Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gestur Breið-fjörð Ragnarsson fæddist á Skaga- strönd 9. apríl 1939. Hann lést af slysför- um hinn 24. septem- ber 2003. Foreldrar hans voru Ragnar Magnússon, f. 4. nóv- ember 1910, d. 14. janúar 2000, og Steinunn Áslaug Jónsdóttir, f. 8. júní 1909, d. 2. febrúar 1975. Systkini Gests voru: 1) Karítas Una, f. 17. september 1931, d. 6. janúar 1940. 2) Magnús Guðberg, f. 30. júní 1936, d. 20. janúar 1943. 3) Jón Jóhann, f. 4. ágúst 1937. 4) Ragnheiður Björk, f. 9. apríl 1939, d. 18. júlí 2003. 5) Ólína Guðbjörg, f. 4. febrúar 1944. Fjórtán ára fluttist Gestur til Grindavíkur með foreldrum sín- um og systkinum og bjó hann þar síðan. Hinn 31. desember 1960 kvænt- ist Gestur Jóhönnu Garðarsdótt- ur, f. 10. ágúst 1940. Foreldrar hennar voru Garðar Sigurðsson, f. 2. ágúst 1911, d. 25. ágúst 2002, og Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f. 29. ágúst 1917, d. 13. október 2002. Börn Gests og Jóhönnu eru: 1) Steinunn, f. 31. ágúst 1959, maki Tryggvi Sæmundsson, f. 4. desember 1955. Þeirra börn eru a) Daníel Gestur, f. 7. október 1983. b) Drífa Mjöll, f. 24. apríl 1987. Sonur Tryggva er Tryggvi Þór, f. 4. september 1975. 2) Ragnar Breiðfjörð Gestsson, f. 4. mars 1961, maki Margrét Helgadótt- ir, f. 3. júní 1966. Börn þeirra eru a) Ásta Birna Björnsdóttir, f. 26. júlí 1982. b) Gestur Breiðfjörð, f. 31. janúar 1986. c) Arnór Benedikt, f. 23. maí 1994. 3) Hanna Rún, f. 27. mars 1962. 4) Reynir Garðar, f. 27. mars 1962, maki Inga Þórðardótt- ir, f. 23. janúar 1968. Börn þeirra a) Guðrún Hanna, f. 15. ágúst 1986. b) Eiríkur Már, f. 16. sept- ember 1989. c) Telma Sif, f. 4. maí 1994. d) Andri Freyr, f. 9. sept- ember 1995. Gestur starfaði við smíðar, sjó- mennsku og var vörubílstjóri seinni árin. Gestur verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Farið þið varlega krakkar mínir! Þið eruð með svo dýrmætan farm,“ sagði Gestur ávallt ef hann vissi af ferðum okkar um Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg. Þar talaði líka atvinnubílstjóri með mikla reynslu sem hafði séð margt misjafnt gerast í umferðinni. Köld örlögin höguðu því svo að á sólbjörtum morgni hinn 24. sept. sl. að varfærni og reynsla dugðu ekki til og Gestur hrifinn á brott í hreint óskiljanlegu slysi. Gesti kynntist ég aðeins 16 ára gömul þegar við Reynir sonur hans fórum að vera saman. Fljótlega var ég komin með báða fætur á Mána- götuna, heimili þeirra hjóna. Gestur varð mér strax annar faðir, traust- ur, umhyggjusamur, hreinskiptinn og heiðarlegur. Gestur var vinnuþjarkur mikill sem var alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Eftir að við vorum farin að búa var oftar en ekki viðkvæðið: „Drífðu þig bara og keyptu það og við erum ekkert lengi að koma því upp.“ Skipti þá ekki máli hvort um væri að ræða flísalögn, steypu- vinnu, pípulögn, parketlögn, smíðar utan húss eða innan, Gestur var mjög handlaginn, hafði mikið verks- vit, fallegt handbragð og var afar nákvæmur. Gestur hafði lært og starfað við smíðar sem ungur maður, hann stundaði sjó til margra ára og seinni árin keyrði hann vörubílinn sinn. Hann var alltaf að braska eitt- hvað og vorum við hætt að kippa okkur upp við það þegar við geng- um upp að húsinu ef okkur var heilsað hátt og skýrt undan vöru- bílnum. Gestur var ávallt með mörg járn í eldinum og hafði nýlokið við að reisa hús utan um vörubílinn sinn, og endurinnrétta sjoppuna hennar Hönnu. Gestur, eins og títt er um menn sem stunda sjóinn, var oft