Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.10.2003, Blaðsíða 69
ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Kl. 4 og 6. AKUREYRI Kl. 4 og 6. KRINGLAN Kl. 6. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! KRINGLAN Sýnd kl. 4, 8 og 10. . B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 8, og 10.15. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3.50, 6. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4, 6.20. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. B.I. 16 ÁRA Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM KRINGLAN Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl tal ÁLFABAKKI kl. 8 og 10.10. B.i. 16.  DV  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL KVIKMYNDIR.IS KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Yfir 43.000 gestir! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Topphasarmyndin í USA í dag. þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Topphasarmyndin í USA í dag. FRUMSÝNING Fór beint ítoppstætið í USA SV MBL SV MBL HK.DVKVIKMYNDIR.IS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 69 HUNDRED Reasons gáfu út hljómplötuna Ideas Above Our Station í fyrra og fengu mik- ið lof gagnrýnenda fyrir enn fremur sem sala var í heilnæmara lagi. Það má segja að frami sveitarinnar hafi verið skjótur því stuttu eftir að starfsemi hófst fyrir alvöru gerði sveitin samning við Sony og hefur túrað meðal annars með Papa Roach. Snemma á næsta ári kemur önnur breiðskífa sveitarinnar út, The Great Test. Blaðamaður ræddi við Larry Hibbit, gít- arleikara og söngvara. Við lifum í draumi Hvers vegna eruð þið að koma til Íslands? „Við lékum hér í Bretlandi á Kerrang-hátíð með Mínusi og kynntumst þeim þar. Þeir spurðu hvort við vildum ekki koma til Íslands og leika með þeim þar. Við pældum svolítið í þessu og vinir okkar í Hell is for Heroes (sem léku með Mínusi hér á landi fyrr á þessu ári) báru landinu vel söguna. “ Hver er saga Hundred Reasons? „Við erum búnir að vera saman í um fjögur ár. Við er- um búnir að gera tvær plötur og ein þeirra er komin út. Svo erum við búnir að spila úti um allan heim undanfarin ár.“ Er þetta eitthvað sem þið stefnduð að? „Algerlega. Þetta var draumur hjá okkur. Og nú er- um við að lifa hann. Það er stórkostlegt. Og mjög skemmtilegt.“ En er þetta erfitt? „Þetta fer svona upp og niður. Það er engin pressa en það getur verið mjög mikið að gera. Í fyrra spiluðum við á tvö hundruð tónleikum, og 26 af þeim voru á hátíðum. Það var all svakalegt en því skemmtilegra. Það er alltaf auðveldara að vinna mikið ef maður hefur gaman af því.“ Vel þéttir Síðasta plata gekk vel, var það ekki? „Mjög vel já. Miklu betur en við og útgáfan áttum von á. Krafan var sú að selja 20.000 ein- tök á sex mánuðum og það gerðist á sex dög- um!“ Og nú er það „erfiða plata númer 2“? „Ha ha – já. Platan kemur út snemma á næsta ári. Við erum mjög ánægðir með hana. Það var ekkert ákveðið form í gangi og hún er nokkuð öðruvísi en fyrsta platan. Við erum líka orðnir vel þéttir eftir alla þessa spilamennsku. Hún rokkar vel en er um leið aðgengileg.“ Þannig að nú eru það heimsyfirráð? „Ó já (hlær).“ TILFINNINGAROKK er ís- lenskun á enska heitinu „emo“, sem jafnan er talin stytting á „emotional“ og á þannig að lýsa áferð og blæ þessa rokkstíls. Hundred Reasons leika ein- hvers konar síð-tilfinningarokk sem sækir áhrif í melódísk nýþungarokksbönd eins og Papa Roach og ofurtilfinn- ingaríkt rokk At the Drive-in og Sunny Day Real Estate ásamt því að vísa nett í hjóla- brettapönk Blink 182 og Sum 41. Tilfinningarokkið spratt úr amerísku harðkjarnarokki snemma á níunda áratugnum. Vinsælt kennileiti stefnunnar er plata Hüsker Dü, Zen Arcade (’84), þar sem leitað er inn á við í textum og fjallað um sálar- flækjur einstaklingsins fremur en heimspólitík. Um leið leyfði sveitin sér að toga og teygja harðkjarnaformið meira en áð- ur hafði þekkst. Fyrsta algera „emo“-sveitin er hins vegar tal- in Rites of Spring, sem leidd var af Guy Picciotto sem síðar varð söngvari í Fugazi (sem einnig er mikilvæg „emo“-sveit). Tilfinn- ingarokkið hélt sig neðanjarðar fram yfir tíunda áratuginn, en gruggbyltingin og vaxandi við- vera neðanjarðarrokks á meg- instraumsútvarpsstöðvum lyfti því þaðan í vissum mæli. Upp- haf nýja tilfinningarokksins má rekja til Sunny Day Real Estate, þar sem saman fóru grugg-riff, dramatískar melódíur og blæð- andi einlægur söngur. Í dag er vel hægt að tala um aðgengilegt tilfinningarokk og það sem grafið er neðanjarðar. Tónlist Hundred Reasons fellur þarna einhvers staðar á milli. Hvað er tilfinningarokk? Ástæðan fundin Hundred Reasons. Myndin er tekin í æfingahúsnæðinu þeirra. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á Gauki á Stöng, Mínus og Dáðadrengir hita upp. www.hundredreasons.com www.noisyboys.net www.dadadrengir.com arnart@mbl.is Hundred Reasons leika með Mínusi í kvöld á Gauknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.