Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN stjórnarandstöðu- flokkanna sögðu m.a. í umræðum um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2004, á Alþingi í gær, að með frumvarpinu væri verið að auka álögur á heimili landsins. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um skatta- lækkanir í kosningabaráttunni væri ekki gert ráð fyrir almennum skatta- lækkunum á næsta ári. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði þessa gagnrýni hins vegar vera deilu um keisarans skegg því gert væri ráð fyrir lækkun skatta um 20 milljarða á kjörtímabilinu. „Við ætlum að geyma okkur að ganga frá því máli þangað til fyrir liggur hvað kem- ur út úr kjara- samningum á komandi vetri,“ útskýrði hann. Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga hófst á Alþingi í gærmorgun og lauk á sjöunda tímanum í gær- kvöld. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi í byrjun desember. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. að með frumvarpinu væri verið að auka álögur á ákveðna hópa í samfélaginu. Vísaði hann m.a. til þess að skv. frumvarpinu ættu sjúkratryggingar að lækka um 740 milljónir; þar af lyfjakostnaður um 450 milljónir, hjálpartæki um 150 milljónir og sér- fræðilæknisaðstoð um 140 milljónir. Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýndu einnig að ekki væri gert ráð fyrir skattalækkunum í frum- varpinu, en þeim hefði verið lofað í kosningabaráttunni. Birkir J. Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sagði hins vegar að framsóknar- menn hefðu ávallt sagt að skatta- lækkanir myndu koma til fram- kvæmda á síðari hluta kjörtíma- bilsins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi það m.a. að á næsta ári ætti að auka komugjöld á heilsugæslustöðvum um samtals fjörutíu til fimmtíu milljónir kr. Hann sagði ennfremur að VG liti svo á að skapa þyrfti svigrúm til að styrkja velferðarþjónustuna. Þá sagði hann að skattastefna ríkis- stjórnarinnar fælist í raun í því að „hundelta almennt launafólk,“ eins og hann orðaði það. Sagði hann að það væri hundelt með tekjutengingu lífeyris, barnabóta, námslána og vaxtabóta. Jón gerði skattalækkanir einnig að umtalsefni og sagði að yrðu skattar lækkaðir myndi það þýða niðurskurð á vel- ferðarþjónust- unni. „Boðaðar stórfelldar skattalækkanir geta ekki annað en komið niður á velferðarkerfinu. Að óbreyttu mun stefna þessarar ríkisstjórnar verða til þess að treysta velferð hinna ríku en auka ójöfnuð í samfélaginu.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að ríkisstjórnin ætti að byrja á því að lækka skatta þeirra sem hefðu minnstu tekjurnar en ekki þeirra sem hefðu hæstu tekjurnar. Ríkis- stjórnin væri því að byrja á öfugum enda með því að lækka hátekjuskatt- inn. Vill halda hátekjuskatti Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, gerði há- tekjuskattinn m.a. að umtalsefni og sagðist þeirrar skoðunar að þeir sem hefðu hærri tekjur ættu að borga hærri skatta. „Ég er því eindregið á þeirri skoðun að hátekjuskattur eigi að vera áfram. Ég er út af fyrir sig sammála þeirri niðurstöðu ríkis- stjórnarinnar að framlengja núver- andi hátekjuskatti, en ég tel óskyn- samlegt að lækka hann frekar frá því sem þegar hefur verið gert.