Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tage RothausOlesen fæddist á bænum Store Ridd- ersbog á Lálandi í Danmörku 6. mars 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 27. september síðastliðinn. Tage ólst upp á bænum Langvang við Randers á Jótlandi. Tage var sonur hjónanna Ole Rot- haus Olesen stór- bónda, f. 1884, d. 1929, og konu hans Dorthe Rot- haus Olesen (f. Hansen ), síðar kaupmanns, f. 1892, d. 1984. Systkini Tage voru Bent Rothaus Olesen, f. 1919, d. 1988, kvæntur Klöru Rothaus Olesen, f. 1924, bú- sett í Narsaq á Grænlandi, og Kar- en Gestsson, f. 1921, d. 1990, gift Hjalta Gestssyni, f. 1916, búsett á Selfossi. Tage kvæntist 4. desember 1954 Magneu Bjarnadóttur frá Lamb- húskoti í Biskupstungum, f. 12. febrúar 1922, d. 8. júlí 1992. Börn Tage og Magneu eru: 1) Bjarni vél- stjóri, f. 7. júní 1955, í sambúð með Jóhönnu Guðjónsdóttur Öfjörð, f. 19. ágúst 1951, og eiga þau saman soninn Ólaf Tage, f. 15. apríl 1982, unn- usta hans er Svan- hildur Jónsdóttir. Fyrir átti Bjarni dótturina Magneu, f. 8. ágúst 1976, móðir hennar er Sólveig Guðmundsdóttir og eru þær búsettar í Svíþjóð. Jóhanna átti fyrir soninn Guðjón Öfjörð Einarsson, f. 4. júlí 1971, sam- býliskona hans er Kristjana Hrund Bárðardóttir, f. 16. nóvember 1972, og eiga þau þrjú börn, Jóhann Braga, f. 1994, Önnu Sigríði, f. 1996, og Bárð Inga, f. 2003. Faðir Guðjóns Öfjörð er Ein- ar Bragi Bergsson. 2) Ole mat- reiðslumeistari, f. 14 ágúst 1956. 3) Ágústa þroskaþjálfi, f. 31. októ- ber 1959. Sonur hennar er Vern- harður Tage Eiríksson. Faðir hans er Eiríkur Vernharðsson. Tage fluttist til Íslands frá Dan- mörku 1947 á Selfoss og hefur bú- ið þar alla tíð. Hann starfaði sem vélvirki hjá Kaupfélagi Árnesinga allan sinn starfsferil. Útför Tage verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Tíminn líður ótrúlega hratt að manni finnst, þegar líða tekur á æv- ina. Þannig finnst mér ekki langt síð- an ég hitti fyrst vin minn og síðar mág, Tage Rothaus Olesen, en það var árið 1940 og hann var þá 18 ára og síðan eru nú 63 ár. Tage var þá heima hjá móður sinni sem rak smáverslun í Randers, en hún var þá ekkja eftir mann sinn, sem var stórbóndi á bænum Langvang skammt fyrir utan Randers á Jót- landi, en hann dó árið 1929 frá þrem- ur börnum á aldrinum 7–11 ára. Þetta var þegar heimskreppan mikla var í algleymingi og var ekkjunni ráð- lagt af vinum og vandamönnum að selja jörð og bú árið 1932 og flytja inn í Randers, og búa þar næstu árin á meðan börnin voru ung. Hér höfðu því óvænt veikindi og síðar dauðsfall heimilisföðurins, stór- bóndans Ole Rothaus Olesen, umbylt öllum framtíðardraumum fjölskyld- unnar, sem þá var Dorthe fædd Han- sen, dugmikil og mikilhæf kona frá góðbýli nokkru fyrir vestan Randers, og þrjú börn, tveir drengir, Bent fæddur 1919 og Tage fæddur 1922, og svo dóttirin Karen María fædd 1921. Örlögin höfðu einnig stillt svo til, að þessi unga stúlka, Karen María, hafði leigt sér herbergi í Gothersgade 156 í Kaupmannahöfn í „pensjónati“ sem sá sem þetta ritar bjó í, en hún stundaði þá kennaranám í dansi og íþróttum, en ég var stúdent á þriðja ári í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Við Karen urðum fljótt góðir vinir og tæpu ári seinna, þegar skólaárinu lauk, bauð Karen mér heim til sín í Randers, og sagði að sér fyndist gam- an að sýna fólkinu sínu þennan góða vin sinn og fá að vita hvernig því litist á hann. Ég fór svo þessa ferð á mínum eig- in farkosti, sem var gamalt reiðhjól, og minnir mig að vegalengdin sem ég ók hafi verið eitthvað á milli 300 og 400 km. Ferðin var mjög ánægjuleg, vegurinn ágætur og ekið um fallegar