Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 19.10.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BUSH HEITIR AÐSTOÐ George W. Bush, sem nú er á ferð um Suðaustur-Asíu og Ástralíu, hét því í gær, er hann ávarpaði filipps- eyska þingið, að Bandaríkjamenn myndu hjálpa Filippseyingum við að koma lögum yfir uppreisnarmenn í samtökunum Abu Sayyaf. Enn- fremur lofði Bush aðstoð við að end- urnýja filippeyska herinn. Þá sagði hann, að Bandaríkjamenn myndu leggja ríkjum í Suðaustur-Asíu lið við að uppræta samtökin Jemaah Islamiya, sem tengjast al-Qaeda. 10% verða fyrir einelti Norræn könnun á einelti leiðir í ljós að um 10% barna á Íslandi verða fyrir einelti. Börn með einhvers kon- ar þroskafrávik eru í mestri hættu á að verða lögð í einelti en 27% barna með slík vandamál eru lögð í einelti á móti 14% annarra barna. Rann- sóknin byggist á svörum frá um 10.000 norrænum börnum á aldr- inum 2-17 ára. Flaga skráð í Kauphöllinni Fyrirtækið Medcare Flaga stefnir að því að bjóða út nýtt hlutafé fyrir lok næsta árs fyrir um 12-16 millj- ónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 900-1.300 milljónir króna. Í fram- haldinu verður óskað eftir að fyr- irtækið verði skráð í Kauphöll Ís- lands. Biðraðir út á götu Dæmi eru um að biðraðir hafi skapast úti á götu við heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu vegna inflúensunnar sem nú geisar. Fjöldi fólks leitar til stöðvanna bæði til að fá bólusetningu og til að fá meðferð við veikindunum. Músafaraldur Músafaraldur er í byggðarlögum á Vestfjörðum og hafa menn gripið til þess ráðs að smíða sér öflugar músagildrur. Jón Ragnarsson, vél- stjóri í Súðavík, segir ketti ekkert ráða við ástandið. „Nei, kettir hafa svo mikið að éta og þeir ráða ekkert við þetta, “ segir Jón þegar hann er spurður um veiðihæfni katta á Vest- fjörðum. Morgunblaðið/Kristinn Daglaunamenn á fjöllum Ferðalög „Það er frábært að vera úti í tvo daga og fara ekki í hús allan þann tíma / 11 Eivör Pálsdóttir Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt „Það er sama hvað ég syng, þegar ég syng þá gef ég mig alltaf alla.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 19. október 2003 Atvinna óskast Karlmaður með tæknifræði- og rekstrarnám að baki og með mikla reynslu af verkefnastjórnun og rekstri óskar eftir starfi. Þarf ekki að vera fullt starf og margt kemur til greina. Uppl. í síma 892 0420. Atvinna óskast Ég er tvítug stúlka með stúdentspróf og er að leita mér að fullu starfi. Ýmiss störf koma til greina. Ég er samviskusöm, stundvís og reyk- laus. Meiri upplýsingar í síma 895 7759, Gyða. Lögfræðingur með góða starfsaðstöðu og framhalds- menntun getur bætt við sig framtíðar- verkefnum. Fast hlutastarf f. félagasam- tök, sjóði eða aðra kemur einnig vel til greina, s.s. umsjón með eignum og/eða rekstri. Öllum tilboðum vel tekið. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband á box@mbl.is sem fyrst (merkt: „L — 14324"). Viðskipta- Til sölu er hlutafélagið Sólhvörf ehf. Helsta eign félagsins er garðyrkjubýlið Sólbyrgi sem staðsett er á einum fegursta stað landsins, í Reykholtsdal, Borgarfjarðarsveit. Gróðrarstöðin samanstendur af rúmlega 5.000 fm af gróðurhúsum í góðu ástandi, 10,5 ha af rækt- uðu landi með yfir 2 km af skjólbelt- um, og hesthúsi. Ennfremur fylgir vandað íbúðarhús, 187 fm að stærð, byggt árið 1984. Hitaveita er á staðnum og gefur af sér 8 sek.lítra af heitu vatni. Verðhugmynd er 12 - 15 milljónir kr. en