Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 63 FYRSTU-deildarlið HK í knattspyrnu réð í gær Gunnar Guðmundsson í starf þjálfara og mun hann jafnframt hafa yfirumsjón með þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Gunnar er 34 ára gamall, íþróttafræð- ingur frá háskólanum í Hamborg, og hef- ur þjálfað í Þýskalandi og hér á landi á öll- um aldursstigum undanfarin tíu ár. Hann hefur áður þjálfað meistaraflokka Leift- urs/Dalvíkur í 1. deild og Leiknis á Fá- skrúðsfirði í 3. deild. Hann lék með Stjörn- unni í 1. deild í sumar og hefur spilað með Garðabæjarliðinu, Val og Víkingi í efstu deild en hann varð Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991. Gunnar tekur við af Goran Kristófer Mi- cic sem hefur þjálfað meistaraflokk und- anfarin þrjú ár en undir hans stjórn fór liðið upp um tvær deildir og hélt sæti sínu í 1. deild í sumar. Gunnar þjálfar HK FH-ingar áttu fund með Ólafi Jóhannessyni þjálfara liðsins í gær en forráðamenn FH leggja hart að Ólafi og aðstoðarþjálf- aranum, Leifi Garðarssyni, að framlengja samninga sína við félagið. Þeir Ólafur og Leifur gerðu samning við FH sem gilti út leiktíðina en í ljósi frábærs árangurs liðsins á nýafstaðinni leiktíð vilja menn ekki gera breytingar hvað þjálfaramálin varðar. „Það bendir flest til þess að ég haldi áfram sem þjálfari FH,“ sagði Ólafur Jóhannesson við Morgunblaðið í gær en hann var þá nýkominn af fundi með FH-ingum. „Ég þarf að gera það endanlega upp við mig hvort ég ætla að halda áfram í þessu starfi en eins og staðan er í dag þá eru líkurnar töluvert meiri en minni og þá kemur ekkert annað til greina en FH,“ sagði Ólafur. Ólafur um kyrrt hjá FH-ingum? Ólafur  LOGI Gunnarsson skoraði 2 stig fyrir lið sitt Giessen 46ers í æfinga- leik gegn Bayer Giants Leverkus- en en Logi og félagar unnu leikinn 96:90. Fyrsti deildarleikur Giessen verður hinn 11. okt. gegn Alba Berlin, en Giessen 46ers leikur síð- asta æfingaleik sinn á sunnudag.  RIO Ferdinand, varnarmaður Manchester United, er lítilsháttar meiddur á fæti eftir leik liðsins gegn Stuttgart á miðvikudag. Ferdinand mun að öllum líkindum verða leikfær gegn Birmingham í dag. Wes Brown, Ole Gunnar Sol- skjær og Kleberson eru meiddir en í liði Birmingham er aðeins Robbie Savage á hættusvæði vegna meiðsla.  STEPHEN Jackson, fyrrverandi leikmaður San Antonio Spurs, hef- ur skrifað undir hjá Atlanta Hawks í NBA-deildinni. Jackson var þriðji stigahæsti leikmaður meistaraliðs- ins Spurs en var samt sem áður ekki á óskalista forráðamanna liðs- ins.  BERNHARD Langer, kylfingur- inn snjalli, segist þurfa að gera bragarbót á leik sínum ætli hann sér að gera tilkall til sætis í Ryder- liði Evrópu á næsta ári. Langer hefur gefið kost á sér sem fyrirliði liðsins og segir að það séu engar líkur á því að hann leiki á Oakland Hills.  LANGER var gagnrýndur harka- lega á dögunum af Nick Faldo eftir að Langer hafði gefið það út að hann myndi hugsanlega gefa fyr- irliðastöðuna frá sér til þess að leika sjálfur í Ryderliðinu.  FORSVARSMENN ensku úrvals- deildarinnar hafa komist að sam- komulagi við Barclays-fyrirtækið um að vera aðalsamstarfsaðili deildarinnar í þrjú ár að loknu yf- irstandandi tímabili. Barclays greiðir um 7 milljarða ísl. kr. fyrir samninginn. Enska úrvalsdeildin hefur verið kennd við félagið und- anfarin ár.