Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um geðheilsu og vandamál sem tengjast henni. Þar sem ég hef sjálfur síðustu árin haft sálræna erfiðleika og orðið að leita lækna finnst mér ekki fráleitt að leggja orð í belg. Ég hef undanfarna þrjá mánuði svo að segja á hverjum degi lagt leið mína á Túngötu 7, félagsmiðstöð Geðhjálp- ar, og vil ég segja nokkur orð um starfsemina þar. Hún er til húsa í gömlu fallegu húsi sem gefið var rík- inu af ekkju grósserans Gísla J. Jóns- sonar en innbúið gaf Kiwanisklúbb- urinn. Þetta er tvílyft hús með kjallara, heimilislegt og vinalegt, en nokkuð vantar á viðhald að utanverðu en það stendur vonandi til bóta. Húsið er opið frá klukkan 9 til 16 á virkum dögum og frá 11 til 14 um helgar. Hingað koma daglega 20 til 30 manns í hádegisverð og sumir koma á morgnana og borða hafragraut að gömlum íslenskum sið. Umsjón með matseldinni hefur Ingibjörg „okkar“ en svo er hún kölluð af gestum. Mat- urinn er venjulegur íslenskur alþýðu- matur en svo vel til búinn og bragð- góður að ég hef aldrei heyrt nokkurn kvarta sem er furðulegt þegar um svo marga er að ræða. Enda segir Ingi- björg að hún búi til matinn með hjart- anu og noti aldrei matreiðslubækur. Ingibjörg er líka félagsmálastjóri og elskuð af öllum sem hingað koma. Segja má að hún stjórni flestu er við- kemur gestum hússins. Þess skal get- ið að þótt maturinn sé með þessum ágætum er ekki um neitt bruðl að ræða. Afgangar eru notaðir seinna í pottrétti og annað og eru bara ennþá betri. Í eldhúsinu vinna þar að auki einhverjir af gestunum og aðrir at- vinnulausir á tímakaupi í samvinnu við vinnumiðlun en einnig er mikið um sjálfboðaliða. Starfsfólk eldhúss- ins er sérlega vingjarnlegt og kurt- eist: ávallt „gjörðu svo vel“ og „má bjóða þér“ og borðhaldið fer fram með kurteisi og vingjarnlegu spjalli yfir réttum. Á efri hæðinni er skrifstofurými þar sem framkvæmdastjórinn Sveinn og hundur hans Varði ráða ráðum sín- um. Þar hefst líka við Jóhanna sem sér um fésýslu, bókhald, sölu matar- miða o.s.frv. Þessi tvö ásamt Ingi- björgu stjórna heimilinu með þeim hætti sem er aðeins gefið bestu stjórnendum að stýra án þess að mik- ið beri á. Allir borða við sama borð og spjalla saman í reykherberginu eða stofunni. Um gestina er það að segja að þetta er ósköp venjulegt fólk af öllum stéttum. Þarna eru doktorar, prestar, sjómenn, verkamenn, einstæðar mæður o.s.frv. Flestir hafa það sam- eiginlegt að þeir hafa orðið fyrir ein- hverju sálarlegu hnjaski í lífínu og það ásamt félagslegum vandamálum gert það að verkum að flestir eru á ör- orku eða einhverjum bótum. Því er hinn ódýri og góði matur mikil búbót og gerir jafnvel mörgum fært að treina sína vesældarlegu örorku út allan mánuðinn. Þetta fólk er yfirleitt besta fólk og félagsskapurinn mjög góður. Flestir sýna hverjir öðrum vel- vild og umhugsunarsemi er oft vantar úti í samfélagi hinna „heilbrigðu“. Ekkert væri fjær mér en það að kalla þetta fólk „geðsjúklinga“ þótt þeir sumir hverjir hafi orðið að leita sér hjálpar lækna eða leggjast inn á geð- deild. Það er almennt álit geðlækna að fólk sem hefur við geðröskun að stríða sé fremur fyrir ofan en neðan meðalgreind að jafnaði. Röskun þeirra er mjög sambærileg við líkam- lega sjúkdóma svo sem sykursýki, mígreni, hjartveiki, magabólgu eða aðrar kveisur sem teljast líkamlegar enda mun oft erfitt að greina milli sál- ar og líkama, jafnvel fyrir lækna. Í húsinu er einnig starfandi fjöl- menntaskóli í ýmsum greinum svo sem íslensku, dönsku, ensku, tölvu- fræði, stærðfræði, tölfræði, myndlist og einnig er nýlega byrjað fjarnám í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ár- múla. Þar er í boði hægferðar- og hraðferðaráfangar. Verkefnisstjóri er Helgi Jósefsson. Um vandamál iðju- þjálfunarinnar hefur nokkuð verið rætt í fjölmiðlum og vonandi rætist úr því máli enda er það mál manna að heilbrigðisráðherra sé velviljaður maður og sanngjarn og þess vegna erum við bjartsýnir um að ekkert verði hér skert sem vel er gert en heldur hjálpi hið opinbera til að út- víkka og auka þessa starfsemi. Ekki er vafi á að þessi starfsemi borgar sig þjóðfélagslega jafnvel í peningum þegar til lengdar lætur fyrir utan að bæta heilsu og rjúfa einangrun margra einstaklinga í þjóðfélagi sem virðist sigla hraðbyri inn í peninga- hyggju og mannúðarleysi. Vonandi rifa þeir seglin bráðlega. HJÁLMAR HRAFN SIGURVALDASON, Torfufelli 27, 111 Reykjavík. Gestur hjá Geðhjálp Frá Hjálmari Hrafni Sigurvaldasyni: ÉG vil lýsa óánægju minni yfir því sem Skjár einn er að gera, þ.e.a.s. að talsetja efnið sitt, t.d. Malcolm in the Middle. Þetta er einmitt það sem hefur pirrað Íslendinga mikið þegar þeir fara til útlanda og horfa þar á þekkt efni sem er talsett á þarlent tungumál. Þetta er nokkuð sem ég og fleiri teljum mjög slæma þróun. Partur af því að horfa á skemmti- efni eru auðvitað leikararnir sjálfir og hver persóna hefur sinn sjarma og sinn húmor. Með því að talsetja efnið missir maður alveg tengslin við persónurnar og húmorinn gjörsam- lega hverfur. Þetta verður til þess að maður horfir ekki á þetta efni með sama hugarfari. Leyfið okkur frekar að horfa á þetta efni eins og það á að vera. Nú, við vitum öll að börnin okkar eru vön að horfa á myndir og þætti á ensku og lesa textann. Af hverju haldið þið að íslensk börn séu svona fljót að ná enskunni? KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Fellsmúla 4, Reykjavík. Til Skjás eins Frá Kolbrúnu Ólafsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.