fjarver- andi meðan börnin uxu úr grasi enda minnti hann okkur oft á að njóta vel því þau yrðu fullorðin áður en við vissum af. Þegar hann kom í land og fór að keyra vörubíl aftur naut hann þess að fá barnabörnin í heimsókn til að spjalla og gantast. Þau nutu góðs af því að stutt var til afa og ömmu, ekki nema um einn göngustíg að fara, og fóru þau oft á dag til að fá sér eitthvað í svanginn og spjalla um heimsins gagn og nauðsynjar, spila á spil og biðja afa að laga það sem þarfnaðist viðgerð- ar eða eingöngu bara til þess að at- huga hvort þau væru ekki heima. Nú hefur stórt skarð verið höggvið sem ekki verður fyllt, en eftir standa minningar sem munu lifa með okkur áfram. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum þig öll með söknuði, Gestur minn, og vonum að góður Guð varðveiti þig og gefi Hönnu og okkur öllum styrk í sorginni og söknuðinum. Þín tengdadóttir Inga Þórðardóttir. GESTUR BREIÐFJÖRÐ RAGNARSSON Elsku frændi. Ég á rosalega erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur en ég þakka þó fyrir það að hafa fengið að vera hjá þér seinustu dagana og segja þér hvað mér þykir vænt um þig. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um þig er hláturinn, hár og smitandi og alltaf til staðar. Það er stórt skarð höggvið í hláturkór fjöl- skyldunnar. Ég mun geyma allar minningarnar um frábæran frænda í hjarta mér. Ég kveð þig með miklum söknuði. Elsku Gunna, Heiða, Anna, Inger, Óli og Berglind og afi og amma, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, missir okkar er mikill. Íris Hrönn Einarsdóttir. Þá hefur hann Pétur Ingi þurft að láta undan þeim illvíga sjúkdómi sem hann hefur barist við síðan hans varð vart um haustið 2002. En þá hafði hann farið í ýmsar rannsóknir sem mér fannst ekki skila þeim árangri sem þær áttu að gera. Þegar hann svo fór í uppskurð nú í mars kom í ljós hvaða sjúkdóm hann var að berj- ast við. Hófst þá mikil þrautaganga, þar sem honum gekk illa að ná sér eftir uppskurðinn en með seiglu hafð- ist það og var hann ýmist inn eða út af sjúkrahúsinu. En á þessum tíma hafði hann í veikindum sínum gert ýmislegt sem við hin höfðum ekki trúað að væri hægt að gera, en hann sýndi okkur hinum að hann gæfist aldrei upp. Hann ók á mótorhjólinu sínu, fór í fjallgöngu með gönguhópn- um sínum og skrapp til Færeyja að skoða bræðslur á vegum vinnunnar. Þó svo að sumt af þessu væri honum ofviða en það sá enginn nema kannski Gunna sem var hans stoð og stytta í öllum hans veikindum og stóð eins og klettur við hlið hans allan tímann, þangað til 21. september en þá lauk þessari þrautagöngu hans og ef Guð er til þá vitum við hvar hann er, þá er hann sennilega hlæjandi með henni Arnheiði tengdamóður okkar, en þeim hafði alltaf komið svo vel sam- an. Enda hafði hann dreymt hana töluvert upp á síðkastið. Ég þarf ekki að lýsa fyrir þeim sem þekktu Inga hvernig mann hann hafði að geyma en fyrir ykkur sem þekktuð hann ekki, þið fóruð á mis við mjög mikið. Hann var glaðvær og hló mikið, vildi allt fyrir mann gera, var gestrisinn, traustur og hlýr og góður maður. En nú kveð ég þennan góða vin minn með söknuði en hann verður alltaf í hjarta mínu eins og hann mun alltaf vera hjá öllum hinum sem fengu að kynnast honum. Ég bið Guð um að styrkja fjölskyldu í sorg sem hefur bankað uppá hjá henni. Jón Einarsson. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að hann Ingi sé dáinn. Það var alltaf svo mikið líf í kringum hann. Þegar við sjáum hann fyrir okkur í dag er hann alltaf brosandi eða hlæjandi og fær aðra til þess að gera það sama. Það er átakanlegt að hugsa til þess hvað hann þurfti að ganga í gegnum í veikindum sínum og á ekki lengri tíma. Við heimsóttum hann á spítal- ann daginn áður en við fluttum út. Ragnheiður sagði við hann að ein- hver hlyti tilgangurinn að vera með því að láta hann ganga í gegnum þetta allt saman. Ingi sagði: „Já, ég verð bara að trúa því.“ Þennan dag sem aðra brosti hann og hló með okk- PÉTUR INGI SCHWEITZ ÁGÚSTSSON ✝ Pétur IngiSchweitz Ágústs- son fæddist í Reykja- vík 16. júlí 1954. Hann lést á heimili sínu sunnudaginn 21. september og var út- för hans gerð frá Ár- bæjarkirkju 30. sept- ember. ur. Ísabella spyr mikið út í Inga; Af hverju dó hann? Af hverju fór hann bara ekki til lækn- is? Hvernig fer hann upp til guðs? Á guð mat handa Inga? Þessar spurningar eiga sér ekki allar jafnauðveld svör. Ingi var heppinn að eiga allar stelpurnar sínar og Óla að í veik- indunum. Þau stóðu þétt við hlið hans og tókust á við aðstæðurn- ar af miklu æðruleysi. Sama má segja um for- eldra og aðra í fjölskyldunni sem stóðu þétt saman og sýndu Inga að hann var þeim afar kær. Það er ekki öfundsvert að missa ástvin eftir ekki lengra ferðalag. Við trúum því að Ingi ferðist nú hærra og hraðar um ókunnar lendur og láti sér ekki leiðast eitt augnablik. Við hitt- umst aftur. Guð gefi ykkur styrk sem mest hafið misst. Ágúst, Ragnheiður, Ísabella og Nanna Lísa. Kveðja frá starfsfélögum Það varð okkur vinnufélögum Pét- urs Inga Ágústssonar þungt áfall, þegar hann greindist með krabba- mein fyrr á þessu ári og í ljós kom að það hafði dreift sér svo að ekki reynd- ist unnt að fjarlægja meinið með upp- skurði. Pétur Ingi hafði starfað alla sína starfsævi á sama vinnustaðnum, sem er fiskmjölsverksmiðjurnar í Reykjavík. Fyrst hét fyrirtækið Síld- ar- & fiskimjölsverksmiðjan hf., en við sameiningu hennar og Lýsis og Mjöls hf. í Hafnarfirði varð Faxamjöl hf. til 1.9. 1989, og á sl. ári rann það inn í Granda hf. Pétur Ingi var frábær starfsmaður og ekki síður frábær starfsfélagi. Hann hafði mikla þekkingu á vélum og tækjum og var mjög laginn að vinna við þau. Allt starfsferlið í verk- smiðjurekstrinum gjörþekkti hann og var mjög laginn og ljúfur að leið- beina öðrum, sem voru óvanir og þekktu ekki eins vel til starfsins. Í þessum rekstri hefur oft þurft að leysa málin með löngum og óreglu- legum vinnutíma, þegar vertíðar- skorpur hafa staðið yfir. Pétur Ingi bjargaði þá oft málum enda bæði ósérhlífinn og duglegur. Mörg und- anfarin ár var hann staðgengill verk- smiðjustjórans. Pétur Ingi hafði létta lund og var mjög hláturmildur. Hann hafði góð áhrif á aðra með sinni léttu og lát- lausu framkomu og létti þannig and- rúmsloftið þar sem hann var. Hann var bjartsýnn og ætlaði sér að sigrast á sjúkdómnum, en því miður tókst honum það ekki. Það er stórt skarð höggvið í starfsmannahópinn og hans er sárt saknað, en minningarnar um mætan mann eru góðar og fyrir þær og samstarfið þökkum við nú af heil- um hug. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hans góðu konu, Guðrúnu, dætr- unum, öldruðum foreldrum og systk- inum. Samstarfsmenn hjá Granda hf. Hinn 21. september bárust mér þær sorgarfréttir að Pétur Ingi væri dáinn. Mig langar að segja nokkur orð um Inga eins og hann var alltaf kallaður. Elsku Ingi, ég á eftir að sakna þín, að fá ekki að upplifa aftur þær gleði- stundir sem ég átti með þér og fjöl- skyldu þinni. Við fórum oft saman í sumarbústað. Manstu þegar þú varst að horfa á sjónvarpið og pabbi spurði þig hvað þú mundir gera ef ekki væri sjónvarp í búðstaðnum og snerir þú þér að honum og sagðir: „Ætli ég mundi ekki neyðast til að tala við þig?