Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 65
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 65
Þessi gamli góði
Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar
Grensásvegi 7, sími 517 3535
Nýtt dansatriði
SÖNG- og leikkonan Courtney Love
var lögð inn á spítala á fimmtudag
vegna gruns um að hafa tekið of stór-
an skammt af eit-
urlyfjum. Lög-
regla hafði fyrr
sama dag tekið
hana höndum þar
sem hún hafði
brotið fjórar rúð-
ur á heimili vinar
síns á Los Angel-
es-svæðinu. Þeg-
ar lögregla kom á vettvang stóð Love,
39 ára gömul, fyrir utan heimilið. Hún
var tekin höndum, en sleppt. Love á
yfir höfði sér sekt vegna vímuefn-
anotkunar.
Klukkustund síðar var Love flutt á
sjúkrahús, en hún hafði fundist fyrir
utan annað heimili, að sögn an-
anova.com. Hún var útskrifuð af
sjúkrahúsinu sama dag. Love er
stofnandi hljómsveitarinnar Hole.
Hún er jafnframt þekkt fyrir sam-
band sitt við Kurt Cobain, liðsmann
hljómsveitarinnar Nirvana. Love
hefur áður komist í kast við lögin
vegna eiturlyfjaneyslu. Hún var flutt
á sjúkrahús þegar hún tók of stóran
skammt á hóteli árið 1994. Síðar fór
hún í meðferð, en þegar hún var út-
skrifuð komst Love að því að Cobain
hafði framið sjálfsmorð.
Nafn hennar var einnig dregið fram í
dagsljósið í fyrra þegar Jules Lus-
man, læknir í Beverly Hills, var
sviptur lækningaleyfi fyrir að ávísa
ávanabindandi lyfjum til frægra ein-
staklinga gegn greiðslu.
Hún hefur einnig viðurkennt að hafa
tekið inn heróín á meðan hún var
barnshafandi. Þá vakti hún athygli
fyrir ólæti í farþegavél á Heathrow-
flugvelli fyrr á árinu …Ástralska
leikkonan Nicole Kidman er sögn
hafa gengið út úr sýningarsal þegar
hún sá fyrst endanlega útgáfu á nýj-
ustu mynd sinni, Dogville, sem leik-
stýrt var af Dananum Lars Von Trier.
Ástæðan er sú að henni var brugðið
þegar nauðgunaratriði í kvikmynd-
inni var sýnt. Í Dogville leikur Kid-
man konu sem flýr undan mafíunni á
fjórða áratug 20. aldar.
Sögupersónan leitar hælis í smábæ í
Koloradó. Þar er hún misnotuð kyn-
ferðislega, en uppsker litla samúð
bæjarbúa, sem telja að hún hafi dreg-
ið nauðgarann á tálar. Í kjölfarið
verður hún fyrir ítrekuðum árásum
annarra karlmanna í bænum.
Kidman segir að sér hafi þótt erfitt að
horfa áfram á atriðin þar sem stór
skjár og hljóð hafi magnað aðstæð-
urnar sem voru fyrir hendi. „Ég sat
þarna, horfði og hugsaði, þetta er ein-
faldlega of opinskátt,“ segir Kidman,
að því er fram kemur á ananova.com.
Þá segir að Kidman hafi fengið mar-
bletti og verið hart leikin eftir atriði
þar sem karlmaður (Stellan Skars-
gard) nauðgar sögupersónunni.
FÓLK Ífréttum
RADIOHEAD var valin besta rokk-
hljómsveit heims, þriðja árið í röð, á
árlegri verðlaunahátíð breska tón-
listarblaðsins Q í gærkvöldi. Hljóm-
sveitin, sem nýlega gaf út plötuna
Hail to the Thief, bar sigurorð af
Coldplay, Foo Fighters, Red Hot
Chili Peppers og Blur en það voru
lesendur Q sem réðu úrslitum í val-
inu. Radiohead gaf lítið fyrir verð-
launin, mætti ekki til hátíðarinnar
og sendi myndband í staðinn. Það
var hljóðlaust en á því var texti þar
sem stóð: „Ömurlegt!“ og síðan:
„Radiohead talar ekki við Q“.
Það kom á óvart að Coldplay,
sem hafði fengið flestar tilnefn-
ingar: Sem besta hljómsveitin, fyrir
besta lagið („Clocks“), besta mynd-
bandið („Scientist“) og fyrir bestu
sviðsframkomuna, fékk engin verð-
laun. Hljómsveitin mætti ekki held-
ur til hátíðarinnar.
Bandaríska söngkonan Christina
Aguilera skrapp til Lundúna frá
Bandaríkjunum til að taka við verð-
launum fyrir lagið „Dirrty“, sem
valið var besta smáskífan.
„Það var kominn tími til að
„Dirrty“ fengi smáást. Ég þakka Q
fyrir að viðurkenna konuna sem
þorði að gera þetta myndband og
naut hverrar mínútu,“ sagði hún og
vísaði til myndbandsins við lagið
sem þykir mjög djarft.
„Gay Bar“ með Electric Six var
valið besta myndbandið og plata
Blur, Think Tank, var valin besta
platan. The Cure fékk verðlaun fyr-
ir þau áhrif sem hljómsveitin hefur
haft og Duran Duran fékk sérstök
verðlaun fyrir ævistarf.
Q-verðlaunin afhent
Radiohead best í heimi
AP
Christina Aguilera er stolt af því að
vera óhrein.
TOPP 20 mbl.is