Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
83 flug á viku til 13 áfangastaða
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
RÁÐSTEFNA Ferðamálaráðs Ís-
lands hefur samþykkt ályktun þar
sem mótmælt er harðlega að stjórn-
völd hafi ákveðið að hefja hvalveiðar
hér við land án nokkurs samráðs við
samtök innan ferðaþjónustunnar
eða aðra hagsmunaaðila innan
greinarinnar.
Ráðstefna Ferðamálaráðs var
haldin undir yfirskriftinni er: Mark-
aðssetning Íslands – breyttar
áherslur.
Með yfirskriftinni er vísað til
nýrrar leiðar sem farin var á þessu
ári við nýtingu þess fjármagns sem
stjórnvöld ákváðu að verja til mark-
aðssóknar íslenskrar ferðaþjónustu.
Í stuttu máli var ákveðið að nýta 202
milljónir af þeim 300, sem veittar
voru af opinberri hálfu til markaðs-
starfs á árinu 2003, til samstarfs-
verkefna í almennri landkynningu á
fjórum markaðssvæðum erlendis.
Var fjármununum skipt með
ákveðnum hætti á hverju markaðs-
svæði og síðan auglýst eftir sam-
starfsaðilum. Þannig gafst aðilum
kostur á að sækja um samstarf við
Ferðamálaráð gegn því að leggja
fram a.m.k. jafn háa upphæð og
framlag Ferðamálaráðs var til um-
ræddra verkefna.
Ráðstefnuna setti Einar K. Guð-
finnsson, formaður Ferðamálaráðs.
Hann minntist í upphafi Kristleifs
Þorsteinssonar í Húsafelli er sat
fjölmargar ráðstefnur Ferðamála-
ráðs og var þar ætíð virkur þátttak-
andi. Fundarmenn risu úr sætum og
heiðruðu þannig minningu Krist-
leifs. Einar K. Guðfinnsson sagði
m.a. í ræðu sinni að hörkusam-
keppni ríkti milli flugrekstraraðila.
Hann sagði að ríkisstjórnin hefði
ekki áttannars kost en að hefja hval-
veiðar í vísindaskyni. Hann sagði
undirbúning að flokkun tjaldstæða
vera á lokastigi og að gerð verði við-
horfskönnun meðal ferðamanna í
Leifsstöð og símakönnun á næsta
ári.
Aukin þörf fyrir
upplýsingamiðstöðvar
Ávörp fluttu Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra, og Sigbjörn
Gunnarsson, sveitarstjóri. Sturla
sagði mjög aukna þörf vera fyrir öfl-
ugar upplýsingamiðstöðvar vegna
þess að ferðamáti fólks hefur beinst
meira og meira með einkabíl. Hann
fagnaði komu nýrrar ferju, Nor-
rænu, og benti á að farþegar sem
koma með henni dvelja yfirleitt
lengur á landsbyggðinni en aðrir
ferðamenn. Um farþegaskatt á flug-
leiðum sagði hann Hagfræðistofnun
vera að meta áhrif skattsins á fjölda
ferðamanna en svo virtist sem skatt-
urinn hefði þar verulega neikvæð
áhrif. Hann kvaðst mundi beita sér
fyrir lækkun skattsins. Lögð var
fram á ráðstefnunni nýútkomin
skýrsla: Íslensk ferðaþjónusta,
framtíðarsýn.
Sigbjörn Gunnarsson, sveitar-
stjóri, sagði í ávarpi sínu að sam-
göngurnar skiptu mestu máli fyrir
ferðaþjónustu í dreifbýli. Ennfrem-
ur að virkjanir væru gríðarlegur
styrkur við ferðaþjónustuna og
nefndi Kröfluvirkjun í því sambandi.
Framsögu um þema ráðstefnunn-
ar hafði Árni Harðarson, forstöðu-
maður markaðssviðs Ferðamála-
ráðs. Í pallborðsumræðum að lok-
inni framsögu sátu fyrir svörum:
Hannes Hilmarsson, svæðisstjóri
Icelandair, Svanhildur Konráðsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Höfuðborgar-
stofu, Gunnar Rafn Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Atlantik, Óli Jón
Ólason, hótelstjóri Hótels Reyk-
holts, Ingibjörg Pálmadóttir, eig-
andi Hótels 101, og Magnús Odds-
son, ferðamálastjóri. Lífleg og
hreinskiptin skoðanaskipti ein-
kenndu umræður og fyrirspurnir.