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, segir að leikurinn gegn Arsenal í dag sé ekki „bik- arúrslitaleikur“ um enska meistara- titilinn. Frakkinn segir að titlar hafi aldrei unnist í fyrstu viku októ- bermánaðar.  EF Liverpool tapar verður liðið níu stigum á eftir toppliðinu en Houllier segir að markmið þeirra sé að ná einu af fjórum efstu sæt- unum. „Fyrst þurfum við að koma okkur í efsta hluta deildarinnar. Ef okkur tekst það er aldrei að vita hvað gerist í næstu leikjum, en leikurinn gegn Arsenal er ekki úr- slitaleikur um hvort liðið verður of- ar í deildinni. Enska deildin er langhlaup ekki spretthlaup.“ FÓLK Á áðurnefndri vefslóð er einnigleitt að því líkum að samningur Jóns Arnórs sé félaginu afar hag- stæður og af þeim sökum standi hann betur að vígi í sam- anburði við „eldri og reyndari“ leikmenn sem eigi rétt á mun hærri launum en Jón Arnór. Nokkrir í þjálfarateymi Dallas- liðsins eru sagðir hafa haft vissar efa- semdir um hæfileika íslenska lands- liðsmannsins sem leikstjórnanda en Donnie Nelson er hins vegar hæst- ánægður með Jón Arnór. „Það sem af er hefur Jón Arnór sýnt að hann veit hvað hann á að gera. Hann lítur út fyrir að vera leikstjórnandi,“ segir Nelson. Í staðarblaði í bænum Crowley er viðtal við Rolando Blackman sem er fyrrum leikmaður Dallas og starfar nú sem einn af þjálfurum liðsins. Þar er Blackman spurður um hæfileika nýliðanna sem valdir voru í háskóla- valinu og auðvitað um getu Jóns Arn- órs sem er sagður vera Stevensson. Blackman segir að hann hafi ekki vit- að neitt um Jón Arnór áður en gerð- ur var samningur við hann og hann hafi ekki vitað við hverju var að bú- ast. „Ég hef verið raunsær og hæfilega bjartsýnn í sambandi við hverju mátti búast við af „Stevie“ (Jón Arn- ór). Hann er ungur og á eftir að upp- lifa það sem gerist í NBA-leikjum. Hins vegar er skottækni hans góð og líkamsbygging hans hentar vel í NBA-deildina. Hann er með gott auga fyrir leikmönnum sem eru að hlaupa með honum upp völlinn og að mínu mati á hann ágæta möguleika. Það liggur fyrir að hann verði að leggja mikið á sig til þess að komast í liðið og frá því að hann kom til liðsins hefur hann lagt mjög hart að sér,“ segir Blackman. Nýliðarnir lögðu hart að sér Art Garcia, blaðamaður á Star- Telegram segir í grein sinni sem hann skrifar 1. okt. að nú þegar hafi Don Nelson ákveðið hvaða 15 leik- menn hann muni nota í upphafi leik- tíðar og þar á meðal sé Jón Arnór Stefánsson. Chris Mills er 16. leikmaðurinn en hann hefur ekkert æft með liðinu, er jafnvel á leið í aðgerð á ökkla og segir Garcia að allar líkur séu á því að Mills verði sendur til annars liðs í skiptum fyrir valrétt. Nelson segir við Star-Telegram að hann muni ekki bjóða mörgum leik- mönnum til viðbótar í æfingabúðir liðsins, nóg sé af nýjum leikmönnum sem þurfi að „slípa saman“ og hann muni ekki eyða tímanum í aðra leik- menn en þá sem nú eru fyrir hjá Dallas. Donnie Nelson segir við Star-Tele- gram að nýliðarnir Josh Howard, Marquis Daniels og Jón Arnór Stef- ánsson hafi bókstaflega búið í æf- ingasölum félagsins undanfarnar vikur – og lagt hart að sér við æfing- ar. „Ég hef aldrei orðið vitni að slíku áður,“ segir Nelson en hann hefur ásamt föður