Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 26
KYLFINGAR á Akureyri nutu veð- urblíðunnar fram af vikunni og fjölmennt á golfvöllinn að Jaðri til að spila. Senn líður að því að golf- vertíðinni ljúki þetta árið en það ræðst þó af tíðarfarinu hversu lengi verður hægt að halda áfram fram á haustið og í fyrrinótt var reyndar frost og snjóföl á jörðu í gærmorgun. Á morgun verður haldið golfmót að Jaðri til styrktar Sigurpáli Geir Sveinssyni atvinnumanni, sem á dögum náði frábærum árangri á úrtöku- móti á Englandi fyrir evrópsku mótaröðina. Mótið á sunnudag hefst kl. 10.30 og verða tveir kylfingar saman í liði og betra höggið valið hverju sinni. Mótsgjald er 2.500 krónur, glæsilegir vinningar eru í boði og í mótslok verður boðið upp á veitingar. Styrktar- mót fyrir Sigurpál Kylfingar hafa notið veðurblíðunnar undanfarið AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ kenna öðrum það sem ég er enn að læra sjálf“. Segist eiginlega bara fikra sig áfram með hvern stein, gera það sem í hugann flýgur í hvert sinn, vill vera algjörlega frjáls. Úr steinunum mótar hún svo fugla og dýr og stundum konur. Fuglarnir samt í uppáhaldi, „það er svo ögrandi að fást við fuglana, því það er mjög erfitt að móta andlitið, augun sérstaklega, þetta er mikil nákvæmn- isvinna“, segir hún. Í nær aldarfjórðung hafa Rósa og maður hennar, Kári og synir þeirra þrír starfað í prentiðnaðinum, voru með umfangsmikinn rekstur í fyrirtæki sínu, Ásprenti. Í byrjun september seldu Kári og Rósa sinn hluta í „AF HVERJU getur þú ekki bara heklað eins og aðrar konur?“ spurði Kári Þórð- arson, eiginmaður Rósu Guðmundsdóttur, þegar hann var að rogast með þungan grjót- hnullung og koma honum fyrir á kerru. Rósa sem gjarnan var kennd við Ásprent hefur síðustu 5 ár lagt stund á listsköpun sér til ánægju, hún byrjaði á að fást við rekavið en nú hin síðari misseri eiga steinar hug hennar allan. 850 kíló á ári Hún fer í sérstaka leiðangra út um land allt til að leita sér fanga, leggur hendi á steininn og ef hann er heitur þá er hann tek- in, „þetta eru svona 850 kíló á ári, sem ég finn mér hér og þar,“ segir hún, en uppá- haldsstaðurinn er Breiðamerkursandur, þar hefur hún margan gullmolann fundið og flutt norður í land. Eins sagðist hún hafa komist í feitt þegar hún fékk leyfi til að taka grjót í Húsavík í Borgarfirði eystri, þar er fallegt líparít. „Það er enginn mér vitanlega að vinna úr grjótinu í líkingu við það sem ég geri,“ segir Rósa. „Það fylgir þessu líka ógurlegur sóða- skapur.“ Klæðnaðurinn í samræmi við hann, gríma, eyrnatappar og gleraugu á meðan hún sagar steininn með slípirokk og svo er það sjóstakkur þegar steinninn er pússaður með vatni. „Það er heilmikill atgangur í þessu,“ segir hún. En svoleiðis nokkuð er henni mjög að skapi. „Ofboðslega gaman, mér líður svo vel þegar ég er á kafi í þessu. Steinarnir tala til mín, ég get ekki ákveðið fyrirfram hvað ég ætla að búa til. Fyrst þarf ég að finna út hvað snýr upp á steininum og þá byrja ég á höfðinu, því orkan streymir alltaf út um höfuðið,“ Hún segist enn vera að þreifa sig áfram „og reyna að læra af mistökunum“. En tók ekki líklega í að halda námskeið og kenna öðrum, „því ég veit ekki hvernig ég á að rekstrinum og fyrirtækið