Í lok fundar bar Ásbjörn Björg-
vinsson, forstöðumaður Hvalamið-
stöðvarinnar á Húsavík, fram eft-
irfarandi tillögu: „Ferðamálaráð-
stefnan 2003, haldin í Skjólbrekku
við Mývatn 16.-17 október, mótmæl-
ir því harðlega að stjórnvöld hafi
ákveðið að hefja hvalveiðar hér við
land án nokkurs samráðs við samtök
innan ferðaþjónustunnar eða aðra
hagsmunaaðila innan greinarinnar.
Ráðstefnan minnir á fyrri áskoranir
til stjórnvalda um að gerð verði ít-
arleg og fagleg úttekt á áhrifum
hvalveiða á ferðaþjónustuna og
leggur áherslu á að þegar hafa kom-
ið fram sterkar vísbendingar um
skaðleg áhrif hvalveiða á ímynd
landsins og þar með ferðaþjónustu á
Íslandi. Ráðstefnan krefst þess að
stjórnvöld hafi náið og opið samráð
við samtök ferðaþjónustunnar,
Ferðamálasamtök Íslands og Hvala-
skoðunarsamtökin áður en ákvörð-
un um framhald hvalveiða verður
tekin.“
Tillagan var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu.
Einar K. Guðfinnsson, formaður
Ferðamálaráðs, greiddi atkvæði
gegn tillögunni.
Um kvöldið var móttaka í boði
samgönguráðherra og sameiginleg-
ur kvöldverður á Hótel Gíg, Skútu-
stöðum. Þar fór fram afhending um-
hverfisverðlauna Ferðamálaráðs
fyrir árið 2003 og féllu þau í hlut
Bandalags íslenskra farfugla. Mark-
ús Einarsson, framkvæmdastjóri
samtakanna, tók við verðlaunum
fyrir þeirra hönd.
Á árlegri ráðstefnu Ferðamálaráðs var fjallað um markaðssetningu Íslands
Ákvörðun um hvalveið-
ar mótmælt harðlega
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Markús Einarsson frá Bandalagi ís-
lenskra farfugla veitti umhverfis-
verðlaunum Ferðamálaráðs við-
töku fyrir árið 2003 fyrir hönd BÍF.
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
REGLULEG laun verkafólks inn-
an ASÍ hafa hækkað um rúm 27%
á samningstímabilinu, eða frá
fyrsta ársfjórðungi 2000 til annars
ársfjórðungs þessa árs. Samnings-
bundnar hækkanir á tímabilinu
nema um 14% vegna almennra
launa en lægstu laun hækkuðu um
30%.
Þetta eru niðurstöður könnunar
Stefáns Úlfarssonar frá hagdeild
ASÍ á launaþróun á því kjarasamn-
ingstímabili sem er að ljúka. Sam-
kvæmt útreikningum Stefáns jókst
kaupmáttur reglulegra launa
verkafólks um 10% á umræddu
tímabili. Tekur hann þá tillit til
hækkunar neysluverðsvísitölunnar
á sama tíma um tæp 16% og
hækkun launavísitölunnar um rúm
26%.
Eins og meðfylgjandi tafla ber
með sér, þar sem breyting reglu-
legra launa ASÍ-fólks á almennum
markaði er sýnd í krónum talið,
hafa flestar stéttir fengið svipaða
launahækkun, eða um og yfir 30%,
að því undanskildu að laun sér-
fræðinga hafa nokkurn veginn
fylgt þróun neysluverðsvísitölunn-
ar.
Vekur Stefán ennfremur athygli
á því hve laun á opinberum vinnu-
markaði hafa hækkað mun meira
en á almennum markaði undanfar-
in samningstímabil. Á tveimur síð-
ustu tímabilum hafi laun almennra
launþega átt að hækka um 20% að
meðaltali á hvoru tímabili en um
og yfir 30% hjá opinberum starfs-
mönnum.
