Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 49 ✝ Sigurður Jóns-son, vélstjóri og útgerðarmaður, fæddist á Sperðli í Landeyjum 9. júlí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 23. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Króktúni í Hvol- hreppi, f. 13. júní 1887, d. 25. septem- ber 1951, og Sigríð- ur Sigurðardóttir frá Landeyjum, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972. Systkini Sigurðar voru Helga Jóna, f. 18. sept. 1917, d. 5. mars 1990, Stefán, f. 15. ágúst 1920, d. 28. ágúst 1969, Gísli Svavar, f. 21. september 1922, d. 1. mars 1942, Sigurjón Jónsson, f. 21. október 1923, d. 1991, Ing- unn Svala, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990, Guðrún Ísleif, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987. Hinn 16. desember 1945 Ágúst, f. 1977, og Sara Lind, f. 1991. 5) Jón Viðar, f. 1959, hann lést af slysförum 1967. Sigurður flutti með foreldrum sínum til Vestmannaeyja þegar hann var á þriðja ári. Hann fór fimm ára í sveit og var öll sumur og haust til 17 ára aldurs í Land- eyjum og Mýrdalnum. Hann starfaði mestan hluta ævi sinnar til sjós sem háseti, vélstjóri og útgerðarmaður. Sigurður byrjaði sinn sjómannsferil á Vini VE með mági sínum Einari Hannessyni (Einari á Brekku), endaði hann árið 1975 með syni Einars, Gísla Val á Sigurfaranum. Hann reri með mörgum góðum aflakóngum og á síldarárunum, m.a. á Gull- toppi og Haföldu með Binna í Gröf. Sigurður og Sigurjón (Sjonni í Engey) bróðir hans áttu Björgvin VE 72 og gerðu hann út í fimm ár. Bræðurnir gáfu björg- unarbát úr Björgvini VE til Byggðasafns Vestmannaeyja. Sigurður endaði starfsferil sinn í Vinnslustöðinni árið 1994 þá orð- inn 75 ára. Hann hafði mikinn áhuga á trjárækt og kartöflu- rækt en faðir hans Jón í Engey var frumkvöðull trjáræktar í Vestmannaeyjum. Sigurður verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kvæntist Sigurður Kristborgu Jónsdótt- ur frá Meðalfelli í Nesjum, f. 4. maí 1919, d. 7. desember 2002. Þau eignuðust fimm börn: 1) Dreng- ur, f. 1944, d. 1944. 2) Ægir, f. 1945, kvænt- ur Jenný Ásgeirs- dóttur, eiga þau einn son, Kristbjörn, f. 1967, hans dóttir er Sólrún Líf, f. 1999. Dóttir Jennýjar og fósturdóttir Ægis er María Gylfadóttir, f. 1963. 3) Arnþór, f. 1949, hann kvæntist Þóru Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn, Jón Viðar, f. 1983, og Ingibjörg Helga, f. 1988. Arnþór og Þóra slitu samvistir. Sambýliskona Arnþórs er Sigríð- ur Kjartansdóttir. 4) Guðlaug Björk, f. 1952, gift Kristni Ágústssyni og eiga þau þrjú börn. Sigurborg, f. 1974, sam- býlismaður hennar er Guðmund- ur Þór Jóhannesson, dóttir Sig- urborgar er Agnes, f. 1997. Elskulegur tengdafaðir minn fyrr- verandi, Sigurður Jónsson frá Eng- ey, er látinn 84 ára. Siggi í Engey var maður sem ekki var hægt annað en láta sér þykja vænt um, þvílíkt gæðablóð sem hann var. Það er alltaf sárt að kveðja en hans tími var kominn og ætli hún Bogga mín hafi ekki togað svolítið í hann en hún lést í desember síðast- liðinnl. Ég kynntist Sigurði fyrir rúmum þrátíu árum þegar ég flutti inn á heimili hans og Boggu við Hásteins- veginn. Við eldhúsbekkinn var oft setið og spjallað. Sigurður var mjög rólegur og þægilegur maður en það kom þó fyr- ir að hann lét stór orð falla um ráða- menn landsins, svona þegar hann var að hlusta eða horfa á fréttir, en við sem í kringum hann vorum viss- um að þetta var bara í „nösunum“ á honum. Það var erfitt fyrir svona mikinn Eyjamann að þurfa að flytjast upp á land í gosinu en það sem bjargði hon- um var að hann var mikið á sjó og þá var landað í Þorlákshöfn. Þau hjónin fluttu reyndar strax og færi gafst aftur til Eyja. Siggi hafði gaman af að ferðast svona eftir fyrstu utanlandsferðina því að það þurfti nú að tala hann til áður en hann fékkst til að fara. En eftir að það tókst fóru þau hjónin mikið til útlanda. Hann hafði alveg sérstaklega gaman af Bandaríkja- ferðinni sem þau fóru í og heimsóttu bróðurson Sigga í Texas. Þau fóru líka mikið