“ Ríkisstjórnin stefnir að því að lækka hátekjuskatt um 4% árið 2004, um 2% árið 2005 og að afnema hann árið 2006, að því er fram kemur m.a. í þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytis- ins. Fyrsta umræða um frumvarp til fjárlaga fór fram á Alþingi í gær Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Halldórsdóttir, VG, Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, og Pét- ur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, fylgjast með umræðum á Alþingi. Segja ríkis- stjórnina ekki standa við gefin loforð Full ástæða er til að taka undir væntingar margra um að umræður á því haustþingi sem sett var í vikunni verði snarpar og skemmtilegar. Stutt er frá þingkosningum og víst að þingmenn eru margir hverjir enn í „kosningaham“; þeim er vænt- anlega umhugað um að fylgja þeim yfirlýsingum eftir sem gefnar voru í kosningabaráttunni í vor. Þá hafa átján nýir þingmenn tekið sæti á þingi og líklegt að þeir reyni að láta á sér bera og „stimpla sig inn“ eins og það var orðað í fréttaskýringu hér í blaðinu í vikunni. Þingsetning þessa 130. löggjaf- arþings fór fram með hefðbundnum hætti en athöfnin í kringum þing- setninguna hefur í stórum dráttum farið eins fram allt frá því Alþingi var endurreist árið 1845. Stærstu breytingarnar felast í því að þá setti fulltrúi Danakonungs þingið en nú er það hlutverk í höndum forseta Ís- lands. Konungur var þá hylltur á þingsetningarfundi með níföldu húrrahrópi en nú segir forsætisráð- herra: ,,Heill forseta vorum og fóst- urjörð. Ísland lifi.“ Og þingmenn taka undir það með ferföldu húrra- hrópi. Húrrahrópunum hefur semsé fækkað um fimm. *** Fyrstu fundir Alþingis minna undirritaða ávallt á fyrstu skóladag- ana eftir sumarfrí. Þingmenn eru kátir og heilsa hver öðrum; sumir hafa kannski ekki sést frá því þingi var slitið fyrr um vorið. Þá er æv- inlega ákveðin spenna í loftinu þegar hlutað er um sæti þingmanna í upp- hafi þings. Sú athöfn fer þannig fram að nafn hvers þingmanns er kallað upp; þeir ganga síðan að borði þingforsetans og draga númer á því sæti í þingsalnum sem þeir eiga að hafa til umráða. Eitt sinn var mér tjáð að sum sæti væru vinsælli en önnur. Til dæmis þætti betra að sitja nær ræðupúlt- inu, því þar væri líklegra að viðkom- andi þingmenn sæjust í sjónvarpinu, þegar verið væri að taka upp um- ræður á þingi. Ég geri ráð fyrir að þingmenn hafi verið misánægðir með sín sæti að þessu sinni. Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna, var þó einn þeirra sem voru harla ánægðir. Hann fékk nefnilega sæti númer sex. Það þótti honum skemmtilegt í ljósi þess að hann á sex börn; eitt þeirra er fætt 6.6. 1966. *** Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, flutti sína síðustu stefnuræðu í „þessum áfanga“ eins og hann orð- aði það á fimmtudagskvöld, en í kjöl- farið fóru fram umræður um hana. Í lok ræðunnar sagði ráðherra: „Einn háttvirtur þingmaður stjórnarand- stöðunnar hefur sagt í hvert eitt sinn þegar ég hef lokið flutningi stefnu- ræðu að hann verði því miður að segja að þetta sé einhver sú ,,snaut- legasta“ stefnuræða sem hann hafi heyrt. Ég vonast til að háttvirtur þingmaður breyti ekki vana sínum nú því ég get ekki neitað því að svona staðfesta og íhaldssemi snert- ir viðkvæman streng í brjósti mínu.“ Þessi ummæli vöktu kátínu í þing- salnum, en þarna var Davíð að vísa til Steingríms J. Sigfússonar, for- manns VG. Davíð varð þó ekki að ósk sinni að þessu sinni; Steingrímur minntist hvergi á „snautlega ræðu“ í framsögu sinni, sem hann hélt stuttu síðar. Á hinn bóginn þakkaði hann Davíð fyrir marga góða snerruna. Og bætti við: „Það vil ég segja að heilmikið hafa pússast hornin á hæstvirtum forsætisráðherra frá því hann kom hér inn úr stóli borg- arstjóra og hugðist vera á þingi ekki síður kóngur í ríki sínu heldur en hérna handan við Vonarstrætið.“ Það var reyndar fleira sem vakti athygli undirritaðrar í umræðum um stefnuræðuna. Til dæmis þótti Steingrími J. ástæða til að taka fram að þingmenn VG væru ekki hættir í stjórnarandstöðu „þó einhverjir aðr- ir kynnu að vera það“, eins og hann orðaði það. Er hann væntanlega að vísa til Samfylkingarinnar, með þessari ádrepu, en talsmenn hennar hafa gefið í skyn að þingflokkurinn hyggist beita sér á annan hátt á þessu kjörtímabili en áður þar sem þingflokkurinn sé nú hinn næst- stærsti á þingi, þ.e. með tuttugu þingmenn. Því fylgi m.