“ Manstu líka þegar þú hjólaðir hringinn í kringum landið? Ég og Inger heyrðum hlátur þinn út í garð, þegar sýnt var viðtal við þig í sjón- varpinu. Þetta ásamt mörgu ætla ég að geyma í minningu minni um þig. Megi Guð gefa Gunnu, Heiðu, Önnu Kristínu, Inger, Óla, Berglindi og öll- um öðrum styrk til að vinna á þessari miklu sorg. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. (Hallgr. Pét.) Rósa. Það er ekki auðvelt verk að setjast niður og kveðja góðan vin látinn langt um aldur fram. Þegar haustið gengur í garð fyllist hjartað söknuði, sumarið er liðið og kemur aldrei aftur. Ingi er farinn og kemur aldrei aftur. Eftir stendur minning sem yljar okkur hér í Miðhúsum. Ingi var ekki hár í loft- inu þegar hann kom fyrst hingað til sumardvalar. Fljótt ávann hann sér hylli allra. Dugnaður og kraftur fylgdu honum í hverju verki. Hann vann allt fljótt og vel, var bæði góð- virkur og mikilvirkur. Inga líkaði dvölin vel hér eystra og brátt kom að því að hann dvaldist hér allt árið. Líf- ið hélt áfram og ungur kynntist hann Guðrúnu Steingrímsdóttur. Eftir það var ekki talað um Inga heldur Inga og Gunnu. Þau eignuðust þrjár dæt- ur og áttu gott líf. Það var alltaf eins og einhver kraftur fylgdi Inga, kraftur gleðinn- ar. Það var svo líkt honum að halda upp á fertugsafmælið með því að hjóla í kringum Ísland. Þannig var Ingi. Þannig vil ég muna þig, kæri vinur, er ég kveð þig. Við öll hér í Miðhúsum sendum innilegar samúð- arkveðjur til allra ættingja þinna. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Lárus Bragason. Það fór ekki á milli mála, strax eftir fyrstu kynni við Inga, að þar fór ein- staklega ljúfur drengur. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir átta árum þeg- ar gönguhópurinn fór á Hornstrand- ir. Það sýnir vel hvernig mann Ingi hafði að geyma því þá háttaði þannig til að Ingi var að ljúka næturvöktum rétt fyrir gönguna og því ósofinn og svo var hann lasinn með hita í ofaná- kaupið. En Ingi kvartaði ekki og ekki dróst hann aftur úr heldur skaust á undan til að geta hent sér og fengið sér kríu meðan við hin unnum upp forskotið. Þetta nægði honum og hann var orðinn fullfrískur þegar göngunni lauk. Í mars síðastliðnum var síðan Ingi greindur með krabba- mein og gekkst undir erfiða meðferð sem því fylgdi. Við áttum ekki von á að Ingi og Gunna myndu mæta í okk- ar árlegu sumargöngu en þau mættu því það vildi svo heppilega til að það var stund milli stríða í krabbameins- meðferðinni. Hann lét sig hafa það, þó ekki hafi það verið létt. Mann skortir orð til að lýsa svona þraut- seigju, ekki síst í ljósi þess hversu veikur hann hefur verið því hann er dáinn tveimur mánuðum síðar. Þann- ig var bara Ingi. Hann kallaði ekki allt ömmu sína. Ingi skilur eftir sig stórt skarð í þessum hópi sem verður aldrei fyllt. Það er mikill söknuður þegar val- menni eins og hann falla frá langt fyr- ir aldur fram, hann rétt nýorðinn afi lítillar stúlku. Við göngufélagarnir komum til með að varðveita minn- ingu um ósérhlífinn, glaðlyndan, greiðvikinn og hlýjan mann. Hans verður sárt saknað. Elsku Gunna, Anna Kristín og Óli, Inger Birta, Heiða og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í sorg ykkar. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og styrkja í komandi framtíð. Göngufélagar. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.