var sameinað öðru, og auglýningastofunni Stíl. Listamaður eftir hádegi „Menn verða að líta upp á réttum tíma, segir Rósa og bendir á að tími smáfyrirtækja sé liðinn, nú séu það sameiningarnar sem gildi, stærri og öflugri fyrirtæki, aukin þjónusta og meiri fram- leiðslugeta. Rósa heldur eftir Ásútgáfunni og ætlar sér að gefa út bækur eftir sem áður, fimm titla í mánuði; sjúkrahússögur, ástarsögur, örlagasögur og sakamálasögur, „með minnst einu morði,“ og svo eitt blað með styttri sög- um af ýmsu tagi. Áskrifendurnir eru fjöl- margir og úti um allt land. „Það er draumur minn,“ segir Rósa, „ að sinna útgáfunni fyrir hádegi, klára bókhald- ið eftir morgunsundið og vera svo listamað- ur eftir hádegi.“ Rósa var mætt á Ljósanótt í Reykjanesbæ og sýndi þar nokkur verka sinna, „og fékk alveg ótrúleg viðbrögð, var eiginlega alveg hissa“, segir hún. Í framhaldinu var henni boðið að sýna í Listgalleríinu í Listhúsinu í Laugardal og verður sýning hennar opnuð síðar í mánuðinum, 18. október og stendur til 1.nóvember. Þar ætlar hún að sýna nýja línu, er komin út í ljósalínu og gosbrunna. Af hverju getur þú ekki bara heklað…? Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir við síðasta verkið sem hún vann í tré og það fyrsta sem hún vann í stein. Morgunblaðið/Kristján Verk eftir Rósu heima á verönd í Langholtinu. Mávager hindraði lendingu FOKKER-flugvél Flugfélags Íslands, sem var í aðflugi að Akureyrarflugvelli seinni partinn á fimmtudag, þurfti að hætta við lendingu og fljúga aukahring vegna mávagers á flugbrautinni. Sigurður Hermannsson, um- dæmisstjóri Flugmála- stjórnar, sagði að aðstæður á brautinni hefðu verið óvenjulegar en að alls ör- yggis hefði verið gætt og að engin hætta hefði verið á ferðum. Fuglinn hefði verið fældur af brautinni og gat flugvélin lent skömmu síðar. Sigurður sagði að fuglinn hefði verið að eltast við æti og sest á brautina í þann mund sem flugvélin var að koma inn til lendingar. ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slapp með skrekk- inn og án teljandi meiðsla eftir að hafa ekið bíl sín- um á tré á Eiðs- velli á Akureyri í gærmorgun. Bíll- inn skemmdist lít- illega en tréð stóð af sér höggið. Að sögn lögreglu er talið að ökumað- urinn, sem var einn í bíl sínum, hafi sofnað undir stýri. Hann var á leið suð- ur Glerárgötu þegar atvikið varð og fór bíll hans yfir umferðareyju, tvær ak- reinar til norðurs, yfir gagnstétt og stöðvaðist loks á tré á Eiðsvelli.    Bifreið ekið á tré Bifreiðin við tréð á Eiðsvellinum. LEIKFÉLAGIÐ Brynjólfur frum- sýnir kanadíska einleikinn „Fjóla á ströndinni“ (The Shape of a Girl) eftir Joan MacLeod í Hlöðunni á Akureyri í kvöld kl. 20. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir fer með hlut- verk Fjólu, Skúli Gautason leik- stýrir og Gunnar Sigurbjörnsson sér um hljóð. Leikfélagið Brynjólfur var stofn- að nú nýlega utan um þessa sýn- ingu að sögn Sigríðar, en hún þýddi verkið. Hún kynntist verkinu í Toronto í Kanada en þangað stefnir hún eftir áramót, er að bíða eftir atvinnu- leyfi. Tildrögin má rekja til þess að fyrir rúmum tveimur árum fór hún með hlutverk í leikriti Maju Árdal, Balli í Gúttó og kynntist þá syni hennar. Æxluðust mál á þann veg að Sigríður er nú tengdadóttir