Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 9 UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur hafnað því að taka til efn- islegrar meðferðar kvörtun ASÍ um að starfsmönnum rík- isins sé á „ómálefnalegan hátt mismunað“ í lífeyriskjörum vegna stéttarfélagsaðildar sinnar. Að sögn Grétars Þor- steinssonar, forseta ASÍ, og Magnúsar M. Norðdahl, lög- fræðings ASÍ, veldur niður- staðan vonbrigðum. Segir Grétar við Morgunblaðið að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Haft er eftir Magnúsi á vef ASÍ að umboðsmaður hafi haft verulegt tilefni til að kanna málið og án þess að þurfa til þess formlega kvörtun. ASÍ sendi umboðsmanni Al- þingis erindi 29. ágúst sl. þar sem kvartað er yfir „brotum“ fjármálaráðuneytisins gegn ákvæðum stjórnarskrár og stjórnsýslulaga en ráðuneytið kæmi fram sem launagreiðandi og vinnuveitandi gagnvart öll- um starfsmönnum ríkisins. Taldi ASÍ ríkið mismuna starfsmönnum sínum mjög gróflega í lífeyrisréttindum eft- ir því hvort þeir ættu aðild að opinberu félögunum og þá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins eða þeim sem tilheyrðu ASÍ og almennu lífeyrissjóðunum. Umboðsmaður Alþingis til- kynnti svo ASÍ það með bréfi 1. október sl. að taka málið ekki til meðferðar þar sem það félli ut- an starfssviðs embættisins. Aðildin takmörkuð frá upphafi Í bréfi umboðsmanns segir m.a. að frá stofnun Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins hafi aðild að honum verið takmörk- uð með lögum. Rekur umboðs- maður ýmsar lagabreytingar frá stofnun sjóðsins árið 1921. Kvörtun ASÍ snúi að fyrir- komulagi sem löggjafarvaldið hafi ákveðið að skuli gilda í þessum efnum. Samkvæmt lög- um um umboðsmann taki starfssvið hans ekki til starfa Alþingis. Það sé því ekki al- mennt í verkahring umboðs- manns að leggja dóm á það hvernig til hafi tekist með lög- gjöf sem Alþingi hafi sett. Um- boðsmanni sé heimilt að taka til athugunar hvort meinbugir séu á gildandi lögum, en lögin um embættið geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að bera fram kvört- un til umboðsmanns beinlínis af því tilefni. „Ég tel því ekki til- efni til að taka mál það sem kvörtunin beinist að til frekari umfjöllunar af minni hálfu,“ segir loks í bréfi umboðsmanns til ASÍ. Umboðs- maður Al- þingis hafn- ar kvörtun ASÍ TVEIR þriðju hlutar þjóðarinnar eru hlynntir og þriðjungur þjóðar- innar andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju eða jafnmargir og fyrir einu ári, að því er kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Einungis eru tekin svör þeirra sem taka afstöðu. Þegar á hinn bóginn eru tekin svör allra þá eru tæplega 59% hlynnt, tæplega 29% andvíg og tæplega 13% hvorki hlynnt eða andvíg aðskilnað- inum. Stjórnarandstæðingar eru hlynntari aðskilnaði en þeir sem fylgja ríkisstjórnarflokkunum. Meirihluti enn hlynntur að- skilnaði ríkis og kirkju UMFJÖLLUN þáttarins „Ísland í bítið“ á Stöð 2 þann 1. apríl sl. um starfsemi erótískrar nuddkonu og daginn eftir um starfsemi vændis- konu felur ekki í sér brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Ís- lands, samkvæmt úrskurði siða- nefndar BÍ. Kærð var upptaka og birting um- rædds dagskrárefnis og þar sem málin voru hliðstæð um flesta hluti ákvað siðanefndin að fjalla um þau sameiginlega, samkvæmt frétt á heimasíðu BÍ. Kærendur sögðu upptökurnar gerðar í algjöru leyf- isleysi og án sinnar vitundar. Dag- skrárgerðarmaðurinn hefði haft brögð í tafli til að koma „athæfi sínu og verknaði í kring“. Eftir kynningu 31. mars á væntanlegu dagskrárefni hefði verið óskað eftir að útsending- arnar færu ekki fram en því hefði verið hafnað. Kærendur töldu þetta brot á 3. gr. siðareglna BÍ. Forstjóri Norðurljósa taldi að kærunni væri beint gegn röngum aðilum, þar sem hvorki félagið né yfirmaður ís- lenskrar dagskrár ætti aðild að BÍ og engin rök væru færð fyrir lög- sögu siðanefndar BÍ í málinu. Í um- fjöllun siðanefndar kemur fram að í samræmi við lokamálsgrein 6. gr. siðareglna BÍ sé ljóst að siðanefndin hafi lögsögu í kærumálinu og geti lagt rökstutt álit á kæruefnið. „Siða- nefnd er sammála lögmanni kær- enda um að að öðru jöfnu hefðu hin óhefðbundnu vinnubrögð við efnis- öflun hjá kærendum getað falið í sér brot á siðareglum BÍ. Á hinn bóginn ber að líta til þess að um er að ræða starfsemi sem erfitt er að afla upp- lýsinga um en óhjákvæmilega kallar á umfjöllun fjölmiðla, starfsemi þar sem ólíklegt var að hefðbundin vinnubrögð fréttamanns hefðu skil- að fullnægjandi árangri. Þess var gætt við útsendingu efnisins að kærendur þekktust ekki. Hljóð og mynd voru brengluð þannig að jafna má við nafnleynd kærenda. Því tel- ur siðanefnd að kærðu hafi ekki í umrætt sinn, eins og sérstaklega stóð á, brotið 3. gr. siðareglna BÍ. Hin kærða umfjöllun var innan þeirra marka sem kærendur máttu búast við,“ segir í umfjöllun nefnd- arinnar. Siðanefnd Blaðamannafélagsins Ísland í bítið ekki brotlegt Síðar peysur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Laugavegi 63, sími 551 4422 Ítölsk fágun og gæði Laugavegi 63, sí i 551 4422 Ný sending Tweed-jakkar, flauelsjakkar, flauelspils Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Laugavegi 84, sími 551 0756 Síðir kjólar, samkvæmisbuxur og jakkar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-15. Flauelsbuxur, vesti og bolir Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Langur laugardagur 15% afsláttur af öllum vörum Neðri hæðin opin 30-70% afsláttur þar OG FLEIRI GÓÐ TILBOÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2, SÍMI 551 1080 TVEIR FYRIR EINN AF VARALITUM OG GLOSSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.