Stefán segir að þótt laun hafi al-
mennt hækkað meira en samið var
um, búi enn of margir við bág kjör
í þjóðfélaginu. Meðal launþega ASÍ
sé einn af hverjum tíu með dag-
vinnulaun innan við 100 þúsund
krónur en þó enginn með minna en
90 þúsund krónur. Það er mat Stef-
áns að flest markmið síðustu samn-
inga hafi náðst, talsverðar hækk-
anir hafi orðið á almennum og allra
lægstu laununum, kaupmátturinn
hafi verið varinn með tilliti til þró-
unar verðlags, veikinda- og lífeyr-
isréttindi verið aukin og framfarir
orðið í starfsfræðslu. Í næstu
samningum þurfi að huga enn bet-
ur að lægstu laununum og jafna líf-
eyrisréttindi milli ríkisstarfsmanna
sem eru í stéttarfélögum tengdum
ASÍ og þeirra sem eru í félögum
opinberra starfsmanna.
Launahækkun verka-
fólks varð um 27,3%
!
" #! !
$% &$ ' (!)$*
+ $),
! - -%
'.$ ,$*
/00
/
1
1
00
0
2
3
32/
13
$
$
4,
Síðustu samn-
ingar skiluðu
láglaunafólki um
30% hækkun
Engra sér-
stakra að-
gerða þörf
EKKI er ástæða til að telja sérstak-
lega upp úr eldiskvíum á Austurlandi
til að eyða hugsanlegri óvissu um
hve margir laxar hafi sloppið úr þeim
vegna þess að talning ofan í kvíarnar
og upp úr þeim á sér þegar stað, að
sögn Guðna Ágústssonar, landbún-
aðarráðherra.
Orri Vigfússon, formaður Vernd-
arsjóðs villtra laxastofna, hefur sent
landbúnaðarráðuneytinu bréf þar
sem farið er fram á að eytt verði
óvissu með talningu. Guðni Ágústs-
son segir ljóst að allir fiskar sem fari
ofan í kvíarnar séu taldir ofan í þær.
Eins sé talinn allur fiskur sem komi
upp úr þeim sem og fiskur sem drep-
ist. Auk þess hafi verið komið upp
myndavélum til að fylgjast með
ástandi kvíanna og því sem gerist í
þeim. „Þannig að reglurnar eru mjög
strangar,“ segir Guðni og áréttar að
eftirlitið sé í sama ferli og Orri óski
eftir.
ÁRSFUNDUR Al-
þýðusambands Ís-
lands (ASÍ) fer
fram á Hótel
Nordica 23. og 24.
október næstkom-
andi. Fram kom á
miðstjórnarfundi
ASÍ í vikunni að
kosið yrði um
embætti varafor-
seta ASÍ en Hall-
dór Björnsson,
formaður Starfs-
greinasambands-
ins, gefur ekki
kost á sér áfram.
Kosið verður á
milli Ingibjargar
R. Guðmunds-
dóttur, formanns Lands-
sambands íslenskra versl-
unarmanna (LÍV), og Kristjáns
Gunnarssonar, varaformanns
Starfsgreinasambandsins og
formanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur. Hall-
dór sagðist í samtali við Morg-
unblaðið styðja Kristján
heilshugar sem sinn eftirmann.
Ingibjörg staðfesti í samtali
við blaðið að hún hefði ákveðið
að taka áskorun versl-
unarmanna um að gefa kost á
sér. Hún var áður einn vara-
forseta ASÍ til átta ára áður en
skipuriti sambandsins var
breytt til núverandi horfs með
einum varaforseta. Þá hefur
hún verið formaður LÍV frá
árinu 1989.
Kristján sagðist ekkert geta
tjáð sig um málið, þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann, þar
sem hann sæti í kjörnefnd ASÍ
og væri bundinn trúnaði. Það
væri í verkahring kjörnefndar
að leggja fram tillögu fyrir
ársfundinn um kjör varafor-
seta.
Varaforseti ASÍ kosinn á ársfundi
Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir
Kristján
Gunnarsson
Kosið milli Ingi-
bjargar og Kristjáns