í sólarlandaferðir og voru stundum í níu vikur í einu yfir vetr- artímann. Honum þótti líka gaman að ferðast um landið og gat alltaf sagt okkur einhverjar skemmtilegar sög- ur. Sérstaklega þegar við fórum um Landeyjarnar og Mýrdalinn en þar hafði hann verið í sveit öll sumur og haust frá fimm til sautján ára aldurs. Það sem var honum efst í minning- unni frá þeim tíma var þegar hann sá flugvél í fyrsta sinn og þegar flug- vélin var rétt fyrir ofan hann, þá var hent niður pakka sem í var ýmislegt góðgæti frá foreldrum hans í Engey. Hann var líka ánægður með þær átta ær sem hann var leystur út með síð- asta sumarið sem hann var í sveit í Mýrdalnum en það kom sér vel fyrir Engeyjarfjölskylduna. Siggi var mikill Eyjamaður og setti svip sinn á bæinn, hann fór á hverjum degi í göngutúr niður á bryggju, út á Skanns, inn í Dal og á fleiri staði. Í sund fór hann líka dag- lega síðustu árin. Í göngutúrunum sankaði hann að sér öllu mögulegu og ómögulegu „drasli“ eins og Bogga kallaði það og fyllti kjallarann sinn af því sem hon- um þótti verðmæti. Siggi var mjög duglegur maður og lét sig ekki muna um það að mála húsið sitt í fyrrasum- ar, þá 83 ára. Hann hafði líka gaman af að hugsa um garðinn sinn og var alveg sérfræðingur í kartöflurækt. Griðastaður Sigga var heimilið hans þar sem Bogga var hin dæmi- gerða húsmóðir og eiginkona af eldri kynslóðinni. Kona sem allir menn vildu eiga og hjá henni leið honum best. Ég hitti hann Sigga minn fyrir mánuði en hann var kominn á elli- heimilið þar sem fór ágætlega um hann. Þó að það hafi verið gott að hitta hann og labba aðeins með hon- um leið mér ekki vel eftir þessa heimsókn því mér fannst ég og börn- in mín allt of langt frá honum og fann hvað ég saknaði hans. Hann var hættur að geta tjáð sig eftir að hann veiktist í haust og það var erfitt að vita af honum án Boggu sinnar. Þeg- ar ég kvaddi hann og hann ríghélt í höndina á mér og táraðist vissi ég innst inni að þetta yrði í síðasta sinn sem við hittumst „hérna megin“ og var það sár tilfinning. Nú líður þér vel, elsku kallinn minn, kominn með hana Boggu þína í fangið og Nonna litla. Siggi átti góða að í Eyjum og vil ég sérstakalega þakka Kidda, Laugu, Hörpu, Begga, Dúdda og Sjonna fyr- ir það sem þau gerðu fyrir hann. Starfsfólki sjúkrahússins og elli- heimilisins þakka ég innilega fyrir þá umönnun sem Sigurður fékk hjá þeim. Börnum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði. Þóra Sigurðardóttir. Elsku afi minn. Þá er komið að kveðjstund en eftir sitja ótalmargar minningar um þig. Upp úr stendur þitt ótrúlega góða skap og jafnaðargeð, alltaf kátur, alltaf hress. Ég minnist þess þegar ég var smá- stelpa og var að koma til Eyja í mín- ar árlegu sumarheimsóknir, þá kom afi alltaf með Herjólfi til Þorláks- hafnar að taka á móti mér, þar sem ég var tæpast orðin nógu gömul til að ferðast ein með skipinu. Honum fannst nú ekki mikið mál að eyða heilum degi á „dallinum“ (eins og við kölluðum Herjólf alltaf) enda fyrr- verandi sjómaður og undi sér vel á sjónum. Eyjarnar áttu hug hans allan og það var ósjaldan sem við fórum í göngutúra um Heimaey og hann kunni hvert einasta örnefni og hafði svo gaman af því að fræða mann um allt sem viðkom sögu Eyjanna. Vinsælast var að fara í „labbitúr“ niður að bryggju og skoða bátana. Þar var afi sko á heimavelli. Hann fylgdist vel með öllum bátaflota Vestmannaeyja og gat talið upp skipstjóra og áhafnir á flestum bát- um mörg ár aftur í tímann. Margt annað kemur upp í hugann við fráfall afa og þá aðallega allar sundlaugarferðirnar og einnig allar þjóðhátíðirnar sem við eyddum sam- an. Það var alltaf mikil tilhlökkun í gangi þegar styttist í þjóðhátíð. Dag- inn áður var farið með hvíta tjaldið og allt sem því fylgdi inn í Dal og tjaldað við steininn góða, en afi hafði fundið sér sinn sérstaka stað í Daln- um til að tjalda á, langt frá hinum hefðbundnu tjaldstæðum hvítu tjald- anna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með þér á mínum yngri árum, afi