og hlýlegar sveitir og alls staðar blöstu við fallegar byggingar og góð umgengni. Mér gekk vel að finna staðinn þar sem fjölskylda Karenar átti heima og þar var mér tekið opn- um örmum af Karenu og bræðrum hennar Bent og Tage, en ég fann að frú Dorte horfði á mig dálítið rann- sakandi augum, sem eðlilegt var. Mér varð strax ljóst að þrátt fyrir það áfall, þegar fjölskyldufaðirinn hafði látist frá konu og börnum á unga aldri, hafði móður þeirra tekist að ala börnin vel upp og mér varð strax ljóst að hér var að vaxa upp öfl- ug kynslóð sem hafði mikla mögu- leika til að ná þeim markmiðum sem hún myndi setja sér. Þessi systkini höfðu nokkra kosti um að velja en með takmörkunum þó og eldri bróð- irinn Bent, sem ég fann að hafði mik- inn áhuga á sveitastörfum og öllu sem tengdist sveitinni, vissi að hann vant- aði fjármagn til þess að verða bóndi eins og hann vildi verða, því að kot- bóndi gat hann ekki hugsað sér að verða. En hann var einstaklega skyldurækinn maður og fór fljótt að stunda alla algenga vinnu og hjálpaði móður sinni við að halda heimilið og mennta yngri systkini sín og helst svo lítið bar á. Bent fór fljótt að stunda sjóinn og honum tókst að afla sér réttinda til að stunda sjó á litlum fiskibátum og það leiddi til þess að hann tók að sér að fara með smáfiskibát til Grænlands og þá kom hann við hér á Íslandi og lét okkur þá og alltaf síðar fylgjast með hvað hann hafðist að á Græn- landi. En hann varð innflytjandi til Grænlands og byggði sér hús í Nars- ak og kvæntist grænlenskri konu og þau eignuðust fjóra syni og eina dótt- ur, allt stórmyndarlegt fólk og barna- börnin eru orðin átján og líkleg til að verða góðir og gegnir borgarar í hinu nýja Grænlandi, sem mér sýnist að sé að skapast þar hin síðari ár. Bent dó af hjartabilun fyrir fimm- tán árum og var mikils virtur af öllum sem kynntust honum. Karen María tók að sér að verða konan mín, og þar með að reka um- svifamikið íslenskt heimili, og við eignuðumst fjögur börn og barna- börnin eru þrettán og henni tókst að gera heimili okkar rammíslenskt, en um leið rækja þjóðerni sitt og sam- bandið við ættmenn sína í Danmörku eins og best verður á kosið. Við lifð- um í hamingjusömu hjónabandi í 47 ár, en hún dó af heilablæðingu árið 1990 og fannst mér þá að fokið væri í flest skjól, en þó mikil hugfróun, að hugsa til hálfrar aldar sambúðar sem við fengum þó að lifa og starfa saman. Tage, sem var yngstur systkin- anna frá Langvang, var átján ára þegar við sáumst fyrst. Hann var þá þegar orðinn stórglæsilegur maður, fullar þrjár álnir á hæð, karlmann- lega vaxinn, ljós yfirlitum með gult lítið eitt liðað hár. Hann var þá langt kominn með sitt nám í vélskólanum í Randers og næstu árin starfaði hann sem vélvirki í ýmsum stórum véla- verkstæðum þar í borg. Það mun svo hafa verið á miðjum vetri 1947, að við fengum kærkomna heimsókn frá Danmörku, en þar var kominn mágur minn Tage, stór og glæsilegur, og sagði okkur að sig langaði til að dvelja hjá okkur um óákveðinn tíma og hafði hug á að kynnast nokkuð bæði landi og þjóð. Þetta þótti okkur tilvalið en eftir mánaðartíma ákváðum við að athuga hvort hann gæti ekki fengið vinnu um tíma á vélaverkstæði KÁ á Selfossi. Þetta var auðsótt, því að þar var nóg að gera, og dvöl Tage framlengdist og enginn talaði um vistaskipti fyrr en á árinu 1992, en þá var hann kom- inn á aldurstakmark vinnandi manna, sem er 70 ár. Hann var þá orðinn einn af elstu mönnum á verkstæðinu og búinn að starfa þar í 45 ár, mikilsverð starfsár fyrir okkar vaxandi byggð- arlag á Selfossi og víða annars staðar í héraðinu eins og Þorlákshöfn sem hafði orðið til á þessum