Maju, en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Toronto. Þær Sigríður og Maja fóru saman á leikritið og heilluðust mjög af. „Þetta verk höfðaði mjög sterkt til mín,“ segir Sigríður, en í því er fjallað um ein- elti. Fjóla situr í herbergi sínu og á eintal við Frikka bróður sinn, sem fluttur er að heiman. Áhorfendur komast fljótt að raun um að sam- band hennar við móðurina er ekki gott, hún sér föður sinn sjaldan og stjórnast mikið af bestu vinkonu sinni. Fjóla er hætt í skóla og hefur greinilega eitthvað á samviskunni. „Sú sem talar í leikritinu er hvorki þolandi né gerandi eineltis, heldur áhorfandi. Mér finnst ég sjálf oft hafa verið í slíkri stöðu, ég gat séð sjálfa mig í þessu hlutverk, þannig að þetta verk höfðaði sterkt til mín.“ Fjóla hefur horft upp á bestu vinkonu sína níðast á bekkj- arsystur þeirra frá 8 ára aldri án þess að gera neitt í málunum, en ákveður svo að grípa til sinna ráða og segja frá. Leikritið veitir innsýn í líf venjulegrar unglingsstúlku sem er að gera upp fortíð sína og hvernig hún tekst á við sín mál. Það tekur rúma klukkustund í sýningu og sem fyrr segir er sýnt í Hlöðunni við Litla Garð á Akureyri, gamalli hlöðu sem leikstjórinn Skúli Gautason hefur gert upp og breytt í leikhús. Sýningin hefur verið boðin unglingadeildum grunnskól- anna sem og framhaldsskólum og vænta aðstandendur hennar að henni verði þar vel tekið, því boð- skapur verksins eigi vel við hjá þessum markhópi. Þrjár sýningar eru ákveðnar á Akureyri, í kvöld og svo um næstu helgi, 11. og 12. október, „ svo sjáum við til, en ætl- unin er að fara með sýninguna suður til Reykjavíkur eftir að við höfum verið fyrir norðan og eins getum við í raun farið hvert á land sem er með þessa sýningu ef áhugi er fyrir hendi,“ sagði Sigríð- ur. Leikfélagið Brynjólfur frumsýnir „Fjólu á ströndinni“ í Hlöðunni Morgunblaðið/Kristján Einelti: Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir fer með hlutverk Fjólu. Áhorfandi eineltis grípur til sinna ráða Hjartaþræðingar | Aðalfundur Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem haldinn var í Ólafs- firði um síðustu helgi, skorar á heilbrigð- isráðherra að gera Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri kleift að stunda hjartaþræðingar. Gríðarlegur kostnaður og rask á högum sjúklinga og fjölskyldna þeirra fylgir því að sækja þessa þjónustu til Landspítala háskólasjúkrahúss frá Norður- og Austurlandi. Fundurinn skorar jafnframt á heilbrigð- isyfirvöld að efla Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús til að það geti betur sinnt hlutverki sínu sem öflugt sérgreinasjúkrahús.    Lýðheilsustöð | Aðalfundurinn skorar á yfirvöld að vanda vel faglegan undirbún- ing Lýðheilsustöðvar til að stofnunin hafi það vægi sem nauðsyn ber til og taka þeg- ar af skarið með að stofnunin verði stað- sett á Akureyri. Slík stofnun myndi njóta góðs af nærveru við öflugar stofnanir á heilbrigðissviði þar.    Skák | Haustmót Skákfélags Akureyrar, sem jafnframt er meistaramót félagsins, hefst nk. sunnudag kl. 14. Teflt verður 2-3svar í viku á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og er stefnt að því að mótinu ljúki um 20. október. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.