minn. Ég veit að nú ert þú kominn á betri stað þar sem þú ert við hesta- heilsu, raulandi, blístrandi eða hlæj- andi og amma hefur eflaust tekið vel á móti þér. Þið báruð hag hvort ann- ars alltaf fyrir brjósti og það er gott að vita til þess að þið séuð sameinuð á ný. Sigurborg. Elsku afi, mikið söknum við þín. Leiðinlegt að þú skulir hafa farið frá okkur núna þó tíminn þinn hafi lík- lega verið kominn. Þú sem varst allt- af svo hress og í svo góðu skapi. Allt- af hlæjandi og okkur leið svo vel nálægt þér. Göngutúrarnir sem við fórum með þér í Vestmannaeyjum voru svo skemmtilegir, þú sagðir okkur alltaf svo skemmtilegar sögur og fræddir okkur um eyjuna sem þú þekktir eins og handarbakið á þér og aldrei fórum við tómhent heim úr göngu- túrunum. Svo fórum við alltaf saman í sund á hverjum einasta degi þegar við vorum hjá ykkur. Og þegar þú kvaddir okkur gaukaðir þú alltaf ein- hverju í vasann okkar. Við munum aldrei gleyma síðustu tveimur skiptunum sem þú komst í Kópavoginn og þú og amma voruð hjá okkur. Það var svo frábært að fá að hafa ykkur. Ferðin okkar saman í Bláa lónið var svo yndisleg og þú svo glaður enda mjög auðvelt að gleðja þig. Svo heimsóttum við þig nokkr- um sinnum á elliheimilið og fórum í bíltúr um Heimaey, sem þér fannst svo gaman. Og síðast þegar þú komst í heimsókn til okkar á Há- steinsveginn og við elduðum handa þér læri með grænum baunum, rauð- káli, og sósu þá hlóstu svo mikið því þú gast ekki tjáð þig öðruvísi eftir að þú veiktist. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna, elsku afi, búinn að hitta ömmu og Jón Viðar. Við munum aldrei gleyma þér og viljum þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, elsku besti afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við sendum innilega samúðar- kveðjur til barna, barnabarna og annarra aðstandenda. Jón Viðar Arnþórsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir. Kær vinur minn og fyrrverandi mágur Sigurður Jónsson, Hásteins- vegi 53 í Vestmannaeyjum, kenndur við húsið Engey við Faxastíg, er lát- inn. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son frá Króktúni í Hvolhreppi, sonur Jóns bónda þar og konu hans Helgu Runólfsdóttur – Nikulássonar hreppstjóra á Bergvaði. Jón var fæddur í Króktúni 13. júní 1887, en lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja eftir erfiða sjúkdómslegu 25. sept- ember 1951. Móðir Sigurðar Sigríð- ur Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Jónssonar bónda í Ysta-Koti Guð- mundssonar frá Neðra-Dal undir Eyjafjöllum og konu hans Ingveldar Magnúsdóttur frá Dagverðarnesi. Sigríður var fædd í Ysta-Koti 17. júlí 1885, en lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 22. september 1972. Sig- ríður og Jón gengu í hjónaband 24. júní 1917. Eignuðust þau sjö börn, sem öll eru látin. Sigurður var næst elstur, sennilega hafa þau öll látist af krabbameini, hinum illvíga sjúk- dómi, utan Gísli Svavar, f. 1922, en hann fórst með m/b Ófeigi í mars 1942, tæplega tvítugur. Sigurður mágur minn var létt- lyndur og mjög ljúfur maður, fór ávallt vel á með okkur. Sigurður var mikill vinnuþjarkur, vel af manni gerður, meðan heilsan gaf byr. Sig- urður vann ýmis störf eftir að hann hætti sjómennsku. Frystihúsavinnu, byggingarvinnu og fleira. Þegar ég var beðinn um að hlaða minnisvörð- una um varð- og björgunarskipið Þór þá var það Sigurður sem ég vildi fá sem aðstoðarmann. Var varðan hlað- in úr lábörðu grjóti. Fyrst var mikil leit hjá okkur að finna rétta steina í vörðuna og varð endirinn sá að við fórum norður fyrir Eiði, það var búið að keyra mikið af grjóti á flötina þar sem varðan átti að standa. Var megnið af því ónothæft nema í upp- fyllinguna, sem átti að vera kringum Vörðuna. Þannig fór að lokum að megnið af því grjóti sem hlaðið var úr var sótt norður fyrir Eiði. Við þessar athafnir sá ég hvað Siggi minn var ötull og hraustur maður. Við Sigurður og Kristbjörg kona hans vorum alla tíð góðir vinir. Bjó ég hjá þeim um skeið við gott atlæti