árum, ásamt mörgum stórvirkjunum, bæði raf- veitum og hitaveitum, sem mestöll velferð fólksins í héraðinu byggist nú á. Að farsælli lausn margháttaðra vandamála, sem þurfti að leysa, þurftu tæknimenn verkstæðanna að leggja fram hug og hönd og minnist ég eins, sem hér er rétt að minnast á. Við borun á holu við hitaveitu Selfoss tapaðist hluti af bornum ofan í djúpri holu. Vélsmiðir KÁ voru kallaðir til að reyna að ná borhlutanum upp en lengi vel misheppnaðist allt. Tage tók þá að sér að smíða töng með því hlut- verki að ná taki á borhlutanum. Það virtist ætla að takast, en það tók lang- an tíma og margir komu þar að og þegar borhlutinn var kominn upp úr holunni voru margir smiðir og tækni- menn ásamt smiðnum Tage Olesen rennsveittir og nærri örmagna af áreynslu og spenningi. Slíkir sigrar voru sætir og kannski dýrmætustu vinnulaunin við þetta mikilsverða starf. Tage var hamingjumaður í sínu einkalífi. Hann kynntist á Selfossi stúlku sem hét Magnea Bjarnadóttir frá Lambhúskoti í Biskupstungum og hún var þá starfstúlka í Kaup- félagi Árnesinga. Tage og hún giftust árið 1954 og þau eignuðust fyrstu hjúskaparárin þrjú efnileg börn. Þau eru Bjarni vélstjóri búsettur á Sel- fossi, kvæntur Jóhönnu Öfjörð, þau eiga samtals þrjú börn, Ole mat- reiðslumeistari, ókvæntur og barn- laus, Ágústa þroskaþjálfi, ógift en á einn dreng. Heimili þeirra Magneu og Tage var mjög hlýtt og hamingjuríkt, þangað til Magnea missti heilsuna og dó eftir nokkurra ára veikindi árið 1992. Það var mannbætandi að fylgj- ast með hve kærleiksríka umönnum Tage veitti konu sinni í langan tíma á meðan honum var það mögulegt í veikindum hennar. Tage heppnaðist það, sem hann hugsaði sér, þegar hann kom í heim- sókn til mín fyrir 56 árum, en það var að kynnast nokkuð bæði landi og þjóð. Hann var fæddur mikill sport- og veiðimaður og elskaði að ganga um óbyggðir landsins og meðfram ám og lækjum og njóta ósnortinnar náttúru og fylgjast með fuglum og fiskigöng- um. Hann var úrvals verkmaður og einstakur vinur og félagi og margir menn sakna hans nú sárt. Um leið og ég kveð hann þakka ég honum svo margt frá liðnum árum, þakka honum mikla og holla vináttu og þakka honum störfin hans öll og trygglyndi. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson. Það er skarð fyrir skildi í fjölskyld- unni – Tage frændi, stóri frændinn okkar sem ekkert virtist bíta á og alltaf var til staðar þegar mikið lá við er fallinn. Frá því að við systkinin vorum lítil var alltaf tilhlökkunarefni að hitta þennan danska ömmubróður okkar sem var heljarmenni að burð- um, hló hrossahlátri og talaði allra manna hæst en tók samt svo mildi- lega á litlu krílunum að við sóttumst eftir því að sitja hjá honum. Það var alltaf jafn spennandi að skoða hálfa puttann og notalegt að velta því fyrir sér hvenær Tage hefði eiginlega vax- ið upp úr hárinu en það fullyrti hann að væri árangurinn af því að borða vel og leifa engu sama hvað í boði væri. Fjölskylduböndin eru sterk í Ole- sen-fjölskyldunni og við vorum ekki há í loftinu þegar við vorum farin að skokka yfir Reynivellina í kaffi til Tage og Möggu undir því yfirskini að fá dönsku Andrés blöðin hans frænda lánuð. Tage sagði okkur tröllasögur af dönskum forfeðrum okkar, frænd- um á Grænlandi og svo sögur af sjálf- um sér og pabba – sem hann sagðist hafa kennt að verjast hrekkjusvínun- um í hverfinu – reyndar með þeim af- leiðingum að stofugluggar betri frúnna í bænum létu á sjá, ömmu Karenu til mikils ama enda var hún enn að skamma hann fyrir aðstoðina þegar við komumst til vits og ára. Tage frændi átti viðburðaríka ævi og Selfoss var lítið meira en ein gata þegar hann