Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall- grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist- jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Dýr skóli | Tekist er á um hvort Hallorms- staðarskóli eigi rétt á sér vegna þess hversu dýr hann er hlutfallslega í rekstri miðað við Grunnskólann á Egilsstöðum og Eiðum. Það eru Fljótsdalshreppur og Aust- ur-Hérað sem reka skólann. „Eðli málsins samkvæmt er eining sem er ekki stærri en þetta dýr,“ segir Sif Vígþórsdóttir skóla- stjóri Hallormsstaðaskóla. „Við höfum stundum þurft að berjast fyrir tilveru okk- ar og höfum valið þá leið að reyna að verða góður skóli. Það er mjög eðlilegt að sveitar- félag með erfiða fjárhagsstöðu velti þessum hlutum fyrir sér. Þessi umræða er samt lýj- andi og hefur áhrif á fólkið mitt hér, sem veit ekki alltaf hvort starfsöryggi er tryggt. Ég hef lagt til að fengnir verði utankom- andi fagaðilar til að meta hvort skólinn eigi, fjárhagslega, samfélagslega, menning- arlega og skólapólitískt séð rétt á sér eða ekki. Með það til grundvallar yrði síðan tek- in endanleg ákvörðun um framtíð skólans. Það er alveg á hreinu að ekki er viturlegt að taka ákvörðun um tilvist þessa skóla ein- vörðungu út frá fjárhagslegum for- sendum,“ segir skólastjórinn. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN NÚ ERU bormenn að ljúka hjáveitugöngum 1 við Kárahnjúkavirkjun, öðrum af þeim tveimur hjáveitugöngum sem leiða eiga Jöklu fram hjá stíflustæðinu á meðan meginstíflan verður reist. Þau eru 771 m að lengd, en aðeins er eftir að bora fáa metra í hjáveitugöng- um 2. Heildarlengd jarð- ganga í Kárahnjúkavirkj- un er nú ríflega 2.500 metrar. Þar af eru alls 1.534 metrar í hjáveitu- göngum og 976 metrar í aðgöngum, að því er fram kemur á heimasíðu Kára- hnjúkavirkjunar. Jarð- göng við virkjunina munu nema 5.115 metrum alls. Göngin orðin 2.500 metrar Dalvík | Landsmenn í linsunni, sýning á verðlauna- ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins hefur verið opnuð í Ráðhúsi Dalvíkur. Þar er sýningin á vegum Sparisjóðs Svarfdæla. Á sýningunni eru ljósmyndir frá síðustu tveimur árum sem valdar voru til verð- launa í samkeppni meðal fréttaritara blaðsins á lands- byggðinni. Sýningin var sett upp í Kringlunni í apríl og síðan hafa myndir úr henni farið víða um landið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Til sýnis á Dalvík: Brandugla gerir sig heimakomna. Ein myndanna af sýningu fréttaritara Morgunblaðsins. Landsmenn í linsunni Tekið hefur verið ínotkun spjallkerfiá heimasíðu Ak- ureyrarbæjar þar sem bæjarbúar, og raunar landsmenn allir, geta komið skoðunum sínum á framfæri. Fylgst verður náið með því sem fram kemur í spjalli netverja, því komið áleiðis í bæj- arkerfinu og viðbragða óskað. Hvað finnst þér? Sumt verður bara tilog við því er ekkertað gera, segir Jón Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Blöndu- ósi í ljósi tíðinda í vikunni og bætir við: Aðstæður, tilefni, lífið sjálft er grunn- ur þess að sumt heldur en annað lekur. Og Jón kvað: Baki sný við alla góða siði. Sannfærður um að koma að góðu liði. Ég veit hvað ég syng, enda kominn á þing. Ég er fullkominn lekaliði. Lekaliði Mývatnssveit | Nú þegar fjár- leitir standa sem hæst, fyrstu, aðrar og þriðju göngur og þar næst eftirleitir má gjarnan minnast þess að til er nokkuð í Mývatnssveit sem nefnt er stampaleit. Slík leit felst í því að farið er á þekkt hraunasvæði þar sem lík- ur eru á að finna varasöm jarð- föll, sem sauðfé getur lent ofan í en ekki komist upp úr. Þessar gildrur nefnast sveltistampar og leitar fé einna helst ofan í þá þegar vargfluga sækir hart að skepnunum en þær leita sér skjóls og þá gjarnan í hella og niðuröll. Til vitnis í slíkum svelt- istömpum eru ræflar af kindum sem þar hafa borið beinin. Í stampaleitir var farið gjarn- an fyrri part sumars eða fyrir rúningsgöngur. Þá var reynt að gera færa leið fyrir skepnur að komast upp úr þessum dauða- gildrum. Hraunstampar í hellu- hraunum hér um slóðir eru margir innundir sig og varla færir mönnum nema lagfært sé. Sigurgeir Jónasson í Vogum man slíkar leitir. Hann minnist þess að hafa komið eitt skipti að stampi þar sem lágu ræflar af 8 kindum frá árinu áður. Fjöl- marga stampa hafa leitarmenn lagfært í gegnum tíðina með mold og grjóti þannig að hung- urdauði við slíkar aðstæður er nú fátíðari en áður var. Nú er lítið um að farnar séu stampa- leitir en kunnugir menn þekkja stampa sem þeir líta í við göng- ur. Huga þarf að því að upp- gönguleiðir úr stömpum geta spillst í tímans rás og þurfa þær viðhald sem önnur manna verk. Gjarnan var hlaðið vörðubrot við stamp til að minna á hann. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Verki lokið: Sigfús lítur yfir verk sitt eftir að hafa lagfært uppgönguleið úr sveltistampi nú í haust. Stampaleit á hraunasvæðum Haustverkin MJÖG góð tíð var um land allt fyrri hluta september og hiti þá u.þ.b. 2-3 stigum ofan meðallags. Síðan kólnaði verulega og kalsaveður var um tíma. Þá snjóaði t.d. óvenju víða um norðanvert landið og varð jörð m.a. alhvít á Akureyri að morgni 18., en ekki hefur orðið alhvítt þar svo snemma síðan 1940. Þetta kemur fram í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. „Með- alhiti í Reykjavík var 8,3 stig, 0,9 stigum ofan meðallags. Síðustu sjö september- mánuðir hafa verið hlýrri, en reyndar mun- ar litlu. Á Akureyri var meðalhiti einnig 8,3 stig , 2 stigum of- an meðallags, þrátt fyrir kulda- kastið. Í Akurnesi var meðalhitinn 8,4 stig, en 3,3 á Hveravöllum.“ Úrkoma í Reykjavík mæld- ist 79 mm, 17% umfram meðallag. Á Akureyri mæld- ist úrkoman 48 mm, 22% umfram meðallag. Í Akurnesi mældust 119 mm og 90 mm á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 144 og er það 18 um- fram meðallag, en á Akureyri mældust þær 122, 37 umfram meðallag. Á Hvera- völlum mældust 123 sólskinsstundir. Trausti segir í samtantekt um sumarið, þ.e. júní, júlí og ágúst, að það hafi verið óvenjuhlýtt um allt land. „Í Reykjavík var meðalhiti þess 11,2 stig, hlýjasta sumar frá 1941 en þá var hiti mjög svipaður og nú. Lítillega hlýrra var 1939, þannig að nýliðið sumar er hið þriðja hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 10,8 stig og er það einnig hið hlýjasta frá 1941 þar. Þó var álíka hlýtt sumarið 1976. Nokkru hlýrra var á Akureyri sumurin 1939 og 1933. Úrkoma í Reykjavík var 30% umfram meðallag og úrkomudagafjöldi 13 umfram meðallag. Á Akureyri mældist sumarúr- koman 17% umfram meðallag og úrkomu- dagar þar einnig 13 fleiri en í meðalsumri. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 579 og er það 33 stundum undir meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 493 og er það 63 stundum undir meðallagi. Í ágústlok var meðalhiti síðustu 12 mán- aða í Reykjavík sá hæsti síðan samfelldar mælingar hófust. Með september lækkar 12 mánaða meðaltalið lítillega en er samt ofan við það sem hæst hafði áður verið. Á Akureyri er hiti síðustu 12 mánuði jafnhár og hæst hefur mælst þar áður (mars 1933 til febrúar 1934), segir Trausti. Hár með- alhiti á 12 mánuðum    Húsnæðismarkaðurinn | Félagsmála- ráðuneytið fundaði með sveitarfélögum og framkvæmdaaðilum á Austurlandi á dög- unum. Umræðuefnið var áætlanir um íbúð- arbyggingar á Austurlandi á næstu árum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Þróunarstofu Austurlands og sveitarfélögum eystra voru meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs. Fram kom að sveitarfélögin vænti þess að íbúðalánasjóður veiti Austurlandi, ekki síst Austur-Héraði og Fjarðabyggð, sér- staka athygli þegar kemur að úthlutum lánsfjármagns vegna uppbyggingar íbúðar- húsnæðis. Þau óska eftir því að fyrirtæki sem sækja um fjármagn vegna byggingar leiguíbúða í þessum sveitarfélögum njóti forgangs um fjármagn vegna mikillar eft- irspurnar eftir íbúðarhúsnæði.    Dulinn auður svefnsins | Draumar - hinn duldi auður svefnsins er yfirskrift námskeiðs sem fjallar um hlutverk og eðli drauma og haldið verður í Mennta- smiðjunni á Akureyri. Það stendur frá 14. október til 6.nóvember, en kennt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Leið- beinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir, sem lagði áherslu á draumafræði í framhalds- námi í Kaliforníu. Farið verður í hvernig vinna megi með drauma, kynntar ýmsar kenningar um eðli og hlutverk drauma og hvernig nýta megi þennan auð svefnsins. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.