þar til ég flutti niður á Herjólfsgötu 11. Hef ég búið þar síðan hjá góðu fólki. Siggi minn var vel kynntur alls staðar, hann var mjög jafnlyndur, alltaf léttur í skapi. Siggi minn var stórsöngvari, hann hafði góða nátt- úrulega tenórrödd. Söngvagyðjan geysilega sterk í honum. Á síðastliðnu hausti varð hann fyr- ir því áfalli að fá heilablóðfall, lá í dái á aðra viku. Þegar hann rankaði við sér kom í ljós að hann var máttlaus og átti erfitt með að tjá sig. Þegar hann var að reyna að segja eitthvað og maður skildi hann ekki brosti hann bara en hann hætti ekki að syngja, umlaði stef úr kunnri vöggu- vísu, alltaf sömu stefin. Nú er hann kominn inn í þann heim þar sem ávallt er sólskin og Bogga hefur tekið á móti honum með sólargeislum og ljúfum faðmi sínum. Guð blessi minningu ykkar. Hittumst síðar. Runólfur Dagbjartsson (Dúddi). Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þau Siggi og Bogga voru nágrann- ar Kidda þegar hann var lítill og í þeim átti hann afa og ömmu og ein- hvern veginn þótti það sjálfsagt að ég og Georg sonur okkar gerðum slíkt hið sama. Það var alltaf ynd- islegt og notalegt að koma til þeirra á Hásteinsveginn. Afi alltaf glaður og raulandi á meðan hann dyttaði að húsinu og hlúði að garðinum. Amma svo létt í lund þar sem hún sat og saumaði út, enda bar heimili þeirra vott um dugnað þeirra. Lengi gátum við setið og spjallað í eldhúsinu og alltaf átti amma eitthvað gott í hand- raðanum. Reyndar fékk afi nú sjald- an frið til að sitja þar því lítil hendi greip hans og leiddi hann inn í stofu, þar sem afi átti að spinna lítilli glasa- mottu fyrir Georg. Fyrir síðustu jól kvaddi amma og var afi ósköp lítill í sér og einmana án hennar því þau voru alla tíð svo samrýnd. Helsta dægrastytting okkar saman var að fara í bíltúr og keyra um eyjuna sem hann unni og kíkja á bryggjurnar. Hann þekkti alla og veifaði kátur þegar hann sá einhvern sem hann þekkti. Við sungum mikið með Georg og það var alltaf glatt á hjalla þegar hann var með okkur. Söknuðurinn er sár en ég þakka almættinu fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðu fólki og átt með þeim góðar stundir. Fyrir hönd okkar þriggja sendi ég börnum þeirra, barnabörnum og kærum vinum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurlaug Lára. SIGURÐUR JÓNSSON Kær vinkona er lát- in, Ragnheiður Berg- mundsdóttir. Ég kynntist Rögnu, en það var hún oftast kölluð, þegar við hjónin fluttum til Grindavíkur árið 1965. Tilviljun réði því að lóðir okkar lágu saman, þegar við byggðum húsin okkar. Urðu fljót- lega góð kynni með fjölskyldum okkar og liðu ekki margir dagar á milli þess sem við Ragna hlupum yfir lóðina hvor til annarrar til að tala um dagsins annir yfir góðum kaffisopa. Það var alltaf gott að koma til Rögnu. Hún var mikill lestrarhest- ur. Hún var oft með bók í hönd- unum þegar ég kom til hennar og stundum sagði hún mér frá efni RAGNHEIÐUR BERGMUNDSDÓTTIR ✝ RagnheiðurBergmundsdótt- ir fæddist að Látrum í Aðalvík 17. ágúst 1924. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja sunnudaginn 21. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 27. september. hennar. Horfði ég á hana með aðdáun og hugsaði með mér hvað hún væri dugleg að lesa þetta allt og tæki vel eftir öllu sem þar stæði. Ég sagði oft við hana að hún hefði átt að verða kennari. Ætli það, sagði hún. En auðvitað var hún kennari á sinn hátt, eins og við mömmu- rnar verðum að vera við börnin okkar og fjölskyldu. Það var líka gaman þegar við hjónin spiluðum vist eða annað við Rögnu og Gísla. Vorum við Ragna ætíð saman og stóðum okkur bara vel, unnum oft karlana, en þeir voru ekki ánægðir með það. Ég mun aldrei gleyma kaffiilm- inum, brosinu og hlýjunni sem ég fann í Mánasundi fjögur og síðar í Víðihlíð, þar sem Ragna og Gísli bjuggu hin síðustu ár. Við sendum Gísla og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðj- ur, Guð blessi Ragnheiði Berg- mundsdóttur. Margrét Sighvatsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.