fluttist hingað frá hinni þéttbýlu Danmörku. Hann og amma Karen fluttu með sér danska siði og aðlöguðu að íslenskum og ef það var eitthvað sem fjölskyldan gat samein- ast um þá var það að borða góðan mat í góðum félagsskap þar sem skoðana- skiptin voru hávær og einörð. Þar fór Tage fremstur í flokki, ákafamaður eins og hann átti kyn til, fastur fyrir og eindreginn í skoðunum en fljótur að sjá skoplegu hliðarnar á málunum. Þannig munum við líka best eftir Tage frænda í fjölskylduboði, spil- andi bridds, þrasandi yfir einhverju lítilræði og skellihlæjandi að gaman- sögum. Elsku Gústa, Ole, Bjarni og fjöl- skyldur, minningarnar um góðan frænda munu ekki gleymast. Sólveig, Hjalti og María Karen. Tage, maðurinn hennar Magneu Bjarnadóttur frænku minnar, er lát- inn. Við sem höfum fylgst með honum vissum að síðasta tíma hans með okk- ur var að ljúka, enda árin orðin 81 og heilsan farin að bila. Við fráfall Tage er horfinn síðasti hlekkurinn af fjór- um sem voru mér undirritaðri mjög nánir á mínum uppvaxtarárum á Sel- fossi. Tage og Magga giftu sig í Laug- ardælakirkju 4. desember 1954 og settust að á Selfossi Við bjuggum til margra ára í sama húsi, Magga systir pabba, Tage og þeirra börn og for- eldrar mínir Gísli og Jóhanna. Á milli þeirra var alla tíð mikill vin- skapur og naut ég þess að eiga tvö heimili þar sem ég gat farið á milli hæða og notið þess besta á hverjum stað. Þetta voru góðir dagar þar sem skemmtilegar sögur voru sagðar, bæði af mönnum og málleysingjum í uppsveitum Árnessýslu og einnig frá fínum matarveislum á búgörðum á Jótlandi. Á heimili Möggu og Tage var alla tíð mjög gestkvæmt og breytti engu þó þau væru í litlu húsnæði. Til þeirra voru allir velkomnir hvort sem var bara til þess að líta inn eða til þess að gista eins og fólk úr sveitunum þurfti gjarnan að gera á þeim tíma. Það hrannast upp minningar um þetta fólk og er myndin af Tage mjög sterk. Þar sem Tage fór var engin lognmolla. Hann var mjög sterkur persónuleiki, glæsilegur á velli, hafði skoðun á hlutunum og fylgdist vel með öllu sem fram fór bæði hjá fjöl- skyldunni og í þjóðfélaginu. Þessum eiginleikum hélt Tage fram á síðasta dag. Það var alltaf mjög heillandi að fylgjast með Tage fyrir jólin þegar hann var byrjaður að skipuleggja matarinnkaupin til hátíðarinnar. Tage var mjög mikill áhugamaður um mat og jafnframt mjög flinkur við matargerð enda af dönskum ættum. Þegar ég hugsa til bernskuáranna og samvista minna við Möggu frænku mína og Tage þá man ég góð- an og spennandi mat og bakkelsi ásamt lestri á „dönskum blöðum“ sem komu reglulega á heimilið og ég fékk alltaf að njóta þeirra með heim- ilisfólkinu. Til Íslands kom Tage árið 1947, frá Danmörku sem var hans föðurland. Erindið var að heimsækja systur sína Karen og hennar fjölskyldu. Svo vel líkaði honum dvölin að hann settist hér að. Tage fékk vinnu hjá Kaup- félagi Árnesinga við sitt fag sem vél- virki og starfaði þar óslitið í 45 ár. Þrátt fyrir stórar hendur og fingur var Tage ótrúlega laghentur. Man ég ýmsa fallega hluti sem hann smíðaði úr tré og járni og hafa prýtt heimili hjá fjölskyldunni. Þá má ekki gleyma öllum flugunum sem hann hnýtti til notkunar við veiðiskap á sumrum. Tage var veiðimaður af guðs náð og stundaði bæði laxveiði og skotveiði og hafði ég alltaf á tilfinningunni að hann kynni vel til verka þegar veiði- mennska var annars vegar. Það sýnir best veiðiáhuga Tage að aðeins eru nokkrir dagar síðan hann ók út fyrir Selfoss í leit að gæs þó þreklítill væri. Samband Tage við fjölskyldu hans var mjög náið og gott, ekki leið sá dagur að hann væri ekki í sambandi við sína nánustu annaðhvort í síma eða að þau hittust. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka Tage samfylgdina og votta Bjarna, Óla, Ágústu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Hvíli Tage Olesen í friði. Benedikta G. Waage. Það var glaður lítill drengur sem stökk yfir stærstu drullupollana í göt- unni með nýja veiðistöng og fisk í hendi. Veiðistöngina hafði móður- bróðir minn gefið mér og kennt mér hvernig ég ætti að fara að. Ég ætlaði að sýna honum fyrsta fiskinn er ég hafði veitt en hann var ekki kominn úr vinnunni þennan dag. Eldri systir mín var heima og hún skipaði mér að fara strax með fiskinn niður í á og sleppa honum, sem ég gerði grátandi. Um kvöldið talaði frændi við mig og sagði að næst þegar ég veiddi fisk skyldi ég fela hann þangað til hann kæmi heim. Ekki tók betra við, það gaus upp mikil og vond lykt eftir nokkra daga þegar fiskurinn fannst. Ég var frekar lítill bógur þetta sumar, kom oft inn skælandi vegna krakkanna í götunni, þegar ég fékk ekki að vera með, enda nýfluttur í austurbæinn. Frændi tók þá til sinna ráða og kenndi mér hvernig ég ætti að fara að í slagsmálum. Þetta svín- virkaði, ég var strax tekinn í hópinn og höfum við haldið saman síðan strákarnir í götunni. Frændi var mik- ill kappi í mínum augum, stór, sterk- ur, íþróttamaður góður, átti mótor- hjól sem ekki voru algeng þá og einnig átti hann offiseradrossíu af Vellinum. Hann hafði komið hér til að heimsækja systur sína og ílentist hjá okkur fyrstu árin hér. Hann hóf vinnu hjá KÁ-smiðjunum og vann þar allan sinn starfsaldur. Hann var lista- smiður bæði á járn og tré. Ég varð strax mjög hændur að móðurbróður mínum, hann kenndi mér allt um lax- og silungsveiðar, einnig á byssu og hvernig ég ætti að umgangast þær. Hann tók mig oft með sér til veiða þótt lítill væri og frekar til trafala. Það voru mikil forréttindi fyrir lítinn dreng að eiga frænda í sama húsi fyrstu árin mín en það kom að því að frændi festi ráð sitt og stofnaði heim- ili. Ég hafði miklar áhyggjur af því að nú væri vinskapurinn fyrir bí en það var öðru nær, Magnea kona hans var einstók og var ég þar alltaf velkom- inn. Eftir að ég flutti frá Selfossi sautján ára gamall urðu okkar sam- verustundir strjálli en jól og áramót vorum við oftast saman og enn finnst mér jólin ekki nálæg nema hafa talað við frænda. Hann var mikill matmað- ur, enda Dani, og það var enginn betri að búa til leverpostej (svínalifr- arkæfu). Hin seinni ár fórum við oft saman í veiðiferðir víða um land, náð- um þeim stóra en misstum þann stærsta. Þetta voru dýrlegir dagar. Frændi var mjög trygglyndur sínu frændfólki, bæði í Danmörku og Grænlandi. Ég fór nokkrar ferðir með honum til þessara landa og hann var í miklu uppáhaldi hjá sínu frænd- fólki, hrókur alls fagnaðar. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég segi að á Grænlandi hafi honum liðið best meðal afkomenda Bents bróður síns, og ég veit að söknuður þeirra er mik- ill þessa dagana. Það verða ekki farn- ar fleiri veiðiferðir, hnýttar litlar flugur eða tekið í spil í bili. Ég votta börnunum, Jóhönnu, barnabörnun- um og vinum frænda samúð mína. Á þessum haustdegi er ég geng gömlu götuna mína eru fáir eftir af þessu góða fólki af eldri kynslóðinni. Haustlaufið fýkur um, engir drullu- pollar eru hér lengur sem voru okkar leikvöllur enda gatan malbikuð. Ég finn að ég hef misst einn minn besta vin. Ólafur Hjaltason. Haraldur, bróðir minn í Vík í Mýr- dal, hringdi til mín að kvöldi 27. sept- ember sl. og tilkynnti mér að góður vinur minn og fjölskyldu okkar væri allur. Hann Tage R. Olesen er dáinn. TAGE ROTHAUS OLESEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.