áhvílandi skuldir 43 milljónir. Sótt hefur verið um úreldingu sem getur fært félaginu um 25 milljónir kr. Árleg velta er um 16 milljónir kr. og fastafjármunir eru metnir á rúmlega 51 milljón. Aksturstími frá Sólbyrgi til Reykjavíkur er rúmlega ein klukkustund. Þessar eignir gefa því væntan- legum kaupendum tækifæri til að lifa og starfa í einstæðri náttúrufegurð í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Nánari upplýsingar veitir Fasteignamiðstöðin í síma: 550 3000 í einstæðri náttúrufegurð tækifæri ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G R A 22 56 9 10 /2 00 3 Förðunarfræðingar The Body Shop á Íslandi óskar eftir að ráða tvo förðunarfræðinga í fullt starf, annan í versl- un fyrirtækisins í Kringlunni, hinn í sams konar verslun í Smáralind. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leggjum ríka áherslu á að starfsfólk hafi þjónustulund, sé vel að sér um snyrtivörur og hafi metnað til að kynna sér það sem The Body Shop hefur fram að færa. Áhugasamir vinsamlega skili ferilskrá fyrir 24. október nk. í verslun: The Body Shop í Kringlunni eða Smáralind. Smiðir vanir kerfismótum óskast til starfa. Upplýsingar í síma 567 1290. Sunnudagur 19. október 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.279  Innlit 16.972  Flettingar 65.290  Heimild: Samræmd vefmæling Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 48/49 Listir 28/35 Dagbók 50/51 Af listum 28 Krossgáta 52 Forystugrein 32 Auðlesið 53 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 36/37 Fólk 54/61 Þjónusta 43 Bíó 58/61 Minningar 44/47 Sjónvarp 52/62 Hugvekja 47 Veður 63 * * * BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á fundi með sýslumönnum á Hótel Selfossi í gær að hugmyndir um breytta skipan löggæslunnar og stækkun lögregluumdæma ættu að leiða til fag- lega betri úrlausnar mála, til hraðari afgreiðslu mála, til minni útgjalda fyrir ríkissjóð og betri þjónustu við almenning. Hann sagðist einnig vera samþykkur því, að ekki eigi að skilja lög- gæslu frá sýslumannsembættum, en hann teldi hins vegar að ekki þurfi allir sýslumenn að vera lögreglustjórar. Ráðherrann sagðist hafa efnt til funda með fulltrúum sýslumanna og lögreglumanna, ríkis- lögreglustjóra, ríkissaksóknara o.fl. á undanförn- um vikum um breytingar á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfs lögreglunnar. Gengur ekki til viðræðna á þeirri forsendu að fækka sýslumönnum „Þar hef ég áréttað það sjónarmið, að ég gangi ekki til viðræðna um málið eða framkvæmd breytinga á þeirri forsendu, að fækka sýslu- mönnum. Ég hef þennan fyrirvara um fjölda sýslumanna með vísan til tveggja meginatriða. Í fyrsta lagi skiptir miklu fyrir byggðir landsins, að ekki sé sett sem markmið að draga þar úr þeim styrk, sem felst í starfrækslu sýslumanns- embættanna og þjónustunni á þeirra vegum. Í öðru lagi þarf inntak í embættisfærslu sýslu- manna ekki endilega að vera alls staðar hið sama,“ sagði Björn. Kvaðst Björn hafa í hyggju að skipa þriggja manna verkefnisstjórn undir forystu Stefáns Ei- ríkssonar, skrifstofustjóra á löggæslusviði dóms- málaráðuneytisins, til að leiða þetta starf. Sagði hann einnig að forystumenn Landssambands lög- reglumanna hefðu lýst miklum áhuga á því, að breytingar nái fram að ganga og eindregnum stuðningi við, að lögregluumdæmi verði stækkuð. Dómsmálaráðherra fjallaði um skipan löggæslunnar á fundi sýslumanna Ekki þurfa allir sýslumenn að vera lögreglustjórar GÓÐ síldveiði er fyrir austan land og vinnsla í fullum gangi. Í gær lönduðu í Neskaupstað Björg Jónsdóttir tæpum 300 tonnum og Birtingur 370 tonnum. Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sagði að hin þokkalegasta síldveiði hefði verið undanfarið. Það væri ekkert undirmál í aflanum, en það vantaði í hann stóru síld- ina. Freysteinn sagði að síldin væri flökuð og fryst og einnig væri byrjað að huga að söltun. Tvö skip hafa einnig landað á Fáskrúðs- firði síðustu dagana. Júpiter kom með 370 tonn sem landað var í fyrradag og landað var úr Víkingi 380 tonnum í gær. Síldin er blönduð en fer þó að mestu í vinnslu hjá Loðnuvinnslunni. Unnið er á vöktum, en síldin er flökuð og söltuð, auk þess sem verið er að frysta og heilsalta í kydd. Auk framangreindra staða er verið að landa afla á fleiri Austfjarða- höfnum og einnig hefur verið siglt með síldarafla til Vestmannaeyja. Góð síldveiði fyrir austan land Morgunblaðið/Albert Kemp Stefnumót- un aðalum- ræðuefni á kirkjuþingi ÁRLEGT kirkjuþing þjóðkirkj- unnar verður sett í dag, sunnu- dag, og í framhaldi af því hefjast þingstörf sem standa í 10 daga. Meðal mála sem rædd verða auk skýrslu kirkjuráðs og fjár- mál eru stefnumótun kirkjunn- ar, sameining nokkurra presta- kalla, símenntun og fleira. Unnið hefur verið að stefnu- mótun þjóðkirkjunnar undan- farin misseri og verður afrakst- ur hennar lagður fram á þinginu. Er þar lýst stefnu og megináherslum sem leggja skal árin 2004 til 2010. Í fyrsta hluta skjalsins er lýst hlutverki þjóð- kirkjunnar og stefnu, í öðrum hlutanum er vikið að starfsem- inni og helstu markmiðum og í þeim þriðja eru sett fram atriði er varða starfsskipulag. Meðal verkefna varðandi boðun kirkjunnar er að bæta prédikun kirkjunnar, að hún verði fjölbreyttari í formi og auki umræður að lokinni messu, að málfar hennar miðist jafnt við karla og konur og að prestar taki upp hópvinnu um prédikun bæði sín á milli og við söfnuð- inn. Í helgihaldi er lagt til að söfn- uðurinn fái aukna ábyrgð, að fjölbreytni verði aukin í kirkju- tónlist og samvinna sé aukin milli safnaða og skóla. Kirkjuþingið hefst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11 og biskup set- ur síðan þingið kl. 14 og fara þingstörfin fram í Grensás- kirkju. Mikil viðskipti og mikil hækk- un á hlutabréfum deCODE GENGI hlutabréfa í deCODE hækkaði um 33,9% á föstudag og var lokagengi þeirra 6,79. Hæst fór gengi bréfanna í 7,25 innan dagsins, en það hefur ekki verið hærra síðan í febrúar 2002. Alls voru viðskipti með um 6 milljónir bréfa, en þetta eru mestu viðskipti með bréf í félaginu frá því að fyrirtækið fór á markað. Þetta þýðir að um 10% bréfa í félag- inu skiptu um eigendur á þessum eina degi. Mikil breyting Viðskipti hófust með bréf de- CODE á bandaríska hlutabréfa- markaðnum Nasdaq hinn 18. júlí ár- ið 2000 og þá var lokagengi bréfanna 25,44. Hæst fór gengið í 28,75 hinn 11. september sama ár, en lækkaði hratt eftir það. Frá miðju ári í fyrra hefur gengið lengst af verið undir 5 og lægst fór það í 1,60 hinn 24. sept- ember í fyrra. ENDURNAR við Ráðhúsið í Reykjavík láta haustlaufið ekki trufla tilveru sína. Þær synda um og leita sér að æti. Ef náttúran sjálf sér þeim ekki fyrir nægu fæði eru margir íbúar í höfuðborginni sem eru tilbúnir að hjálpa til og gefa þeim brauð. Það er því enginn skortur á æti hjá öndunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Endur á Tjörninni í leit að æti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.