ö.o. önnur og meiri ábyrgðarstaða; minna verði því um „upphlaup“ og aðrar aðgerðir til að vekja athygli á málstað sínum. Það verður því m.a. fróðlegt að fylgj- ast með því hvort eitthvert samstarf verður milli stjórnarandstöðuflokk- anna í vetur.      Af snautlegum ræðum og fleiru … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is SNÖRP orðasenna varð milli þing- mannanna og borgarfulltrúanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Helga Hjörvar í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og varaborgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, gagn- rýndi það m.a. í ræðu sinni að eng- ar almennar skattalækkunar- tillögur væru í frumvarpinu, þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hefðu lofað skattalækkunum í kosninga- baráttunni sl. vor. Guðlaugur Þór, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, benti á hinn bóginn á að gert væri ráð fyrir lækkun skatta á kjörtímabilinu um 20 milljarða. Hann sagði að allt það sem stjórn- arflokkarnir hefðu sagt í skatta- málum fyrir kosningarnar í vor myndi standa. Helgi sagði að Guðlaugur Þór væri „að skauta út og austur“ um allt annað en það sem væri til um- fjöllunar á þingfundinum. „Það sem er til umfjöllunar og af- greiðslu á þessum fundi er frum- varp til fjárlaga fyrir árið 2004,“ sagði hann. „Hér er ekki verið að ræða vonir manna um það hvað kannski verður hægt að gera árið 2007.“ Helgi sagði að í frumvarp- inu fyrir næsta ár væri ekkert fjallað um skattalækkanir. Á þessu stigi væru því skattalækkanir ekk- ert annað en óskhyggja. „Það frumvarp sem hér liggur fyrir er frumvarp upp á skattahækkanir um liðlega fjóra milljarða ef tekið er tillit til þess að persónuafsláttur er ekki látinn fylgja launavísitölu. Þannig eru skattbyrðar hinna lægst launuðu þyngdar.“ Frábær byrjun Guðlaugur Þór benti á, eins og áður sagði, að áætlað væri að skattar myndu lækka um 20 millj- arða á kjörtímabilinu. Hann sagði að slíkar skattalækkanir væru ekki einungis „góð byrjun,“ heldur „frá- bær byrjun“, eins og hann orðaði það. „Þegar háttvirtur þingmaður, Helgi Hjörvar, talar hér um að um óskhyggju sé að ræða er hann að tala út frá ákveðnum reynsluheimi, þar sem hann er vanur því að vera í framboði fyrir stjórnmálaafl sem stendur ekki við það sem það seg- ir.“ Guðlaugur Þór bætti því við að það væri afskaplega gaman að vera í meirihluta og taka þátt í langmestu skattalækkun sögunn- ar. Guðlaugur Þór og Helgi Hjörvar Orðasenna um skatta- lækkanir MAGNÚS Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, sagði í umræðum um fjárlaga- frumvarp næsta árs á þingi í gær, að mikill þrýstingur væri á nefndina um að auka útgjöld rík- issjóðs umfram það sem frum- varpið gerði ráð fyrir. „Ég hef orðið mjög var við þetta, bæði í störfum mínum sem formaður fjárlaganefndar og eins hefur þetta komið fram í þeirri umfjöllun sem orðið hefur í nefndinni að undanförnu. Ég þyk- ist viss um að einstakir fulltrúar í nefndinni hafi einnig orðið varir við þetta,“ sagði hann. Magnús sagði að það væri ljóst að mörg þeirra erinda sem þegar hefðu borist nefndinni og myndu berast á næstunni og gengju út á aukin útgjöld væru ágætlega rök- studd. „Og það er alveg ljóst að lítið mál er að ráðstafa mun meiri fjármunum en til ráðstöf- unar eru,“ bætti hann við. „Hins vegar verðum við að hafa það meginsjónarmið ríkjandi að halda vel utan um og vinna að þeim markmiðum um niðurstöðu fjár- laga sem lagt er upp með.“ Mikill þrýstingur um að auka útgjöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.