sínum verið í sjö ár hjá félaginu. „Ungu strákarnir eru ákaf- ir og spenntir. Að auki eru nokkrir leikmenn sem komu í sumar í leik- mannaskiptum og þurfa þeir að sanna sig á nýjum vettfangi. Æfinga- búðir Dallas-liðsins verða því mjög sérstakar í ár,“ segir Nelson. Ballið byrjar gegn Lakers Eins og áður segir er fyrsti æf- ingaleikur liðsins gegn Utah nk. sunnudag, 7. okt. er leikið gegn Or- lando, 11. okt. gegn New Orleans, 14. okt. gegn L.A. Clippers, 18. okt. gegn Philadelphiu, 19. okt. gegn NBA- meistaraliðnu San Antonio Spurs, 21. okt. gegn Utah Jazz, 22. okt. gegn Sacramento og leiktíðin hefst hinn 28. okt. þar sem Dallas sækir stórlið- ið Los Angeles Lakers heim. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Star-Telegram telur að Jón Arnór verði í leikmannahópi Dallas „Hefur lagt mjög hart að sér“ JÓN Arnór Stefánsson æfir nú af krafti með liðsmönnum NBA- liðsins Dallas Mavericks en 1. okt. hittust allir leikmenn liðsins í fyrsta sinn að loknu sumarleyfi, en margir þeirra hafa þó æft í Dall- as undanfarnar vikur. Á vefslóðinni, dallasbasketball.com, er hægt að fylgjast með gangi mála í æfingabúðum liðsins og þar er haft eft- ir Donnie Nelson, sem er yfirmaður tæknimála hjá Dallas, að svo virðist sem Jón Arnór kunni sitt fag sem leikstjórnandi. Fyrsti æf- ingaleikur liðsins verður 5. okt. gegn Utah Jazz í Dallas. MICHEL Platini, einn þekktasti knattspyrnumaður sögunnar, kom til landsins í gær í boði Knatt- spyrnusambands Íslands en hann verður heiðursgestur á lokahófi KSÍ í kvöld ásamt eiginkonu sinni Christele. Platini hóf feril sinn í heimalandinu, Frakklandi, með liði Jeuf, þar sem hann er fæddur árið 1955, en hann átti farsælan feril í Frakklandi og með franska landslið- inu áður en hann hélt til Ítalíu þar sem hann lék með Juventus á ár- unum 1982–1987, en þar lauk hann ferlinum. Platini lék 72 landsleiki, varð Evrópumeistari árið 1984, skoraði 41 mark og er markahæstur á því sviði frá upphafi. Platini hélt fund með fjölmiðla- mönnum í gær og sat þar fyrir svör- um, en hann er í framkvæmdastjórn FIFA og UEFA, og lítur á sig sem „knattspyrnustjórnmálamann“ og áhugamann um knattspyrnu. Platini sagðist vera afar ánægður með að vera kominn til Íslands á ný. Á fundinum var Platini inntur eft- ir möguleikum íslenska landsliðsins gegn Þjóðverjum hinn 11. október nk. og var Frakkinn fljótur að svara: „Ég er í því hlutverki að hafa alla ánægða og vel því að svara ekki,“ sagði Platini í léttum tón en hann hafði áður sagt að fæstar stór- þjóðir í knattspyrnu gætu bókað sigur gegn litlum þjóðum á borð við Ísland. „Ísland er að verða „vand- ræðabarn“ í evrópskri knattspyrnu. Ekkert lið getur mætt til leiks í Reykjavík og búist við því að eiga auðvelt verkefni fyrir höndum.“ Platini sagði að Albert Guðmunds- son væri sá knattspyrnumaður frá Íslandi sem hann myndi best eftir. Nánar verður rætt við Platini í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. „Ísland er vand- ræðabarn“ Reuters Rússneski markvörðurinn Alla Volkova mátti horfa á eftir knettinum sjö sinnum í netið hjá sér, þegar Þjóðverjar lögðu Rússa í 8-liða úrslitum á heimsmeistaramóti kvenna í knatt- spyrnu, 7:1. Hér skorar Birgit Prinz eitt marka Þjóðverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.