dæli í Fljótum. Ásgrímur ólst upp á Siglufirði til átta ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan til Ak- ureyrar. Ásgrímur kvæntist árið 1947 Sigurlaugu Kristinsdóttur. Sigur- laug var fædd í Garðakoti í Skaga- firði, dóttir hjónanna Kristins Gunnlaugssonar og Gunnhildar Sigurðardóttur á Sauðárkróki. Ásgrímur og Sigurlaug eignuð- ust einn son, Kristin, og eina fóst- urdóttur, Heklu. Sigurlaug dó árið 1996. Ásgrímur er húsasmíðameistari að mennt og starfaði lengi vel við þá iðn, en um sextugt aflaði hann sér kennararéttinda á Akureyri og kenndi þar síðan um níu ára skeið. Þegar Ásgrímur var fimmtán ára upplifði hann það sem hann kallar mestu hamingju lífsins. Hann mætti Jesú Kristi sem sínum persónulega frelsara. Hann var þá að vinna í skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri og þá upplifði hann eins og hann segir, að hann yrði að gefast Guði núna. Hann fékk frí í vinnunni, fór heim og bað til Drott- ins í tvær klukkustundir, uns hann fann frið Guðs og fullvissu í hjarta sínu. Þennan frið hefur Ásgrímur nú átt í 65 ár. Alla tíð síðan hefur það verið ÁSGRÍMUR STEFÁNSSON honum hjartans mál að segja öllum frá Jesú. Þau hjónin Ás- grímur og Sigurlaug byrjuðu strax að taka þátt í kristilegu starfi á Akureyri. Árið 1954 fluttu þau hjón til Hafnarfjarðar þar sem lítið var um vinnu á Akureyri og Ásgrímur fékk vinnu á Keflavíkurflugvelli. Ásgrímur hafði þann sið að biðja Guð ávallt að blessa matinn og það kom fyrir að vinnufélagarnir gerðu góðlátlegt grín að þessu. En einn daginn fengu allir í vinnuhópnum mat- areitrun, nema … Ásgrímur. Það þakkaði hann sínum Guði. Árið 1955 fluttu þau hjón síðan til Stykkishólms til að taka við starfi hvítasunnumanna þar í bæ. Þar voru þau til ársins 1959, að Ás- grímur var fenginn til að veita um- sjón byggingu Fíladelfíukirkjunn- ar í Reykjavík. Þau bjuggu í Reykjavík til árs- ins 1969 að þau fóru til Siglufjarð- ar. Þar störfðuðu þau í Zíon til árs- ins 1986 að þau fluttu til Akureyrar. Á Siglufirði sáu þau um blómlegt barnastarf í mörg ár og það voru nokkrar kynslóðir barna sem fóru í gegnum sunnudagaskólann og föndurfundina hjá Ása og Laugu í Zíon á Siglufirði. Enn eru dæmi þess að gömlu sunnudagaskóla- börnin hringi í Ása þegar þeim líð- ur illa. Þegar þau bjuggu á Siglufirði tóku þau að sér tvo tvo tólf ára drengi, Hannes og Kristin. Árið 1999 kvæntist Ásgrímur núverandi eiginkonu sinni, Þóru Pálsdóttur, og búa þau nú í Kefla- vík, þar sem Ásgrímur tekur enn virkan þátt í starfi Hvítasunnu- kirkjunnar. Efst í huga afmælis- barnsins er þakklæti til Guðs fyrir góða heilsu. Kristinn Ásgrímsson. Bridsfélag Hafnarfjarðar Hausttvímenningur félagsins, sem að þessu sinni er spilaður með barometer-sniði, hófst mánudag- inn 29. september. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig: Guðbr. Sigurb. - Friðþjófur Einars. 46 Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson 39 Einar Sigurðsson - Halldór Einarsson 36 Sveinn Vilhjálmsson - Ómar Óskarsson 33 Keppninni verður fram haldið næstu tvö mánudagskvöld. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tví- menning á 13 borðum fimmtudag- inn 2. október. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS Guðm. Guðveigsson - Guðjón Ottósson 271 Heiður Gestsd. - Þórdís Sólmundard. 263 Hannes Ingibergss. - Erst Backmann 258 Kristinn Guðmss. - Guðm. Helgas. 248 AV Róbert Sigmunds. - Agnar Jörgenss. 271 Auðunn Bergsv.s. - Jón P. Ingibergss. 260 Steindór Árnason - Guðgeir Björnsson 245 Sigurpáll Árnason - Sigurður Gunnl.s. 231 Gunnar Bjarnas. - Guðm. Tryggvas. 231 Gullsmárabrids er alla mánu- og fimmtudaga. Pör eru beðin að mynda sveitir fyrir sveitakeppni sem hefst 20. október – á skrá þær á töflu í Gull- smára sem allra fyrst. Bridskvöld nýliða Sunnudaginn 5. október hefjast bridskvöld nýliða aftur eftir langt sumarfrí. Spilað verður öll sunnudags- kvöld í Síðumúla 37, 3. hæð og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Umsjónarmaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Bridsfélag yngri spilara Á öðru spilakvöldinu mættu 10 pör til leiks og var spilaður Monrad barómeter. Eftirtalin pör náðu hæsta skor- inu: Þórarinn Haukss. - Gunnar M. Jakobs. 27 Kristinn Sigurj.s. - Ómar F. Ómarss. 19 Guðmundur Andr.s. - Davíð Jóhannss. 10 Grímur Kristinss. - Þorvaldur Guðjónss. 3 Aldurstakmark er 30 ár og spilað er á miðvikudagskvöldum frá 19:30-23:00. Spilagjald aðeins 200 kr. Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda „Hamrasportství- menningi“ lauk sl. fimmtudags- kvöld, þar sem efstu pörin fengu vegleg verðlaun frá samnefndu fyr- irtæki. Röð efstu para: Jens Jensson–Jón Steinar Ingólfsson 562 Ragnar Björnss.–Sigurður Sigurjónss. 546 Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbj.s. 536 Magnús Aspelund – Steingr. Jónasson 533 Hæstu kvöldskor: N/S Halldóra Magnúsd. - Guðl. Bessas. 204 Magnús Aspelund - Steingr. Jónass. 184 Heimir Tryggvason - Gísli Tryggvason 183 A/V Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurj.s. 213 Bernódus Kristinss. - Hróðm. Sig.bj.s. 192 Eðvarð Hallgrímss. - Björn Kristjánss.185 Næsta fimmtudag hefst hrað- sveitakeppni og eru allir spilarar velkomnir. Skráning er hjá Lofti í s: 897 0881 og á spilastað í Hamra- borg 11, 3.hæð. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.